Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 09.05.1982, Blaðsíða 22
Sunnudagur 9. mai 1982 á bókamarkadi Anne Tyler: Morgan’s Passing Playboy Paperbacks 1981 Anne Tyler er fremur ung a& árum tæplega fertug en hún hefur engu aö siöur þegar sent frá sér niu skáldsögur vestur í Bandarikjunum og nýjasta bók hennar, Dinner at the Homesick Restaurant sem er nýkomin út vestra hefur feng- iö fádæma góöar viötökur gagnrýnenda sem keppast viö aö lofa hana og prisa. Þessi bók kom út áriö 1980 og segir frá miöaldra járnvörukaup- manni sem alltaf er í þykj- ustuleik. Hann hefur unun af aö bregöa sér i óliklegustu gervi en lifir svo hamingju- sömu fjölskylduli'fi heima fyrir. Siöan gerist þaö einn daginn aö maöurinn Morgan, veröur ástfanginn og þá fer allt í hund og kött sem vænta mátti. Sagan þykir ljúf en jafnframt sérlega skemmtileg og býsna vel stiluö og upp byggö. Lýsing á persónunni Morgan ekki langt frá þvi að vera snilldarleg. Og eitt orö er þaö sem sifellt skýtur upp kollinum i umsögnum gagn- rýnenda um bækur Anne Tyl- er: hún þykir vera viturkona ... hvað sem þaö þýöir. Thorkild Ilansen: Det lykkelige Arabien Gyldandal 1982 Bækur Thorkilds Hansens munu vera vel á annan tug, en tvær þeirra komuút á islensku fyrir siöustu jól, Þræla- skipin og Jens Munk en þar leitar hann eins og gjarnan fyrrog siöar, til fortiöarinnar: sá timi er Danir voru land- könnuöir og nýlenduherrar hefur oröið honum ákaflega drjúgur. Einnig hefur hann skrifaö feröabækur og gefiö út ritgeröasöfn, síöasta bók hans — Réttarhöldin gegn Hamsun — vakti mikla athygli er hún kom útfyrir nokkrum árum og þótti stórvirki. Thorkild Han- sen er vel heppnað sambland af blaöamanni, sagnfræöingi og skáldsagnahöfundi. Hann skrifar um sagnfræöilega at- buröi og fylgir heimildum i hvívetna en fylgir ýmist frjálslegum frásagnarmáta blaöamannsins eöa stilfærslu rithöfundarins án þess vel að merka, aö vikja af vegi sagn- fræöinnar. Hér segir hann — en bók þessi kom fyrst ut 1962 — á mjög liflegan og skemmti- legan hátt frá kynnum Dana af Arabíu á miööldum og má af bókinni hafa mikinn fróö- leik um þjóöir og lifshætti i Ar- abiu, en einnig dágdða skemmtun. A timum forgengi- legs sósialrealisma i Dan- mörku er still Hansens ákaf- lega hressandi — sýnir aö dönskunni er ekki alls varn- aö... John Toland: No Man’s Land Ballantine Books 1982 Þessi bók segir frá siöustu mánuöum fyrri heimsstyrj- aldarinnari svipuöum dúr og Barbara Tuchman fjallaöi um upphaf hennar i hinni marg- rómuðubók, The Guns of Aug- ust. John Toland hefur einnig fengið mikið lof fyrir bók sina en hann hefúr annars skrifaö töluvert um Hitler og þá ein- beitt sér aö persónunni fremur en stjórnmálamanninum. Einhvers staöar á leiöinni hef- urhann haftPulitzer-verölaun upp úr krafsinu. Bók þessi er löng og full af smáatriöum,þaö má kallast nokkuö afrek aö Toland hefur engu aö siöur tekist að smiða Ur heimildum sinum læsilegt verk, stórfróð- legt náttúrlega og allt það. Stillinn er vel þekktur um þessar mundir, blandað saman smáatriðum af vigvöll- unum og makkinu i höfuö- stöðvum herjanna, sagt frá hlutskipti óbreyttra borgara og hráskinnaleik stjórnmála- manna. Er bdkin hefst er Evrópuþjóðunum aö blæöa Ut, Þjóðverjar hefja siðustu sókn sina, Lúdendorff-sóknina.taka á öllu sem þeir eiga til, og heföi e.t.v. heppnast aö sigra efóþreyttar hersveitir Banda- rikjamanna heföu ekki streymt á vigvöllinnn um ■ sama leyti. Slátrunin eins og endranær i fyrri heimsstyrjöld var ógurleg. Anita Loos: Gentlemen Prefer Blondes, But Gentlemen Marry Brun- ettes Picador 1982 Tvær bækur i einni, og frá- ■gangur býsna skemmtilegur. A þriöja áratugnum var Sént- ilmenn kjósa ljóskur gefin út um allan heim og seldist í risaupplögum, siöari bókin fylgdi á eftir nokkrum árum siöar og naut einnig mikilla vinsælda. Anita Loos fæddist 1893ogdóí fyrra, 15 ára gömul var hún farin að skrifa kvik- myndahandrit fyrir D.W. Griffith og var alla ævina mik- ið í tengslum viö kvikmyndir. Sögur sinar skrifaöi hUn af rælni en reyndist kunna að lýsa aldarhættinum, og nátt- úrlega eru bækurnar leynt eöa ljóst um stööu konunnar á þessum áhyggjulitlu árum. Frásögnin er glaðleg og frjáls- lega saman sett, þótt stundum sé sagt frá miklum hörmung- um i lifi heimskrar ljósku eöa klárari brúnku — varla aö efa aö bækur þessar eiga ennþá eitthvað erindi. Og háralitur Anitu Loos? JU, hún var auð- vitað dökkhærö og segir glaö- hlakkalega i formála aö hún hafi byrjaö að skrifa fyrri bókina til aö mótmæla athyglinni sem ljóskur urðu aönjótandi hjá karlmönnum. Einnig til aö sýna miskunnar- lausa misnotkun karla á sömu ljóskum. Upphafleg fyrir- mynd mun hafa verið einhver tröllheimsk en ljóshæð ást- kona H.L. Menckens. ■ Bækurnar hér aö ofan ern fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekiö skal frum aö um kynningar er aö ræöa en öngva ritdóma. ■ Út er komin bók og heitir sú Bækur og lesendur —. undirtitluð: Um lestrarvenjur. Ólafur Jóns- son hefur tekiö hana saman en hún er hin fertugasta i ritrööinni Studia Islandica sem Menningar- sjóöur gefur út og hefur lengi gert. Aö stofni til er bókin útlegging á lestrarkönnun sem fyrirtækiö Hagvangur geröi árið 1979, en einnig er tekið miö af fyrri lestrarkönnunum og ýmsum fleiri tölum. Eru kannanirnar bornar saman á ýmsan hátt og viö til aö munda þjóöskrá og Ólafur Jóns- son reynir aö gera sér grein fyrir hverjar tölur eru marktækar og þá á hvern hátt loks hvað má lesa út úr þeim. Er þarna saman kom- inn á einum stað mikill fróöleikur i tölfræöi um lestrarmenningu Is- oun# xim og Bók um bækur — Olafur Jónsson sortérar tölur lendinga og er bókin vel skipulögð og skýr um þaö sem hún vill taka fyrir. Eins og fæstum kemur liklega á óvart, var þaö ein niöurstaöa könnunar Hagvangs, sem og fyrri kannana, aö Islendingar eru frek- ir til bókar. Viö gripum niöur i bókinni og tökum traustataki töflu yfir svör fólks viö spurning- unni: Ertu nú aölesa bók? Eða, ef svo var ekki, hefuröu lesið aö minnsta kosti eina bók undan- farna þrjá mánuöi, eöa hvort þeir læsu stundum bækur þó enga siöustu þrjá mánuöi, og loks hvort þeir læsu aldrei bækur. Svörin i prósentum, voru á þessa leið en i svigum eru prósentutölur frá einu Norður- landanna, það er aö segja Noregi. 1. Eraölesabók 53.7 (31) 2. Les stundum 28.6 (38) 3. Lessjaldan 12.3 (18) 4. Lesaldrei 3.7 (12) 5. Ósvarað 1.7 Eins má nefna hér hvað fólk las, hver var bókmenntasmekkur þess ef svo má segja. Fyrst koma bókaflokkar, siöan prósentutölur. 1. Skáldsögur 74.8 2. Leikrit 9.9 3. Ljóömæli 39.7 4. Astarsögur 42.5 5. Spennu-og átakas. 60.7 6. Ævisögur 44.7 7. Þjóðleg fræði 42.7 8. Dulræn fræöi 29.4 9. Fagbækur 33.3 10. Ferðasögur 29.6 11. Stjórnmál, samfélagsefni 15.2 12. Alfræði, handbækur, myndabækur 42.7 Fjöldinn allur er af töflum i bókinni og flestar fróðlegar. Ólafur leggur siöan út af tölunum og verða bollaleggingar hans ekki raktar hér. Ahugamenn geta leitaö til bókarinnar sjálfrar enda ■ Ólafur Jónsson er hún ansi yfirgripsmikil enda þótt hún sé aöeins innan viö 100 siður að blaösiöutali. Eina töflu enn langar mig þó aö birta þótt hún komi lestrarvenjum i sjálfu sér minna við en ýmsar aðrar töflur i bókinni. Spurt var hvort og þá hversu mikið menn „not- uðu” ýmsa þætti menningar og/eða afþreyingar. Auk bók- lestrar var spurt um notkun á blöðum og hljóðvarpi og sjón- varpi, vikublööum og timaritum, kvikmyndahúsum, tónleikum, málverkasýningum, leikhúsum og svo framvegis. tþróttir flutu með. Spurningin var orðuð þannig: Notar þú hina tilteknu kosti 1) daglega eða þvi sem næst, 2) l-3svar i viku, 3) 1-3 i mánuði, 4) sjaldnar en mánaðarlega, 5) alls ekki. Taflan litur svona út. Úr töflu þessari má margt lesa og merkilegt en hér verður aöeins vakiðathygli á nokkrum atriöum. 1 fyrsta lagi hversu vel blööin standa sig i samanburöi viö út- varp og sjónvarp. Rúm 74% horfa daglega á sjónvarp (nema á fimmtudögum náttúrlega), 88% hlusta á útvarpið en hvorki fleiri né færri en 92% aöspuröra lásu blöðin á degi hverjum. Mega blööin vera nokkuð ánægö með þetta hlutfall að ekki sé meira sagt. I ööru lagi er athyglisvert að rúm 30% segjast lesa skáldsögur daglega eöa þvi sem næst. Það þykir mér furðulega há tala en náttúrlega engin ástæöa til að rengja hana. Bækur viröast betur á vegi staddar gagnvart fjöl- miðlunum en búast heföi mátt viö i fljótu bragði. Þá er augljóst að notkun á hljómtækjum i heimahúsum er mjög viötæk likt og sókn i kvik- myndahús. Eins aösókn i leikhús þótt farið sé öllu sjaldnar er eðli- legt má telja. Úrvalið er jú mun minna. Athyglisvert er aö það er mjög svipaöur fjöldi (en alveg áreiöanlega ekki sama fólkið endilega) sem fer aldrei i bió eða leikhús. Það kann sömuleiðis að vekja athygli — en ekki nauðsynlega undrun — hversu fáir stunda tón- leika aö ráöi. 1.3% vikulega og 5.8% mánaöarlega eöa svo. Annað þykir mér þó enn athyglis- verðara. Það eru iþróttirnar. 1 ljós kemur að rétt tæp 60% þjóöarinnar fer aldrei á iþrótta- kappleik af neinni sort og aðeins 17% stunda þvilikar skemmtanir mánaðarlega eöa oftar. Bera má þessar tölur saman við þá sem stunda tónleika (eða stunda þá ekki). Vist eru þaö öllu fleiri sem leggja sig eftir iþróttum en þar munar þó ekki svo miklu á. Engu að siöur hafa iþróttaáhugamenn reynst svo sterkur „þrýstihópur” aö allir fjölmiölar, blöðin jafnt sem útvarp og sjónvarp eru troö- full af iþróttafréttum i blööunum kannski margar siður daglega en samstundis er tónlistin hálfgerö, eða alger, hornreka, þótt blööin sinni henni vissulega nokkuö. Til hvers eru allar þessar iþrótta- fréttir ef þaö er ekki stærri hluti þjóðarinnar sem sækir iþrótta- leiki reglulega? Af hverju er til dæmis ekki mun meira plássi af siöum blaöanna eytt i aö f jalla um skáldsögur — sem liðlega 65% þjóðarinnar les i hverjum mánuði? Þetta er athugunarefni fyrir blööin. Þannig aö margt er ihugunar- efniö i bók ólafs Jónssonar og hún er þvi hin gagnlegasta. Ólafur hefur hér farið út á sviö sem ekki mjög hefur verið kannaö fyrr og tekist held ég, býsna vel. Hitt er svo annab mál að enn á eftir að gera rækilega könnun bæöi á bók- lestri og annari „menningar- neyslu”, svo draga megi óyggj- andi ályktanir. Telji menn ástæðu til. —i>j eo tofl — n W) n M> V ’u 03 lO c •V. O) eo n V U) co T3 Íg ’> S £ n tr. u 2 ■« 1. Sjónvarp 74.2 22.1 1.7 2.0 2. Útvarp 88.4 9.6 0.3 1.0 1.0 3. Dagblöð 92.2 5.4 0.7 0.3 1.4 4. Vikubl. timarit 4.8 21.7 26.8 10.6 35.4 5. Skáldsögur 30.8 16.0 19.4 24.9 8.9 6. Aðrar bækur 18.4 18.7 20.7 22.1 20.0 7. Hljómtæki 41.8 25.5 7.1 3.1 22.4 8. Kvikmyndahús 15.3 25.8 40.8 18.0 9. Leikhús 9.9 71.8 19.0 10. Tónelikar — 1.3 4.5 29.0 65.2 11. Söfn, sýningar — 1.0 12.9 51.4 34.7 12. Iþróttir — 6.1 10.9 23.5 59.5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.