Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 27. JUNI 1982. „Þróunarferill minn kemur máske skýrast fram i landslagsmálverkum minum. Um langt skeið var landslags- málverkið aðal viðfangsefni mitt, sem smásaman varð æ meira og meira stilfært...og stundum var ég til með að setja geometrísk tákn í nokkuð eðlilega landslagsmynd, sem kontrast til að framkalla nýfikna undrun í myndina... Þá var ég um stund upptekinn að sýna tvenna tima í sömu mynd, nótt og dag, vetur og sumar, og veðráttu, afbrigði svo sem regn og sól eða rok og logn og blíðviðri, eða þá sálræn viðhorf, svo sem svartsýni og bjartsýni." Á þessum árum bjó Kristinn í Hveragerði, en þangað hafði hann flust til að leita sér heilsubótar i leir- og hveraböðum. Þar reisti hann sér hús með stórri og myndarlegri vinnustofu. Á þessum árum var Hveragerði nokkur vísir að listamannabæ, þá bjuggu þar m.a. Kristmann Guðmundsson, Gunn- laugur Scheving, Jóhannes úr Kötlum, Höskuldur Björnsson og Kristján frá Djúpalæk, svo nokkrir séu nefndir, að ógleymdum þeim Árnýju Filippusdóttur og Ragnari Ásgeirssyni, sem söfnuðu málverkum og létu sér títt um þessa listamenn. Á sjöunda áratugnum kveður svo enn við nýjan tón i myndsköpun Kristins og nú þannig að ekki áttu allir jafn auðvelt með að fylgja honum eftir. Hann málaði myndir sem stóðu nærri hinu geómetr- íska málverki sem þá var á háskeiði sinu, myndir sem voru fýrst og fremst tilbrigði við form og hreyfingu. Kristinn segir i æviminningum: „Ég nota allmikið hellitækni. Helli margvíslegum litum af lakki á harðan myndflöt, halla siðan myndfletinum á ýmsa vegu og ræð þannig hvert og hvernig lakkið rennur og dreifir úr sér. Segi þá í grini að nú sé ég hættur að nota pensla og spaða, nú hafi ég tekið í þágu málaralistarinnar eitt af höfuðlögmálum alheimsins, þyngdarlögmálið. Ekki svo litil vinnuhagræðing það.“ Kristinn snýr sér einnig aftur að höggmyndinni á þessum árum, en þó er hann kominn óravegu frá þvi sem honum var tamið i Noregi á námsárun- um. Hann leitar til hins forgengilega efnis sem fundið verður til að tjá hugsanir sinar-spýtnabraks, krossviðar og bylgjupappa, sem hann setur saman á ýmsa vegu, oft með máluðum flötum. „Þetta eru ósköp óhrjálegar myndir. Minna ekkert á klassíska myndfcgurð, en til þess eru þær líka settar saman úr tilfallandi hlutum og dóti, að þær eiga að vera gamansamur leikur úr þeim efnivið sem augnablikið skammtar manni úr hinu hversdagslega lifi.“ segir Kristinn. Það voru skúlptúrar af þessu tagi sem Kristinn sýndi í vinnustofu sinni i Hveragerði 1954. Viðtökumar voru tæpast mjög góðar - að minnsta kosti gerði Kristinn ekki fleiri myndverk eftir sig opinber uppfrá þvi. Samt var hann sistarfandi, bæði við kennslu og sina eigin list. Síðustu myndir hans, sem á sýningunni í Listasafni alþýðu koma fyrir almenn- ingssjónir í fyrsta sinn, eiga án efa eftir að vekja furðu margra. Þær eru endapunkturinn á vangaveltum Kristins um listina, lifið og dauðann. Þetta eru málverk, heil, stór léreft i einum lit, bláum, rauðum eða rauðfjólubláum. Kristinn Pétursson var síleitandi allt sitt lif og þama tekur leitin enda i tóminu mikla. Vitnum enn i hinar kostulegu æviminningar hans: „Fari maður að einfalda eitthvað hefur maður tilhneigingu til að einfalda það alltaf meira og meira, þar til komið er á leiðarenda og ekki hægt að fara lengra í þá átt. Þannig er það að minnsta kosti með mig. Aðrir vilja gjaman snúa við, áður en þeim finnst þeir komast i blindgötu... Engin teikning á myndflet- inum. Allt svo blessunarlega friðsælt og hlutlaust, hér er ekki keppst við að kljúfa og sprengja hinn slétta flöt. Ekkert blöff og sjónhverfingar, aðeins einfalt og tónlaust myndmál i allri sinni gerð.“ Sýningunni á verkum Kristins Péturs- sonar i Listasafni alþýðu, sem ber nafnið „Vötn á himnum", lýkur á sunnudag, 27da júni. Lesendur Helgar-Tímans hafa því enn tækifæri til að sjá þetta litla brot af lifstarfi hans laugardag og sunnudag milli 14 og 22. Á kaffistofu safnsins eru sýndar litskyggnur af listaverkum Kristins og einnig er þar upplestur á vangaveltum hans um listina og lifið. eh. Tómið, núllið, ekkl neitt — brot úr æviminningum Kristins Péturssonar ■ Handritið af æviminningum Krístins Péturssonar er i fórum Listasafns alþýðu. Um tilurð þeirra segir Kristinn i eftirmála: „Ég hafði fengið hjartaaðgerð 1972 og er ég Ioks var kominn til sjálfs min eftir allar þær skrokk- skjóður, leit ekki út fyrir að ég bætti miklu við myndframleiðslu mína, þvi að starfsorkan var engin. Mér fannst þá helst koma til mála að gera mér það til afþreyingar og aukins skilnings á sjálfum mér að líta svolitið yfir farínn veg. Þvi var það, að ég hófst handa um að skrifa Töfratákn. Við grípum niður i kafla í æviminningum sem ber nafnið: Tómið, núllið, ekki neitt. „Svo er það eitt einfalt hugtak, sem lengi hefur heillað mig. Er það eins einfalt að merkingu eins og llnurítid getur verið óendanlega margslungið i merkingum sínum. Þetta er merkið fyrii autt sæti í talnaröð tugakerfisins Merkið um, að þar sé ekki neitt. Ekk. nein gildandi tala. Einnig hefur það fengið táknmerkingu fyrir bilið milli tveggja óskyldra stærða + og -. Þar er það ekki fyrir sæti tölu heldur hugsuð skil án nokkurrar stærðar. Það er þekkt gömul þjóðtrú, að láti kunnáttumaður annan mann líta í gegnum handarkrika sinn, sjái hann það, sem hann hafði ekki séð áður og aðrir sáu ekki. Það er að minnsta kosti hið afmarkaða útsýni. í minni æsku var það eitt gamanið að skoða landslagið i gegnum klofið á sér. Bæði varð það afmarkað svæði og auk þess sótti blóðið til höfuðsins og gerði allt útsýnið nýstárlegt. Að nokkru er það hið sama, sem gerist, er ég teikna núllmyndir minar. 0, þótt það sé ef til vill aðeins með einu veiku striki, sem ég aðgreini miðju blaðsins frá hinum hlutum þess. Fyrir mér að minnsta kosti er þá flöturinn innan i hringnum ekki alveg í sama plani og fyrir utan. Þetta kemur þó greinilcgar i ljós séu umlykjandi linurnar margar og sterkar og í kontrast lit við myndflötinn, sem afmarka skal ytri og innri flöt. Ennþá auðsærra verður þetta samt, ef hringlinan líkist röri, sem sést i gegnum. Þá mun mismunurínn á innra og ytra hluta flatarins vart geta farið framhjá neinum. í þetta sinn tel ég rétt að láta dagbókarblöð mín frá þeim tíma, er ég var mest upptekinn af þessu viðfangs- efni, tala sinu máli. Það er eins með þetta og aðrar hrifningar stundir, maður getur aðeins lýst þeim tilfmningum, sem hrærast i hug manns, meðan þær eru þar að ólga og krauma. Táknrænt eða efnislega séð futlnægja þær tjáningar- þörf minni, hvað lengi sem það varir. Það er ekki bara út í bláinn, að ég kalla Nú eru engin vandræði . . . . . . með bílastæði, því við erum fluttir í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 3, Kópavogi. Sími: 45000 — Beinn sími til verkstjóra: 45314 PRENTSMIÐJAN la HF. édddc þær gjarnan „Tómið, núllið, ekki neitt". Öllu þessu hef ég miklar mætur á og hef raunar alltaf haft. Það er eitthvað í mér sjálfum, sem hefur fengið ákjósanlegt tjáningarform i þessum myndum. Sú afmarkaða fjarsýni, sem ég hef mikið lifað við, hefur ef til vill fundið sér þama táknræna mynd og hin hófstilltu og skýru takmörk í öllum greinum. Hvað tæknina snertir, þá er þama hægt að koma við endalausri fjölbreytni og aðferðum. Þama getur spartönsk tjáning komist lengst. Aðeins ein mjó hringlaga lína, en svo getur verið vettvangur fyrir margs konar fingert munstur og dútl utan um tóma miðjuna, sem eins konar kontrast. Það geta líka verið örfá gróf strik, annaðhvort i fleti eða myndandi ýmiss konar form. Þama er hægt að koma fyrir ýmiss konar ryttma i margvislegum samstæðum. Það er hægt að leika með margvíslega lagaða yfirfleti gerða með tón, aðeins þeir gefi innsýn inn i miðbik undirflatarins. Þvi skemmtilegra er að vinna við viðfangs- efnið því frjálsari og margbreytiiegri sem vinnan getur orðið. Sama og sagt hefur verið hér verið um formin, má einnig segja um leikinn með litina. Möguleikarnir eru svo margir, svo að unun er að fást við þá. Þá er það spilið með alis kyns tækni i efnið og munsturáferð. Ég nota allmikið helli- tækni. Helli margvislegum litum af lakki á harðan myndflöt, halla siðan myndflet- inum á ýmsa vegu og ræð þannig, hvert og hvernig Iakkið rennur og dreifir úr sér. Segi ég þá i grini, að nú sé ég hættur að nota pensla eða spaða, nú hef ég tekið í þágu málaralistarinnar eitt af höfuðlög- málum alheimsins, þyngdarlögmálið. Ekki svo lítil vinnuhagræðing það. Einnig hef ég notað ýmiss konar álimd efni svo sem krumpaðan pappir til að mynda hring utanum miðju myndflatar- ins, slikt gefur oft fjölbreytileik í formum, ljósi og skuggum við gott hliðarljós. Sömuleiðis nota ég álímda bandspotta, snæri eða kaðli.“ STOLL Vestur-þýskar stjörnumúgavélar á kynningarverði STOLL-R 281 D lyftutengd 8 arma - Verð kr. 15.507. STOLL-R 311 D lyftutengd 8 arma Verð kr. 16.833.- PÖTTINGER 321 lyftutengd 8 arma - Vinnslubr. 3.00 m. Vinnslubr. 2.80 m, Vinnslubr. 3.10 m. Verð kr. 22.552.- Góð greiðslukjör s vtiAccpe SUNDABORG Klettagörðum I ■ Simar 8-66-55 8 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.