Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 9
Starf í þágu þjóðarinnar eða tilgangslaus orðaflaumur? ■ Aö venju afgreiöir Alþingi fjölda mála á siöustu dögum fyrir þinglausnir. Þeir sem vel þekkja til segja aö aldrei hafi jafnmörg stórmál veriö óútkljáö rétt fyrir þinglok og nú. Þegar þetta var skrifaö sat Alþingi enn aö störfum og ekki séö fyrir hvenær þinglausnir gætu fariö fram, en væntanlega eru mál komin i höfn og þingi slitiö er þessi pistill er kominn á prent. Þau mál er einkum hefur ver- iö lögö áhersla á að ljúka, tengj- ast orku- og iönaöarupp- byggingu. Þegar núverandi rikisstjórn settist aö völdum var gerö mikil áætlun um vatns- aflsorkuver og uppbyggingu orkufreks iðnaöar. Aætlunin miðaðist viö tólf ára timabil. Mikið hefur verið unniö i þess- um málum. Sérfræöingar á mörgum sviöum og starfshópar hafa mælt og vegið virkjunar- og iðjukosti og skýrslur og álits- geröir streyma frá þeim, og er iðnaöarráöuneytiö og stofnanir sem undir þaö heyra orönar meö mikilvirkustu útgefendum landsins. Þeim sem þarf aö taka endanlegar ákvarðanir er mikill vandi á höndum aö brjálast i gegnum þetta, svo notaö sé orö- færi bóndans á Höllustööum, og vega og meta þá kosti sem fyrir höndum eru. Það er einróma álit þeirra sem um málin fjalla aö næsta stórvirkjun veröi i Blöndu. Langt er um liöiö siöan sérfrööir menn um virkjanir fóru að lita Blöndu hýru auga; huga aö byggingu orkuvers þar. Fyrir hálfu ööru ári var virkjanaröð samþykkt á Alþingi og var Blanda þar efst á blaöi. Siöan hefur verið unniö markvisst að undirbúningi verksins. Aðeins var eftir að semja viö heima- menn og fá endanlegt samþykki þingsins um virkjunina. Svo hljóp snurða á þráöinn. Enginn starfshópur hafði veriö skipaður um mannþekkingu og hvernig hugur heimamanna stæöi til væntanlegra framkvæmda. óþarfi er að rekja gang þeirra mála, svo mjög hafa þau verið tiunduð i fjölmiðlum, en eitt þeirra stórmála sem staöiö hef- ur hvað mest i þingmönnum er að ákvarða endanlega virkjun- arleið. Hefur mál þetta dregist von úr viti og hefur sam- komulag loks náðst, sem væntanlega er búiö að sam- þykkja endanlega núna. Verksmiðja hér og verksmiðja þar Kisilmálmverksmiðjan á Reyöarfirði er annar biti sem staðið hefur i koki þingmanna. Illa grundað stjórnmálafrum- varp varðandi þá framkvæmd var lagt fram skömmu fyrir þinglok og þurfti að gjörbreyta þvi á nokkrum dögum til að von- ir væru um aö það hlyti sam- þykki. En það tókst og sérfræð- ingar i starfshópum munu halda áfram skýrslugerðum sinum um byggingu og rekstur verk- smiðjunnar. Steinullarverksmiöja fyrir norðan eða sunnan er enn óút- kljáð og sykurverksmiðja i Hveragerði verður enn um hriö i höndum „áhugaaðila”, eins og þeir eru kallaðir i þingskjölum. Atvinnurekandinn mikli Það er eftirtektarvert að Alþingi og rikisstjórn skuli þurfa að fjalla um alla meiri háttar iðnaðaruppbyggingu i landinu Ráöuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins lét þáu orð falla s.l. vetur, að ríkið væri oröinn stór atvinnurekandi á mörgum þeim sviðum sem eng- um dytti f raun rikisrekstur i hug.A löngum tima hefur rikis- sjóður hlaupið undir bagga með alls kyns fyrirtækjum og lagt fram hlutafé þegar rekstur fyrirtækja gekk illa og er þar með oröinn meðeigandi. A þennan hátt er rikið oröið með- eigandi ifjölda fyrirtækja. Ekki kvaðst ráðuneytisstjórinn minnast þess aö greiðslur kæmu i rikissjóð, svo neinu næmi, né að nokkur sála léti sér detta i hug að selja eða kaupa þessi hlutabréf. Rikið á verulegan hiuta eða meirihluta i öllum meiri háttar stóriðjufyrirtækjum og þegar siðast fréttist ætlaði iðnaðar- ráðherra að kaupa álverið i Straumsvik. Þau iðnaðarfyrir- tæki sem „áhugaaðilar” hafa i hyggju að koma sér upp verða ekki byggð nema með þátttöku og blessun rikisins. íhald á formælendur fáa Er alþingismenn voru aö samþykkja rikisverksmiðjuna á Reyðarfirði neitaði Ragnhildur Helgadóttir að greiöa atkvæði með fyrirtækinu á þeirri for- sendu að hún vildi ekki sam- þykkja að rikiö ætti meirihluta i fyrirtækinu. Það væri andstætt skoðun sinni og stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Flutti þingmaöurinn ræðu af þessu til- efni og er það fyrsta umtals- verða ihaldsræöan sem þing- maður Sjálfstæðisflokksins flyt- ur á þessu þingi. Tvær ræpur aðrar hafa verið fluttar á þinginu, sem glöddu þau ihaldshjörtu sem á hlýddu. Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar, flutti þær ræður báöar, og annað hefur hann ekki lagt til mála i þingsöl- um i vetur. Geir ræddi um eyðslufrekar tillögur og kröfur þingmanna sem aldrei leiddu hugann að greiðslugetu rikis- sjóðs þegar þeir væru að korpa sinum málum fram, en sömu menn hvetja i hinu orðinu til sparsemi og aöhalds i fjármál- um. Um arðsemi hirtu þeir aldrei. Þá varaði formaður fjár- veitinganefndar þingheim við að hlaða þjóðarskútuna svo af félagsmálapinklum að hún sykki, og lét að þvi liggja að far- ið væri að gefa á bæði borð. En íhaldssemi á ekki upp á pallborðiö hjá þingheimi. Framfarir og framkvæmdir eru kjörorðin og sótt er fram á öll- um sviðum i þeirri viðleitni að allir fái allt. Óneitanlega bera umritðúr um niöursetningu verksmiðja talsverðan keim af hrepparig. Fulltrúar kjördæma vilja fá sem mestar framkvæmdir hver á sinu landshorni, og togast er á um rikisframlögin. Stundum kveöur svo rammt að þessu, aö maður gæti haldið að virkjana- framkvæmdir og orkunýtingar- áætlanir væri spurning um at- vinnubótavinnu ekki siöur en arðbæra fjárfestingu, sem koma á þjóðarheildinni til góða um ókomin ár. Þetta á raunar viö á fleiri sviðum atvinnulifsins Orðaflaumur Þaö fyrirbæri að Alþingi verö- ur að afgreiða fjölda mála á. færibandi siðustu daga hvers þings stafar sjálfsagt af mörg- um orsökum. Sum málanna eru svo seint framkomin að varla er vinnandi vegur fyrir þingmenn að kynna sér þau til þeirra hlit- ar, sem þeim ber, nema að sitja yfir þeim nætur og daga. önnur mál hafa stundum verið til með- feröar mánuöum saman en litill gaumur verið gefinn fyrr en hrokkið er upp við það, að þing- lausnir séu i nánd, og þá loks kemst skriður á afgreiðslu þeirra og umfjöllunin hrúgast á sömu daga og stórmálin þurfa að fara i gegn. Þingmenn hafa nokkuð rætt um starfshætti Alþingis og nokkurrar sjálfsgagnrýni gætt i þeim umræðum. í vetur var lögð fram þingsályktunartillaga um þingsköp, þar sem lagt var til að ræðutimi og umræður yfir- leitt i fyrirspurnum og utandag- skrárumræðum yrði takmark- aður og eins væri takmarkaður fjöldi þeirra sem fengju að taka þátt i slikum umræðum. Allir þingmenn sem til máls tóku um þessi atriði voru þvi hlynntir að takmarka oröaflauminn íif sjálfum sér. Fyrirspurnir og sér i lagi utandagskrárumræður hafa á siðari árum tekið upp æ meiri tima frá eiginlegum þingstörf- um. Þaö er rokið upp út af fjöl- breytilegustu tilefnum til að hefja utandagskrárumræöur. 1 allan vetur hafa þingmenn látið móöan mása hvenær sem tæki- færi gefst til að krefja ráðherra svara við hinu og þessu oft Oddur Olafsson, skrifar vegna fréttar sem birtist i blaði eða útvarpi og iöulega orðiö allsherjar eldhúsdagsumræður úr. Avallt er það einhver af þingmönnum stjórnarandstöð- unnar sem hefur leikinn og sið- an tekur hver við af öörum. Mikið skelfing gengur þeim málóðustu þá oft illa að halda sig við þaö efni sem var tilefni umræðunnar. Það er rætt um heima og geima og ávirðingarn- ar ganga á vixl og einatt dregst hin ómissandi efnahagsumfjöll- un inn f málið. önnur þingstörf eru sett til hliðar meðan öllu þessu fer fram og ávinningurinn sýnist sá helstur að þeir sem verst láta komast i fjölmiðlana. Fjölmiðlavald Það er umhugsunarefni út af fyrir sig hvort ýmsar tiltektir þingmanna eru ekki fyrst og fremst til þess gerðar að baða sig i sviðsljósinu. Oröaskakið væri til litils ef ekki væri sagt frá þvi. Ef sá grunur, sem stundum læðist að manni, er réttur, að einstakir þingmenn hagi störfum sinum og málflutn- ingi með það fyrir augum að þeirra sé getið i fjölmiðlum, er komið út á hála braut, þvi þá er sú hætta fyrir endi að fjölmiöl- arnir fari að stjórna málatil- búnaði og málflutningi fyrr en varir. Oft hefur verið bent á þessa hættu, ekki sist i Bandarikjun- um, þar sem áhrif fjölmiðla eru orðin óhugnanlega mikil. Stjórnmálamenn þar eiga frama sinn og feril allan undir fjölmiðlum. Þegar skáldið og þjóðfélagsgagnrýnandinn Solzhenitsyn (???) fékk loks um frjálst höfuð strokiö i lýðfrjálsu landi, þar sem leiðtogar eru kjörnir i almennum kosningum, var fjölmiðlavaldið eitt af þeim undrunarefnum, sem komu honum hvaö mest á óvart. Og hann spurði hver hefur kosiö þá sem fara með þetta vald? Eðlilega fylgist almenningum með störfum þings og stjórnar i gegnum fjölmiölana og er það hlutverk þeirra og skylda að skýra frá framgangi mála og þeim ákvörðunum sem teknar eru. En þaö eru ekki alltaf mik- ilverðustu málin sem hljóta náð fyrir augum þeirra sem fjöl- miðlun ráða, heldur oftar en ekki upphlaup alls konar og þeim er einatt slegið glannaleg- ast upp sem hæst bylur i. Tilgangslitlar umræður 1 miðjum lokaönnum, seint um kvöld, hófu nokkrir þing- menn aö gagnrýna sjálfa sig vegna fjölda þingsályktunartil- lagna, sem lagðar eru fram og ræddar af fullri alvöru á þing- fundum og i nefndum. Þeir sem tjáöu sig um efnið voru samdóma um að allflestar þessar tillögur væru tilgangs- lausar og gagnslausar. Þær eru ekki til annars en að fá fram umræður um tiltekin mál og ná fram viljayfirlýsingum Alþing- is. Orðalagið felur tilgangsleys- ið i sér, stefnt skal að... rikis- stjórnin skipi nefnd til að kanna... Yfirleitt er þetta vita- meinlaust, og skiptir engu máli, en umfjöllun öll og málatilbún- ingur tekur mikinn tima, og þegar þingmenn kvarta yfir löngum vinnudegi og að ekki gefist tóm til að gaumgæfa mál nægilega vel, geta þeir engu um kennt nema sjálfum sér, eða þeim kollegum sinum sem auglýsa þurfa sjálfa sig og ein- stök málefni með tillögugerð af þessu tagi og þeim aragrúa af ræðum sem á eftir fylgja. Þingsályktunartillögur eru sjálfsagðar og nauðsynlegar þvi oft þarf að fá fram viljayfirlýs- ingar meirihluta þings varðandi margs konar málefni, án þess að þær séu bundnar i lögum. Rikisstjórn þarf að fá heimildir til ýmissa verka og þingmenn geta komið fram óskum sinum um þetta eöa hitt málið og feng- ið þær samþykktir og visað til rikisstjórnar. En það er ofnotk- unin á þessu tillöguformi sem gengur fulllangt, þegar tillög- urnar eru fram lagðar, og rædd- ar i auglýsingaskyni. Þá er komið að þvi sem fyrr var ýjað áð, sem sagt að þingmál eru fram sett til að komast i fjöl- miðla, sem verulega forvitni vekja meðal þorra manna. Það er vel, að almenningur fylgist vel meö störfum Alþingis og stjórnarathöfnum. Það skipt- ir þjóöina miklu máli hvernig þeir starfa sem fara með lög- gjafar- og framkvæmdavald, hvernig þeir beita þvi umboði sem þeim er trúað fyrir. En stundum fer litið fyrir þeim málum sem miklu skipta en smámál og aukaatriöi hljóta alþjóðarathygli, ef einhverjum oröhvötum galgopa tekst að blásaþauupp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.