Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAÓUR 27. JÚNÍ 1982. nútrminn STONES! — Frásögn norsks blaðamanns af tónlelkum Stones í Gautaborg ■ Kynnirinn hrópaði æstri röddu: „Þetta er ekki rokkkonsert, þetta er opinber heimsókn!“ Og Rolling Stones, frægasta rokk- hljómsveit nútimans, gekk inn á sviðið - fimm minútum á undan áætlun! A Nya UUevi í Gautaborg þar sem 56 þúsund áhorfendur höfðu beðið með öndina í hálsinum var hundruðum litskrúðugra blaðra sleppt upp í loftið og sirkusinn var hafinn. Áður en Stones mættu höfðu Kim Larsen og J. Geils Band hitað upp með góðum árangri. J. Geils Band er frá Bandaríkjunum og hefur hitað upp hjá Stones bæði í Ameríkutúrnum i fyrra og Evrópureisunni nú - söngvari hljóm- sveitarinnar baðst afsökunar á því áður en flokkurinn byrjaði að spila að ættland þeirra hefði fært heiminum Ronald Reagan, hann kvað þá vilja bæta fyrir þau mistök með góðu, bandarisku rokki. Það var þó ekki fyrr en hljómsveitin var klöppuð upp sem hún náði almennilegu sambandi við áhorf- endur, þá með lögunum „Where did our love go?“ og „Centrefold". Sviar fögnuðu þessum lögum innilcga. En þegar Stones gengu inn á sviðið ætlaði allt um koll að keyra. Þeir voru komnir, i eigin persónu, goðsagnir i lifanda lífi, átrúnaðargoð tveggja ef ekki þriggja kynslóða. Hálfur heimurinn hefur vaxið upp með Stones í vitund sinni og mörgum var nóg að fá bara að sjá þá. Fyrstu tónar lagsins „Under my thurnb" hljómuðu af sviðinu og öllum var Ijóst að Stones voru i fínu formi, kraftmiklir sem aldrei fyrr. Mick Jagger stökk inn á sviðið klæddur æfingabún- ingi, Keith Richards beygði sig yfir gitarinn sinn, dyggilega studdur af Ron Wood, Charlie barði trommurnar takt- fast og hratt, og Bill Wyman stóð hreyfingarlaus úti í horni. Þeir voru eins og við höfum alltaf imyndað okkur þá. Kannski betri. „While the whip comes down“ og „Let's spend the night together" fylgdu á eftir fyrsta laginu. Hljómburðurinn var ekki nógu góður og Stones virtust ætla að hægja ferðina strax í byrjun. Jagger hafði sig þó mikið í frammi, þeyttist um sviðið og lét öllum illum látum. Hann var að sjálfsögðu miðpúnktur athyglinn- ar og stóð svo sannarlega undir því. Stundum var eins og likami hans væri úr teygjanlegu efni, það var næstum undravert hvernig hann fetti sig og bretti, oftast alveg óháð tónlistinni sem verið var að leika i það og það skiptið. Hann fór fram á ystu nöf hins afkáralega en aldrei fram af og viðtökur áhorfenda staðfestu að hann er enn i dag það kyntákn, sú stjarna sem hann hefur alltaf verið. Hann er kannski ekki jafn mikill uppreisnarmaður en töfrar hans og kraftur eru enn til staðar. Keith Richards var rock Vroll í eigin persónu. En það var annar maður sem dreif hljómsveitina áfram. Keith Richards hefur einfaldlega aldrei verið betri. Hann er sem kunnugt er laus undan böli eiturlyfjanna sem þjáðu hann svo árum skipti, vel upplagður og sterkur var hann sjálft rock’n’roll i eigin persónu. Hápunktur hljómleikanna var þegar hann sleppti fram af sér beislinu, stillti gitarinn sinn i botn, æddi út á brún sviðsins og tók þar rosalegt sóló. Stones héldu áhorfendum sinum i heljargreipum i rúmlega tvo tíma og fóru vitt og breitt um rokktónlistina. Elstu lögin sem þeir spiluðu voru frá sjötta áratugnum, eins og „20 flight rock“ og „Going to a Go Go“ eftir Eddie Cochrane. Nýjustu lögin voru af „Some Girls” plötunni, til dæmis „She’s so cold“. Er hljómsveitin spilaði „You can’t always get what you want“ tók fjöldinn undir. Undir lokin komu þrjú hörku lög í röð, „Honky tonk women”, „Scorpio" og „Jumpin’ Jack Flash“. Er þeir voru klappaðir upp af heilluðum áhorfendunum tóku þeir að sjálf- sögðu.... „Satisfaction". Ekki hræddir við að spila „gömlu lögin“, Stones. Siðan hurfu þeir á braut en við tók mikil flugeldasýning sem missti að verulegu leyti marks í glampandi sólskininu. 56 þúsundir gengu örþreytt- ar af vettvangi og maður spurði sjálfan sig hvort þeir hefðu staðið við vonirnar. Voru þessir tónleikar raunverulega eitthvað sérstakir frá músiksjónarmiði? Það er alveg óvíst. Og eru Stones besta rokkhljómsveit i heimi? Það er líka óvíst. En á sviðinu stendur enginn þeim á sporði. Meðalaldurinn i hljómsveitinni er 40 ár en þeir standa enn fyrir sinu. Og verða goðsögn enn um sinn. „Þögli steinninn“ leysir frá skjóðunni Eftir tónleikana hitti ég Bill Wyman að máli, „þögla Steininn” sem ætið stendur rólegur og alvarlegur úti í horni sviðsins og plokkar bassann sinn. Það er Bill Wyman sem fremur en nokkur annar sér um rekstur hljómsveitarinnar og frægt er að hann hefur fært alla sögu hennar inn á tölvu. Wyman hefur verið kallaður skýrslugerðarmaður Rolling Stones. „Einhvern daginn ætla ég að skrifa bók um okkur,“ segir hann og brosir. Svo bætir hann við: „Þú hélst víst ég gæti ekki brosað? En auðvitað kann ég margar sögur frá þessum 20 árum sem við höfum starfað, en þær verða allar að biða þangað til ég skrifa bókina.“ Bill Wyman hefur jafnan haldið sér i nokkurri fjarlægð frá þeirri ofurfrægð sem úmlukið hefur hljómsveitina. Hann er elstur þeirra, 46 ára gamall, og dundar sér við hitt og þetta milli þess sem hann spilar með Stones. M.a. hefur hann gefið út þrjár sóló-plötur og í laginu „Si,si, je suis un rock star“ sýndi hann að hann hefur prýðilegan húmor fyrir eigin stöðu sem rokkstjama. Það er einnig hann sem hefur fært hljómsveit- inni þann litla húmor sem hún hefur. „Það er nauðsynlegt að halda sér i hæfilegri fjarlægð frá sirkusnum,“ segir hann, „ef maður vill ekki tapa vitglórunni. Þetta var oft erfitt í byrjun, ég var sá eini sem átti barn og hinir gátu ekki skilið af hverju ég vildi ekki æfa um helgar, o.s.frv. ’En ég hef alltaf verndað mitt prívatlíf, hvað sem það kostar.“ „Ekki sérlega nánir vinir“ Á sólóplötum sinum hefur Bill Wyman leikið allt öðruvisi tónlist er Stones spilar. Hann hefur fengist við kvikmyndamúsík, jazz og poppaðri lög en Stones fást við. „Það væri heimskulegt að spila sömu tegund af músík og Stones gera. Ég held að það séu aðalmistök Ron Woods á hans sólóplötum. En ég á mikla orku afgangs þegar Stones sleppir og hana verð ég að nýta í eitthvað annað. Ég hef til dæmis áhuga á stjörnufræði og ljósmyndun og tók fyrir skömmu myndir á bók um Marc Chagall sem er nágranni minn i Suður-Frakklandi. Ég er vinnu- sjúklingur, og ég býst við að konan mín sjái ekki alltof mikið af mér. Ég þoli til dæmis ekki að láta trufla mig um miðjan daginn. Það eru bara þrír hlutir i lifinu sem taka reglulega mikinn tíma og fara óendanlega i taugarnar: matur, svefn og klósettferðir. Hann er spurður um hljómsveitina. Rolling Stones eru i þeirri stöðu að við þurfum ekki að gera neitt nema okkur langi til þess. Við erum í hljómleikaferð af þvi okkur langar til að fara i hljómleikaferð. Sem manneskjur erum við hins vegar ekki sérlega nánir vinir. Það hljómar kannski undarlega en eftir 19 ára samvinnu þá þekkjumst við i rauninni ekkert of vel. En tónlistarlega séð erum við alltaf að verða betri. Kannski verðum við bráðum svo góðir að við getum farið að kalia okkur atvinnumenn....“ Norska Dagblaðið/-ij. Stuðmenn í klúbb 7 er verið að gera og Stuðmenn leika aðalhlutverkið í. Stuðmenn hófu að leika 1974 og voru lengi vinsælasta sveit lands- manna en þeir lögðu upp laupana sem kunnugt er um tveimur árum seinna. - FRI ■ Hljómsveitin Stuðmenn héldu tónleika í klúbb 7 í Ósló í siðustu viku og rákumst við á þessa mynd af þeim í norska Dagblaðinu daginn sem tónleikamir voru haldnir. Tónleikar Stuðmanna á þessum stað eru hluti af mynd þeirri sem nú 1.' ms. 1 Wjjm " jmm ms iLfMH BEgg wm mí < wm Jg||| ifi |SP W i Laugardagskvöld ■ Laugardagskvöld er fyrsta breiðskífa Hljómsveitar Geir- mundar Valtýssonar á Sauðárkróki og eru öll lög plötunnar eftir þá Geirmund og Hörð Ólafsson bassa- leikara. Geirmundur og félagar hafa verið starfandi undanfarin 10 ár og ferðast víða en aðallega hafa þeir spilað á sveitaböllum og árshátið- um og öðru slíku. Fyrir utan Geirmund og Hörð skipa nú sveitina þeir Rögnvaldur Valbergsson og Viðar Sveinsson en þeir nutu síðan aðstoðar Finns Eydal og Þorsteins Kjartanssonar við gerð plötunnar. Á fullu ■ Safnplatan Á fullu sem við greindum frá fyrir nokkra er nú komin út hjá Steinar hf. Á henni era 14 lög þar á meðal 2 íslensk en þau eru Stórir strákar fá raflost með Egó en það er eitt af bestu lögum plötunnar og síðan Úti alla nóttina með Valla og vikingunum. Aðrar sveitir sem lög eiga á plötunni era Huey Lewis and the News, Leo Sayer, Decoupage en þar syngur Shady Owens, Blond- ie, Stiff little fingers, Mike Oldfield, Mobiles, Mental as anything, Fun boy three, XTC, Simple minds og Japan. Af þessu sést að fjölbreytnin er mikil og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á plötunni. Samkvæmt læknisráði ■ Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar hefur gefið út breiðskífuna „Samkvæmt læknisráði" en á henni era 11 lög, ekkert þeirra sungið, lög sem renna ljúft innum annað eyrað og út um hitt. Með Magnúsi í sveitinni eru Björgvin Halldórsson, Gunnlaugur Briem, Haraldur Þorsteinsson, Krist- inn Svavarsson og nokkrir fleiri en Ema, Ema og Eva sjá um raddir. Flest hinna 11 laga eru íslending- um góðkunn, eins og til dæmis „Þú og ég“ en þau era öll í nýjum útsetningum Magnúsar. Stjóm upptöku annaðist Jónas R. Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.