Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 24
 10. desember 2008 MIÐ- 4 „Nú eru allir argir út af ástandinu í þjóðfélaginu og þá er gott að grípa í prjónana og róa sig niður,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunar- fræðingur, annar höfundur bókar- innar Prjóniprjón. Hinn er Halldóra Skarphéðinsdóttir sjávareiturefna- líffræðingur við Stokkhólmshá- skóla. „Við höfum látið okkur dreyma um að gefa út bók í tvö ár. Höfum skrifað niður það sem við höfum verið að prjóna og allt í einu var komið nóg efni,“ segir Ragnheiður. Nú er líka prjón í hvers manns kjöltu, garnbúðir eru fullar flesta daga og fjölmennt er í prjónakaffi hvarvetna. Það er ekki af því að prjón sé svo ódýrt heldur fylgir því svo margt gott, meðal annars hlýja.“ Bókin Prjóniprjón inniheldur 35 litríkar myndir og uppskriftir sem henta byrjendum jafnt sem lengra komnum. Getið er úr hvaða garni er prjónað og gefnir upp fleiri mögu- leikar. Þar er bent á garn úr Nálinni enda kveðst Ragn- heiður vera í nánu samstarfi við hana og mæta í prjónakaffi þar hálfsmánaðarlega. Það næsta verður 13. desember og þá er þemað fljótlegar jólagjafir. „Við ætlum líka að vera með pakkaleik og skiptast þannig á hnotum, tölum og einhverju sem tilheyrir prjónaskapnum,“ upp- lýsir hún og kemur síðan með smáskýrslu um meðhöfundinn. „Hall- dóra býr ásamt fjölskyldu sinni í Sveppaskógi norð- ur af Stokkhólmi í húsi fullu af garni í öllum skáp- um og skotum. Hún er mikil prjónakona og varð til þess að ég endurnýjaði mín kynni við prjón þegar ég bjó í Stokkhólmi. Ég lenti í bakvandamáli og hún hvatti mig til að fara að prjóna og taka svo myndir af afrakstrinum. Það er algert töfraráð því það er svo uppbyggjandi fyrir sjálfstraustið,“ segir Ragnheiður og bætir við að búið hafi verið til bæði blogg- og facebook-síða í kringum Prjóniprjón. Þær stöllur gefa bókina út sjálfar. Hún fæst í Nálinni á Laugavegi 8 og kostar 2.990. Einnig er hægt að panta hana á www.prjoniprjon@gmail. com. gun@frettabladid.is Gott að grípa í prjónana Prjón er iðja sem á vel við unga og aldna í dag. Því fagna margir þegar ný prjónabók skýtur upp kollinum með íslenskum uppskriftum. Ein slík heitir Prjóniprjón. Ragnheiður er alltaf með eitthvað spennandi á prjónunum og segir uppbyggjandi fyrir sjálfstraustið að taka myndir af afrakstrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ein af uppskriftunum í bókinni er af þess- ari einföldu og sætu kassahúfu. STUBBUR og félagar úr Skemmtilegu smábarnabókunum hafa stytt mörgum íslenskum börnum stundirnar um árin. Bækurnar eru auðlesnar og ódýrar og til- valdar í skóinn eða jólapakkann. www.salka.is Yndislegar sögur á hljóðbók, Bryndís Víglundsdóttir les. „Ég bara gat ekki hætt að lesa.“ Hrafnhildur Sigrún, 11 ára. Bráðskemmtileg og spennandi saga eftir Hallveigu Thorlacius. Þegar bókin er opnuð fer allt af stað og dýrin BÓKSTAFLEGA lifna við! Ný hreyfimyndatækni sem heillar alla upp úr skónum! „ ... tilvaldar til að skoða með fullorðna fólkinu og njóta saman ævintýranna sem bir tast á hverri blaðsíðu.“ - MMJ, Fréttablaðið. Nú eru ærslabelgirnir komnir í jólaskap – en hvað með mömmu? Falleg bók sem jólasveinar setja í skóinn. Þriðja Bínubókin er komin út og nú lærir hún undirstöðuatriði í lestri. Geysivinsælar og gagnlegar bækur fyrir krakka, kennara og foreldra. BÖRN EIGA ÞAÐ BESTA SKILIÐ Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is Í jólapakkann Gleddu uppáhalds frændann eða frænkuna með gjöf sem nýtist allt árið! Jólagjafir fyr ir útivista rfólk SÖLUSTAÐIR: Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafssonlandsliðsþjálfara ogÚlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistaraog golfkennara Eftir Arnar Má Ólafssonlandsliðsþjálfara ogÚlfar Jónssonmargfaldan Íslandsmeistara GOLF ENN BETRA EN N BETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson Golf.umbrot.indd 3 1 Verð kr. 3.490,- m/vsk Verð kr. 1.490 ,- m/vsk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.