Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 25

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982. 25 Eftir fyrstu skotin féll ró á um hrið en síðan hófst skothriðin á nýjan leik. Nú tóku e.t.v. fleiri þátt i henni. Skotin komu með jöfnu millibili og þeim var vandlega miðað, flestum beint að bilnum sem var næstum nýr Chevrolet sem bændumir höfðu öfundað Mc.Elroy mikið af. Eftir að skothriðinni linnti loks var Trenu kippt út úr bílnum og sópað inn í bankann, mannfjöldinn dreifðist smám saman. í fyrsta sinn i sögu þorpsins var gefinn bjór á línuna á barnum. Þó sími væri á veggnum á veitingahúsinu hafði enginn fyrir því að kalla á lögregluna. Það leið meira en hálf klukkustund áður en fyrsti lögreglu- þjónninn kom á staðinn. Sjónin sem mætti þeim var undirfurðuleg: siðprúðir, kirkjuræknir ibúar Skidmore-karlmenn, konur og börn - létu sem ekkert hefði í skorist en héldu áfram vinnu sinni eða iðjuleysi, en úti á götunni stóð gegnumgataður billinn og blóðugt lik i framsætinu. „Biblían segir auga fyrir augau Nokkrum klukkustundum siðar var Trena McElroy yfirheyrð af lögreglunni i nágrannabænum St. Joe. Hún sór og sárt við lagði að maðurinn sem hélt á þunga rifflinum hefði verið Del Clement, 27 ára aðalmaður í auðugustu bændafjölskyldu Skidmore. Eðlilegt framhald þessa framburðar hefði verið að handtaka Clement og færa hann til yfirheyrslu. En vegna þess að lögreglu- mennirnir vissu hvorttveggja að þetta var ekkert venjulegt morð og hitt að þeir myndu baka sér gifurlegar óvinsældir með því að handtaka meðlim hinnar virtu Clement-fjölskyldu var ekkert að gert. Er ég kom i bæinn tveimur mánuðum seinna hafði rannsókn máls- ins verið falin æðri yfirvöldum í sýslunni: enginn hafði verið handtekinn, engar kærur bornar fram og morðingjar McElroys gengu enn lausir. Það hvatti mig ekki beinlinis áfram við rannsókn- ina. Lois og Ernest Bowenkamp, sem eiga B & B nýlenduvöruverslunina, eru likust Litla og Stóra, svo ólík eru þau. Lois er lágvaxin, feitlagin, skaphcit og hreinskilin - Ernest er hár, grannur og hægur í framkomu. Vandræði þeirra af Mc Elroy hófust í april 1980 þegar kom til rifrildis inilli hans og Lois i versluninni og hún skipaði honum að hafa sig á brott og koma aldrei framar. Þremur mánuðum síðar skaut McElroy Ernest Bowenkamp i hálsinn. Þau þurftu að bíða réttarhalda í málinu i ellefu mánuði og lifðu i stöðugum ótta við McElroy sem gekk laus. Lois hefur ákveðna skoðun á morðinu. „Það var ótti og örvænting fólksins sem braust út á þennan hátt, “ segir hún, „ og þetta hefði aldrei gerst ef yfirvöldin hefðu sinnt sínu hlutverki. Lögreglan var sifellt að handtaka hann en síðan létu dómstólarnir hann lausan. Það gerði alla vitlausa. Og eftir að hann var dæmdur sekur um að hafa skotið Bo var hann strax kominn í bæinn aftur, frjáls eins og fuglinn, og stærði sig af því að hann myndi aldrei fara i fangelsi. Biblían segir auga fyrir auga. Þeir sem lifa með sverði deyja fyrir sverði. Sko, Ken McElroy lifði með byssu og þannig dó hann. Réttlætinu hefur verið þjónað.“ „Einhver hefði átt að drepa hann miklu fyrr!“ segir presturinn! Bowenkamp-hjónin eru ekki einu íbúar Skidmore sem höfðu ástæðu til að vilja McElroy feigan. Tim Warren er prestur staðarins: „Það eina sem ég hef við þetta að athuga," segir hann, „er að einhver skyldi ekki hafa drepið hann miklu fyrr.“ Stór orð af guðsmanni, en Warren, sem er 28 ára, telur að það sem hann þurfti að ganga í gegnum réttlæti orð hans. Um það bil ári áður en McElroy var drepinn segir Warren að nafnlausar hringingar hafi hafist til sin. í símanum var maður sem hótaði að pynta hann og drepa og einnig fjölskyldu hans og börn. Sjá næstu slðn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.