Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 27
Sunnudagur 9. mai 1982 27 erlend hringekja B David Barrett, sem fetaði i fótspor Agustusar keisara, og skrásetti alla heimsbyggðina, er tii hægri hér á myndinni, en til vinstri er afriskur kirkjuleiðtogi, en hans likar munu verða æ áhrifameiri innan krist- innar kirkju næstu áratugina. NN TALINN — Ýmsar óvæntar niðurstöður um trúarbrögð heimsins ýmsar kirkjur mótmæl- enda en áriö 2000 er talið aö það verði aöeins einn þriöji. Barrett heldur þvi fram i bollaleggingum sinum um niðurstöðurnar að aldrei fyrr hafi jafn mikl- ar hræringar verið í trúarli'fi mannkyns, og bendir m.a. á að áriö 1900 voru aðeins 0.2% mann- kyns opinberir en ml 20.8%. Einnig visar hann til algers hruns alþýðu- trúarbragða I Kina, en það má sjá á með- fylgjandi töflu. Alþýðu- trúarbrögö halda á hinn bóginn prýðilega velli i Zimbabwe, enn sem kom- ið er að minnsta kosti, en þar teljast 40% þjóðar- innar til ýmiss konar alþýöutr úarbraöga. Og miklar breytingar eru einnig að veröa á hin- um kristna söfnuði. I nær tvö þúsund ár hefur yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem telja sig kristna búið i Evrópu, og siðar i Ameriku, en á siöasta ári var svo komið aö meirihluti kristinna manna töldust ekki til hvita kynstofnsins. Ariö 2000 telur Barrett að 60% kristinna muni búa i' Afriku, Asiu og latnesku Ameriku. Á Vesturlönd- um fækkar praktiserandi kristnum mönnum um hvorki fleiri nér færri en 7600 á dag (!), en á móti kemur að i Afriku snúast 4000 manns á dag til krist- innar trúar og að auki fjölgar þrisvar sinnum meira I söfnuöinum In memoriam: BT + m m + vegna fólksfjölgunar- innar. útbreiðsla og áhrif kristninnar hafa aukist gifur- lega Þessi þróun hefur náttúrlega áhrif á inn- byröis afstöðu kirkju- deildanna. Arið 2000 verður svo komið að 154 milljónir kristinna munu ekki teljast til „vest- rænna” kirkjudeilda. Og nefna má óvæntar niður- stöður Barretts um mót- mælendahreyfinguna. Stærsti hópurinn innan hennar telst ekki til hinna heföbundnu siðaskipta- kirkjudeilda — eins og Lúterssinna — heldur til pentekostalista, en þeir eru f jölmennastir evangelista um allan heim, samtals 51 milljón auk þess sem 11 milljónir til viöbótar fylgja kirkju- siðum pentekostalista þó þeir teljist til heföbund- inna mótmælenda- hreyfinga. Og evangel- istar i heild eru í góöum meirihluta innan mót- mælendahreyfingar- innar, eða 157 milljónir. Barrett segir aö ljóst sé aö á þessari öld hafi kristnin orðið fyrsta raunverulega „alheims- trúin” sem fólk hvar sem eráhnettinum játi. Hann bendir einnig á að þýðing- um á Bibli'unni fjölgi stöðugt, aö útvarps- stöövar kirkjunnar um allan heim nái nú til 990 milljóna á hverjum mánuði, og að guðspjalliö hafi þegar verið kynnt i 6850 af 8990 þjóðar- og/eða tungumálahópum I veröldinni. 1 framhaldi af því heldur Barrett þvi fram aö þrátt fyrir að prósentutala kristinna af heildarmannfjölda hafi lækkaö ofurlitið þá hafi útbreiðsla og áhrif kristninnar aukist gifur- lega á siðustu áratugum. Barrett viöurkennir að visu aö engin von sé til þess að kirkjan nái þvi markmiöi að allur lýöur- inn veröi kristinn um næstu aldamót en segir að hún muni komast nær þvi en flestir gera sér grein fyrir. 97 milljónir krist- inna i Sovétrik jun- um Þaö er einmitt ein helsta niöurstaöa könn- unar Barretts, að trúar- brögð, og einkum kristn- in, séu mun útbreiddari em flestir ætla, og nefnir hann Sovétrfkin sérstak- lega i þvi sambandi. Um sama leyti og Barrett skrásetti heimsbyggðina voru sovésk yfirvöld að gera svipaða könnun i' sinu landi, en þar ýta stjórnvöld sem kunnugt er undir trúleysi og hafa gert fjölmörgum kirkju- deildum afar erfitt fyrir. Barrett fékk, sér til ó- væntrar ánægju, aðgang að tölum sovéskra yfir- valda og má geta þess að könnun þeirra var gerð af ýtrasta hlutleysi. Er upp var staðiö kom i ljós aö þótt 137 milljónir Sovét- manna játuðu enga trú þá eru hvorki fleir né færri en 97 milljónir ennþá kristnar. Og i Sovét- rikjunum, eins og annars staöar, fann Barrett kristna trúarhópa sem fæstir vissu að væru til og teljast ekki til hinna „viðurkenndu” kirkju- deilda. Telur hann aö þannig sé ástatt um allt að 70 milljónir kristinna i heiminum. Nefnir hann sem dæmi um hve litlar heimildir eru til um kristna menn i mörgum löndum að er hann skrifaöi erkibiskupnum i Afrikulandi fyrir nokkru til að spyrja hversu margir kristnir menn væru þar var svariö að- eins: „Deus scit” — „Guö einn veit”. —ij tóksaman, og endur- sagði. Trúarbrögð hcims fyrr, nú og bráðum JATENDUR I MILLJÓNUM OG SEM % AF HEILDARMANNFJOLDA. Trú 1900 % 1980 % 2000 % Kristnir.....................................558 34.4 1.433 32.8 2.020 32.3 Kaþólskir..................................272 16.8 809 18.5 1.169 18.7 Mótmxlendur, Angellkar.................... 153 9.4 345 7.9 440 7.0 Grlsk-kaþólskir........................... 121 7.5 124 2.8 153 2.4 Aftrir..................................... 12 0.7 155 3.6 258 4.1 Trúlausir..................................... 3 0.2 911 20.8 1.334 21.3 Islamstrúar..................................200 12.4 723 16.5 1.201 19.2 llindúatrúar.................................203 12.5 583 13.3 859 13.7 Búddatrúar 127 7.8 274 6.3 359 5.7 Kinversk alþýöutrú ..........................380 23.5 198 4.5 158 2.5 Frumstæö trúarbrögft........................ 118 7.3 103 2.4 110 1.8 „Ný trúarbrögft”...............................6 0.4 96 2.2 138 2.2 Gyftingatrúar................................ 12 0.8 17 0.4 20 0.3 Aftrir <sjá neftst).......................... 13 0.8 36 0.8 61 1.0 lleildarmannfjöldi.............................. 1.620 4.374 6.260 Til „annarra” teljast m.a. Sikh-trú, Konfúsíusarjátendur, Shintóar, Baháfar, Spfri- tistar og Parsar. '■ Paris er rómuö fyrir fegurö, fjölskrúðugt mannllf og gróna menningu. Parísarbúar eru ánægöir meö þennan orðstir borgar sinnar en hafa nú vaxandi áhyggjur af þvi aö borgin veröi á- lika fræg fyrir annaö og verra: glæpi. Samkvæmt nýbirtum tölum, sem trygiingafélög i borginni tóku saman, er ekki langt i að Páris skjóti hinum illræmdu glæpabælum Bandarikjanna aftur fyrir sig, og það geta Frakkar náttúrlega illa sætt sig við. Miklar deilur hafa oröið i borgarstjórn- inni vegna þessa máls, og menn ekki á eitt sáttir um hvemig bregöast skuli viö. t borgarstjórn Parisar fer Guallista- flokkurinn sem kunnugt er meö völd, undir stjórn Jacques Chirac, sem hyggur að sögn á forseta- framboð fyrir hægri flokkana i næstu kosning- um. Lögreglustjórinn i Paris, Jean Perier, hefur reyndar lýst þvi yfir aö hann efist um aö tölur tryggingafélaganna gefi rétta mynd af ástandinu i borginni, en viöurkennir að þær eru nógu sláandi samt. Ef marka má þessar tölur á Paris nú Glæpalýð- ur í París heimsmetin I innbrotum miöað við fólksfjölda — 26 innbrot á hverja þúsund i- búa eru framin á-hverju ári á móti 25 i Los Ange- les, 22 i New York, 17 i London og 11 i Chicago. Sýnt þykir einnig aö öðr- um glæpum, sem og of- beldisverkum af ýmsu tagi, fjölgi sömuleiðis. Undanfarna mánuði hafa blöð og aðrir fjölmiðlar þannig variö miklum tima og plássi i að fjalla um skálmöldina i neöan- jarðarlestakerfi borgar- innar, en þar ku likamsá- rásir, rán og skemmdar- verk vera tið. Einn æðstu embættis- manna Parisarborgar, Lionel Jospin, sem einnig er ritari Sósialistaflokks- ins sem er i rikis- stjórn eins og menn vita, hefur ráöist harkalega gegn Chirac vegna þess- arar þróunar og segir aö borgarstjórinn hafi van- rækt að efla lögreglu borgarinnar — meö þess- um afleiöingum. Chirac hefur varist af mikilli fimi, hann kennir stjórn Mitterands um og kveður hana hafa neitað aö veita „baráttu gegn óöryggi á götum úti” forgang um- fram önnur mái. Glæpir á göngugöt- um og i neðan- jarðarlestum Chirac hefur jafnframt látiö lögreglulið Parisar heröa aögeröir gegn glæpum og nýlega var látið til skarar skriöa gegn aðalglæpabæli vinstri bakkans — göngu- götunum sem kenndar eru viö Rue Saint-Andre des Artes. Lengi hefur veriö vitaö að á Rue Saint-Andre þrifist ýmiss konar ófögn- uöur, enda handtók lög- reglan 389 menn á þessu litla og þrönga svæði milli júli og október á siðasta ári. A svæðinu var miö- stöö fyrir stóran hluta eiturlyfjaverslunar borgarinnar og þar höfðu útigangsmenn og vand- ræöaseggir allkonar að- setur. Þá var sorp oröiö til mikils trafala þvi ekki var hirt um að koma þvi fyrir á réttum stööum. Nattúrulausu símaklefarnir í Sandvika ■ Góður vinur er á braut. Hundruð Islendinga i Osló og nágrenni eru óhugg- andi og nánast sam- bandslausir eftir hina fólskulegu árás. Sorgin ■ Simakiefarnir góðu. Ef vel er að gáö má greina afleiöingar hinnar fólskuiegu atlögu. Mynd: ESE/Osló yfir simaklefunum i Sandvika, sem voru eyði- lagðir á hinn hrottaleg- asta hátt fyrir skömmu, á sér engin takmörk. Megi minning þeirra lifa. Eitthvaö á þessa leiö gátu Islendingar þeir sem átt hafa margar ánægju- stundir i nefndum sima- klefum hugsað eftir að hafa komið að klefunum i rústum. Tól og tæki höfðu veriö rifin úr sambandi og simaskrárnar slitnar úr samhengi. Vafalaust pönkarar eða kommúnistar sem þarna höfðu átt hlut aö máli. Þeir sem ekki þekkja simaklefana i Sandvika skilja auðvitað ekki sorg okkar. Þarna höfðu þeir staöiö i mörg ár, gæddir þeirri dýrmætu náttúru að aðeins þurfti að gæða þeim á einum krónupen- ing til að fá að tala til gamla landsins óendan- lega lengi. Þeir kröföust ekki mikils, en gáfu þeim mun meira i staðinn. Það er þetta sem okkur þykir mest um vert á þessum siðustu og verstu timum. Mottó simaklefanna i Sandvika var nefnilega — gamla krónan i fullu verögildi. Eins og sjá má á meö- fylgjandi mynd, standa simaklefarnir i Sandvika þó enn, en þeir hafa tapað náttúru sinni eftir að skrillinn og simamenn- irnir höfðu farið um þá höndum. Náttúrulausir simaklefar eru eins og penni án bleks. En þarna standa þeir samt, „þögul” minnismerki um eitt merkasta skeið norsk-islenskra sam- skipta. En maður kemur í manns staö og væntan- lega á þaö sama við um simaklefa. Póst- og sima- málastjórnin verður að kippa þessu i liöinn og blása lifi i simaklefana góöu. Þaö getur ekki veriö ætlun yfirvalda aö afnema þennan „dreif- býlisstyrk” að fullu og öllu. Krafaner: Gæðið sima- klefana sinni fyrri náttúru. ESE/Osló Göngugöturnar voru opn- aöar fyrir umferö á nýjan leik og svo kann að fara að aörar göngugötur — sem vel að merkja hafa aldrei veriö leyfðar form- lega — verði einnig opn- aðar. Fyrr i vetur hóf lög- reglan mikla herferö gegn glæpum i neðan- jarðarlestakerfi borgar- innar en þá haföi vasa- þjófnuöum, likamsárás- um og skemmdarverkum fjölgað óhugnanlega. Þegar ástandiö var verst bárust40 tilkynningar um árásir eöa þjófnaði á degi hverjum. Mynduö var sérstök deild innan lög- reglunnar til aö vinna á glæpamönnum sem höfðu bækistöðvar i neðan- jaröarkerfinu en stjórn- andi deildarinnar var 29 ára gamall varöstjóri, Nadine Joly. Hún hefur undir sinni stjórn 286 lög- reglumenn og 150 vara- liösmenn og mun ekki af veita, þar sem gangar neðanjaröar eru alls 218 kilómetra langir. AFP/—ij sneri. " ' ' ' ' J* '' > /..ðíÆmmMmmmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.