Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 8
8 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 Hver tók hús á Ögmundi Jónassyni á laugardag og ræddi við hann um stjórnmál, en þó ekki myndun ríkisstjórnar? 2 Hvað hlaut fyrrverandi sveitarstjóri í Grímsey langan fangelsisdóm? 3 Hvernig bíl ekur Bubbi Morthens? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Brettapakkar 20% afsláttur Brettadeildin er í Glæsibæ 1400 snúninga þvottavél WA73140 Hljóðlát með íslensku stjórnborði og leiðarvísi. 7 kílóa hleðsla sérlega notendavæn. Verð stgr. Gorenje þvottavél Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 P IP A R • S ÍA • 8 23 11 SAMFÉLAG Íslendingar hafa á síðustu árum orðið almennt neikvæðari í garð útlendinga sem setjast hér að, samkvæmt skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskól- ans á Bifröst. Þó eru Íslendingar jákvæðari í garð innflytjenda en aðrar þjóðir. Konur, yngra fólk og mennt- aðra er jákvæðara í garð útlend- inganna, en karlar, aldraðir og minna menntaðir neikvæðari. Eins má greina neikvæðari afstöðu til útlendinga á lands- byggðinni en í borginni og á meðal iðnaðar- og verkamanna. Stuðningsfólk Frjálslynda flokksins er neikvæðast í garð útlendinga en Vinstri græn jákvæðust. - kóþ Niðurstaða rannsóknar: Neikvæðari í garð útlendinga ALÞINGI Ljóst er að umtalsverðar fjárhæðir sparast við lækkun launa þeirra sem kjararáð úrskurð- ar um. Enn er þó óljóst hve mikill sparnaðurinn verður. Mælt var fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um kjararáð í gær. Er í því kveðið á um að kjara- ráði beri, fyrir ármót, að ákveða 5 til 15 prósenta launalækkun þing- manna og ráðherra. Er hugsunin sú að þeir sem hæst hafa launin lækki hlutfallslega mest. Jafnframt skal kjararáð lækka laun annarra sem undir það heyra með sambærilegum hætti. Útreikningar fjármálaráðuneyt- isins sýna að launakostnaður rík- isins getur lækkað talsvert í kjöl- far væntanlegs úrskurðar. Lækki laun þingmanna og ráðherra um fimm prósent sparast rúmar 35 milljónir á næsta ári. Lækki þau um 10 prósent sparast 68 milljónir en 102 milljónir sparast við 15 pró- senta launalækkun. Fjármálaráðu- neytið segir meiri óvissu ríkja um útfærslu á launalækkun fyrir aðra hópa sem heyra undir kjararáð. Þó er nefnt sem dæmi að ef lækkunin nemur að meðaltali fimm prósent- um lækki launakostnaður ríkisins um um það bil 300 milljónir á næsta ári. Er sú fjárhæð viðbót við þann sparnað sem hlýst af lækkun launa þingmanna og ráð- herra. Lögin taka ekki til forseta Íslands enda er óheimilt að lækka laun hans á kjörtímabili sam- kvæmt stjórnarskrá. - bþs Lögum verður breytt svo lækka megi laun þeirra sem heyra undir kjararáð: Hundruð milljóna gætu sparast GEIR H. HAARDE Vill lækka eigin laun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK Lögreglan fór inn í hóp friðsamlegra en háværra mót- mælenda við Ráðherrabústaðinn í gær og handtók ungan mann. Eftir það reyndi hópurinn að koma í veg fyrir að maðurinn yrði fluttur í burtu, og lauk því með átökum. Mótmælendurnir höfðu reynt að koma í veg fyrir að ríkisstjórn- in gæti fundað í bústaðnum í gær- morgun. Með því vildi hópurinn stöðva „áframhaldandi valdníðslu ráðamanna,“ eins og sagði í til- kynningu frá þeim. Á þriðja tug ungmenna tók þátt og gerði hróp að ráðherrum. Lög- reglan var fjölmennari og ýtti mótmælendum upp að vegg, þegar ráðherrarnir voru komnir inn. Seinna tóku fjórir til fimm lög- reglumenn einn mótmælanda út úr þvögunni, settu hann í götuna og handtóku. Ekki lá í augum uppi hvað sá hafði gert af sér, en Stef- án Eiríksson lögreglustjóri segist telja manninn hafa „farið ítrekað yfir lögregluborðann“ sem var settur upp til að afmarka svæði lögreglu. Stefán tekur þó fram að hann hafi ekki nákvæmar upplýs- ingar um þetta. Eftir að fanginn var kominn inn í lögreglubíl, lögðust mótmælend- ur í götuna til að hindra að bíllinn kæmist í burtu og kröfðust þess að fanginn yrði látinn laus. Þá gengu aðrir lögreglumenn að þeim og reyndu að fjarlægja þá. Einn mótmælandi sagðist hafa verið laminn í höfuðið, annar að í sig hefði verið sparkað nokkrum sinnum. Lögreglustjóri hvetur fólk með slíkar ásakanir til að kæra athæfið til ríkissaksóknara. Bíllinn komst að lokum í burtu og mótmælin lognuðust út af. Alls voru tveir handteknir, þar sem „hvorugur þeirra hlýddi fyr- irmælum lögreglu“ eins og það er orðað í stuttri tilkynningu frá lög- reglu. klemens@frettabladid.is Lögreglumenn tókust á við mótmælendur Mótmælendur æptu að ríkisstjórninni fyrir utan Ráðherrabústaðinn, uns lögreglan handtók einn þeirra. Mótmælendurnir kvarta undan ofbeldi. BORGARALEG ÓHLÝÐNI Mótmælendurnir komu sér fyrir á götunni og reyndu að hindra að lögreglumenn keyrðu á brott með mann sem „ekki hlýddi fyrirmælum“. Alls voru tveir kærðir fyrir þau sakarefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðjón Heiðar Valgarðsson, einn mótmælenda, kom úr vinnunni til að taka þátt í aðgerðinni. Hann sagði að barsmíðar myndu ekki stöðva sig. Fólk hefði fullan rétt á að æpa á ríkisstjórnina. „Ég mun frekar láta lemja mig en láta órétt- lætið yfir mig ganga,“ sagði hann. „Það hafa allir verið samhuga um að vera með friðsamleg mótmæli en það þýðir ekki að við þurfum að hlýða öllum lögum og skipunum, því borgaraleg óhlýðni snýst um að hlýða ekki órétt- látum lögum heldur standa fast á rétti sínum og láta ekki kúga sig. Og það er það sem við erum að gera þegar við stöndum fyrir framan lögreglu- bíl, með lögregluþjónum sem eru að standa að ólöglegri og óútskýranlegri handtöku. Það sem hræddi mig mest var eftir það, þegar fólkið hafði sest í götuna, þá heyrði ég eina lögg- una öskra inni í bílnum: „Gefðu bara í!“ Þetta stakk mig í hjartað.“ FREKAR BARSMÍÐAR EN ÓRÉTTLÆTI GUÐJÓN HEIÐAR VALGARÐSSON DÓMSMÁL Karlmaður sem viðurkennt hefur að hafa valdið manni höfuðáverkum sem drógu hinn síðarnefnda til dauða hefur verið úrskurðaður í Hæstarétti í gæsluvarðhald til 18. febrúar. Atvikið átti sér stað þegar mönnunum varð sundurorða í samkvæmi í sumarbústað í Grímsnesi. Rannsókn málsins, sem er í höndum lögreglunnar á Selfossi hefur miðað vel. Enn er þó beðið endanlegra skýrslna frá réttar- lækni og tæknideild Þau alvarlegu sakarefni sem um ræðir á hendur manninum varða allt að ævilöngu fangelsi, teljist sök sönnuð. - jss Áfram í gæsluvarðhaldi: Viðurkennir sök á áverkum Bæjarstarfsmenn hækka Verkalýðsfélag Akraness hefur skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga við Verkalýðsfé- lag Akraness. Gildistími er til 31. ágúst 2009 með fyrirvara. Launataxtar hækka um 20.300 krónur. Bankamenn semja Samtök starfsmanna fjármálafyrir- tækja og Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir kjarasamning. Launa- taxtar hækka um 20.500 krónur í upphafi og 14.000 krónur í byrjun 2010. VINNUMARKAÐUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.