Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 32
32 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Rækileg rannsókn hlýtur að fara fram á aðdraganda íslenska bankahrunsins, eins og Davíð Oddsson krafðist á Viðskiptaþingi á dögunum. Erfitt er að fela hana íslenskum mönnum vegna návígis og tengsla. Ef rannsóknin leiðir í ljós lögbrot, mistök eða stórfelld og vítavert gáleysi, ber að bregðast við samkvæmt því, höfða mál gegn lögbrjótum og víkja þeim, sem mistök gerðu eða voru sekir um gáleysi. Eftir slíka rannsókn geta kjósendur metið ábyrgð stjórnmálamanna, fremur en við æsingar síðustu vikna. Hins vegar gleymist að örlagavaldar hrunsins voru flestir utan landsteina. Lánsfjár- kreppan er alþjóðleg. Í öðru lagi vildu seðlabankar í öðrum EES- löndum ekki liðsinna Íslending- um þegar á reyndi. Í þriðja lagi gerði Gordon Brown endanlega út af við íslensku bankana með beitingu hryðjuverkalaga. Sumir, sem æsingamenn nefna til sögu, eru frekar blórabögglar en sökudólgar. Einn blórabögg- ullinn er Seðlabanki Íslands. Vitaskuld má deila um peninga- stefnu hans frá 2001, en óvíst er að önnur peningastefna hefði afstýrt vandanum. Ekki hefur orðið bankahrun í Nýja-Sjálandi, sem fylgdi sömu peningastefnu. Ákvörðunin um að leggja hlutafé í Glitni í stað þess að veita honum lán hefur einnig verið nefnd. Það ákvað ríkisstjórnin, ekki seðlabankinn. En þeir, sem skoðað hafa málið, vita að það hefði verið óðs manns æði að lána bankanum 80 milljarða af almannafé. Þá segja sumir, að seðlabank- inn íslenski hafi vanrækt að standa vörð um fjármálalegan stöðugleika. En Davíð Oddsson varaði hvað eftir annað við miklum skuldum bankanna erlendis síðustu tvö árin fyrir bankahrunið, þótt hann gæti auðvitað ekki talað á þann veg opinberlega og leitt yfir þá áhlaup. Ég get sjálfur borið vitni um ótal viðvaranir og ábending- ar Davíðs, auk þess sem næg önnur gögn eru til um þau. Annar blóraböggullinn er Íslendingar sjálfir. Sagt er að þeir hafi eytt of miklu. Velmegun þeirra hafa verið í krafti greiðslukorta. Þetta er hæpið. Íslendingar spöruðu talsvert meira en aðrar þjóðir á tveimur sviðum. Þeir áttu flestir húsnæði sitt sjálfir og greiddu hátt hlutfall launa í lífeyrissjóði. Þess vegna var ekki óeðlilegt, að þeir notuðu afganginn af tekjunum til að njóta lífsins. Hefðu bankarnir látið sér nægja útlán hér á landi þá hefðu þeir ekki hrunið. Hér er komið að hinum íslenska þætti bankahrunsins og verðugu rannsóknarefni. Íslensku bankarnir höfðu tekið stór lán erlendis í því skyni að endurlána nokkrum íslenskum auðjöfrum. Hvernig stendur á því að þessir auðjöfrar gátu safnað í bönkunum þúsund milljarða skuldum, sem þeir notuðu ekki aðeins í lystisnekkj- ur sínar og einkaþotur, heldur líka í margvísleg kostnaðarsöm ævintýri erlendis? Hvers vegna veittu fjölmiðlar, embættismenn og stjórnmálamenn þeim ekki aðhald? Sökudólgar og blórabögglar HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Efnahagshrunið SPOTTIÐ Ráðagerðin 21. nóvember, fyrir tuttugu og einum degi, sögðust formenn ríkisstjórnar- flokkanna hafa komist að sam- komulagi um breytingar á lögum um eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna. Helstu efnisatriði voru útlistuð. Þessu var víða fagnað, þó ekki alls staðar. Sumum þótti of skammt gengið. Formenn- irnir ráðgerðu að leggja fram frumvarp um málið í vikunni á eftir. Sú vika er liðin. Og gott betur. Reyndar eru fjórtán dagar liðnir. Og ekkert frumvarp sést. Bunkarnir Á vormánuðum boðaði forsætisráð- herra samráð allra flokka um breyt- ingar á eftirlaunalögunum. Nokkrir fundir voru haldnir síðsumars en án niðurstöðu. Fór svo að VG leiddist þófið og lagði á endanum fram eigið frumvarp. Eftir að hafa legið í bunka þingforseta í fimm vikur var það loks tekið til umræðu á þriðjudagskvöldið. Ögmundur Jónas- son og Pétur H. Blöndal ræddu um það í hálftíma áður en því var vísað í nefnd. Í annan bunka. Viljinn Mánuður er liðinn síðan Ólafur Ragnar Grímsson sagðist í Frétta- blaðinu myndu fagna því ef Alþingi eða kjararáð lækkaði launin hans. Sagðist hann raunar vilja að það gerðist sem fyrst. Þegar Ólafur lét þessi orð falla var honum fullkunnugt um að launin hans eru stjórnarskrár- varin enda vel lesinn í stjórnarskránni. Hverju ætli forsetinn hafi þá í raun verið að fagna? Varla að þingið bryti stjórn- arskrána? bjorn@frettabladid.is Á vettvangi stjórnmálanna virðast menn reiðubúnir að grípa til fljótfærnislegra aðgerða sem jafnvel eru tald- ar vega að grunnstoðum réttarríkisins til þess að sefa reiði almennings eftir fall bankanna. Nýsamþykkt eru lög um stofnun embættis sérstaks saksóknara „til að annast rannsókn á því hvort einhverjir hafi orðið sekir um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við hinar sérstöku aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði“. Meðal yfirlýstra markmiða er að stuðla að auknu trausti almennings á fjármálakerfinu. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun sérstakrar rannsóknarnefndar sem á að „leita sannleik- ans“ um aðdraganda og orsök falls bankanna og tengdra atburða. Vissulega er nauðsynlegt að grafast fyrir um brotalamir sem hér kunna að hafa verið. Mikilvægt er hins vegar að standa þannig að þessum málum að ekki sé fórnað grundvallarmannréttindum, jafnvel þótt liggi á „að sefa reiði almennings“. Heilbrigðasta útrásin fyrir þá reiði er vitanlega í kjörklefanum og ólíklegt að hún dofni á meðan mál eru skoðuð í nefnd. Þá er vert að benda á að í umsögnum Lögmannafélags Íslands, bæði um saksóknarann og nefndina sérstöku, eru gerðar alvar- legar athugasemdir við málatilbúnaðinn. Bent er á að frumvörpin snerti réttindi á borð við friðhelgi einkalífs, málsmeðferð opin- berra mála og fleiri, sem séu sérstaklega vernduð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísasta leiðin til að stuðla að auknu trausti á fjármálakerfinu, yfirlýstu markmiði lagasetningarinnar, er að setja fram raunhæfa sýn á framtíð þessa lands til lengri tíma litið. Fólk þarf að vita hvert skal stefna og hverju á að kosta til. Hver á að vera fram- tíðarskipan gengismála hér? Einhliða upptöku annarrar myntar fylgja ókostir og telji menn ekki fullreynt að halda úti krónunni þarf að upplýsa þjóðina um hvað eigi að kosta miklu til í að halda henni á floti. Stefnulaust gutl sérstakra saksóknara og rannsóknarnefnda þar sem óvíst er um alla útkomu er síst til þess fallin að efla traust á nokkrum hlut. Lögregluembætti landsins hljóta að ráða við að rannsaka grun um afbrot og vísa málum til dómstóla. Þótt bank- arnir hafi fallið þá er það ekki næg ástæða til að víkja frá reglum á borð við að hver maður skuli talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um sérstaka saksóknarann er jafnframt bent á að hætt sé við að fyrirtæki og fjárfestar færi frá landinu og til ríkja „þar sem hægt er að treysta því að hið opin- bera hafi sett sér ófrávíkjanlegar reglur um meðferð persónuupp- lýsinga og vernd einkalífs“. Bent er á að afnám bankaleyndar og aðrar hliðranir á grundvallarreglum dragi ekki bara úr trúverðug- leika stjórnvalda og fjármálakerfisins heldur gangi beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Sé sú raunin væri nær að horfa fremur fram á veginn og velja sér til fulltúa sem treystandi er fyrir þeirri framtíð. Uppgjör við brotamenn á að vera á könnu lögreglu og dómstóla. Áherslur í rannsókn á orsökum bankahrunsins: Sérstakar aðgerðir til að sefa reiðina ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.