Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 10
10 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
Guðrún V. Ey jó lfsdót t i r
Stoðtækjafræðingur
Trönuhrauni 8 • Hafnarfjörður • Sími 565 2885 • gudrune@stod.is • www.stod.is
FÍKNIEFNI OG VIÐURLÖG - Refsirammar í Bretlandi
Flokkur A
E-töflur, LSD, heróín, kókaín, krakk,
ofskynjunarsveppir, amfetamín (stungulyf)
Flokkur B
Amfetamín, rítalín, pholcodine (lyf í
ópíumlyfjaflokki)
Flokkur C
*Kannabisefni, róandi lyf, smjörsýra,
ketamín (svæfingarlyf)
Varsla
Allt að sjö ára fangelsi eða sekt eða
hvort tveggja.
Allt að fimm ára fangelsi eða sekt eða
hvort tveggja.
Allt að tveggja ára fangelsi, sekt eða
hvort tveggja.
Dreifing/sala
Allt að ævilangt fangelsi, sekt eða
hvort tveggja.
Allt að fjórtán ára fangelsi, sekt eða
hvort tveggja.
Allt að fjórtán ára fangelsi, sekt eða
hvort tveggja.
*Áætlað er að kannabisefni færist upp í flokk B 26. janúar 2009.
LÖGREGLUMÁL „Það hefur orðið
sama þróun á styrkleika kannabis-
efna hér og erlendis, þau eru miklu
sterkari nú en fyrir nokkrum
árum.“ Þetta segir Karl Steinar
Valsson, yfirmaður fíkniefnadeild-
ar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
Bretar undirbúa nú að setja mun
þyngri viðurlög við vörslu og sölu
kannabisefna en verið hafa undan-
farin ár. Innanríkisráðherra lands-
ins hefur mælt með því að refsing-
ar vegna vörslu kannabisefna verði
þyngdar að hámarki úr tveimur
árum upp í fimm ár. Gert er ráð
fyrir að breytingin taki gildi 26.
janúar 2009.
Ástæðan fyrir þessari miklu
þyngingu á refsingum vegna kanna-
bisefna er sú að svokallaður „skunk-
ur“ hefur nánast tekið yfir kanna-
bismarkaðinn í landinu. „Skunkur“
er virkasti hluti kannabisplöntunn-
ar, það er að segja blómið, sem er í
raun kynbætt afbrigði af kannabis-
plöntunni og inniheldur stærsta
skaðsemisþátt kannabisefnanna.
„Skunkurinn“ var um 30 prósent af
kannabismarkaðinum í Bretlandi
árið 2002 en er nú um 81 prósent, að
því er fram kemur á vef breska
innanríkisráðuneytisins.
Með þessari refsiþyngingu nú
eru Bretar að hverfa til baka frá
fyrri ákvörðun árið 2004 þegar þeir
lækkuðu refsiramma vegna vörslu
og höndlunar kannabisefna úr fimm
árum í tvö.
Karl Steinar bendir á fleiri breyt-
ingar í Evrópulöndunum. Hollend-
ingar séu að loka tugum af svoköll-
uðum „coffee shops“ í Amsterdam,
meðal annars vegna þrýstings frá
öðrum löndum. Á þeim stöðum hafi
mátt selja kannabisefni.
„Menn hafa svo sem vitað að á
mörgum þessara staða hefur verið
milliganga um viðskipti á öllum
fíkniefnum þótt heimildin hafi ein-
ungis verið til sölu á kannabisefn-
um,“ segir Karl Steinar. „Það má
segja að það sem Bretarnir eru að
gera núna og það sem er að gerast í
Hollandi séu vísbendingar um að
menn hafi farið full frjálslega með
að telja kannabisefnin vera skaðlít-
il.“
Karl Steinar segir enn fremur að
skaðsemisþátturinn í kannabisefn-
um, svokallað THC gildi (Tetra
Hydrol Cannabinol) sem sé styrk-
leiki efnanna, hafi margfaldast í
gegnum tíðina.
„Það eru mjög mikilvæg skilaboð
sem felast í þessum breyttu áhersl-
um gegn kannabisefnum,“ segir
hann. „Þær byggja á rannsóknum,
sem sýna stöðu mála hverju sinni
og umræðan hérlendis þarf að taka
mið af því.“
jss@frettabladid.is
Kannabisefni skað-
legri og refsing þyngd
Kannabisefni sem seld eru á götunni nú eru margfalt sterkari heldur en þau
voru fyrir nokkrum árum. Þetta á bæði við hér á landi og erlendis. Bretar
hyggjast bregðast við með því að þyngja viðurlög við vörslu og sölu efnanna.
KARL STEINAR VALSSON Yfirmaður fíkniefnadeildar segir mikilvægt að umræðan taki
mið af fyrirliggjandi staðreyndum hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
SAMFÉLAGSMÁL Nemendur í Val-
húsaskóla gáfu mæðrastyrksnefnd
í gær 200 þúsund krónur sem er
ágóði af söngleiknum Grís og
öðrum atburðum sem þeir stóðu
fyrir í lok nóvember. „Við erum
náttúrlega krakkar og unglingar
og höfum gaman af því að fá pakka
en eins vitum við að nú er kreppa
og margir eiga erfitt með að gefa
pakka svo við vildum hjálpa til,“
segir Þráinn Orri Jónsson, formað-
ur nemendaráðs Valhúsaskóla.
Spurður um viðtökurnar sem
þeir fengu hjá nefndinni þegar
þeir komu færandi hendi segir
Þráinn Orri: „Formaðurinn [Ragn-
hildur G. Guðmundsdóttir] var
alveg ógeðslega ánægð með okkur.
Hún hældi okkur alveg svakalega
fyrir þetta.“
En Ragnhildur á von á meiru úr
þessari átt því nemendurnir standa
nú fyrir pakkasöfnun. „Þá koma
nemendur með pakka til okkar
sem við munum síðan fara með til
mæðrastyrksnefndar,“ segir Þrá-
inn Orri sem fór með hlutverk
Dúdda í Grís-sýningunni við góðan
orðstír. - jse
Nemendur í Valhúsaskóla færðu mæðrastyrksnefnd 200 þúsund krónur:
Ágóðinn úr Grís fór í aðstoð
FRÁ SÖNGLEIKNUM GREASE Arnar Þór
Ólafsson og Karen Guðjónsdóttir í hlut-
verkum Danna og Sandy.
SAMFÉLAG Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra er sá ein-
staklingur sem Íslendingar
treysta best, eða 63,6 prósent
þeirra, samkvæmt nýrri könnun
Markaðs- og miðlarannsókna
(MMR).
Sá maður sem Íslendingar
treysta síst er Davíð Oddsson
seðlabankastjóri, en 78 prósent
segjast bera frekar lítið eða mjög
lítið traust til hans.
Næst á eftir Jóhönnu er Ólafur
Ragnar Grímsson forseti og
treysta 43,7 prósent þjóðarinnar
honum mikið. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra er í þriðja sæti yfir þau
sem mesta traustsins njóta.
Á eftir Davíð er Árna M.
Mathiesen fjármálaráðherra síst
treystandi, að mati úrtaksins.
Honum treysta 77,5 prósent lítið.
Þriðja minnsta traustsins nýtur
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra.
Um 40 prósent sjálfstæðis-
manna treysta þó þeim Birni og
Davíð mikið, sé litið til flokka-
drátta, en 23,6 prósent Árna.
Spurt var um traust á 22 þekkt-
um einstaklingum úr stjórnkerf-
inu; embættismönnum og kjörn-
um fulltrúum, frá 2. til 5.
desember. Könnunin er byggð á
2.464 svörum. - kóþ
Könnun á trausti því sem landsmenn bera til helstu forkólfanna:
Jóhanna er efst en Davíð neðst
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Davíð
Oddssyni treysta 9,8 prósent þjóðar-
innar mikið, en 13,7 prósent treysta
Jóhönnu Sigurðardóttur lítið.