Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 3
SUNNÚDÁGÍJR 27. JÚNÍ 1982. upp tónlistarskóla. Skólanum var komið á stofn og ég tók ti! við að kenna þar og æfa Hljómsveit Reykjavikur.Hljóm- sveitin hélt jafnan tvo til þrjá konserta á ári meðan ég stjómaði henni og enn hélt Tónlistarskólinn nemendatónleika. Ég stofnaði trió með violine og sellóleikara og þetta trió kom oftsinnis fram hér og lék m.a. vikulega i útvarpið. Það var árið 1931, ef ég man rétt.. Þann tima sem ég var héma setti ég einnig upp með hljómsveitinni þrjú sviðsverk: „Meyjaskemmuna“, „Bláu kápuna" og „Systumar frá Prag“, sem var létt, kómísk ópera. Já, ég var aðeins 27 ára þegar hingað kom og ég fann fljótt að hér var tómarúm, en jafnframt jarðvegur fyrir hendi til þess að hefja uppbyggingu. Uppbyggingarstarfið réðst ég i af eldmóði ungra manna og árangurinn fór að koma í ljós, hægt og bítandi, því hæfileikamir vom fyrir hendi hjá íslenskum tónlistarmönnum. Mörg ártöl hafa gleymst, eins og gengur og gaman væri að geta rifjað upp marga þessara tónleika, sem sýna hvernig viðfangsefn- in verða smátt og smátt viðameiri og nú birtast aftur á hljómleikaskránni sömu verkin og hjá Sigfúsi fyrir 1930, en loks með hljómsveit sem er nógu stór til þess að valda þeim. Ég rakst hér á bók með prógrömmum frá þessum tíma, en þau fann ég hjá Tónlistarfélaginu. Ég bý einmitt í húsakynnum þess meðan ég dvelst hér nú. Þar kemur þetta all vel i ljós. Einnig hefur Kristján Sigurðsson, sem var einn af „postulunum tólf,“ sem svo voru nefndir vegna framlags þeirra til tónlistar í Reykjavík, ritað um starf Hljómsveitar Reykjavíkur og eins kæmi mér ekki á óvart þótt Ríkisútvarpið ætti sitthvað í fórum sínum, sem gaman væri að rifja upp. Við komuna til íslands var mér boðið að sjá Meyjaskemmuna og ég hafði mikla ánægju af þvi. Þetta var góð sýning. Nei, ég vil alls ekki fara út i samanburð á sýningunni nú og þeirri — rætt við dr. Franz Mixa, brautryðj- anda í tónlistarlífi íslendinga sem við settum upp. Það verða aðrir að gera. Dr. Franz Mixa er fjarri skapi að halda verki sínu fram og þegar litið er yfir tónleikaskrámar frá Tónlistarfélag- inu má sjá að hann hefur fremur dregið úr en hitt. Þau margvislegu og erfiðu tónlistarverk sem hann flutti með Hljómsveit Reykjavikur bera því vitni að mikið starf hefur legið að baki og óþrjótandi vinnukraftur. Þótt dr. Mixa hafi orðið áttræður þann 23. júni sl., er fágætt að hitta mann sem talað getur af jafn leiftrandi áhuga og flugskýrri hugsun um hugðarefni sitt, - sem i hans dæmi er heimur tónlistarinnar. Það varð ekki betur heyrt en dr. Mixa hefði á hraðbergi hvern kafla og innkomur strengja eða blásarasveitar i öllum helstu verkum meistaranna. Það fannst að minnsta kosti þeim sem þetta skrifar. Hann talaði um hvert verkanna sem var eins og hann hefði verið að stjórna'því siðast i gærkvöldi. íslendingar eiga honum mikið að þakka, til dæmis var það hann sem sendi okkur einn nemenda sinna í tónlistar- fræðum, Pál P. Pálsson, sem nú er stjómandi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. íslendingum sem skil kunnu á tónlist á fjórða áratugnum var líka ljóst að hér fór maður sem kunni sitt starf, t.d. segir Páll ísólfsson um hann í dómi um „Meyjaskemmuna" að stjórn hans hafi verið „framúrskarandi og borin uppi af listrænum skilningi," og Kristján Albertsson i dómi um sömu sýningu um hver heimsborgarabragur mönnum hafi þótt í því fólginn að stjórnin skyldi vera i höndum „þessa unga meistara frá sjálfri Vínarborg, dr. Mixa, samlanda Schuberts." En samlandar dr. Mixa hafa einnig kunnað að meta hann. Eftir að hann hélt frá fslandi 1938 varð hann lektor i tónfræði við háskólann i Graz í Austurriki og stjórnandi Óperuskólans þar, auk þess sem hann hefur ritað mikið um tónfræðileg efni að ógleymdri doktorsritgerð hans, sem fjallaði um „Klarinettuna hjá Mozart.“ Sú ritgerð er enn lesin við tónlistarháskóla. Hér hefur ekki verið vikið að tónsmíðum hans sem eru miklar að vöxtum og þar á meðal fimm sinfóniur, sú síðasta samin 1974-1975. Þá má nefna „Þýska messu“ hans, sem samin er 1949, kórverk, óratoríum (Sonnengesang), sem telst til þekktustu verka hans og hefur verið flutt víða, fjölda tónsmíða um islensk efni og byggð á íslenskum stefjum og er þá ótalinn mikill bálkur ljóðasöngva við Ijóð ýmissa stórskálda þýskra, þ.á.m. 30 ljóðasöngvar við Ijóð úr „Des Knaben Wunderhorn1' og 22 við ljóð eftir Storm. Er hér fátt eitt talið. Dr. Mixa hefur verið margvíslegur sómi sýndur i heimalandi sínu og honum hafa hlotnast fjölmörg heiðursmerki fyrir starf sitt. Riddarakross islensku Fálkaorðunnar hlaut hann þegar árið 1947. Austuriska útvarpið heiðraði hann með klukkustundarlangri dagskrá á áttræðisafmæli hans fyrr i þessum mánuði. Honum fylgja góðar óskir er hann heldur heimleiðis á ný og megi dvöl hans hér nú verða honum sem ánægjulegust. - AM Kaupfélaqsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Stykkis- hólms, Stykkishólmi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. júlí n.k. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist formanni félagsins Dagbjörtu Höskuldsdóttur, Stykkishólmi eða Baldvini Einarssyni, starfsmannastjóra Sam- bandsins, er veita nánari upplýsingar. Kaupfélag Stykkishólms Stykkishólmi < * 3 Ábendingtil launagreiðenda Skv. lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun rík- isins er öllum einstaklingum á aldrinum 16-25 ára skylt að leggja til hliðar 15% af launum sínum, enda hafi þeir ekki formlega undanþágu. Atvinnurekendum og öðrum launagreiðendum er skylt að halda þessum skyldusparnaði eftir af launum starfsmanna sinna. Skv. 76. gr. þessara laga getur skattyfirvald ákveðið sérstakt gjald á hendur þeim atvinnurek- anda, sem vanrækir skyldu sína í þessu efni. Húsnæðisstofnun ríkisins beinir þeirri áskorun til atvinnurekenda og annarra launagreiðenda að gæta þessara lagaákvæða. #Hú$næðis$tofnun ríkisins Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar óskar að ráða kennara á pianó og orgel. Fleiri kennslugreinar koma til greina. Umsóknir eða fyrirspurnir sendist i póst- hólf 24 Eskifirði. Upplýsingar i sima 97-6324. Skólanefnd Ulferls húsgagnaheimurinn ( nýja litmyndabæklingnum getið þið valið húsgögn í alla íbúðina. Skrifið eða hringið eftir eintaki strax í dag. Ulferts húsgögn eru til sýnis og sölu í verslun Okkar ^ * * KRISTJÁn SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEG113, SMIÐJUSTÍG 6, SÍMI 25870 Ég óska eftir að fá sendan ULFERTS litmyndalistann. Nafn:__________________________________________________ Sendist til: Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi13. 101 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.