Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 22
 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR2 „Hér er sól og blíða og yndislegt veður,“ segir Arna Árnadóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til henn- ar í Tarifa á syðsta tanga Spánar. Á þessum sólríka stað, með útsýni yfir til Afríku og örskammt frá borgum á borð við Malaga, Sevilla og Cadiz, ætlar Arna að stofna spænskuskóla í janúar. „Ég valdi Tarifa því ég vildi ekki vera í stórum túristabæ,“ segir Arna, sem hefur verið búsett á Spáni meira og minna í tólf, þrettán ár. „Ég var að vinna sem flugfreyja fyrir spænskt flugfélag og starfaði lengi sem fararstjóri bæði með Íslendinga á Spáni og Spánverja á Íslandi,“ segir Arna. Hún hefur kennt spænsku við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ og er með BA-próf í spænsku frá Háskóla Íslands og MA-próf í mannfræði frá háskóla í Madrid. Arna hefur komið sér upp hús- næði í gamla bænum í Tarifa sem er að hennar sögn mjög heillandi. „Hér er allt lítið og sætt enda íbúarnir ekki nema sextán þúsund. Gamli bærinn býr yfir mikilli sögu með gömlum kastala og borgarmúr. Göt- urnar eru þröngar og við þær standa sætar búðir og barir,“ segir Arna, sem ætlar að bjóða upp á þrenns konar námskeið, byrjenda-, mið- og efsta stig og hefur fengið til liðs við sig nokkra innfædda spænskukenn- ara. Arna býst við að Íslendingar verði í meirihluta nemenda þótt hún stíli ekki einvörðungu inn á þá. En hefur hún áhyggjur af kreppunni? „Jú, því er ekki að neita, en maður verð- ur bara að vona það besta og að Íslendingar nái sér upp úr þessu,“ segir hún og bætir við að ástandið á Spáni sé einnig slæmt með sextán prósenta atvinnuleysi. Hún segist samt hafa fengið góð viðbrögð við hugmynd sinni bæði frá Íslending- um og meðborgurum sínum í Tarifa, en þar hefur lengi verið þörf á fleiri spænskuskólum. Í skólanum verður þó ekki ein- vörðungu lært enda ætlar Arna að reyna að höfða til sem flestra. Hún ætlar í framtíðinni að bjóða upp á námskeið þar sem kennd er spænska á morgnana og matreiðsla og mynd- list síðdegis. Þá ætlar hún að fara með fólk í skoðunar- og menningar- ferðir til dæmis til Marokkó í Afr- íku en einungis tekur 45 mínútur að fara með ferju þangað frá Tarifa. Fyrir þá sem kjósa hreyfingu hefur Tarifa upp á margt að bjóða. „Hér eru fallegar strendur og stað- urinn hefur verið kallaður mekka vindsurfs og kætsurfs. Hér er mikið um útreiðar, klifur og köfun,“ segir Arna og bætir glettin við að Íslend- ingar geti einnig skellt sér í hvala- skoðun út á Njörvasund. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.alandalustarifa. com. solveig@frettabladid.is Spænskunám í Andalúsíu Frá smáborginni Tarifa á Spáni er gott útsýni yfir til Afríku. Þar ætlar Arna Árnadóttir að stofna spænsku- skóla sem verður opnaður í janúar. Göturnar í Tarifa eru þröngar og heillandi. Mikið er að gera fyrir þá sem kjósa útiveru á Tarifa. MYND/ÚR EINKASAFNI Arna ásamt dóttur sinni Victoriu. ÁRAMÓT Í BÁSUM Ferðafélagið Útivist stendur fyrir áramótaferð í Þórs- mörk. Lagt verður af stað 30. desember og komið heim 2. janúar. www.utivist.is Gott úrval af fóðruðum leðurstígvélum fyrir dömur. Stærðir: 36 - 40 Verð frá 16.750.- til 21.650. www.salka.is Sölkukvöld með Maxine • Reikimeistarinn og metsöluhöfundurinn Maxine Gaudio kynnir lífsspeki sína og metsölubókina Ferðalagið að kjarna sjálfsins. • Jón Ólafsson segir frá kynnum sínum af Maxine en hún hefur verið andlegur leiðbeinandi hans um skeið. • Malín Brand, þýðandi bókarinnar, mun lesa upp úr bókinni og segja örstutt frá tengslum sínum við Maxine. Ég gerði Max að fararstjóra á ferðalagi mínu um andlega heima. Því er þessi bók um líf hennar og starf nú komin út á íslensku. Vonandi verður hún til þess að fleiri leggja upp í ferðalag og finni sinn fararstjóra. Jón Ólafsson Gefandi og góð kvöldstund. Miðvikudagur 10. des. kl. 1800 Maður lifandi, Borgartún 24. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Alla föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.