Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 80
56 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hóf leik á Alfred Dunhill Champions- hip í Suður-Afríku snemma í gærmorgun og lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur var með átta pör og einn skolla á fyrri níu holunum í gær og átta pör og einn fugl á seinni níu holunum og er því að leika öruggt golf í Suður-Afríku. Þetta er annað mótið sem hann tekur þátt í eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum. - óþ Evrópumótaröðin í golfi: Birgir lék á pari í Suður-Afríku FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sleggjukastar- inn Bergur Ingi Pétursson úr FH og spjótkastarinn Ásdís Hjálms- dóttir úr Ármanni voru valin frjálsíþróttafólk ársins í gær. Bergur Ingi tvíbætti Íslands- metið á árinu. Í heildina bætti hann Íslandsmetið um rúma fjóra metra. Bergur er í 61. sæti á heimslist- anum og er búinn að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Berlín á næsta ári. Ásdís tvíbætti Íslandsmetið í spjótkasti einnig tvívegis á árinu og í heild um 2,70 metra. Hún er í 36. sæti á heimslistanum og hefur einnig tryggt sér þátttökurétt á HM í Berlín. - hbg Frjálsíþróttafólk ársins: Bergur Ingi og Ásdís best BEST Bergur Ingi og Ásdís sjást hér á ÓL síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Þó svo að efnilegasti leik- maður síðasta Íslandsmóts, Blik- inn Jóhann Berg Guðmundsson, sé ekki enn búinn að yfirgefa her- búðir Blika er flest sem bendir til þess að hann muni hafa vistaskipti þegar janúarglugginn opnar. Alls hafa fjögur lið sýnt honum áhuga og líklegasti áfangastaðurinn í dag er Coventry á Englandi. Hann var kominn með annan fótinn til HSV í Þýskalandi á dög- unum en Þjóðverjarnir drógu í land með gott tilboð á endanum og sendu Blikum annað sem var langt frá því sem Blikar vilja fá fyrir leikmanninn eftir því sem heim- ildir Fréttablaðsins herma. HSV hefur þó ekki gefist upp en líkurnar á því að Jóhann fari þang- að eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ekki miklar sem stendur enda virðast Þjóðverjarn- ir ekki á þeim buxunum að hækka tilboð sitt sem stendur. Jóhann Berg fór til Coventry á dögunum og vakti áhuga stjórans Chris Coleman á sér og Coventry hefur mikinn áhuga á að kaupa leikmanninn. „Mér leist vel á allt hjá Covent- ry sem og Coleman. Gæti vel hugs- að mér að fara þangað en boltinn er hjá Blikum. Ég bíð bara rólegur og er ekkert að æsa mig of mikið yfir þessu,“ sagði Jóhann Berg við Fréttablaðið í gær. Fréttablaðið hafði samband við Einar Kristján Jónsson, formann knattspyrnudeildar, en hann vildi ekkert tjá sig um málefni Jóhanns. Var þögull sem gröfin. Heimildir Fréttablaðsins herma aftur á móti að viðræður við Cov- entry séu vel á veg komnar og gæti farið að draga til tíðinda þar bráðlega. Tvö hollensk félög hafa einnig sýnt Jóhanni áhuga. AZ Alkmaar hefur lengi verið með augastað á kantmanninum fljóta en lítið hefur þokast í því máli. Fyrir hjá Alkma- ar er annar Íslendingur, Kolbeinn Sigþórsson. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kom annað hollenskt félag inn í myndina en það er úrvalsdeildarfélagið Heerenveen sem hefur einnig Íslending innan- borðs, Arnór Smárason frá Akra- nesi. henry@frettabladid.is Fjögur lið vilja fá Blikann Jóhann Berg í sínar raðir Enn er óvíst hvar Blikinn efnilegi Jóhann Berg Guðmundsson leikur á næstu leiktíð. Fjögur lið hafa verið að bera víurnar í hann en sem stendur er líklegast að hann fari til Coventry. Blikar hafa ekki tekið neinu tilboði í leikmanninn. EFTIRSÓTTUR Jóhann Berg spilar tæplega hér á landi næsta sumar og fer líklega til nýs liðs í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/XX FÓTBOLTI Leikmenn danska félags- ins AaB frá Álaborg voru allt annað en sáttir við framgöngu framherjans Wayne Rooney hjá Man. Utd eftir 2-2 jafnteflisleik félaganna í Meistaradeildinni í fyrrakvöld. „Hann hagaði sér bara eins og svín á vellinum. Beitti alls kyns lúabrögðum þegar dómarinn var ekki að horfa,“ segir Michael Jak- obsen í viðtali við TV 2 í Dan- mörku. Það var þó fyrir brot á Kasper Risgard, snemma í seinni hálfleik, sem Rooney gæti lent í vandræð- um út af en Laurent Duhamel, dómari leiksins, sá ekki hvað gerð- ist. Risgard var allt annað en sátt- ur við framgöngu Rooney en kvað hann þó hafa beðið sig afsökunar eftir leik. „Ég átta mig ekki almennilega á hvað gerðist en hann var greini- lega eitthvað pirraður. Ég vissi ekki fyrr en hann var búinn að traðka á mér. Ef þetta hefði átt sér stað annars staðar en á Old Traff- ord þá hefði þetta verið beint rautt spjald,“ segir Risgard svekktur. Þó svo að dómari leiksins hafi misst af atvikinu þá sleppur Roon- ey líklega ekki við refsingu þar sem aganefnd evrópska knatt- spyrnusambandsins er talin ætla að skoða atvikið nánar og fram- herjinn skapstóri gæti þá átt yfir höfði sér leikbann sem hann þyrfti þá að taka út í 16 liða úrslitunum. Rooney sjálfur lét sér fátt um finnast um ásakanirnar. „Svona er fótboltinn, þetta er líkamlega erfið íþrótt. - óþ Leikmenn AaB voru ósáttir með Wayne Rooney á Old Trafford í fyrrakvöld: Danirnir segja að Rooney hagi sér eins og svín á velli SAKLEYSIÐ UPPMÁLAÐ Rooney biðlar til dómarans eftir að hafa traðkað á Risgard. NORDIC PHOTOS/AFP GOLF Skrautlegasti golfari heims, Bandaríkjamaðurinn John Daly, er að spila í Ástralíu þessa dagana og heldur uppteknum hætti við að vekja á sér athygli með hegðun sinni. Hann gerði sér núna síðast lítið fyrir og hrifsaði myndavél af áhorfanda og fleygði henni utan í tré svo hún eyðilagðist. „Ég var að fara að taka víti og þessi myndavél var alveg ofan í andlitinu á mér,“ sagði Daly í yfirlýsingu en hann sagði við áhorfandann eftir atvikið að ef hann vildi nýja myndavél skyldi hann kaupa hana. „Það hefði engu breytt þótt þetta atvik hefði átt sér stað þegar vel gekk. Hann var allt of nálægt með vélina og ég er enn að drepast í augunum eftir flassið,“ sagði Daly. Áhorfandinn sem gekk of nærri Daly er ekki viss um hvort hann ætli í skaðabótamál við Daly þar sem hann sé stór maður að vexti. - hbg John Daly er alltaf hress: Eyðilagði myndavél SVEKKTUR Áhorfandinn er hér með myndavélina sem Daly skemmdi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FORMÚLA 1 Heimsmeistarinn Lewis Hamilton sér það ekki gerast að reglum verði breytt á þann hátt í íþróttinni að öll lið muni keyra með sömu vél. „Ég sé það ekki gerast. Ekki nokkurn tímann. Framleiðendurn- ir spila allt of stóra rullu í þessari íþrótt,“ sagði Hamilton. Samþykkt hefur verið áætlun hjá liðunum sem og stjórnendum Formúlunnar um að skera niður kostnað næstu tvö árin. Útfærsl- an hefur hins vegar ekki enn verið kynnt. - hbg Lewis Hamilton: Ekki eins vélar í öllum bílum SENDU SMS ESL WED Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU WALL·E Á DVD, TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA. Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. Dreifing LENDIR Í ELKO 11. DESEMBER MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI FRÁ HÖFUNDUM THE INCREDIBLES OG LEITIN AÐ NEMO 9. HVERVINNUR! MEÐ HVERJUM DISK FYLGIR BÍÓMIÐI Á ÆVINTÝRAMYNDINA CITY OF EMBER!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.