Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 68
44 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
kl. 12
Gylfi Magnússon, dósent í viðskipta-
fræðideild Háskóla Íslands, heldur
fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla
Íslands í dag. Fyrirlesturinn fjallar
um þær slæmu horfur sem nú eru í
efnahagslífi um heim allan, hverjar
skýringar þess virðast vera og hvað
geti verið fram undan. Sérstaklega er
horft til stöðunnar á Íslandi. Að
erindinu loknu mun Gylfi svara
fyrirspurnum.
Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun
halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum
þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbók-
menntanna með píanóleikaranum Robert Sund.
Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðju-
daginn 16. desember og hefjast kl. 12.15.
Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að
Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill
happafengur að fá að njóta hæfileika söngv-
arans nú á aðventunni. Garðar og sænski
píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað
reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleik-
unum munu Garðar og Robert einnig
flytja lög af nýjum geisladisk sem
er að koma út um þessar mundir
og seldur verður á Kjarvals-
stöðum. Þeir halda síðan
tónleikaför sinni áfram til
Uppsala í Svíþjóð.
Garðar Cortes þarf
vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur
á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að
hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngs-
kólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins.
Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tón-
listarháskólann í Stokkhólmi, leikið á
píanó, útsett, samið og stjórnað
en leiðir tvímenninganna
lágu fyrst saman á norrænu
kóramóti þar sem þeir voru
báðir stjórnendur.
Tónleikarnir hefjast kl.
12.15 og standa yfir í um 40
mínútur. Aðgangseyrir er 1.000
kr. en frítt er fyrir eldri borgara og
námsmenn. Fyrir og eftir tónleika
býður veitingasalan á Kjarvalsstöð-
um upp á úrval rétta á hagkvæmu
verði.
- pbb
Garðar heldur tónleika
> Ekki missa af …
aðventutónleikum söng sveit-
arinnar Fílharmóníu undir
stjórn Magnúsar Ragnarssonar
„Með gleðiraust og helgum
hljóm“ sem verða í seinna
sinnið í kvöld í Langholtskirkju
og hefjast kl. 20. Miðasala er
við innganginn.
Ljóðaslamm Borgarbókasafns
Reykjavíkur fer fram í annað sinn á
safnanótt í febrúar en frestur til að
skrá sig rennur út 15. desember.
Þemað að þessu sinni er hrollur.
Ljóðaslamm er túlkað frjálslega í
þessari keppni og í raun er eina
krafan sú að flutningur frumsam-
ins ljóðs sé lifandi og má notast við
leikræna tilburði, tónlist, myndlist,
dans eða hvaðeina sem fólki dettur í
hug. Tíu atriði voru flutt í keppn-
inni í fyrra, en Halldóra Ársæls-
dóttir bar sigur úr býtum fyrir
ljóðið „Verðbréfadrengurinn”, sem
þekkt er orðið.
Í dómnefnd eru Bóas Hallgríms-
son tónlistarmaður, Bragi Ólafsson
skáld, Freyr Eyjólfsson útvarps-
maður, Ilmur Kristjánsdóttir leik-
kona og Úlfhildur Dagsdóttir bók-
menntafræðingur. Skráning fer
fram í útibúum Borgarbókasafns
Reykjavíkur og á www.borgarboka-
safn.is.
Enn má skrá sig í ljóðaslamm
SLAMMAÐ Á BÓKASAFNI
Keppnin gengur út á
lifandi flutning frumsam-
ins ljóðs, en notast má við
leikræna tilburði, tónlist,
dans og fleira.
Jólatónleikar Kammer-
sveitar Reykjavíkur verða
haldnir á sunnudag og eru
með nokkuð óvenjulegri
dagskrá.
Á tónleikum Kammersveitar
Reykjavíkur verða einungis flutt
verk eftir tónskáldið Jan Dismal
Zelenka, en hann var bæheimskur
og starfaði mest í Prag, fæddur
1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera
yfirskriftina Prag 1723. Fjögur
verk eftir Zelenka eru á efnis-
skránni. Robert Hugo, sérfræðing-
ur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag
til að leiða Kammersveitina en ein-
leikarnir í verkunum sem flutt
verða eru þau Una Sveinbjarnar-
dóttir fiðla, Matthías Birgir Nar-
deau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson
fagott.
Það er fátítt að verk eftir Zel-
enka leggi undir sig heila tónleika.
Hann var samtímamaður J. S.
Bachs. Þessir meistarar barokk-
tónlistarinnar störfuðu í nágranna-
borgunum Dresden og Leipzig.
Líkt og gerðist með verk Bachs
féllu verk Zelenka í gleymsku
þegar barokktíminn rann sitt skeið
og var tónlist hans enduruppgötv-
uð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir
1960 sem vakning verður á verkum
hans og voru þau þá gefin út á
hljómplötum. Þykir tónlist hans
sérstaklega áhugaverð og skemmti-
leg vegna óvenjulegrar hljóma-
notkunar og kontrapunkts. Hún er
í hávegum höfð meðal þess hóps
sem hefur einbeitt sér að hinu fjöl-
skrúðuga safni tónlistar Evrópu
sem kennd er við barokk. Er haft á
orði í þeim hóp að í tengslaneti
áhugamanna um barokkflutning
hafi tónleikarnir vakið athygli víða
um lönd.
Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld
í Prag vegna krýningar Karls VI.
keisara. Zelenka var falið að semja
verk fyrir þetta tækifæri og stjórn-
aði því við þessa hátíðlegu athöfn.
Verkin fjögur á tónleikunum voru
einmitt samin þetta ár: Forleikur í
F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipoc-
ondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti,
Konsert í G-dúr fyrir 8 concert-
anti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8
concertanti.
Tónleikarnir verða í Áskirkju á
sunnudaginn og hefjast kl. 17.00.
Miðasala er við innganginn.
Sjaldheyrð verk
á tónleikum
TÓNLIST Kammersveit Reykjavíkur á æfingu.
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari
heldur tónleika á morgun í hallar-
kirkjunni í Friðriksborgarhöll á
Sjálandi. Þar leikur hún í tilefni
af sýningu á portrett-
myndum föður síns, Sig-
urjóns Ólafssonar, sem
stendur þar yfir og lýkur
um áramót. Á efnis-
skránni eru Partíta nr.
2 í d-moll eftir Bach og
Vetrartré fyrir ein-
leiksfiðlu, sem Jónas
Tómasson skrifaði
fyrir Hlíf og tileinkaði
henni.
Svo skemmtilega
vill til að langafi
Hlífar var prestur í
kirkjunni á sínum
tíma. Hlíf stendur
í ströngu þessa
dagana. Hún er
nýbúin að gefa
út disk með són-
ötum og part-
ítum eftir Bach fyrir einleiksfiðlu
sem hún hljóðritaði í Reyk-
holtskirkju fyrr á þessu ári,
en sónöturnar og partíturn-
ar, þrjár í hvorri deild, þykja
með mest krefjandi verkum
sem samin hafa verið fyrir ein-
leiksfiðlu og eru því vel þekktar í
túlkun marga helstu meistara
fiðlunnar. Er diskurinn kominn
í dreifingu.
Eftir dvöl í Danmörku við tón-
leikahald og kennslu vindur Hlíf
sér til Rómar en þar verður hún
með tónleika þann 19. desember í
tónleikaröð Sant’Agnese in Agone
ásamt Sebastiano Brusco píanó-
leikara. Á efnisskrá eru Sónata
nr. 1 í g-moll fyrir einleiksfiðlu
eftir Bach, Sónata fyrir fiðlu og
píanó eftir Cesar Frank og Vetr-
artré Jónasar.
Hlíf í Friðriksborg
TÓNLIST Hlíf Sigurjónsdóttir
fiðluleikari.
MYND EDDI
Nýdönsk á Nasa
Laugardaginn 13. desember
Sérstakir gestir: Dynamo Fog
Miðaverð 1500 kr.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
2
3
3
6