Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 36
20 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Bless elskan. Ég ætla að fara að setja eldsneyti á bílinn. Móðir þín er indæl frú en ég á í smá vandræðum með Gunther. Vonlaust að tala við hann! Hann getur verið svo- lítið erfiður í byrjun en þú verður fljót að venjast honum. Hann er bara eins og hann er! Sjáiði! Ég var að láta setja hringi í geirvörturnar á mér! Og þetta er hluti af vandamálinu! Algerlega! Þarna er Bent! Yo! Hey Bent! Kasegiru? Þú ert flottur! Ertu að lyfta? Ég er sjálfur byrjaður að lyfta? Ha? Nú? Nei, en... Við sjáumst kannski seinna... ... eða... Hefurðu tekið eftir hversu erfitt það er að tala við fólkið í 3-G? Það telj- ast bara samskipti ef annar aðilinn viðurkennir tilvist hins. Verður þetta ómaksins virði? Sniff! Hóst! Jóna, komdu og sjáðu þetta. Vellauðugur atvinnu- golfari sem á einkaþotu hittir golfkúlu ofan í holu og fær ávísun sem er tíu sinnum hærri en virði hússins okkar! U... já, eigin- lega. Buuuuuhuuu! Ég og Jóna verðum alltaf meyr yfir íþróttunum... bara af mismunandi ástæðum. Nú þegar okkur berst mikið af niður-drepandi fréttum af ástandinu í samfélaginu finnst mér gaman að lesa óvenjulegar fréttir sem fá mann til að brosa. Yfirleitt eru það nú fréttir af fólki, en fyrir einhverja tilviljun rakst ég á þrjár fréttir sama daginn sem sögðu frá hetjudáðum hunda. Sú fyrsta afsannaði máltækið að „ekki sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja“ þar sem bandarískum hundaþjálfara tókst að kenna sex ára gömlum terrier-hundi sínum á hjólabretti. Meðfylgjandi var mynd af hundinum á brettinu, sem hann hefur meira að segja lært að snúa heilhring í loftinu á hjólabrettapalli. Önnur fréttin sagði frá hundi sem hefur gegnt lengstu herskyldunni af öllum í breska hernum í Afganistan. Hann var skilinn eftir á hundaathvarfi sem hvolpur, en í dag hefur hinn níu ára gamli springer spaniel unnið við að þefa eftir vopnum og sprengiefnum í allt að áttatíu flutningabílum á dag, síðastliðin þrjú ár. Þriðja fréttin sagði frá því hvernig heimilislaus hundur í Chile togaði annan hund, sem hafði orðið fyrir bíl, út af hraðbraut í mikilli umferð. Atvikið var fest á filmu eftirlitsmyndavélar og er nú hægt að sjá það á Youtube. Upptakan hefur vakið mikla athygli í Chile og margir hafa boðist til að taka hundinn að sér, en enginn veit hvar hann er niðurkominn í dag. Þessar fréttir minntu mig á að hundar eru ekki bara bestu vinir mannsins heldur sumir hverjir algjörar hetjur sem gleður mann að heyra og lesa um. Nú ber ég ósjálfrátt meiri væntingar til hundanna minna tveggja, en þangað til þeir vinna hetjudáð á heimsmæli- kvarða er ég meira en sátt við skilyrðislausa væntumþykju þeirra. Af hetjudáðum hunda NOKKUR ORÐ Alma Guðmundsdóttir Eymundsson mælir með 200.000 NAGLBÍTAR & LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS CD + DVD heimildarmynd um gerð plötunnar. Tíu bestu lög naglbítanna útsett fyrir lúðrasveit. Óhætt er að fullyrða að útkoman er sérlega glæsileg enda eru útsetningarnar krefjandi og stórar. Kynningarverð til 12. des: 2.999 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.