Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982.
undanrenna
■ Orðrómurinn æddi um borgina eins
og eldur í sinu. Það fór hrollur um
íbúana, ótti og óöryggi lágu í loftinu.
Elíasi Bjarkasyni, rannsóknarlögreglu-
manninum snjalla, hafði verið rænt!
í fyrstu reyndi lögreglustjóri að þræta
fyrir þennan orðróm, vissi sem var að ef
það væri staðfest að þessi brimbrjótur
gegn glæpum og siðleysi, auk þess að
vera besti vinur barnanna, væri illa fjarri
góðu gamni myndu smákrimmar borgar-
innar færa sig upp á skaftið. Á fundi með
fréttamönnum benti lögreglustjóri á að
Elias Bjarkason hefði þá fyrr um daginn
sést niðri í miðbænum, sitjandi i
framsæti lögreglubifreiðar og við hesta-
heilsu að séð varð. Sú saga féll þó um
sjálfa sig þegar aðgangsharðir rannsókn-
arblaðamenn Þjóðviljans laumuðust
upp að bilnum i Lækjargötunni og
komust að því að „Elias Bjarkason“ var
i rauninni ekki annað en fuglahræða -
fyllt með heyi.
Að lokum varð lögreglustjóri að láta
undan. Gefin var út yfirlýsing þar sem
sagði að Elías Bjarkason hefði ekki
mætt til vinnu sinnar undanfarna daga
og væri ekkert vitað um ferðir hans. Þá
viðurkenndi lögreglan að borist hefði
bréf frá óþekktum aðila sem krefðist að
■ Uxaskalli endurheimti loks bróður sinn...
.en Alfreð sjálfur mátti sitja inni.
Rammislagur kemur í bæinn
— en konungur undirheima situr í gæsluvarðhaldi
fá i hendur 190 kíló af kannabisefnum i
lausnargjald fyrir Elías. Vildi lögreglan
ekki útiloka þann möguleika að ef til vill
hefði Eliasi kannski verið rænt, en
gagnrýndi „sérstæðan fréttaflutning“
Þjóðviljans af málinu og sagði lögreglu-
stjóri að fréttin í blaðinu myndi
áreiðanlega tefja rannsókn málsins sem
komin hefði verið vel á veg i öruggum
höndum mótorhjólalögreglunnar.
Bæjarbúar riðuðu á barmi örvænting-
ar. Gamlar konur þorðu ekki út fyrir
hússins dyr, smábörnum var ekki hleypt
einum út í sjoppu á síðkvöldum og ungar
stúlkur fóru um í flokkum. Verslunar-
eigendur keyptu sér rammlega lása fyrir
búðir sínar en allt kom fyrir ekki;
innbrotum fjölgaði stórlega og einkum
urðu sjoppur i Hlíðahverfi illa úti.
Fíkniefnasmygl og -sala fór fram svo að
segja fyrir opnum tjöldum, fyllerí jókst
i miðbænum og stöðumælasektir voru
virtar að vettugi. Þrátt fyrir árvökula
gæslu Reynis og Jónasar, aðstoðar-
manna Elíasar Bjarkasonar, fór þeim
sifellt fjölgandi sem gengu yfir götur á
rauðu ljósi.
Því var það að feginsandvarp fór um
allan lýðinn þegar fréttist að mótorhjóla-
deild lögreglunnar hefði framkvæmt
árangursrika handtökuaðgerð i lauf-
skála einum hér í borg. Var hinum
handtekna lýst sem „góðkunningja
lögreglunnar“ sem oft hefði komið við
sögu sakamála áður. Sagðist lögreglu-
stjóri búast við að málið færi að
upplýsast enda væri búið að láta gera
leirstyttur af Eliasi sem dreift hefði verið
um land allt.
Alfreð Alfreðssyni, konungi undir-
heima, var hrundið óþyrmilega inn á
skrifstofu Gumma kjút, yfirmanns
mótorhjóladeildarinnar. Hann sat þar í
ieðurfötunum sínum og ias í Morgan
Kane, niðursokkinn mjög. Undirmaður
hans starði kuldalega á Alfreð Alfreðs-
son þar sem hann reyndi að sjæna sig til
eftir meðferðina i fangaklefanum. Hann
fiskaði upp Camel-sigarettu sem hann
hafði falið í fóðrinu á flauelsjakkanum
sinum og kveikti í með kveikjara sem
hann hrifsaði af borði Gumma kjút; saug
djúpt að sér reykinn og þá fæddist á
vörum hans hið ísmeygilega glott sem
sjaldan vissi á gott.
„Jæja, Gumrni," sagði hann hæðnis-
lega. „Hvað viltu mér?“
„Biddu,“ muldraði Gummi kjút upp
úr bókinni. „Ég er að klára blaðsíðuna,
þetta er æðislega spennandi, hann er að
fara uppá hana...
„Gummi!“ endurtók Alfreð og var nú
orðinn hastur í málrómnum. „Viltu
leggja frá þér bókina og byrja að
yfirheyra mig!“
Það kom fát á Gumma kjút og hann
missti Morgan Kane á gólfið. Góða
stund reyndi hann að gera upp við sig
hvort hann ætti að teygja sig eftir
bókinni en ákvað loks að láta það vera.
Hann gerði sig þess i stað ábúðarfullan
á svip, krosslagði hendurnar og sagði
þýðingarmikilli röddu;
„Jæja...“
„Áður en þú byrjar, Gummi minn,“
sagði Alfreð vinsamlega, „þá þætti mér
vænt um að fá eitthvað í gogginn.
Heldurðu að þú sendir ekki þennan
Iúða„ - hann nikkaði tii undirmannsins
sem stóð með fýlusvip við dyrnar - „útí
sioppu fyrir mig? Þið blæðið auðvitað.
Ég er gestur hér.“
Og Alfreð hló hásum rómi.
Undirmaður yfirmanns mótorhjóla-
deildarinnar leit spyrjandi á Gumma
kjút sem vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. „Þú heyrðir hvað maðurinn
sagði Doddi,“ hreytti hann loks út úr
sér. „Af stað með þig!“
„Ég vil samlok u með róstbíf - og
mikið remúlaði!“ hrópaði Alfreð á eftir
undirsátanum sem rauk út og skellti á
eftir sér. Þeir heyrðu hann ræsa
mótorhjól sitt frammi á ganginum og
trylla burt. Alfreð ætlaði að fá sér sæti
við skrifborðið en leist ekki á harðan
kollinn sem stóð hans megin. Hann leit
á djúpan hægindastólinn sem Gummi
kjút sat i og sagði blíðmáll:
„Hurðu, Gummi. Vilt’ekki skipta um
sæti við mig? Mér er svo djöfull illt i
rassinum, alveg að drepast. Þú veist nú
hvernig þeir eru, grænu klefarnir
héddna á neðri hæðinni."
„Hu? Já, jájá,“ tautaði Gummi kjút
miður sin yfir þeirri óvæntu . stefnu
sem yfirheyrslan hafði tekið áður en hún
byrjaði. Hann stóð hikandi á fætur og
bauð Alfreð sæti, settist sjálfur á kollinn
öfugu megin við borðið. Alfreð spennti
greipar og hvessti á hann augun.
„Jæja, Guðmundur", sagði hann þungri
röddu. „Og hvar varst þú svo að kvöldi
þess 17. júni?“
„Ha, ég?“ sagði Gummi kjút flaust-
urslega. „Ég var héddna... ég var eilea
sko á vakt... Ég var héddna niðrí
miðbænum, sko...“
„Hefurðu vitni að þvi?“ spurði Alfreð
hvassyrtur.
„Ja, sko, vitni, ég meina, já, auðvitað
hef ég vitni að því, maður ég hef ekkert
gert, maður, ég var bara á vakt, og...“
Dyrnar höfðu opnast án þess að þeir
félagar tækju eftir því. Doddi stóð i
dyrunum löðrandi i remúlaði og starði
furðu lostinn á yfirmann sinn. Gummi
kjút rauk upp til handa og fóta, roðnaði
og blánaði á víxl, og ruddi út úr sér;
„Héddna, ég er sko að láta hann prófa
stólinn aðeins... sko... við erum sko
aðeins að spjalla saman áður en ég byrja
að þjarma að honum... þetta er
yfirheyrslutekkník, sko, skapa gúddvill,
ha... Indíánaaðferðin, þú veist... allt i
einu ræðst maður úr launsátri og...
PANG! - maðurinn játar, sko...“
Hann gafst upp. „En þú veist ekkert
um þetta,“ sagði hann fullur fyrirlitn-
ingar. „En jæja, upp úr stólnum með
þig!“
Það ískraði í Alfreð þegar hann stóð
upp og fékk sér sæti á kollinum. Hann
greip samlokuna úr hendi Dodda og
smurði remúlaðinu upp í sig með góðri
lyst en Gummi kjút horfði á fullur
andstyggðar.
„Jæja, hættu þessu áti,“ sagði hann
loks. „Og hvar varstu svo að kvöldi þess
17. júni?“
„Hvað oft á ég að segja þér að ég er
Elias Bjarkason, rannsóknarlögreglu-
maður?“
Rödd Eliasar Bjarkasonar var hvísk-
ur eitt. Hann hafði öskrað á hjálp dögum
saman en árangurslaust og hann var
farinn að örvænta. Hann lá bundinn á
höndum og fótum og með bindi fyrir
augum á einhverjum óþekktum stað og
eina manneskjan sem hann vissi af nærri
sér var kona með veiklulega rödd sem
reglulega tróð upp í hann pönnukökum
og eplaskífum, eða þá soðinni ýsu, og
hellti upp í hann mjólk með.
„Hvað ertu að segja, Elli frændi?"
sagði röddin skyndilega. „Ertu ekki enn
farinn að jafna þig? Þetta hefst upp úr
þvi að vera að byggja. Þið unga fólkið
eruð svo upptekin af lífsgæðakapphlaup-
inu, ég segi það satt. En vertu rólegur,
Elli minn, bráðum kemstu inn á Klepp
og þá færðu raflost og þú verður einsog
öll hin...“
„En ég er Elias Bjarkhhh..."
Rödd Elíasar brast og hann féll í
ómegin.
Á meðan foringinn var í yfirheyrslum
hjá lögreglunni hafði klíka Álfreðs
Alfreðssonar hægt um sig i laufskálan-
um, nema Uxaskalli sem nú hafði frítt
spil í Hlíðasjoppunum og sást aðeins
endrum og eins. Alfreð hafði skipað
Húnboga yfirmann meðan hann var i
burtu, Arfi Kelta til sárrar gremju, en
Húnbogi reyndist slakur stjórnandi og
komu ekki aðrar leiðir i hug til að sýna
vald sitt en að senda Uxaskalla út að slá
grasflötina kringum laufskálann, þá
sjaldan hann lét sjá sig. Og Uxaskalli
var einmitt úti að slá þegar hér er komið
sögu.
Húnbogi og Arfur sátu í laufskálanum
og bruddu ópalbrjóstsykur sem Uxa-
skalli hafði fært þeim úr sjoppunni við
Lönguhlið þegar þeir heyrðu skyndilega
ógurlegt hróp að utan. Þeir stukku á
fætur og að dyrunum en þar kom í flasið
á þeim Uxaskalli og fór geyst.
„Strákar, strákar! Vitiði hver er
kominn, loksins, loksins..."
Á hæla Uxaskalla kom maður hár
vexti og sver, vöðvamikill og kraftaleg-
ur. Hann var móður og másandi.
„Sælir, gaurar," sagði hinn nýkomni
áður en Húnbogi eða Arfur fengu
tækifæri til að segja aukatekið orð. „Eg
er Rammislagur, bróðir ’ans Uxa
héddna“ - og hann sló Uxaskalla
kumpánlega á bakið, svo að Uxaskalli,
sem þó var ekkert fis, þeyttist yfir í
annað horn laufskálans - „Ég er að
koma að vestan, var að meika smá breik
þar og þeir eru á hælunum á mér. Þessir
skömmbakks, maður! Get ég kýlt á
felustað hér?“
„Ha, já?“ sagði Húnbogi hikandi, en
nú tók Árfur stjórnina í sínar hendur.
„Auda, maður, kodd’inn fyrir,“ sagði
hann. „En ég hélt að þú værir svo
svakalegur andlegur þaddna fyrir vest-
an, allur að pæla í einhverjum kosmó-
tríóbógíu eða svoleiðis..."
„Blessaður vertu, maður,“ sagði
Rammislagur og kastaði sér á stól svo
að brakaði í. „Alveg búinn að gefa það
upp á bátinn, maður, það þýðir sko
ekkert í þessu þjóðfélagi sko, þetta er
algjört rattreis og maður fer bara á heví
bömmer ef maður attlar að fara að pæla
í hlutunum, þá er nú betra að kúla það
bara og meika breik sko...“
„Hvað gerðirðu?" spurði Uxaskalli
hrifinn.
„Æ, maður, sosum ekkert, maður,
bara sko, það var einhver nagli þaddna
fyrir vestan, einhver algjör gussi, sko,
og ég bara tók ’ann sko og pældi soldið
i ’onum og svo kýldi ég bara á ða og
hirt’af ’onum nokkra vöndla, maður, og
hann sko, hann fór alveg yfrum og dótið
bara sent vestur maður og meiriháttar
vesin sko, og kommon sko, ég fékk
ekkert breik en það átti bara að klina
mér upp við vegg og ég nottla meikaði
það ekkert og bara splittaði, maður, og
þetta er sko algjört fix. En maður náði
i nokkra rauða. Algjör bömmerfeis
þaddna fyrir vestan, maður!“
„Vá!“ sagði Uxaskalli dolfallinn.
„En hvað eruð þið að pæla héddna
fyrir sunnan?” spurði Rammislagur.
„Eitthvað hevi i gangi?“
Húnbogi og Arfur litu hvor á annan
en það kjaftaði hver tuska á Uxaskalla.
„Hvort við erum, maður, hei vá, við
vorum að ræna Ella Bjarka, rannsóknar-
lögreglumanninum snjalla.”
„Já, eruð það þið,“ sagði Rammislag-
ur hugsandi. „Mig grunti það nú eilea,
sko, þegar ég frétti það, frétti það sko
fyrir vestan, og sko ég sagði strax við
sjálfan mig að þaddna væri iitli bróðir á
kríkstignum."
Þeir bræður litu hrifnir hvor á annan
en Arfur gaut augunum á nýstolið úrið
sitt, dálitið pirraður á svip.
„Jæja, ég þarf að fara að heimsækja
frænku gömlu.“
„Frænku gömlu?" endurtók Rammi-
slagur og hló dátt. „Nei, vá, heví maður,
fara að heimsækja frænku gömlu,
kommon!“
Arfur leit á hann illu auga og snaraðist
út. Hann heyrði hlátur Rammaslags
óma út úr laufskálanum. frh.
Göngudagur fjölskyldunnar 13. júní. Eftirtalin „lukkunúmer" hafa verið dregin út: 1855 gönguútbúnaður að verðmæti 10.000 kr. 1 kassa kókómjólk 35 - 349 - 578 - 688 - 720 - 744 - 926- 1018 - 1958 - 2448 - 2795 - 2928 - 3398 - 3755 - 3868 - 4504 - 4828 - 5175 - 5549 - 5655 - 6135 -6718 - 6969. ísterta (8 manna) 68 - 127 -128 - 224 - 268 -309 -538 - 555 -607 -678 -719 - 736 - 774 - 844 - 862 - 895 - 982 - 1008 - 1184 - 1548 - 1728 - 2209 - 2438 - 2508 - 2604 - 2689 - 2987 - 3084 - 3448 - 3564 - 4589 - 4888 - 5298 - 5367 - 5464 -6327 - 6788. Ostapakkar: 108 - 974 - 1087 - 1375 - 1968 - 2028 - 3169 - 3947 - 4109 - 4887 - 6489 - 6807. Upplýsingar um afhendingu vinninga í síma 20025, hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Mjólkurdagsnefnd