Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 70
12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
Nú er að koma í ljós hvaða kvik-
myndir komast inn á Sundance-
hátíðina en sjálfstæðum framleið-
endum víða um heim þykir mikill
heiður að ná þangað með myndir
sínar. Þannig hafa dönsku leik-
stjórarnir Nicolas Winding Refn
og Lone Scherfig fengið þar inni
fyrir sínar nýjustu myndir. Myndir
beggja eru framleiddar fyrir
enskumælandi markað. Bronson
eftir Winding Refns „Bronson“,
var frumsýnd í London í haust en
mynd Lone Scherfigs „An Educat-
ion“, verður frumsýnd á Sund-
ance.
„Bronson“ er ævisöguleg og
segir frá Charles Bronson, sem
hefur samtals setið í fangelsi 35 ár
í 120 ólíkum stofnunum og mestan
hluta þess tíma í einangrun vegna
ofbeldistilhneiginga og afbrota.
Winding Refn hefur áður leikstýrt
verkefnum á ensku, „Fear X“, en
hann er kunnastur fyrir þríleik
sinn um Pusher-klíkuna. Beðið er
með eftirvæntingu eftir næstu
mynd hans „Valhalla rising“ sem
er tekin að hluta til hér á landi og
skartar Mads Mikkelsen en hún er
líka leikin á ensku. Er það fyrsta
tilraun norrænna framleiðenda að
búa til mynd sem gerist á víkinga-
tímanum.
Mynd Lone Scherfig kallast „An
Education“ og er handritið eftir
hinn kunna höfund Nick Hornby
og byggir á frægum endurminn-
ingum bresku blaðakonunnar Lynn
Barber frá London á sjöunda ára-
tugnum. Í stærstu hlutverkum eru
Peter Sarsgaard, Alfred Molina og
Emma Thompson. Þriðja myndin
sem komin er inn á Sundance frá
Danmörku er heimildamyndin
„Burma VJ“ sem byggir að hluta á
ólöglegum tökum sem smyglað var
út úr Burma. Leikstjóri er Anders
Østergaard en hún átti mikla sigur-
för á heimildarmyndahátíðinni
CPH:DOX í Kaupmannahöfn og nú
í nóvember á IDFA, hinni virtu
heimildamyndahátíð í Amsterdam.
Sundance er nú orðin mikilvæg-
asta kvikmyndahátíð vestanhafs
og talin standa jafnfætis Toronto-
hátíðinni í Kanada. - pbb
Danskar myndir á Sundance
KVIKMYNDIR Nicolas Winding Refn leikstjóri.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 12. desember
➜ Tónleikar
20.00 Söngsveitin Fílharmónía verð-
ur með tónleika í Langholtskirkju við
Sólheima. Einsöngvarar verða Margrét
Sigurðardóttir og Benedikt Ingólfsson.
20.30 KK og
Ellen Kristj-
ánsdóttir verða
með tónleika
í Bæjarbíói við
Strandgötu í
Hafnarfirði.
22.30 Geir Ólafsson og Jón Páll
Bjarnason, Guðmundur Steingríms-
son og Bjarni Sveinbjörnsson verða
með tónleika á Kaffi Central við Póst-
hús stræti. Aðgangur ókeypis.
➜ Leiklist
Rétta leiðin Barna- og unglingaleikhús-
ið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó. Í
dag verða tvær sýningar, sú fyrri kl. 9 en
hin seinni 10.30.
➜ Fyrirlestrar
17.30 Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla)
flytur fyrirlestur í 101 Projects við Hverf-
isgötu 18a. Fyrirlesturinn er í tengslum
við yfirstandandi sýningu hollensku
myndlistarkonunnar Mathilde ter Heijna.
101 Project er opið mið.-lau. kl. 14-17.
➜ Sýningar
Í Gerðubergi standa yfir tvær sýningar.
Það er ljósmyndasýning Björns Sigur-
jónssonar og sýning á olíumálverkum
eftir Halldóru Helgadóttur. Opið virka
daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16.
Gerðuberg, Gerðubergi 3-5.
Hin árlega jólasýning þjóðdeildar
Landsbókasafns Íslands stendur nú yfir
í Þjóðarbókhlöðunni við Arngrímsgötu.
Aðgangur er ókeypis. Opið mán.-fös. kl.
8.15-22, lau.-sun. kl. 10-18.
Kolbrún Hjörleifsdóttir sýnir myndverk
unnin út íslenskri ull á Geysi bistro/bar
við Aðalstræti. Opið sun.-fim. 11.30-22,
fös.-lau. 11.30-22.30.
Samsýningin Rautt stendur yfir í Gall-
ery Syrpu við Strandgötu 39 en þar sýna
þrettán listamenn verk. Opið þri.-fös.
12-17 og lau. kl. 10-14.
Harpa Dögg Kjartansdóttir hefur
opnað sýninguna „Innvols“ í Listasal
Mosfellsbæjar í Kjarna. Sýningin er opin
alla virka daga 12-19 og 12-15 á laugar-
dögum.
Helga Aminoff sýnir verk á Thorvaldsen
Bar, Austurstræti 8. Sýningin er opin
mán.-fim. kl. 11-1, fös. kl. 11-4, lau. kl.
11-5 og sun. kl. 11-1.
➜ Ljósmyndasýningar
Atli Már Hafsteinsson hefur opnað
sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur við Tryggvagötu. Opið virka
daga kl. 10-16 og um helgar kl. 13-17.
➜ Uppákomur
11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð-
minjasafninu við Suðurgötu alla daga
fram að jólum. Í dag kemur Stekkjastaur
til byggða. Aðgangur ókeypis.
12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna
húsinu við Sturlugötu. Í dag verður tólfti
glugginn opnaður. Í gær var Sprengju-
höllin í glugganum. Hver skyldi vera þar
í dag?
➜ Síðustu forvöð
Í Listasafninu á Akureyri, Kaupvangs-
stræti 12, stendur yfir sýning á verkum
eftir sex lisamenn sem fjalla um og
vekja spurningar um ýmsa þætti krist-
innar trúar. Sýningu lýkur á sunnudag.
Opið 12-17.
Brothætt leðja, samsýning nemenda á
fyrsta og öðru ári í mótun hjá Myndlista-
skólanum í Reykjavík í kjallara Iðu-húss-
ins við Lækjargötu, lýkur á sunnudaginn.
Opið kl. 13-18.
Styttan „Jacqueline
með gulan borða“
eftir Picasso er til
sýnis á Listasafni
Árnesinga ásamt
verkum 26 íslenskra
listamanna þar sem
gætir áhrifa frá lista-
manninum. Listasafn
Árnesinga, Austur-
mörk 21, Hveragerði. opið fim.-sun. 12-
18. Aðgangur ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Nýr geisladiskur
eftir Friðrik Karlsson
með fallegum jólalögum,
tilvalinn í jólapakkann.
Fæst í verslunum Hagkaupa.
Gefum góðar stundir
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Utan gátta
Sigurður Pálsson
Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV
fös. 12/12 örfá sæti laus
lau. 13/12 örfá sæti laus
Síðustu sýningar!
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Verk sem snertir okkur öll.
EB, FBL
fös. 12/12 örfá sæti laus
lau. 13/12 örfá sæti laus
Aukasýningar í sölu
Leitin að jólunum
Þorvaldur Þorsteinsson
lau. 13/12 þrjár sýningar, uppselt
sun. 14/12 þrjár sýningar, uppselt
Örfá sæti laus í desember, tryggðu þér sæti
Sumarljós
Jón Kalman Stefánsson
leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson
Frumsýning 26. desember
Gjafakort
Þjóðleikhússins
er sígild gjöf sem gleður alla
Kardemommubærinn
Tilboð á gjafakortum til áramóta.
www.leikhusid.is