Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982. 19 sóknarskákmaður allra tima. Margar skákir Spasskíjs frá þessum tíma sem öðrum eru perlur sem ekki gleymast i bráð enda höfðu fáir skákmeistarar jafn gaman af fagurfræði, eigum við að segja listagildi, skákarinnar og einmitt Spass- kij. Um þetta leyti var hann i finu formi, nýgiftur henni Larissu og sagðist ekki vera hræddur um neitt - „nema kannski um hann son minn. Kannski verður hann bófi eða eitthvað svoleiðis.". Spasskij undirbjó sig mjög vel undir einvigið 1969, bæði líkamlega andlega og fræðilega, og aftur var hann talinn sigurstranglegri. Það kom þvi sem reiðarslag fyrir aðdáendur hans þegar hann tapaði fyrstu skákinni illa, en nú sýndi hann hvers hann var megnugur og vann fjórðu og fimmtu skákina örugg- lega. Petrósjan lék síðan af sér og tapaði áttundu skákinni og sigurinn blasti við. Þá hrökk allt i baklás. Petrósjan jafnaði metin og siðan tók við löng runa jafntefla meðan Spasskíj var að jafna sig. Undir lokin tók Spasskij sig enn á, vann 17. og 19. skákina og þó hann tapaði þeirri 20. vann hann 21. og sigraði þvi i einvíginu með tveggja vinninga mun. Tigrisdýrið frá Armeníu hafði verið tamið, og Bóris var heimsmeistari. Hér birtist 19. skákin án skýringa. Lesendur geta sjálfir skemmt s-er við að greina allar þær taktisku fléttur sem skáin úir og grúir af: Spasskij - Petrósjan: 1. e4-c5 2. Rf3- d6 3. d4-cxd4 4. Rxc4-Rf6 5. Rc3-a6 6. Bg5-Rbd7 7. Bc4-Da5 8. Dd2-h6 9. Bxf6-Rxf6 10. 0-B-0-e4 11. Hhel-Be7 12. f4-0-0 13. Bb3-He8 14. Kbl-Bf8 15. g4!-Rxg4 16. Dg2-Rf6 17. Hgl-Bd7 18. f5!-Kh8 19. Hdfl-Dd8 20. fxe6-fxe6 21. e5!-dxe5 22. Re4-Rh5 23. Dg6- exd4? 24. Rg5 og Petrósjan sá sina sæng uppreidda. Hann verður að gefa drottninguna til að koma í veg fyrir mát, því ef 24. -hxg5, þá 25. Dxh5+-Kg8 26. Df7+-Kh8 27. Hf3 og svartur getur ekki komið i veg fyrir Hh3 mát. í næstu viku segir frá heimsmeistara- tign Spasskíjs, hnignun hans og tapinu , hér i Reykjavík, hörðum eftirmála þess austur i Sovétrikjunum og siðan ferli Spasskijs i Frakklandi. - ij tók saman, þýddi og endursagði. Korchnoi f luttur til U.S.A. ■ Eins og kunnugt er hafa sovésk yfirvöld nú fallist á að veita Bellu og Igor Korchnoi fararleyfi úr landi. Eru það hin bestu tiðindi og verða til þess að lægja öldur innan skákhreyfingar- innar um alian heim. Annars hafa nú orðið þær breytingar á högum Korchnois að hann er sestur að i New York og hyggst sækja um bandarisk- an ríkisborgararétt. Allt er á huldu um | framhald sambands hans og hinnar frægu P. Leeuwerick... Korchnoi tefldi nýlega á sterku móti í Chicago en gekk illa. Kepp- endur voru sex og var tefld tvöföld umferð. Robert Húbner sigraði með miklum yfirburðum, fékk 8 vinninga af 10 mögulegum, Browne var i öðru sæti með 5.5, Korchnoi fékk 5, Dzindzikashvili 4.5, Lein 4 og Martz 3. Hubner vann Lein 2-0 en alla hina 1.5-0.5. Til sölu Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar og tæki vegna Vélamiðstöðv- ar Reykjavikurborgar: 1. 1 stk. veghefill CAT 12 E árg. ‘64. 2. 1 stk. lyftikörfubíll, Merzedes/Simon árg. ‘72. 3. 1 stk. vörubifreið, Merzedes Benz 808 m 6 manna húsi árg. ‘71. 4. 1 stk. efnisfiutningavagnar, festivagnar ca. 15 m2. 5. 1 stk. ca. 1100 fólksbíll árg. ’77. Til sýnis í porti Vélamiðstöðvar að Skúlatúni 1 mánudag 28. og þriðjudag 29. júní n.k. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3, þriðjudaginn 29. 6. kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 CAV Startarar Vorum aö fá uppgerða CAV startara fyrir: Perkins, G.M.C. Bedford, Leister, L. Rover diesel • Ursus dráttarvélar. Gott verð. Fyrri pantanir óskast staðfestar. ÞYRILL S. F. Hverfisgötu 84, 105 Reykjavik. Simi 29080 ffe RÍKISSPÍTALARNIR ÉS lausar stödur LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á Barnaspítala Hringsins í 6 mánuði frá 1. september. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist Skrifstofu ríkisspítalannafyrir26. júlí n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður deildarinnar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNAR óskast frá 1. september á rannsóknadeild Landspítalans í 6 mánuði með möguleika á framlengingu. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 26. júlí n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 29000. KLEPPSSPÍT ALINN DEILDARSTJÓRI óskast á deild 2 og á deild X (móttökudeild fyrir áfengissjúklinga). Einnig óskast hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga á Geðdeild Barnaspítala Hringsins og á næturvaktir á Kleppsspítala. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunar- forstjóri Kleppsspítala í síma 38160. AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA eða MATREIÐSLUMAÐUR óskast til afleysinga í eldhús spitalans. Hússtjórnarkennarapróf eða matsveinsrétt- indi nauðsynleg. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona Klepps- spítalans í síma 38160. Reykjavík, 27. júní 1982, RÍKISSPÍTALARNIR íþróttakennara vantar við Grunnskólann Höfn í Hornafirði. Nýtt íþróttahús. Upplýsingar í símum 97-8148 og 97-8505. Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir sveitaheimili fyrir ungan öryrkja til dvalar og endurhæfingar. Uppl. í síma 25880. Ársrit Kvenréttindafélags íslands er komið út. Blaðið verður til sölu í bókaverslunum, blaðsölustöðum og hjá kvenfélögum um land allt. + Skyndihjáiparkennaranámskeið á Suðuriandi. Rauði kross íslands heldur kennaranámskeið í almennri og aukinni skyndihjálp á Selfossi dagana 23.-29. júlí nk. Þetta námskeið er ætiað félagsmönnum Rauða kross deilda á Suðurlandi. Inntökuskilyrði er almennt skyndihjájparnám- skeið. Áhugafólk hafi samband við Rauða krossdeild á viðkomandi stað eða á skrifstofu Rauða kross íslands, sími 26722, fyrir 12. júlí. Rauðí kross íslands. Bújörð - Landsvæði óskast í skiptum fyrir tvær 100 m2 íbúðir í góðu standi á sérhæð í virðulegu steinhúsi í Vestmannaeyjum. Tilboð leggist inn á Auglýsingadeild Tímans merkt: „1768“. AH R heybindivelar Tvær stærðir: HD - 360 og HD - 460 Verð frá kr.68.900, ÞÓRf ÁRMÚLA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.