Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 70
 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR Nú er að koma í ljós hvaða kvik- myndir komast inn á Sundance- hátíðina en sjálfstæðum framleið- endum víða um heim þykir mikill heiður að ná þangað með myndir sínar. Þannig hafa dönsku leik- stjórarnir Nicolas Winding Refn og Lone Scherfig fengið þar inni fyrir sínar nýjustu myndir. Myndir beggja eru framleiddar fyrir enskumælandi markað. Bronson eftir Winding Refns „Bronson“, var frumsýnd í London í haust en mynd Lone Scherfigs „An Educat- ion“, verður frumsýnd á Sund- ance. „Bronson“ er ævisöguleg og segir frá Charles Bronson, sem hefur samtals setið í fangelsi 35 ár í 120 ólíkum stofnunum og mestan hluta þess tíma í einangrun vegna ofbeldistilhneiginga og afbrota. Winding Refn hefur áður leikstýrt verkefnum á ensku, „Fear X“, en hann er kunnastur fyrir þríleik sinn um Pusher-klíkuna. Beðið er með eftirvæntingu eftir næstu mynd hans „Valhalla rising“ sem er tekin að hluta til hér á landi og skartar Mads Mikkelsen en hún er líka leikin á ensku. Er það fyrsta tilraun norrænna framleiðenda að búa til mynd sem gerist á víkinga- tímanum. Mynd Lone Scherfig kallast „An Education“ og er handritið eftir hinn kunna höfund Nick Hornby og byggir á frægum endurminn- ingum bresku blaðakonunnar Lynn Barber frá London á sjöunda ára- tugnum. Í stærstu hlutverkum eru Peter Sarsgaard, Alfred Molina og Emma Thompson. Þriðja myndin sem komin er inn á Sundance frá Danmörku er heimildamyndin „Burma VJ“ sem byggir að hluta á ólöglegum tökum sem smyglað var út úr Burma. Leikstjóri er Anders Østergaard en hún átti mikla sigur- för á heimildarmyndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn og nú í nóvember á IDFA, hinni virtu heimildamyndahátíð í Amsterdam. Sundance er nú orðin mikilvæg- asta kvikmyndahátíð vestanhafs og talin standa jafnfætis Toronto- hátíðinni í Kanada. - pbb Danskar myndir á Sundance KVIKMYNDIR Nicolas Winding Refn leikstjóri. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 12. desember ➜ Tónleikar 20.00 Söngsveitin Fílharmónía verð- ur með tónleika í Langholtskirkju við Sólheima. Einsöngvarar verða Margrét Sigurðardóttir og Benedikt Ingólfsson. 20.30 KK og Ellen Kristj- ánsdóttir verða með tónleika í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. 22.30 Geir Ólafsson og Jón Páll Bjarnason, Guðmundur Steingríms- son og Bjarni Sveinbjörnsson verða með tónleika á Kaffi Central við Póst- hús stræti. Aðgangur ókeypis. ➜ Leiklist Rétta leiðin Barna- og unglingaleikhús- ið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó. Í dag verða tvær sýningar, sú fyrri kl. 9 en hin seinni 10.30. ➜ Fyrirlestrar 17.30 Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla) flytur fyrirlestur í 101 Projects við Hverf- isgötu 18a. Fyrirlesturinn er í tengslum við yfirstandandi sýningu hollensku myndlistarkonunnar Mathilde ter Heijna. 101 Project er opið mið.-lau. kl. 14-17. ➜ Sýningar Í Gerðubergi standa yfir tvær sýningar. Það er ljósmyndasýning Björns Sigur- jónssonar og sýning á olíumálverkum eftir Halldóru Helgadóttur. Opið virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. Hin árlega jólasýning þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands stendur nú yfir í Þjóðarbókhlöðunni við Arngrímsgötu. Aðgangur er ókeypis. Opið mán.-fös. kl. 8.15-22, lau.-sun. kl. 10-18. Kolbrún Hjörleifsdóttir sýnir myndverk unnin út íslenskri ull á Geysi bistro/bar við Aðalstræti. Opið sun.-fim. 11.30-22, fös.-lau. 11.30-22.30. Samsýningin Rautt stendur yfir í Gall- ery Syrpu við Strandgötu 39 en þar sýna þrettán listamenn verk. Opið þri.-fös. 12-17 og lau. kl. 10-14. Harpa Dögg Kjartansdóttir hefur opnað sýninguna „Innvols“ í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Sýningin er opin alla virka daga 12-19 og 12-15 á laugar- dögum. Helga Aminoff sýnir verk á Thorvaldsen Bar, Austurstræti 8. Sýningin er opin mán.-fim. kl. 11-1, fös. kl. 11-4, lau. kl. 11-5 og sun. kl. 11-1. ➜ Ljósmyndasýningar Atli Már Hafsteinsson hefur opnað sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Opið virka daga kl. 10-16 og um helgar kl. 13-17. ➜ Uppákomur 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu alla daga fram að jólum. Í dag kemur Stekkjastaur til byggða. Aðgangur ókeypis. 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður tólfti glugginn opnaður. Í gær var Sprengju- höllin í glugganum. Hver skyldi vera þar í dag? ➜ Síðustu forvöð Í Listasafninu á Akureyri, Kaupvangs- stræti 12, stendur yfir sýning á verkum eftir sex lisamenn sem fjalla um og vekja spurningar um ýmsa þætti krist- innar trúar. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið 12-17. Brothætt leðja, samsýning nemenda á fyrsta og öðru ári í mótun hjá Myndlista- skólanum í Reykjavík í kjallara Iðu-húss- ins við Lækjargötu, lýkur á sunnudaginn. Opið kl. 13-18. Styttan „Jacqueline með gulan borða“ eftir Picasso er til sýnis á Listasafni Árnesinga ásamt verkum 26 íslenskra listamanna þar sem gætir áhrifa frá lista- manninum. Listasafn Árnesinga, Austur- mörk 21, Hveragerði. opið fim.-sun. 12- 18. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Nýr geisladiskur eftir Friðrik Karlsson með fallegum jólalögum, tilvalinn í jólapakkann. Fæst í verslunum Hagkaupa. Gefum góðar stundir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV fös. 12/12 örfá sæti laus lau. 13/12 örfá sæti laus Síðustu sýningar! Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fös. 12/12 örfá sæti laus lau. 13/12 örfá sæti laus Aukasýningar í sölu Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson lau. 13/12 þrjár sýningar, uppselt sun. 14/12 þrjár sýningar, uppselt Örfá sæti laus í desember, tryggðu þér sæti Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Frumsýning 26. desember Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf sem gleður alla Kardemommubærinn Tilboð á gjafakortum til áramóta. www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.