Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 14
14________________ leigupennar í héraði Sunnudagur 9. mai 1982 Ingólfur Arnólin: Saga Svefnflokksins, Reykjavik 1982 útg. Setberg 987 bls. ■ A undanförnum árum hefur eflst allverulega hér á landi áhugi á samtimasögu. Þaö er loks eins og sagnfræöingar hafi almennt tekiö viö sér og snúiö sér á rann- sóknum á „hinni rúmhelgu og vanhelgu samtiö” svo vitnaö sé i Einar Gislason. (Sem kannski er varla tilhlýöilegt hér á þessum staö!) Ljóst er aö á þennan hátt veröur sagnfræöingurinn miklu meira skapandi en áöur var mögulegt. Fyrrum var þaö hlut- skipti slikra fræöimanna aö gramsa eins og svin á ruslahaug- um mannkynsreynslunnar i leit aö brotabrotum og þegar best lét kannski einu og einu heillegu munstri i öngþveitinu. Atti ekki Friörik Schlegel einmitt viö þessa menn þegar hann sagöi svo hnyttilega aö sagnfræöingurinn væri öfugur spámaöur, ein ruck- wartsgekehrter Prophet? En samkvæmt hinu nýja viö- horfi, sem ég vil nefna svo, þarf sagnfræöingurinn ekki lengur aö vera öfugur I þessum skilningi. Hann er oröinn virkur þátttak- andi i ferli nútimans. Hann mótar söguna um leiö og hann skráir. Liöin er sú tfö aö liöin tiö sé liöin, hún ER. Þessi nýja bók Ingólfs Arnólins, Saga Svefnflokksins er mjög i þessum anda. Eins og flestum mun kunnugt var höfundurinn sjálfur einn af helstu forvigis- mönnum Svefnflokksins, og er svo reyndar enn þó dult hafi fariö um sinn. Hann fylgdist þvi með starfi flokksins alveg frá upphafi, uppgangi hans og falli, alstaöar nálægur aö skrá heimildir sem flestar eiga sér uppsprettur i hon- um sjálfum. Þaö segir sig náttúrlega sjálft aö þetta verk Ingólfs er hiö þarf- asta og alveg einstaklega lofs- Saga svef nf lokksins vert, enda munu flestir mér sam- mála um þaö aö islenskir lesend- ur hafa hingaö til ekki beinlinis veriö striöaldir á efni um þennan merka og umfram allt sérstæða þátt istjórnmálasögu siöustu ára. Verk Arnólins er mikiö að vöxt- um, rikulega myndskreytt af hon- um sjálfum og töfluvætt. Það hef- ur án efa kostaö höfundinn marg- ar andvökunætur. Er það þeim mun meira afrek ef þaö er haft i huga að hann var og er einn af helstu boöberum svefnhugsjónar- innar i islenskum stjórnmálum einsog áður var minnst á. 1 upphafi lýsir höfundur þvi hvernig hugmyndin aö svefn- stefnunni spratt upp hjá honum fyrst. Hann var þá þegar búinn að starfa að stjórnmálum árum saman en án nokkurs árangurs, kominn hátt á fertugsaldur og enn ekki kominn á þing. Loks sækir hann um starf sem þingsveinn en er hafnað og lendir viö þaö i nokkrum sálarháska svo ekki sé meira sagt. Þegar hér var komiö sögu var hann milli flokka einu sinni sem oftar, staddur á ferða- lagi erlendis. Hann lýsir þvi (kannski I óþarflega löngu máli, bls.58-300) aö hann er staddur á hótelherbergi i norrænni stórborg og fylgist meö kosningabaráttu i sjónvarpi. Þaö gerist aö stjórn- málaforingi einn stigur i ræöustól og tekur aö tala um gildi vinnunn- ar, þaö sem gerist I vinnunni sé mikilvægast alls eöa einsog maö- urinn komst aö oröi (bls.301): ,,t vinnunni eyöum viö meirihiutan- um af vökulifi voru”. Það var þetta oröalag sem kveikti hug- myndina hjá Ingólfi, eöa eins og hann lýsir þvi sjálfur (bls.359): „Þetta oröalag fannst mér slá- andi. Þetta haföi ég ekki hugsaö úti. Og hvaö þá meö island, land mitt, Frón mitt I fjarska þar sem allir eru alltaf aö vinna? Um leiö fann ég samt aö þaö var eitthvaö aö. Ég gaumgæföi hugskot mitt um stund og skynilega sá ég hvar hugsanavilla þessa útlendings lá: Oröiö, eöa öllu heldur oröalagiö „vökulifi voru” fól i sér aö and- stæöa hlaut aö finnast og lá ein- hversstaöar grafin einsog grafinn hundur. En hvar? Og hver var þessi hundur? Skyndilega áttaöi ég mig. Auövitaö. Þaö var til ann- aö Hf. Svefnlífiö. Var ekki svo? Var ekki augljóst aö mennirnir eyöa meirihlutanum af ævi sinni i svefni? Hvers átti þá þessi riki þáttur i lifi voru aö gjalda?” Þarna er svefnhugsjónin mætt I hnotskurn og hugmyndin að Svefnflokknum fæöist. Daginn eftir situr Ingólfur Arnólin i flug- vélinni á leiö heim til tslands staöráöinn I aö stofna nýjan fjöldaflokk sem byggi á svefn- hugsjóninni. Honum er ljóst að hann hefur meö hugarstarfi sinu megnað að láta sig detta ofan á þann þátt alls mannlifs sem á að geta sameinaö alla menn á jafn- réttisgrundvelli. Allir þurfa að sofa, jafnt háir sem lágir. Og mis- kliöin hiö eilifa striö mannanna um völd og auð og skiptingu á aröi, allir þessir hlutir gerast I vökunni. Sjálfur kemst hann þannig aö oröi á bls.430: „Þaö er vakan sem er meiniö, þaö er vakan sem er meiniö, þetta stef hljómaöi sifellt i höföi minu og hélt fyrir mér vöku svo ég gat ekki fest blund I flugvélinni. Svefnleysi er böl, þaö þarf aö efla svefninn til aö foröa þjóöinni frá þessum stanslausu hagsmunaá- rekstrum. Svefninn þarf aö lengja og bæta, umfram allt aö bæta.” Þar meö er lokiö umfjöllun höf- undar um aödragandann aö sjálfri flokksstofnuninni. Hafa ber i huga aö hér i þessari rit- fregn hefur aöeins veriö stiklaö á Íivi alstærsta i máli Ingólfs Arnó- ins. Þetta er vissulega hrifandi lesning úm sókn og sigra i hugar- heimi mikils hugsubar. Og sagn- fræðilega eykur það stórlega á gildi verksins að þaö er höfundur sjálfur sem er aöalheimildin aö öllu þvi helsta sem frá er skýrt. Þaö er ekki þetta ginnungagap milli atburöa og skrásetningar sem svo oft er aö finna i sagn- fræðiritum. Þvi veröur þó ekki neitað aö notkun semikommu er dálitiö á reiki i þessum fyrsta hluta verks- ins. 1 öörum hlutanum snýr höfund- ur sér aö þvi aö rekja hina eigin- legu sögu flokksins, allt frá þeim degi aö aðdragandanum sleppir, þó vissuiega sé oft erfitt aö draga skýrar linur. Hann segir frá blaöagreinum sem hann tekur að skrifa til aö kynna svefnhugsjón- ina. Hann skrifar þessar greinar undir ótal mismunandi dulnefn- um til aö foröast ofsóknir frá liös- mönnum heföbundnu flokkanna sem hann veit aö alltaf eru yfir- vofandi. Fljótlega kemur þaö I ljós aö viöbrögö viö greinum hans eru engin og viröist þaö æöi mót- sagnakennt i fyrstu þegar haft er i huga hversu byltingakenndur boöskapur hans er. En eftir ná- kvæma greiningu kemst Ingólfur að þvi aö þar standa gömlu flokk- arnir á bak við meö sérstaka taktiksem hann nefnir „sivirkt á- hugaleysi”. (bls.674). I alllöngu máli (bls 701-813) rek ur nú höfundur hvernig boðskap- ur hans tekur að ná eyrum al- mennings i landinu og þaö virðist taka ótrúlega stuttan tima fyrir svefnhugsjónina að verða að raunverulegri fjöldahreyfingu. Ingólfur lætur sjálfur gera skoö- annakönnun hjá mjög stóru úr- taki fólks úr öllum stéttum. Spurt er: „Svafst þú i nótt?” og niður- stöður sýna alveg lygilega mikið fylgi viö svona unga hugsjón. Flokkurinn er þvi stofnaöur og þegar liða tekur aö kosningunum frægu er þaö oröið ljóst að Svefn- flokkurinn er oröinn aö afli sem gömlu flokkarnir neyöast til aö taka tillit til i áróöri sinum. Frásögnin af gangi kosninga- baráttunnar (bls.815-900) er kannski ekki alveg nógu Itarleg. Grundvöllurinn var aö sjálfsögöu svefnhugsjónin sjálf, aö fólki beri aö breyta áherslunum i lífi sinu, færa þungamiöjuna úr vökunni yfiri svefninn, „hinn þögla meiri- hluta lifs þins”. Þaö var slagorðið sem gömlu flokkarnir óttubust langmest. Fljótlega kom þó i ljós aö svefn- flokkurinn sat ekki viö sama borð og aörir. Ingólfur lýsir þessu þannig: Fljótlega varö okkur ljóst aö svefnhugsjónin er illa sett hjá þegar um er aö ræöa fjölmiölun i nútímaþjóbfélagi. Allt upplýs- ingastreymi gengur nefnilega út frá þvi aö menn séu sifellt vak- andi. Hinn eini nothæfi fjölmiðill i heimi svefnsins eru draumar vor- ir. Viö höfum markvissa baráttu fyrir bættu draumförum.” (bls. 840). Margt er ákaflega skemmtileg i þessum kafla um kosningabarátt- una t.d. frásögnin af þvi þegar frambjóöendur fiokksins mæta i lokaslaginn i sjónvarpinu meö svefnpoka og leggjast til svefns fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Gömlu flokkarnir stóöu ráöþrota gagnvart þessari baráttuaðferö. Það kom lika fljótt i ljós aö þeir áttu engar röksemdir gegn aðal- hugmyndum flokksins. Lokafundurinn i Laugardals- höilinni var ekki siður glæsilegur, en hann var haldinn undir yfir- skriftinni: „Sofum saman”. Þó þar væri krökkt af fólki var svo fast sofið aö heyra mátti saumnál detta. Aldrei var þó upplýst hver missti þessa saumnál en atvikið þótti táknrænt. (bls.876). Sigurgangan virtist blasa viö. En hvernig stóö þá á þvi aö svo fór sem fór? Ingólfur Arnólin á ekki enn svar við þeirri spurn- ingu. Hann bendir aö visu rétti- lega á aö svo fer ætiö sem fer, en það nægir varla sem skýring og virðist mér hér loks nokkuö aug- ljós brotalöm á röksemdafærslu höfundar. Þaö sem geröist var I stuttu máli þetta: Þrátt fyrir 95% kjör- sókn hlaut Svefnflokkurinn ekki eitt einasta atkvæði. Ingólfur get- ur aö sjálfsögöu aöeins gert grein fyrir sinu eigin atkvæöi og hann segir: „Ég svaf allan daginn og varö aö klipa mig i handlegginn til aö vakna. Þá var kjörfundi lokiö. Ég gekk fyrir kjörstjórn og vottaöi aö mig heföi dreymt aö ég heföi kosið. Siöan hafa fjölmargir liösmenn flokksins vottaö slikt hib sama. En lýöræöi vökumanna er alltaf samt viö sig og setur sinar eigin reglur. Þess vegna er okkur ekki ansaö.” Höfundur hefur lofaö öðru bindi þegar línurnar skýrast. Sjálfur mun ég klipa mig I handlegginn svo þaö komi ekki of snemma. Þórarinn Eldjárn. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, skrifar um bókmenntir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.