Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 60
36 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Anna M. Þ. Ólafsdóttir skrifar um Hjálparstarf kirkjunnar Á ferð í Eþíópíu í októb-er fór ég um austur- hluta landsins, hrjóstrugt nágrenni Jijigaborgar. Þar styður Hjálparstarf kirkj- unnar nýtt verkefni á vegum Lútherska heimssambands- ins af því að aðstæður þar eru ömurlegar og engin önnur hjálpar- stofnun er þar að verki. Landið er skorpið, vart stingandi strá og ráð- gáta hvernig skepnur finna sér eitt- hvað að bíta – hvað þá að drekka. Mannfólkið hefur þurft að ganga 6 klukkustunda leið til að ná í vatn – óhreint vatn því ekki hefur verið völ á öðru. Úr þessu m.a. átti verkefnið að bæta. Endurtekinn rigningar- og uppskeru- brestur um margra miss- era skeið olli því hins vegar að ekki var hægt að fara af stað með nýja vatnsöflun, áveitur og jarðræktarbætur fyrr en nokkuð var liðið á fyrsta tímabil þessa verkefnis. Stóru Kreppu-kái breytt í lítið Aðstæður ollu því að þau tæpu 25.000 sem áttu að njóta aðstoðar í verkefninu og jafnframt leggja til vinnu við framkvæmd þess voru svo máttfarin af viðvarandi Kreppu með stóru k-ái, að þau höfðu ekki bolmagn til að nýta stuðninginn sem í boði var. Neyðaraðstoð var þá veitt, fólki hjálpað með korn, olíu og annan mat. Það þurfti að næra fólkið og styrkja áður en verkefnið gat farið að rúlla því það er hugsað til varanlegrar sjálfsbjargar. Verk- efnið veltur á fólkinu, vilja þess og getu til að vinna að framförum sem kostaðar eru héðan. Að hafa borð fyrir báru Hjálparstarfið skuldbatt sig til að leggja í þetta þróunarverkefni í Eþíópíu 1.220.000 dollara á þremur árum í samvinnu við Þróunarsam- vinnustofnun Íslands. Þegar samn- ingurinn var gerður í lok árs 2007 jafngilti sú fjárhæð 96 milljónum króna. En þegar þetta er skrifað þarf að afla 136 milljóna króna. En við ætlum okkur ekki að láta veik- ara gengi bitna á fólki sem við höfum lofað hjálp. Við viljum standa við gefin loforð enda skuld- bundin þessu fólki sem getur á engan annan treyst. En auk liðsinn- isins við þjáð örbirgðarfólk á mestu neyðarsvæðum heims hefur Hjálp- arstarfið búið sig undir hugsanleg áföll hér heima. Búið sig undir að erfiðara gæti orðið að safna eða svo gæti farið að fjármunir þyrftu að renna ekki síst til Íslendinga sjálfra. Vegna þessarar fyrirhyggju getum við nú rækt báðar skyldurn- ar, lagt lið íslenskum fjölskyldum í neyð og áfram staðið við bakið á fólki í fjarlægð sem er ennþá verr sett. Það er landsmönnum að þakka, þeim ótal mörgu sem brugðist hafa vel við kallinu um hjálp við náung- ann, að Hjálparstarfið getur nú staðið í skilum við fólk í neyð. Það er stuðningi landsmanna að þakka að Hjálparstarfið hefur getað gefið fólki von sem rætist. Heima og úti; ekki andstæður Þar sem kreppa geisar úti í heimi heldur Hjálparstarf kirkjunnar áfram. Og meðan kreppan geisar hér heima, aukum við starfið inn- anlands. Matarúthlutun er í fullum gangi. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar landsmönnum öllum stuðn- ing í vilja og verki og minnir á jóla- söfnun sem nú er í gangi. Það er einlæg von okkar sem vinnum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að allir sem til Hjálparstarfsins leita, bæði heima og heiman, fái þar úrlausn sem styrkir von þeirra og trú á framtíðina. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Tvíþætt þörf jafn brýn ANNA M. Þ. ÓLAFSDÓTTIR UMRÆÐAN Helgi Kristófersson skrifar um Múlalund Þegar við veljum íslenska fram-leiðslu er verið að gera margt fleira í leiðinni en einungis að versla því það kemur svo margfalt inn í kerfið um leið. Þá er greitt fyrir vöru með pening sem skilar sér út í laun til þess sem vinnur við framleiðsluna. Íslensk framleiðsla skilar til þjóðfélagsins pening sem fer í gegnum kerfið á margan hátt. Því er það aðdáunarvert að vinnustaðir sem eru að framleiða útvega um leið þeim vinnu sem eiga erfitt með að fá vinnu annars staðar. Þessir vinnustaðir eru út um allt land og er hægt að sjá þá á heimasíðunni hlutverk.is. Sá stærsti þeirra er Múlalundur en þar er unnin vinna af mörgu tagi. Þar er um að ræða pökkun á ýmsu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eins og staðan er í dag er erfitt að fá næg verkefni en það hefur verið þannig að erfitt hefur verið að klára allt sem hefur þurft að gera fyrir jólin. Það eru þreng- ingar í þjóðfélaginu og verðum við öll að standa saman í því að beina verkefnum á þessa vinnustaði ef möguleiki er á því. Í Múlalundi eru framleiddar möppur og er sennilega vinsælast EGLA-bréfabindi. Þá eru fram- leiddar möppur úr plasti þar sem hráefnið kemur á rúllum hingað til lands og það er sneitt niður eftir kúnstarinnar reglum og settur pappi innan í þær og plastið soðið utan um möppuna og að lokum eru þær járnaðar. Vinnuferlið við plastmöppur frá Múla- lundi sér 4 til 5 mönnum fyrir vinnu þannig að þegar ein mappa eða einn kassi af möppum frá Múlalundi er seldur skilar sú sala miklum verðmæt- um til þjóðfélagsins. Þarna er framleiðsla sem skilar sér margfalt, auk þess sem hún verður til þess að einstaklingur kemst aftur út á vinnumarkaðinn vegna þess að þú keyptir eina möppu sem er framleidd í Múlalundi. Þessi eina mappa skilaði fimm manns vinnu. Einn er kannski að komast aftur út á vinnumarkað eftir að hafa jafnað sig eftir slys, er hættur að taka inn meðul og þiggur ekki lengur bætur. Hann er orðinn starfsmaður á hinum almenna vinnumarkaði. Húrra! Við völdum íslenska fram- leiðslu og með því unnum við stór- an sigur. Það er svo margt fleira sem er framleitt í Múlalundi og má þar nefna sérprentaðar möppur. Þar eru möguleikar í útliti á möppu óþrjótandi og hugarflug hvers og eins getur fengið að njóta sín. Þegar nóg er að gera í því að framleiða slíkar möppur sér það fimm starfs- mönnum fyrir vinnu. Við framleið- um alls kyns vasa, umslög og gata- poka af öllum stærðum og gerðum úr plasti og bjóðum upp á að merkja þá framleiðslu eftir óskum hvers og eins. Jafnframt er nokkur aukning í fram- leiðslu á músarmottum og mottum til að skrifa undir posakvittanir á afgreiðslu- borðum. Það er skemmti- leg nýjung og hefur verið að aukast sérstaklega fyrir jól að fólk láti fram- leiða nokkrar eða jafnvel eina músarmottu með mynd af ástvini. Fram- leiddir eru vasar fyrir geisladiska og er hægt að merkja þá. Vinnuumhverfi eins og í Múla- lundi byggist upp á því að taka til- lit, klappa á bakið og sýna hverjum og einum umburðarlyndi og skiln- ing, þannig að hverjum og einum líði vel og endurheimti sjálfstrausti og virðingu fyrir sér og lífinu. Múlalundur verður 50 ára á næsta ári. Þá er um að gera að fólk reyni eftir fremsta megni að versla hjá okkur. Hvernig hefðu hlutirnir þró- ast ef Múlalundar hefði ekki notið við? Bæði ríkið og Reykjavíkurborg hafa sparað hundruð milljóna á þeim árum sem Múlalundur hefur starfað. Sem sagt, veljum íslenskt og látum það vinna okkur öllum gagn um leið. Þannig náum við á Múla- lundi okkar markmiði: að skapa þeim vinnu sem ekki fá vinnu ann- ars staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri SÍBS, vinnustofu SÍBS. Veljum íslenskt og gerum betur HELGI KRISTÓFERSSON Hvað er Samtónn? UMRÆÐAN Gunnar Guð- mundsson skrifar um Samtón Tímabært er að varpa ljósi á til- urð og tilvist Sam- tóns, samtaka tónlist- arrétthafa á Íslandi. Samtökin voru form- lega stofnuð árið 2002. Stofnendur fyrir hönd höfunda voru tvö aðildarfélög Samtaka tón- skálda og eigenda flutnings- réttar (STEFs), Tónskáldafé- lag Íslands (TÍ) og Félag tónskálda og textahöfunda (FTT). Stofnandi fyrir hönd flytjenda og framleiðenda var Samband flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda (SFH), ann- ars vegar fyrir hönd átta flytj- endafélaga með Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) í broddi fylkingar og hins vegar Félag hljómplötu- framleiðenda (FHF). Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hags- munum og styrkja stöðu höf- unda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa tónlistar. Samtónn er þannig sameigin- legur málsvari fyrir hönd íslenskra tónlistarrétthafa í þeim verkefnum sem Samtónn tekur sér fyrir hendur hverju sinni.Eitt af höfuðverkefnum Samtóns er jafnframt að leita tækifæra til að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöf- um tónlistar innan lands sem utan. Helstu verkefni sem Sam- tónn hefur komið í fram- kvæmd á síðustu árum eru þessi: • Stofnun Tónlistarsjóðs. Lög gengu í gildi um starfsemi hans um mitt ár 2004. Hlut- verk sjóðsins er m.a. að styðja kynningu og markaðssetningu á tónlist og tónlistarmönnum hér á landi og erlendis. Aukinn fjárhagslegur stuðningur til tónlistarstarfsemi úr einka- geiranum • Átak varðandi kynningu á hagrænu gildi íslenskrar tón- listar. • Kynningarátak og aðgerð- ir til að sporna gegn notum á tónlist án heimildar rétthafa. • Lækkun virðisaukaskatts af hljómplötum úr 24,5% í 7% til þess að hljómplötur nytu jafnræðis við bækur. • Stafræn varðveisla á útgefnu islensku tónlistarefni. • Stofnun Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar (Útón / IMX) sem varð að veruleika árið 2006. Aðildarfé- lög Samtóns hafa lagt umtals- vert fé til starfsemi Útóns en ríki og einkaaðilar hafa enn- fremur stutt verkefnið fjár- hagslega. Þrátt fyrir takmörk- uð efni hefur skrifstofan staðið fyrir mjög kraftmiklu útrásarstarfi með stuðningi við íslenska tónlistar- menn og framleiðend- ur, haldið úti myndar- legri heimasíðu, átt gott samstarf við sendiráð erlendis og verið mjög öflug í samstarfi við systur- skrifstofur á Norður- löndunum. Þar að auki hefur skrifstofan komið á fót alþjóð- legri ráðstefnu sem fjallar um framtíð menningarviðskipta í stafrænum heimi. Ráðstefnan nefnist You are in Control, og hefur vakið athygli víða um heim fyrir vandaða dagskrá og áhrifamikla þátttakendur. Auk þeirra verkefna sem getið er hér að ofan er Sam- tónn bakhjarl og meginkost- unaraðili Íslensku tónlistar- verðlaunanna, en iðnaðarráðuneytið, mennta- málaráðuneytið, Reykjavíkur- borg og Landsbanki Íslands hafa verið á meðal styrktarað- ila hátíðarinnar í samstarfi við Samtón. Reykjavík Loftbrú er einnig styrkt myndarlega úr sjóðum nokkurra aðildarfélaga Sam- tóns. Þetta fé er nýtt til niður- greiðslu á ferðakostnaði hundruða tónlistarmanna og útgefenda þeirra vegna alþjóð- legra tónleikaferða. Aðrir samstarfsaðilar að Reykjavík Loftbrú eru Reykjavíkurborg og Icelandair. Samtónn stendur einnig að framkvæmd og fjármagnar að meginstefnu Dag íslenskrar tónlistar, vitundarvakningu og verðlaunaafhendingar í nafni tónlistarinnar, sem haldinn er að jafnaði í lok ársins. Í ár er Dagur íslenskrar tónlistar hinn 12. desember. STEF og SFH tilnefna bæði þrjá í stjórn Samtóns og hafa formenn sam- takanna yfirleitt skipst á að vera formenn Samtóns. Eins og að framan er rakið er Samtónn vettvangur sam- stöðu í sameiginlegum verk- efnum tónlistarrétthafa. Hin viðamiklu verkefni sem stjórn Samtóns hefur unnið að og til- greind eru hér að framan snú- ast um heildarhagsmuni innan íslensks tónlistarlífs. Vegur íslenskrar tónlistar hefur vaxið með ári hverju og þrátt fyrir tímabundna niðursveiflu í efnahagsmálum munum við njóta tónlistar sem aldrei fyrr. Öflugt samstarf allra höfunda, flytjenda og framleiðenda á vettvangi Samtóns treystir tvímælalaust undirstöðurnar sem byggja þarf á til áfram- haldandi sóknar í framtiðinni. Með þessum skrifum er von- ast til að þeir sem láta sig mál- efni tónlistarinnar varða hafi skýrari mynd af Samtóni, inn- viðum samtakanna og starf- semi þeirra. Höfundur er framkvæmda- stjóri Samtóns, samtaka tónlistarrétthafa á Íslandi. GUNNAR GUÐMUNDSSON saga sársauka og sigra LÁRUS PÁLSSON leikari er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Svipmyndir lárus pálsson flytur ljóð og sögur, og heyra má brot úr nokkrum leikritum hans. Upptökurnar eru á tveimur safndiskum, allar úr safni Ríkisútvarpsins og spanna nær þrjá áratugi á ferli Lárusar. Svipmyndir fást í verslunum Pennans Eymundsson og Máls & menningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.