Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 12
12 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðs- manni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@f rettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 43 91 1 1/ 08 JÓLAGJÖFIN SEM FLÝGUR ÚT JÓLAPAKKAR ICELANDAIR VERÐ FRÁ 26.900 KR. + Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2009. + Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair. + Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is I EF ÞÚ BORGAR JÓLAPAKKANN MEÐ VILDARKORTI VISA OG ICELANDAIR FÆRÐU 5.000 AUKA VILDARPUNKTA. I ATHUGIÐ AÐ HÆGT ER AÐ GREIÐA FYRIR HÓTELGISTINGU MEÐ VILDARPUNKTUM, FRÁ 14.000 PUNKTUM Á NÓTT FYRIR TVO. Traustur íslenskur ferðafélagi * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2008 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. desember til og með 23. jan. 2009. Jólapakkatilboð gildir til Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, London, Manchester, Frankfurt, Parísar og Amsterdam. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 750–11.200 Vildarpunkta. BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópu- sambandsins hófu í gær tveggja daga misserislokafund sinn í Brussel með því að reyna að bjarga metnaðarfullum áformum sambandsins um að draga veru- lega úr losun gróðurhúsaloftteg- unda og auka nýtingu endurnýj- anlegra orkugjafa, þrátt fyrir svartar horfur í efnahagsmálum aðildarríkjanna. Horfurnar hafa skapað efasemdir um að sam- bandið muni standa við „grænan“ metnað sinn. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, lýsti vilja til að öll aðildar- ríkin 27 lýstu yfir samhljóða stuðningi við áformin, þrátt fyrir efnahagskreppuna. En ítalski forsætisráðherrann Silvio Berlusconi hótaði að beita neit- unarvaldi, og ljóst er að leið- togarnir munu eiga erfitt með að finna málamiðlun sem allir geta sæst á enda miklir hagsmunir í atvinnulífi ESB-landanna í húfi. Löngu var ákveðið að eitt aðal- málið á dagskrá þessa misseris- lokafundar yrði svonefnd 20-20- 20-áætlun sambandsins í loftslagsmálum: það er markmið- in um að ná 20 prósenta sam- drætti í losun gróðurhúsaloftteg- unda og minnst 20 prósenta hlutfalli endurnýjanlegra orku- gjafa í orkubúskap sambandsins fyrir árið 2020. Einnig var reiknað með að leið- togarnir myndu leggja blessun sína yfir fordæmalausa áætlun sambandsins um að dæla allt að 200 milljörðum evra, andvirði hátt í 30.000 milljarða króna, í að bjarga fjármálakerfi aðildarríkj- anna og aðrar kreppuvarnaað- gerðir. Þá kynnir Brian Cowen, forsæt- isráðherra Írlands, fyrir ESB- koll egum sínum tillögur að því hvernig unnt kann að vera að koma þeim umbótum á stofnana- og ákvarðanatökukerfi sambands- ins í framkvæmd, sem til stóð með Lissabon-sáttmálanum svo- nefnda sem felldur var í þjóðarat- kvæðagreiðslu á Írlandi í júní. Til- lögur þessar ganga út á að Írar kjósi aftur um fullgildingu sátt- málans fyrir lok október 2009, gegn því að fyrst verði innleidd í hann nokkur ákvæði sem koma til móts við helstu áhyggjuefni Íra. Þessi ákvæði eru sögð munu lúta að því að hvert aðildarríki muni framvegis halda einum full- trúa í framkvæmdastjórn sam- bandsins – til hafði staðið að þeim yrði fækkað – og að því að tryggja hlutleysi Írlands í alþjóðamálum. audunn@frettabladid.is ÍRAFÁR Mótmælendur við fundarstað leiðtoganna í Brussel halda á loft grímu með andliti írska forsætisráðherrans Brians Cowen, írskum fána og skilti þar sem for- dæmdar eru tilraunir til að fá höfnun írskra kjósenda á Lissabon-sáttmálanum hnekkt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leiðtogar reyna að bjarga Lissabon- og loftslagssáttmála Meginverkefni fundar leiðtoga Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær, er að bjarga áformum Evrópu- sambandsins í loftslagsmálum og svonefndum Lissabon-sáttmála sem Írar höfnuðu fyrr á árinu. STJÓRNMÁL Tillögur að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkur- borg voru lagðar fyrir fund borg- arráðs í gær en þeim er ætlað að ná yfir borgarfulltrúa sem og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum borgarinnar. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn að stofna starfshóp um gerð siða- reglnanna. Hópurinn hefur nú skilað af sér. Í bréfi hópsins til borgarráðs er lagt til að borgar- stjórnarflokkarnir fái tillögurnar til umsagnar. Í tillögunum kemur fram að kjörnir fulltrúar megi ekki nýta sér stöðu sína í þágu einkahags- muna sinna eða tengdra aðila. Þá eiga kjörnir fulltrúar ekki að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu borgarinnar, „ef almennt má líta á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu“. Undantekning er þó gerð sé um að ræða „óverulegar gjafir“. Í siðareglunum kemur einnig fram að kjörnum fulltrúum sé ætlað að halda í heiðri grundvall- arreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum, þar með talið gagnsæi í ákvarðanatöku. Þeim er einnig ætlað að halda sig frá því að misnota almannafé. - ovd, bj Tillaga um siðareglur kjörinna fulltrúa í Reykjavík: Borgarfulltrúar þiggi ekki gjafir RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Samkvæmt tillögunum er kjörnum fulltrúum meðal annars ekki ætlað að þiggja gjafir, fríðindi eða hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BARN Á BAKI, VATN Á HÖFÐI Tvær konur í Harare, höfuðborg Simbabve, á heimleið frá vatnsbrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Ríkissaksóknari Illinois hótaði því í gær að höfða mál á hendur Rod Blagojevich ríkisstjóra fyrir hæstarétti ríkisins til að lýsa hann vanhæfan til að gegna embættinu, segi hann ekki sjálfur af sér sem fyrst. „Ég er tilbúin að hefja aðgerð- ir,“ tjáði saksóknarinn Lisa Madigan CNN-sjónvarpsstöðinni. Mjög hefur verið þrýst á Blagojevich að segja af sér síðan alríkislögreglan handtók hann á þriðjudag vegna rannsóknar á ásökunum um að hann hefði reynt að selja þingsætið í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem losnaði þegar Barack Obama var kjörinn forseti. - aa Þrýst á ríkisstjóra Illinois: Ríkissaksóknari hótar málsókn ROD BLAGOJEVICH Sakaður um að hafa reynt að selja þingsætið sem losnaði þegar Barack Obama varð forseti. ATVINNUMÁL Olíuhreinsunarstöð er stóra tækifærið fyrir Vestur- byggð, segir í skýrslu sem unnin var á vegum Byggðastofnunar. Skýrslan, sem byggir á viðtölum við sveitarstjórnarmenn. Veikleikar Vesturbyggðar, samkvæmt skýrslunni, eru slæmar samgöngur, auk neikvæðr- ar íbúaþróunar. Það vandamál geti hins vegar verið úr sögunni verði olíuhreinsunarstöð reist í Arnar- firði. Samkvæmt skýrslunni á að vera ljóst fljótlega hvort eitthvað kemur í veg fyrir að stöðin verði reist. Hún myndi skapa 500 til 520 störf; alls um 1.500 störf þegar allt er talið. - shá Olíuhreinsunarstöð vestra: Stóra tækifæri Vesturbyggðar Höskuldur Darri Ellerts- son, framkvæmdastjóri GlobalCall, hafði sam- band. Hann segir Global- Call sprotafyrirtæki sem stofnað var í sumar í þeim tilgangi að selja ódýrari símtöl til útlanda en áður hafi þekkst. „Við bjóðum símtöl til útlanda á allt að 95 prósent lægra verði en hin símafélög- in,“ fullyrðir hann. „Við bjóðum mínút- una til okkar helstu viðskiptalanda (Danmörk, Þýskaland, Bretland, Svíþjóð o.s.frv.) á 3,10 kr./mín. eða rúmlega 2,5 klukkustunda taltíma fyrir aðeins 500 kr. Þá kostar mínútan hjá okkur til Kína aðeins 4,80 krónur. Hægt er að nýta sér þjónustu okkar úr öllum íslenskum símum og hringja um allan heim.“ Til samanburðar kostar mínútan hjá Vodafone 20,80 kr. til Danmerkur og 92,90 kr. til Kína. Það munar því um minna. Kaupin gerast þannig fyrir sig að keypt er inneign með PIN-númeri. Inneignina má meðal annars nálgast hjá Shell, Olís, 10-11, Krónunni og á globalcall.is. Þar eru líka nánari upplýsingar um þjónustuna. Neytendur: GlobalCall Ódýrari utanlandssímtöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.