Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 33
Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég reyni að kaupa lífrænt ræktað grænmeti og ávexti og núna í kreppunni hugsa ég: Ég hlýt að geta sparað eitthvað annað. Mat- urinn verður að ganga fyrir og ódýrasta ánægjan er að borða hollt á hverjum degi,“ segir Áslaug sem er í vikulegri áskrift hjá Græna hlekknum og fær þaðan lífræna ávexti og ferskt, íslenskt græn- meti. „Ávextirnir koma vissulega frá útlöndum en ég fæ mér oft þeyting og er háð þeim,“ segir hún. „Svo er ég með pínulítið gróðurhús í sveit- inni og rækta þar krydd sem ég þurrka og frysti til vetrarins.“ Áslaug skrifar og myndskreytir barnabækur. Í nýju bókinni henn- ar, sem heitir Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu því til heilsubótar. Því liggur beint við að spyrja Áslaugu hvort hún lumi ekki á góðri súpu- uppskrift. Þá hlær hún. „Ég geri aldrei súpu eftir upp- skrift. Hins vegar geri ég oft naglasúpur því alltaf er eitthvað til í þær, laukur, gulrætur, sellerí og kartöflur. Ég nota líka chili og hvítlauk frá honum Þórði á Akri í súpur, hvort tveggja styrkir og hressir. Svo er fínt að setja smá af linsubaunum og mér finnst kórí- ander og engifer líka gott í allt. Auk þess að bragðbæta súpur með teningi tek ég kryddið mitt úr krukku eða frystinum og myl það út í súpuna,“ segir Áslaug og kemur með hollráð í lokin. „Ég frysti kórianderinn ferskan og það ráðlegg ég fólki að gera ef það kaupir ferskt krydd og notar það ekki samstundis. Hver kann- ast ekki við að finna eitthvað dáið í ísskápnum af því það var ekki notað strax? Betra er að frysta kryddafganginn og brjóta hann frosinn út í súpuna eða réttinn. Það er sparnaður.“ gun@frettabladid.is Alltaf til efni í naglasúpu Bókverkakonan Áslaug Jónsdóttir á alltaf til gott hráefni í súpu heima hjá sér. Hún fær nefnilega sent ferskt, íslenskt grænmeti vikulega og lumar svo á kryddi úr eigin ræktun í krukkum og frysti. HJÓLIN Í KÍNA er yfirskrift ljósmyndasýningar sem opnar á morgun klukkan 15.00 í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Myndirnar tók Jóhann Ágúst Hansen þegar hann var í námi við Shanghai-háskóla í Kína. „Ég tek eigið krydd og myl það út í súpuna,“ segir Áslaug en í nýrri bók hennar, Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemmning! Flugeldar og „Allt í steik“ seðillinn! Jólahlaðborð Perlunnar Verð 7.250 kr. 20. nóvember - 30. desember Lifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónsson alla föstudaga og laugardaga. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.