Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 18
18 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Þjóðarútvarp nauðsynlegt „Ég er nú eitthvað farinn að huga að jólahátíðinni. Hjá mér snýst þetta nú að mestu um samveru með fjölskyldunni þar sem við borðum góðan mat. Svo á ég eftir að finn einhverjar jólagjafir. Ég verð örugglega eitthvað á Sólheimum um jólin en konan mín vinnur þar. Venjulega er nú eitthvað skemmtilegt um að vera á Sólheimum um jólin og því kann að vera að ég taki þátt í einhverjum hátíðarhöldum þar. Svo verðum við hjónin líklega eitthvað í Hafnarfirði, hjá tengdaföður mínum og njótum þess að vera með pabba hennar og systrum og fjölskyldum þeirra. Við eigum alltaf góðar stundir á jólum og gerum eitthvað saman.“ Rachid Benguella Jólin snúast um samveru Örugglega, en finnst hann samt slappur „Gerir hann [Hallgrímur Helgason] sér grein fyrir því hve mikið mæðir á forsæt- isráðherra Íslands 24 tíma á sólarhring? RAGNAR HALLDÓRSSON RÁÐGJAFI Fréttablaðið 11. desember Auglýsingar auglýs- ingagerðarmannanna vegna? „Í fjórða lagi mun þessi samdráttur í framleiðslu koma mjög illa við íslenska kvikmyndagerð sem hefur stóran hluta tekna sinna af framleiðslu sjónvarpsaug- lýsinga.“ BJÖRN B. BJÖRNSSON KVIKMYNDA- GERÐARMAÐUR Morgunblaðið 11. desember „Foreldrar mínir eru í heimsókn frá Sýrlandi. Þau komu með fulla ferðatösku af dóti, meðal annars ekta hummus sem ég er sólgin í. Það er virkilega gott að fá þau í heimsókn en bara verst hvað veðrið er búið að vera leiðinlegt. Þetta er í þriðja sinn sem mamma mín kemur til Íslands. Hún var hér fyrir um tveimur árum en þá hafði hún ekki komið til Íslands í þrjátíu ár. Pabbi kemur hingað mun oftar enda á hann ættingja hérna. Við höfum gert ýmislegt saman, fórum meðal annars út að borða á þriðju- dagskvöldið. Á fimmtudaginn átti pabbi kærasta míns afmæli og þá borðuðum við saman, ég, kærastinn minn og foreldar okkar. Foreldrar mínir fara heim á föstudaginn og þá flýg ég með fjölskyldu kærasta míns til Bandaríkjanna. Ég hlakka mikið til ferðarinnar enda gott að komast burt úr skammdeginu.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier Foreldrar í heimsókn VIKA 43 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Keramik eldavél EC65121AX Ryðfrí hönnun. Nýtanlegt rými í ofni: 60 l. Mál (HxBxD): 90x60x60 cm. Orkunotkun: 0,79 kWt (blæstri), 0,87 kWt (undir- og yfirhita). Gorenje eldavél Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 P IP A R • S ÍA • 8 23 41 Algirdas er hin mesta hamhleypa sem fellur sjaldnast verk úr hendi. „Ég var að klára síðasta prófið fyrir jól,“ en hann er í fjarnámi hjá Mennta- skólanum á Ísafirði þar sem hann nemur samfé- lagstúlkun. „Þetta var próf í íslensku og ég held ég hafi bara skilað afar góðu verki. En svo er líka nóg að gera í félaginu,“ en hann er stjórnarmaður í Félagi Litháa á Íslandi. „Við stöndum fyrir litlu jólunum í Alþjóðahúsinu 26. desember og hvetjum öll börn, litháísk sem önnur til að mæta. Annars er ég mikið jólabarn. Ég er búinn að vera að skreyta húsið með konunni og er kominn í jólaskap.“ Algirdas Slapikas: Íslenskuprófið gekk afar vel „Bara allt fína í Kína,“ segir Ingibjörg þegar spurt er frétta hjá henni á Skaganum. „Ég er meðal annars að vinna fyrir velferðarsjóð barna en Íslensk erfðagreining stofnaði hann fyrir átta árum og lagði í hann hálfan milljarð. Til allrar hamingju náðum við að verja hann gegn öllum þeim áföllum sem dunið hafa yfir svo að við erum að úthluta úr honum núna af fullum krafti.“ Aðspurð hvort hún sakni stjórnmálanna svarar hún ákveðin, „svo aldeilis ekki. Ekki eina sekúndu. En ég veit að það er erfitt hjá stjórninni núna sem fær allan þennan storm í fangið. Mér finnst Geir hafa staðið sig vel og ég sendi mönn- um allan þann kraft sem ég á afgangs.“ En Framsóknarflokkurinn, hennar gamli flokkur, hefur líka fengið storminn í fangið og er farinn að þynnast nokkuð að undanförnu. „Já, hann er ekki til skiptanna svo menn verða að koma sér vel saman.“ Hún segist vera í besta hugs- anlega félagsskap á Akranesi. „Hér ver ég mestum tíma með barnabörnum mínum en ég á ein tíu sem öll eru hér. Og ég verð að segja að þetta er besti félagsskapur sem ég hef verið í, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR, FYRRUM HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Hefur ekki saknað stjórnmálanna Hjónin Kári Guðbjörnsson og Anna María Langer eiga óvenjulegt áhuga- mál en þau framleiða hvítvínið Blind- flug í Maring í Móseldalnum í Þýska- landi. „Þetta er hörkuvinna en það er mjög gaman að þessu,“ segir Kári Guðbjörnsson um vín- framleiðsluna. Sjálfur er Kári flugstjóri hjá Cargolux en Anna María er sálfræðingur. Þau hjónin hafa búið í Móseldalnum í níu ár og segir Kári dalinn alltaf hafa heillað þau. Fyrir nokkrum árum hafi hann, í gegnum flugið, svo kynnst þjóðverja sem tilheyri fjöl- skyldu sem ræktað hefur vín í fimm ættliði. Hann segir að hugmyndin hafi verið að fá að kynnast vín- ræktun aðeins nánar en það hafi endað með því að árið 2005 hafi þeim boðist að leigja vínekru sem gefur af sér 800 til 1000 lítra af víni á ári. Kári segir uppskeruna þetta fyrsta ár ekki hafa skilað mjög miklu. „Næsta ár kom hins vegar svo mikil uppskera að ég sá ekki fram á að geta stundað vinnu ef ég þyrfti að drekka þetta allt sjálfur og þá fórum við að setja vínið á markað,“ segir Kári. Vínið, sem unnið er úr Riesling-þrúgunni er hálfþurrt og fæst nú annað árið í röð í vínbúð- um ÁTVR. Kári segir viðtökur hafa verið góðar. „Þetta er vín í gæðaflokki en í óbilandi trú á krónunni fastsettum við gengið svo vínið er selt á sama verði og í fyrra,“ segir Kári. Hann segir vínið ekki vera hefðbundið þýskt vín. „Hefðbundið þýskt vín er sætt en við fórum strax með vínið í hálfþurrt og erum að þróa okkur áfram og ætlum að hafa vínið aðeins þurrara á næsta ári,“ segir Kári. Hann segir þau hjónin njóta leiðsagnar gamals vín- bónda. „Við höfum ekki sett þetta vín á markað í Þýskalandi þar sem það er svo stór markaður. Fyrir utan Ísland þá seljum við vínið til Lúxemborgar og Aserbaídsjan þar sem ég flýg þar mikið í gegn. Við önnum eiginlega ekki miklu meira en því,“ segir Kári. Hann segir vínræktun skemmtilegra áhugamál en til dæmis gæsaskytterí. „Ég var í því öllu á Íslandi áður en það var mjög gaman að skipta yfir í þetta. Starfs míns vegna þarf ég að vera mikið í burtu og þetta er eitthvað sem við í fjölskyldunni getum verið í saman.“ „Þetta er áhugamál sem okkur langar til að halda áfram með en tíminn verður að leiða í ljós hvort við gerum eitthvað meira. Til að byrja með ætlum við okkur þó bara að halda okkur við þessa einu ekru,“ segir Kári. olav@frettabladid.is Íslenskur flugstjóri framleiðir íslenskt hvítvín í Móseldalnum BLINDFLUG Kári Guðbjörnsson með flösku af Blindflugi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Enginn efast um tilvist svæðis sem gengið hefur undir nafninu Svæði 51 (e. Area 51). Svæðið er í Nevada-eyðimörkinni í Banda- ríkjunum og þar er herstöð flughersins. Herstöðin heitir reyndar Groom Dry Lake-her- stöðin og flugherinn segir hana eingöngu ganga undir heitinu Svæði 51 hjá áhugamönnum um geimverur. Margir eru sannfærðir um að í herstöðinni séu geymd sönnunargögn um komu gesta úr geimnum til jarðarinnar. Því hafa bandarísk stjórnvöld neitað. Hvort sem geimverur hafa haft viðkomu þar eða ekki leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína á svæðið til að reyna að leita sannleikans. SVÆÐI 51 LEITA SANNLEIKANS „Mér virðast hugmyndirnar sem birtast okkur í þessu frumvarpi vera frá því fyrir 6. október. Og skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá upplifðum við hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Ríkisútvarpið er gríðarlega mikil- væg menningarstofnun. Þjóðarútvarp er nauðsynlegur vettvangur fyrir lýðræðið í okkar agnarsmáa samfélagi sem eins og sannast hefur er ekki mjög sterkbyggt. Við stöndum á þeim tímamótum að allir ættu að átta sig á því að menning okkar og lýðræði verða ekki rekin á mark- aði. Veikjum við almannaútvarp- ið, veikjum við samfélagið.“ SJÓNARHÓLL FRUMVARP UM RÍKISÚTARVPIÐ SIGTRYGGUR MAGNASON Rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.