Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 40
4 föstudagur 12. desember
núna
✽ toppurinn á ísjakanum...
Dreifingaraðili:
Fæst í verslunum um land allt
Nú er komið af því loksins á Íslandi
Stelpur á móti strákum
Inniheldur:
1200 spennandi spurningar fyrir stelpur og stráka
2 teningar fylgja
Hægt er að spila án spilaborðs
Hva
ð my
nda
r bó
ksta
finn
O í
plak
ati
kvik
myn
dari
nna
r Th
e sim
pso
ns M
ovie
? Hvert var söluhæsta ítalska
tískuvörumerki heims árið 2007?
Hvaða söng-og leikkona
kallaði fyrsta ilmvatnið
sitt Glow?
Hva
ða ís
lens
ka h
ljóm
svei
t
sön
g um
kind
ina E
inar
?
Helga Ólafsdóttir, fatahönnuð-
ur hjá Latabæ og Isay í Dan-
mörku, töfraði fram ekta ís-
lenskt matarboð á dögun-
um. Það sem er óvenjulegt við
boðið er að það var haldið fyrir
blaðamenn
frá tímaritun-
um Monocle
og New Yor-
ker. Blaða-
mennirn-
ir komu til Ís-
lands til að
taka púls-
inn á unga fólkinu í versn-
andi efnahagsástandi. Aðal-
hugmynd blaðamannanna
var að skrifa jákvæða grein
um ástandið á Íslandi. Helga
töfraði fram matarboð með ís-
lensku þema. Fiskisúpu og
skyrköku í eftirrétt. Með þessu
var að sjálfsögðu drukkið malt
og appelsín. Helga var þó ekki
ein í matarboðinu því Berg-
ur Ebbi í Sprengihöllinni var á
svæðinu ásamt Rán Ingvars-
dóttur, Daníel Frey Atlasyni
hjá Johnson & Lemark´s aug-
lýsingastofunni og Jóni Hauki
Baldvinssyni hjá Marel. - mmj
Erlendir blaða-
menn í heimsókn
FRÍÐA OPNAR SÝNINGU Fríða Kristín Gísladóttir myndlistarkona
opnar sýningu í dag kl. 17 í versluninni Heimili og hugmyndir. Sýningin ber
heitið Ísland er landið og þar mun Fríða sýna olíumálverkin sín. Þetta er
sýning sem enginn má missa af.
O kkur langar ti l að gefa ungum íslenskum hönn-
uðum tækifæri til að sýna verk
sín í borginni,“ segir Rut Marrow
Theodórsdóttir innanhússhönn-
uður sem rekur arkitektastofuna
Room-Service í Vínarborg með
eiginmanni sínum, Norbert Gra-
bensteiner. Þau hafa rekið stof-
una síðastliðin þrjú ár í glæsilegu
húsnæði í miðborginni, en stof-
an skiptist niður vinnustofu þar
sem hönnunarvinnan fer fram og
sýningarsal þar sem haldnar eru
vínkynningar, málverkasýning-
ar, matarboð og plötusnúðakvöld.
Verkefnin sem Rut og Norbert hafa
unnið að eru ekki af verri endan-
um, en það nýjasta er húsnæði
fyrir Traunsteinsport-heildsöluna
í nágrenni við Salzburg sem selur
hátísku sportfatnað og á teikni-
borðinu er nýtískulegt vínhús fyrir
vínbóndann Hubert Sandhofer.
Rut segist heilluð af íslenskri
hönnun. Sjálf prjónar hún og
þæfir úr íslensku ullinni og lang-
ar nú, í samvinnu við Helgu Stein-
þórsdóttir í Linz, að gefa ungum
fatahönnuðum tækifæri til að
sýna verk sín í Vínarborg. „Yngri
kynslóðin er mjög meðvituð um
náttúruperlur og tækifæri Íslands.
Okkur langar að halda tískusýn-
ingu fyrir unga íslenska fatahönn-
uði og þá er hugmyndin að hafa
hana í portinu á bak við arkitekta-
stofuna okkar,“ útskýrir Rut sem
var byrjuð að skipuleggja sýning-
una þegar bankakreppan skall
á og tónlistin, sem er samin af
Ívari Marrow, er nú þegar tilbú-
in. „Ég var komin í samband við
tvo hönnuði og við vorum að
fara að hrinda verkinu í fram-
kvæmd þegar kreppan skall
á. Það reyndist því erfitt fyrir
hönnuðina að fá styrk til að
koma, en við ætlum að kýla
á þetta í byrjun næsta
árs,“ segir Rut. - ag
Rut Marrow Theodórsdóttir innanhússhönnuður:
TÍSKUSÝNING Í VÍN
Hvítt Húsnæði Traunsteinsport-heildsölunnar, sem selur
hátísku sportfatnað, er alhvítt og viðskiptavinir fá sérstaka
inniskó þegar þeir koma og kaupa inn.
Öflug Rut vill gefa
ungum íslenskum fata-
hönnuðum tækifæri til
að sýna verk sín í Vín-
arborg þar sem hún
rekur arkitektastofuna
Room-Service.
Glæsilegt
Rut og Norbert
hönnuðu vín-
hús Schilhans
sem var tilbúið
í júní. Það er í
Suður-Styria,
við landa-
mæri Sló-
veníu.