Tíminn - 27.06.1982, Side 2

Tíminn - 27.06.1982, Side 2
2 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982. ■ Dr. Franz Mixa ■ Við komuna hingað til lands nú færði dr. Mixa Landsbókasafni að gjöf handrit að óperu sem hann samdi upp úr Fjalla-Eyvindi. Hér afhendir hann Finnboga Guðmundssyni landsbókaverði handritið. Tímamjnd: Ari „Hér var jarðvegur fyrir hendi” ■ Hér á landi er nú staddur dr. Franz Mixa, sem var einn helsti frömuður islensks tónlistarlifs á fjórða áratugnum. Dr. Mixa var á sínum tima upphaflega fenginn hingað til lands i þvi skyni að stjóma hátiðarhljómsveitinni á Þúsund- árahátiðinni 1930, en flentist hér á landi sem betur fór tfl ársins 1938 og var það islensku tónlistarlifi mikið happ. Sér verka hans og elju enn stað. Dr. Mixa átti heiðurinn af því að koma upp fyrstu symfónísku hljómsveitinn i landinu og hann var sá maður sem gekkst fyrir stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík. Við hittum dr. Mixa á heimili sonar hans, Ólafs Mixa, læluiis, fyrir skömmu og ræddum við hann nokkra stund um starf hans að islenskum tónlistarmálum. Fyrst spurðum við hann um aðdraganda þess að hann kom tfl íslands 1930, en dr. Mixa kom hingað skömmu eftir að hann hafði varið doktorsritgerð sína við háskólann í Vin 1929, en 1927 hafði hann útskrifast sem hljómsveitarstjóri frá Tónlistarháskólanum í Vin. „Svo var mál með vexti að ég frétti af þvi að Sigfús Einarsson hefði komið til Vínar í þvi skyni að fá hljómsveitar- stjóra fyrir þjóðhátiðina 1930 i tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis. Ég sótti um og hlaut þetta starf, einn af tuttugu umsækjendum. Nei, ég hitti Sigfús Einarsson ekki, þegar hann kom til Vinar. Það var ekki fyrr en til íslands kom að ég sá hann fyrst. Ég hafði miklar mætur á Sigfúsi Einarssyni, bæði sem manni og tónskáldi og lag hans „Sofnar lóa“ tel ég meðal fegurstu laga sem ég þekki. Hann hafði lengi starfað að tónlistarmálum í Reykjavik og haldið marga konserta, en hann hafði ekki yfir nógu stórri hljómsveit að ráða og viðfangsefnin báru því helst vott um stórhug Sigfúsar sjálfs, eins og ég kem að síðar. Ég var auðvitað fullur áhuga, enda var þetta mitt fyrsta stórverkefni eftir að ég lauk doktorsprófi mínu. Mér var sagt að hér í Reykjavík væri hljómsveitin fyrir hendi og ekkert þyrfti að gera nema byrja æfingar, en þegar til kom fór því fjarri að hljómsveitin væri nógu stór eða félagamir nógu færir til þess að leysa verkefnin vegna hátíðarinnar af hendi. Ég gerði þvi skjótt ráðstafanir til þess að fá hingað til lands hljóðfæraleikara frá Kaupmannahöfn og Hamborg og þannig tókst að bjarga málunum. Hér í Reykjavík var mikið af fólki sem hafði gott vit á tónlist og margir áttu mjög stór plötusöfn af ágætri tónlist, - Tschakowsky, Beethoven og Hinde- mith, en hins vegar skorti á áð uppeldislega hliðin hefði verið ræktuð hvað tónlistariðkun snerti. Á Hátíðinni var flutt hátiðarkantata eftir dr. Pál ísólfsson og við raddsettum hana saman og hún var flutt í Almannagjá á Þingvöllum, þjóðhátíðar- daginn. Þá setti ég einnig út gamla islenska kórala fyrir Lúðrasveit Reykja- víkur og vom þeir leiknir einnig á Þingvöllum þennan dag. Það var þann 23ja febrúar 1930 sem ég hélt fyrst konsert i Reykjavik i iþróttahúsi KR og þann næsta hélt ég í byrjun mai. Þessir konsertar vom fluttir af strengjasveit og verkefnin voru létt, en smám saman var ráðist i meiri verk og þann 30. júni kom loks sjálf hátíðarhljómsveitin fram með konsert. Þá var mikil breyting á orðin. Fyrir 1930 hafði verið ráðist í að flytja ýmis stórverk svo sem forleik að Meistara- söngvumnum, „Militár“ synfóníu Haydns, Ipigene in Aulis og margt annað, án þess að hafa nokkra hljómsveit til þess. Þegar hátíðarhljóm- sveitin kom fram var loks komin upp í Reykjavik hljómsveit, sem einhvers var megnug. En hljóðfæraleikaramir ellefu frá Kaupmannahöfn og Hamborg fóm úr landi aftur að þjóðhátíðinni lokinni og þá blöstu ný viðhorf við, en í hátíðarhljómsveitinni höfðu útlending- amir verið á öllum fyrstu röddunum. Þess hafði verið farið á leit að ég yrði hér áfram um hríð og ég féllst á það, - en með því skilyrði að hér yrði komið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.