Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 17
6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 10. desember 2008 – 48. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Vistvæna prentsmiðjan! Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Við höfum staðið af okkur jarðskjálftann og dreg- ið líkin út úr flökunum. Nú er mikilvægast að koma hlutabréfamarkaðnum aftur á rétt ról. Það verður að gerast eins fljótt og auðið er,“ segir William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Hann var ánægður með það í gær þegar viðskipti hófust á ný með hlutabréf félagsins í Kauphöll- inni. Viðskiptin séu hluti af bataferlinu. Og hann er bjartsýnn á framhaldið. Félagið landaði erlendri fjármögnun upp á 133 milljónir evra á föstudag auk þess sem það hefur greitt upp 200 milljarða evra sambankalán, sem var á gjalddaga í gær. Fjármögnunin er sú fyrsta sem íslenskt fjármála- fyrirtæki hefur dregið í hús erlendis frá. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag tengist hún ekki hluthöfum fjárfestingabankans. Á uppgjörs- fundi bankans fyrir hálfum mánuði reiknaði Fall með því að viðskipti hæfust aftur með bréf bank- ans þegar sambankalánið væri að baki. Sú von varð að veruleika í gær. Gjalddagi á næsta sambankaláni er um mitt næsta ár upp á rétt um 70 milljónir evra og aftur í mars á þarnæsta ári upp á 330 milljónir evra. „Það er langur tími,“ segir Fall. Eins og fram kemur í Markaðnum í dag voru hlutabréf Existu tekin úr saltinu ásamt Straumi í gær en þar hefur Fjármálaeftirlitið geymt þau í níu vikur, eða frá bankahruninu í byrjun október. Eftir ríkisvæðingu bankanna situr nú Spron eitt eftir í salti Fjármálaeftirlitsins. Þegar viðskipti voru stöðvuð með bréf Straums fyrir níu vikum stóð gengi bréfa bankans í sjö krón- um á hlut. Það féll niður í 2,5 krónur. Þetta jafn- gildir rúmlega 64 prósenta falli. Gengið jafnaði sig nokkuð yfir daginn og sveiflaðist í kringum þrjár krónurnar áður en það endaði í 2,91. Á sama tíma hrundi Exista úr 4,62 krónum í 14 aura á hlut. Talsverðar breytingar hafa orðið á samsetningu Úrvalsvísitölunnar á þessum níu vikum. Bréf við- skiptabankanna þriggja eru horfin úr henni auk þess sem Atorka var afskráð á föstudag í síðustu viku. Þá kveður Exista sömuleiðis eftir lokun við- skiptadags á föstudag. Þessar breytingar hafa haft veruleg áhrif á vísi- töluna. Hún fór hæst í 9.016 stig 18. júlí í fyrra um svipað leyti og gengi hlutabréfa snerti hæstu hæðir. Eftir það tók hún að gefa verulega eftir. Eftir bankahrunið skall hún niður í rúm 670 stig, eða um tæp áttatíu prósent. Með falli Existu og Straums féll hún svo um rúm 40 prósent og fór til skamms tíma í gærmorgun undir 400 stig. Hún var síðast á svipuðum slóðum seint í desember árið 1994. Kauphöllin líkust því sem var 1994 Úrvalsvísitalan hrundi um 40 prósent með falli Existu og Straums í gær. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri í 14 ár. Seðlabankinn hefur ákveðið að veita undanþágu frá gjaldeyr- isreglum vegna viðskipta með hlutabréf í færeysku félögunum fjórum sem hér eru á markaði. Vafamál var hvort leyfi væri fyrir fjárfestingum í félögunum eftir að Alþingi samþykkti reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft fyrir tæpum hálfum mánuði. Skýrt var á um það kveðið í fyrstu grein gjaldeyrisreglnanna að fjárfesting í verðbréfum, hlut- deildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingasjóða, peningamark- aðsskjölum eða öðrum framselj- anlegum fjármálagerningum með erlendum gjaldeyri væri óheim- il. Hlutabréf færeysku félaganna eru í dönskum krónum. Söluand- virði vegna viðskiptanna verður eftir sem áður skilaskylt, líkt og reglurnar kveða á um. - jab Fjárfest á undanþágu DUMBUNGUR YFIR FÆREYJUM Fjárfestar hafa fengið undanþágu frá gjald- eyrisreglum til að kaupa hlutabréf í fær- eysku félögunum sem skráð eru hér. Erlent bílalán | Ekki er úti- lokað að bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler fái 15 milljarða dala neyðarlán um miðjan mánuðinn til að keyra sig í gegnum efnahagslægðina. Gangi það ekki eftir er hætta á að þeir stefni allir í gjaldþrot með ófyrirsjáanlegum afleiðingumm fyrir bandarískt efnahagslíf. Rýr Nóbel | Nóbelssjóðurinn, sem stendur á bak við Nóbels- verðlaunin, hefur tapað 650 millj- ónum norskra króna, jafnvirði tíu milljarða íslenskra, það sem af er ári. Útlit er fyrir að árið verði sjóðnum jafn erfitt og fyrir sex árum en þá gufuðu upp 21,4 prósent af eignum Alfreds gamla Nobel. Blásið í framkvæmdir | Bandarískir fjárfestar eru von- góðir um að Barack Obama, sem tekur við forsetastólnum á nýju ári, muni takast að reisa efna- hagslífið við. Á borði hans liggja drög að vegalagningu, bygginga- starfsemi á vegum hins opinbera og uppbygging háhraðanetteng- inga um landið endilangt. Brunaútsala | Allar vörur í rúmlega 800 verslunum Wool- worths voru seldar með fimm- tíu prósenta afslætti eftir að at- hafnamaðurinn Theo Paphities hætti við að kaupa keðjunna. Lokafrestur tilboða í eigur Wool- worths rann út um miðja vikuna. Baugur á um tíu prósent í móður- félagi keðjunnar. Breski fjárfestingasjóðurinn Wal- stead Investments hefur keypt bresku Wyndeham-prentsmiðj- una. Þar með er afskiptum Ís- lendinga af prentsmiðjunni lokið. Dagsbrún, nú 365, sem meðal annars gefur út Markaðinn, keypti prentsmiðjuna á vordög- um 2006. Kaupverð nam 80,6 milljónum punda, jafnvirði tíu milljarða króna á þávirði. Prentsmiðjan setti tap í bækur félaga sem Dagsbrún ól af sér eftir uppskiptingu. Þau afskrif- uðu eignarhlut sinn hægt og bít- andi. Breska dagblaðið Financial Times segir prentsmiðjuna hafa verið í eigu Landsbankans á end- anum og var kaupanda leitað. Það hafi verið erfitt og útlit fyrir að hún færi í þrot þegar Walstead Investments knúði dyra. Kaupverðið nú nemur hins vegar sautján milljónum punda, jafnvirði 2,8 milljarða króna á núvirði. Í því felst yfirtaka skulda upp á 95 milljónir punda. Hlutafé í prentsmiðjunni hefur hins vegar verið afskrifað. - jab Íslendingar kveðja Wyndeham Press„Þar sem tímabundin stöðvun viðskipta með alla fjármálagern- inga útgefna af SPRON er enn í gildi, er innlausnum hlutdeildar- skírteina í tveimur sjóðum gamla Glitnis áfram frestað,“ segir í til- kynningu bankans. Um er að ræða Sjóð 1 - skulda- bréf og Sjóð 11 - fyrirtækjabréf. Fram kemur að frestun innlausn- ar sjóðanna sé gerð á grundvelli laga um verðbréfasjóði og fjár- festingasjóði. - óká Innlausn sjóða enn frestað Guðmundur Arnar Guðmundsson Markaðsstjórar athugið! Alþingi og Icesave Upphaflega áætlunin samþykkt Schrader snýr aftur Gömul heilræði í fullu gildi 4 - 5 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.