Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 12
12_____________ s p u r n i n galeikur SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982. „Verksmiðja — sem framleiðir regnboga...” ■ Spurningaleikurinn okkar skemmti- legi og sívinsæli... Við höfum enga tölu á i hvaða skipti. Rekur minni til að honum hafi verið hleypt úr vör í september síðastliðnum. Eru ekki allir farnir að þekkja formið? Við rifjum það samt upp í örstuttu máli. Við erum að fiska i gruggugu vatni eftir hverju því sem hefst við milli himins og jarðar, og jafnvel þar fyrir ofan og neðan. Þekktri persónu - uppdiktaðri eða raunverulegri - atburði af einhverju tagi, ártali, bók, landi, biómynd, stað og svo framvegis og svo framvegis. Sumsé hvaðeina. En í stað þess að spyrja beint gefum við ákveðnar vísbendingar.Við ætlum að fyrsta vísbendingin - bannað að kikja á nema eina í einu! - sé þeirra erfiðust og ef þið hafið rétt svar strax, þá getiði gefið ykkur fimm stig.Gott. Ef þið kveikið ekki kemur næsta visbending en fyrir hana eru gefin fjögur stig. Fyrir þá þriðju þrjú stig, fyrir fjórðu tvö stig og fyrir þá siðustu sem á að liggja i augum uppi fæst eitt stig. Spurningarnar eru tíu og þvi mest hægt að fá fimmtíu stig, örvæntið þó ekki þó þið nálgist ekki það takmark. Stigametið i spurningaleiknum á Magnús Torfi Ólafsson, sem reyndist öllum mönnum fróðari - 44 stig. Lesendum til skemmtunar og við- miðunar höfum við þá reglu að fá tvo fjölfróða menn til að reyna sig við spurningarnar. Þar er keppnin með útsláttarfyrirkomulagi og fyrir hálfum mánuði vann Oddur Ólafsson ritstjórn- arfulltrúi ágætan sigur á Baldri Simonar- syni lifefnafræðing, sem vann sér það til frægðar að leggja Magnús Torfa Ólafs- son loks að velli. Þessi spurningaleikur er fyrir alla og ykkur líka. Hikið þvi ekki við að gefa ykkur fram við Helgar-Timann ef þið hafið náð góðum árangri á heimavelli og viljið spreyta ykkur. Svör eru á bls. 27. Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending I. spurning Þetta ár var Alþýðusamband Islands stofnað Franz Jósef Austurríkiskeisari lést i hárri elli í Pétursborg var hinn kynlegi Grigorij Raspútin myrtur Páskauppreisnin i Dublin var barin niður með hörku Og þá voru háðar orrustumar 1 við Verdun og Somme 2. spurning Asamt sonum sinum settist hann að i Gósenhéraði Frá þvi er sagt að hann hafi verið fjárhirðir, en bróðir hans veiðimaður Seint á ævinni gekk hann einnig undir nafninu ísrael Með svikum fékk hann föður sinn til að veita sér frumburð- arrréttinn sem tvíburabróðir hans Esaú átti að hljóta Tólf synir hans gátu af sér jafnmargar ættkvisUr ísraels 3. spurning Þessi kvikmynd var gerð eftir skáldsögu sem heitir „Prófess- or Unrath“ Höfundur sögunnar var Hein- rich Mann, bróðir Tómasar Mann En aðalhlutverkið í kvikmynd- inni, Rath prófessor, lék Emil Jannings Lola, kvikmynd R.W. Fass- bindcrs, mun vera eins konar endurgerð þessarar frægu hreyfimyndar í umræddri kvikmynd skaut Marlene Dietrich fyrst upp á stjörnuhimininn 4. spurning Þar í sveit er Tintron, ein- kennilcgt ömefni það Þar er einnig Stóra og Litla Dimon Þar kynntist Gunnar á Hliðar- enda Hallgerði Langbrók Og þar leysti Snæfríður ís- landssól Jón Hreggviðsson úr haldi Þar er Vellankatla, Vatnskot og Valhöll 5. spurning I þessari heimsmeistarakeppni i knattspyrnu sctti Frakkinn Just Fontaine markamel keppninnar fyrr og siðar, skoraði 13 mörk Englendingar áttu erfitt upp- dráttar i þetta sinn, skömmu áður höfðu margir bestu leik- menn þeirra farist i flugslysi við Múnehen Þá lék undradrengurinn Pelé i heimsmeistarakeppni i fyrsta sinn Sviar komust i úrslit öllum að óvörum, en töpuðu úrslita- leiknum 2-5 Það var gegn BrasiUumönnum sem þama unnu heims- meistaratignina i fyrsta sinn 6. spurning Land þetta heitir i höfuðið á sjálfu frelsinu, kannski ekki að ástæðulausu Þar var gerð hallarhylting 1980, Tolbert forseti var þá veginn og við æðstu völdum tók Samúel Doe Iiðþjálfi Bandaríkjamenn áttu frum- kvæði að stofnun rikisins 1847 og hafa haft mikil ítök þar siðan Höfuðborgin heitir Monróvia eftir bandariskum forseta Hluti ibúanna eru afkomendur leysingja, frelsaðra þræla sem þangað voru fluttir frá Banda- rikjunum 7. spurning Hann var eftirmaður Árna Magnússonar handritasafnara sem prófessor i Kaupmanna- höfn Hann gat með góðri samvisku skrifað jafnt undir dulnefnun- um Holgeir Danski og Olaus Petri Norvagus Hann skrifaði epistla og mór- alska þanka og fabúlur Hann fæddist i Bergen, en bjó lengst af í Kaupmannahöfn - Norðmenn og Danir eru ekki á eitt sáttir um þjóðerni hans. Þekktastur er hann fyrir gam- anleiki sína: Æðikollinn, Jeppa á Fjalii, Jóhannes von Háksen og Pólitiska könnu- steypinn 8. spurning I fyrra setti enski leikhússmað- urinn Peter Brook þessa óperu upp i Paris á seði óvenjulegan hátt Hún var frumflutt í þeirri sömu borg 1875, þá þótti viðstödd- um óskaplegt að heyra og sjá - síðari tíma menn hafa ekki verið á sama máli Tónskáldið dó þremur mánuð- um síðar, aðeins 36 ára gamall, grunlaus um að óperan ætti eftir að leggja heiminn undir sig Operan var samin upp úr nóvellu eftir Prosper Merimée Tónskáldið var og er Georges Bizet 9. spurning Hann orti um ellidauðan kan- arifugl: Mjög er nú hljótt i söngva sæti, -/ sá fór hurt er skemmta nam... Og um dauða mús i kirkju: Skyldi hún hafa ævi ent/ eða drcpist svo fljótt/ hefði ei skollinn hana sent/ i helgidóm- inn um nótt... Hann syrgði hest á þessa leið: Hér er fækkað hófaljóni -/ heiminn kvaddi vakri Skjóni./ Enginn honum frárri fannst... Þekktastur er hann þó fyrir þýðingar sinar, m.a. á kvæð- inu Messíasi eftir þýska skáld- ið Klopstock Þýðing hans á „Essay on Man“ eftir Pope þykir koma from- textanum heldur illa til skila, en þýðing hans á Paradisar- missi Miltons þykir frábær 10. spurning Um þetta hús hefur verið sagt að það sé eins og verksmiðja - sem framleiði regnboga... Það mun byggt að fyrirmynd is- jakans og er ekki minna að vöxtum neðanjarðar en ofan- jarðar íslendingar hafa stært sig af þvi að þar inni hangi myndir eftir tvo íslenska listamenn, Erró og Sigurð Guðmundsson Húsið er staðsett i hinu fræga hverfi í Paris þar sem áður var Les Halles markaðurinn Byggingin og allt sem i kring- um hana er er kennt við látinn franskan forseta Blaðamaður og lærifaðir ■ Já, Oddur Ólafsson ritstjórnar- fulltrúi lagði Baldur Simonarson að velli fyrir hálfum mánuði. Það er dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson mennta- skólakennari sem er verðugur and- stæðingur Odds að þessu sinni. Keppnin reyndist enda æsispennandi eins og endranær: 1. spurning - Hér fengu þeir báðir fullt hús, fimm stig. S-S. 2. spurning - Jón Hnefill hafði rétt svar við fyrstu vísbendingu, Oddur við aðra. 10-9 fyrir Jóni. 3. spurning. En Oddur jafnaði metin, fékk þrjú stig en Jón tvö. 12-12. 4. spurning - Jón tók forystuna aftur, fékk þrjú stig en Oddur tvö. 15-14. 5. spurning - Þekking þeirra á fótbolta reyndist æði holótt, hvorug- ur fékk stig. 15-14 enn. 6. spurning - Þetta vafðist aftur á móti ekki fyrir þeim, báðir höfðu rétt svar við fyrstu vísbendingu. 20-19 fyrir Jóni. 7. spurning - Oddur jafnaði leikinn, fékk tvö stig en Jón eitt. 21-21. 8. spurning - Oddur marði eitt stig, Jón kom af fjöllum. 21-22 fyrir Odd . 9. spurning - aftur stóð á jöfnu, Jón þekkti skáldið í þriðju visbend- ingu en Oddur i fjórðu. 24-24, og leikurinn tekinn að æsast. 10. spurning - Hér fengu þeir báðir tvö stig og jafntefli - 26-26 - þvi sanngjörn úrslit. ■ Oddur Ólafsson Þeir Oddur Ólafsson og Jón Hnefill Aðalsteinsson mætast því aftur hér á ■ Jón HnefiU Aðalsteinsson. siðum Helgar-Timans að hálfum mán- uði liðnum. spurningar: eh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.