Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 33

Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 33
Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég reyni að kaupa lífrænt ræktað grænmeti og ávexti og núna í kreppunni hugsa ég: Ég hlýt að geta sparað eitthvað annað. Mat- urinn verður að ganga fyrir og ódýrasta ánægjan er að borða hollt á hverjum degi,“ segir Áslaug sem er í vikulegri áskrift hjá Græna hlekknum og fær þaðan lífræna ávexti og ferskt, íslenskt græn- meti. „Ávextirnir koma vissulega frá útlöndum en ég fæ mér oft þeyting og er háð þeim,“ segir hún. „Svo er ég með pínulítið gróðurhús í sveit- inni og rækta þar krydd sem ég þurrka og frysti til vetrarins.“ Áslaug skrifar og myndskreytir barnabækur. Í nýju bókinni henn- ar, sem heitir Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu því til heilsubótar. Því liggur beint við að spyrja Áslaugu hvort hún lumi ekki á góðri súpu- uppskrift. Þá hlær hún. „Ég geri aldrei súpu eftir upp- skrift. Hins vegar geri ég oft naglasúpur því alltaf er eitthvað til í þær, laukur, gulrætur, sellerí og kartöflur. Ég nota líka chili og hvítlauk frá honum Þórði á Akri í súpur, hvort tveggja styrkir og hressir. Svo er fínt að setja smá af linsubaunum og mér finnst kórí- ander og engifer líka gott í allt. Auk þess að bragðbæta súpur með teningi tek ég kryddið mitt úr krukku eða frystinum og myl það út í súpuna,“ segir Áslaug og kemur með hollráð í lokin. „Ég frysti kórianderinn ferskan og það ráðlegg ég fólki að gera ef það kaupir ferskt krydd og notar það ekki samstundis. Hver kann- ast ekki við að finna eitthvað dáið í ísskápnum af því það var ekki notað strax? Betra er að frysta kryddafganginn og brjóta hann frosinn út í súpuna eða réttinn. Það er sparnaður.“ gun@frettabladid.is Alltaf til efni í naglasúpu Bókverkakonan Áslaug Jónsdóttir á alltaf til gott hráefni í súpu heima hjá sér. Hún fær nefnilega sent ferskt, íslenskt grænmeti vikulega og lumar svo á kryddi úr eigin ræktun í krukkum og frysti. HJÓLIN Í KÍNA er yfirskrift ljósmyndasýningar sem opnar á morgun klukkan 15.00 í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Myndirnar tók Jóhann Ágúst Hansen þegar hann var í námi við Shanghai-háskóla í Kína. „Ég tek eigið krydd og myl það út í súpuna,“ segir Áslaug en í nýrri bók hennar, Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemmning! Flugeldar og „Allt í steik“ seðillinn! Jólahlaðborð Perlunnar Verð 7.250 kr. 20. nóvember - 30. desember Lifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónsson alla föstudaga og laugardaga. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.