Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 8
8 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR 1. Um hversu langan tíma gæti rannsókn á Glitni tafist? 2. Hvað heitir nýstofnað ruðn- ingslið á Akranesi? 3. Hversu mikið fé á RÚV að fá í gegnum nefskattinn? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Brettapakkar 20% afsláttur Brettadeildin er í Kringlunni NOREGUR, AP Martti Ahtisaari, frið- arverðlaunahafi Nóbels í ár, hvet- ur Barack Obama til að láta það verða sitt fyrsta verk þegar hann tekur við forsetaembætti að gera átökin fyrir botni Miðjarðarhafs að forgangsverkefni stjórnar sinn- ar. „Við getum ekki bara haldið áfram, ár eftir ár, að þykjast bara vera að gera eitthvað til að bæta ástandið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Ahtisaari í ræðu sinni þegar hann tók við friðarverðlaununum í Ósló á miðvikudag. „Finna má lausn á öllum átökum, og það er engin afsökun til fyrir því að láta þau dragast að eilífu.“ Ahtisaari fékk verðlaunin í ár fyrir þriggja áratuga starf sitt að friðarmálum víðs vegar um heim, meðal annars í Namibíu, Kosovo og Indónesíu. Hann var forseti Finnlands frá 1994 til 2000, en stofnaði eftir það alþjóðlega frið- arstofnun sem hefur unnið að frið- arsamningum á nokkrum helstu átakasvæðum heims. Áður en hann tók við verðlaun- unum í gær gagnrýndi hann að helstu leiðtogar heims hafi ekki gert nóg til að leysa deilur Ísraela og Palestínumanna. „Alþjóðasamfélagið og þeir sem völdin hafa sitja aðgerðarlaus og láta þá komast upp með að eyða hvorir öðrum, og þeir láta báða aðila komast upp með að gera líf sitt í framtíðinni enn flóknara og erfiðara en í dag.“ - gb Martti Ahtisaari skorar á Barack Obama að einbeita sér að Mið-Austurlöndum: Allar deilur er hægt að leysa OLE DANBOLT MJØS OG AHTISAARI Formaður norsku Nóbelsnefndarinnar ásamt friðarverðlaunahafa ársins 2008 við afhendingarathöfnina. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Innlán voru tveir þriðju eigna peningamarkaðssjóðs Kaupþings. Annað var í skuldabréfum, mest frá Kaupþingi og Existu. Ætla má af yfirliti Nýja Kaupþings um sjóð- inn að skuldabréf fyrir sjö milljarða króna hafi verið keypt úr sjóðnum. Fram kemur í upplýsingum frá Nýja Kaup- þingi að 36,3 milljarðar króna hafi verið í sjóðn- um þegar greitt var úr honum. Þá hafi tekist að greiða út um 85 prósent af því, um 31 milljarð króna. Skuldabréfin hafi því verið keypt með um 44 prósenta afslætti. Skuldabréf útgefin af Kaupþingi voru 11,4 prósent af eignum sjóðsins og skuldabréf útgef- in af Exista voru tæp sjö. Hlutur annarra útgef- enda var minni. Fram kemur í yfirliti Kaupþings að sjóðurinn hafi smækkað mjög frá því fyrir um ári. Þá voru um 84 milljarðar í sjóðnum. Skuldabréf fjár- málafyrirtækja voru um 15 milljarðar af því og skuldabréf annarra fyrirtækja hátt í 40 millj- arðar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ákveðið að reyna að draga úr stærð sjóðsins og auka hlutfall innlána þar, eftir að eignarhaldsfé- lagið Gnúpur fór á hausinn fyrir um það bil ári. Helstu eignir félagsins voru í FL Group, en félagið gaf sjálft út mikið af skuldabréfum. Talið hefur verið að háar fjárhæðir, jafnvel yfir hundrað milljarðar króna hafi runnið frá nýju ríkisbönkunum inn í sjóðina. Um þetta hefur mikið verið spurt á Alþingi. Ekki hafa enn fengist ítarleg svör, önnur en að viðskiptaleg sjónarmið hafi ráðið kaupum á skuldabréfum. Fram kom í Markaðnum fyrir skömmu að Nýi Glitnir hefði greitt 13 milljarða króna í sjóð 9. Engar sambærilegar upplýsingar hafa fengist frá Landsbankanum, þrátt fyrir að um það hafi verið spurt. Þá hefur Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar ítrekað óskað eftir upplýsingum um samsetn- ingu peningamarkaðssjóðina. Kaupþing ríður nú á vaðið. - ikh Innlán voru stærsti hluti peningasjóðs Kaupþings Kaupþing birtir nákvæma samsetningu peningamarkaðssjóðs bankans. Skuldabréf voru keypt úr sjóðnum fyrir um sjö milljarða króna. Á fjórða tug milljarða króna var greitt út úr sjóðnum, en innlán voru tveir þriðju eigna hans. Glitnir og Landsbanki hafa ekki viljað birta upplýsingar um samsetningu sjóða sinna. SAMSETNING SJÓÐSINS Tegund Milljarðar króna hlutfall (%) Innlán 24 66,3 Kaupþing 4,1 11,4 Exista 2,5 6,9 Atorka 2,0 5,4 Bakkavör 1,1 3,1 Deutsche bank 0,7 1,9 Fasteignatryggð bréf 0,6 1,6 Marel 0,4 1,2 Eyrir 0,4 1,1 Sparisjóðabankinn 0,4 1,1 Alfesca 0,0 0,1 HÖFUÐSTÖÐVAR KAUPÞINGS Innlán voru tveir þriðju eigna peningamarkaðssjóða. Annað var í skuldabréfum. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt mann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku sem gætti barna hans á kosninganótt 2007. Auk fangelsisdómsins var manninum gert að greiða stúlkunni 750 þúsund krónur í miskabætur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að verknaðurinn var framinn gagnvart ungri stúlku sem var að gæta barna manns- ins. Hann misnotaði sér aðstæð- ur og braut gegn trúnaðartrausti sem ríkja átti í samskiptum þeirra. - jss Tveggja ára fangelsi: Braut gegn barnfóstrunni KJARAMÁL Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti yfir í nóv- ember að hann telji eðlilegt að laun forseta og ráðamanna verði lækk- uð í ljósi efnahagsaðstæðna. „Ég mundi fagna slíkri ákvörðun,“ sagði forsetinn og taldi að ákvörð- un um slíkt ætti að taka sem fyrst. Ríkisstjórnin hefur kynnt frum- varp um að lækka laun helstu ráða- manna og embættismanna en laun forsetans eru bundin í stjórnar- skrána. Fréttablaðið sendi í gær- morgun fyrirspurn til forsetaemb- ættisins til að fá upplýsingar um það hvort forsetinn myndi lækka laun sín. Svar hefur ekki borist. - ghs Fréttablaðið spyr um launalækkun forsetans: Ekkert bólar á svari ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Segist munu fagna ákvörðun um launalækkun. BYGGÐAMÁL Samgönguráðherra hefur ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu. Framlagi ríkisins er dreift til 33 sveitarfélaga. Mest kemur í hlut Grindavíkur, 35 milljónir, en það er hámarksúthlutun til einstakra sveitarfélaga. Vest- mannaeyjabær fær tæpar 25 milljónir, Ísafjarðarbær og Snæfellsbær fá tæpar 24 milljón- ir. Hlutfallslega hljóta íbúar Grímseyjar hæsta framlagið, um 45 þúsund krónur. - shá Kvótaniðurskurður bættur: 250 milljónir til 33 sveitarfélaga GRÍMSEYJARHÖFN Hlutfallslega fá íbúar í Grímsey hæst framlag. FRÉTTABLAÐIÐ/BÞS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.