Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 68

Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 68
44 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is kl. 12 Gylfi Magnússon, dósent í viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn fjallar um þær slæmu horfur sem nú eru í efnahagslífi um heim allan, hverjar skýringar þess virðast vera og hvað geti verið fram undan. Sérstaklega er horft til stöðunnar á Íslandi. Að erindinu loknu mun Gylfi svara fyrirspurnum. Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbók- menntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðju- daginn 16. desember og hefjast kl. 12.15. Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill happafengur að fá að njóta hæfileika söngv- arans nú á aðventunni. Garðar og sænski píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleik- unum munu Garðar og Robert einnig flytja lög af nýjum geisladisk sem er að koma út um þessar mundir og seldur verður á Kjarvals- stöðum. Þeir halda síðan tónleikaför sinni áfram til Uppsala í Svíþjóð. Garðar Cortes þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngs- kólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins. Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tón- listarháskólann í Stokkhólmi, leikið á píanó, útsett, samið og stjórnað en leiðir tvímenninganna lágu fyrst saman á norrænu kóramóti þar sem þeir voru báðir stjórnendur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Fyrir og eftir tónleika býður veitingasalan á Kjarvalsstöð- um upp á úrval rétta á hagkvæmu verði. - pbb Garðar heldur tónleika > Ekki missa af … aðventutónleikum söng sveit- arinnar Fílharmóníu undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar „Með gleðiraust og helgum hljóm“ sem verða í seinna sinnið í kvöld í Langholtskirkju og hefjast kl. 20. Miðasala er við innganginn. Ljóðaslamm Borgarbókasafns Reykjavíkur fer fram í annað sinn á safnanótt í febrúar en frestur til að skrá sig rennur út 15. desember. Þemað að þessu sinni er hrollur. Ljóðaslamm er túlkað frjálslega í þessari keppni og í raun er eina krafan sú að flutningur frumsam- ins ljóðs sé lifandi og má notast við leikræna tilburði, tónlist, myndlist, dans eða hvaðeina sem fólki dettur í hug. Tíu atriði voru flutt í keppn- inni í fyrra, en Halldóra Ársæls- dóttir bar sigur úr býtum fyrir ljóðið „Verðbréfadrengurinn”, sem þekkt er orðið. Í dómnefnd eru Bóas Hallgríms- son tónlistarmaður, Bragi Ólafsson skáld, Freyr Eyjólfsson útvarps- maður, Ilmur Kristjánsdóttir leik- kona og Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur. Skráning fer fram í útibúum Borgarbókasafns Reykjavíkur og á www.borgarboka- safn.is. Enn má skrá sig í ljóðaslamm SLAMMAÐ Á BÓKASAFNI Keppnin gengur út á lifandi flutning frumsam- ins ljóðs, en notast má við leikræna tilburði, tónlist, dans og fleira. Jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnis- skránni. Robert Hugo, sérfræðing- ur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en ein- leikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnar- dóttir fiðla, Matthías Birgir Nar- deau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zel- enka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokk- tónlistarinnar störfuðu í nágranna- borgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötv- uð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmti- leg vegna óvenjulegrar hljóma- notkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjöl- skrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórn- aði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipoc- ondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concert- anti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. Sjaldheyrð verk á tónleikum TÓNLIST Kammersveit Reykjavíkur á æfingu. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari heldur tónleika á morgun í hallar- kirkjunni í Friðriksborgarhöll á Sjálandi. Þar leikur hún í tilefni af sýningu á portrett- myndum föður síns, Sig- urjóns Ólafssonar, sem stendur þar yfir og lýkur um áramót. Á efnis- skránni eru Partíta nr. 2 í d-moll eftir Bach og Vetrartré fyrir ein- leiksfiðlu, sem Jónas Tómasson skrifaði fyrir Hlíf og tileinkaði henni. Svo skemmtilega vill til að langafi Hlífar var prestur í kirkjunni á sínum tíma. Hlíf stendur í ströngu þessa dagana. Hún er nýbúin að gefa út disk með són- ötum og part- ítum eftir Bach fyrir einleiksfiðlu sem hún hljóðritaði í Reyk- holtskirkju fyrr á þessu ári, en sónöturnar og partíturn- ar, þrjár í hvorri deild, þykja með mest krefjandi verkum sem samin hafa verið fyrir ein- leiksfiðlu og eru því vel þekktar í túlkun marga helstu meistara fiðlunnar. Er diskurinn kominn í dreifingu. Eftir dvöl í Danmörku við tón- leikahald og kennslu vindur Hlíf sér til Rómar en þar verður hún með tónleika þann 19. desember í tónleikaröð Sant’Agnese in Agone ásamt Sebastiano Brusco píanó- leikara. Á efnisskrá eru Sónata nr. 1 í g-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Bach, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Cesar Frank og Vetr- artré Jónasar. Hlíf í Friðriksborg TÓNLIST Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari. MYND EDDI Nýdönsk á Nasa Laugardaginn 13. desember Sérstakir gestir: Dynamo Fog Miðaverð 1500 kr. P IP A R • S ÍA • 8 2 3 3 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.