Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 14
14
Þorgeir Kjartansson:
Stóridómur
Nokkur orð um siðferðishugsjónir Páls Stígssonar
U Greinin sem hér fer á eftir birtist i Sögnum, en
svo heitir ársrit sagnfræðinema við Háskóla íslands,
sem kemur út i fjórða sinn i næstu viku i glæsilegri
búningi en áður. Helgar-Timinn hefur fengið
góðfúslegt leyfi Þorgeirs Kjartanssonar sagnfræði-
nema og aðstandenda Sagna til að birta þessa ritsmið
um Stóradóm og samband kúgunar og kynlifs á
íslandi á sautjándu öld. Annars skiptast Sagnir að
þessu sinni í tvo hluta - annar fjallar um kvennasögu
og eru þar meðal efnis forvitnileg grein eftir Kristinu
Astgeirsdóttur um kvennaframboð á ýmsum timum
sem nefnist „Sú pólitiska synd“ og grein eftir Sigríði
Sigurðardóttur sem varpar fram spurningunni
„Höfðu konur börn á brjósti 1700-1900?“ Siðari hluti
Sagna er svo helgaður þjóðemishyggju i sögu og
sagnritun, undir þeim hatti ero meðal annars greinar
eftir lærifeðuroa Arnór Hannibalsson, Gunnar
Karlsson og Bergstein Jónsson, grein eftir Valdimar
Unnar Valdimarsson þar sem spurt er hvort verslunin
hafi haft áhrif á afstöðu íslendinga til Sovétrikjanna
og önnur eftir Jón Viðar Sigurðsson um þjóðemis-
hyggju Einars Olgeirssonar. En við birtum sumsé
grein sem er utan þessara tveggja efnisfiokka -
greinina um hinn svarta Stóradóm.
Þótt þú takir rokna raft og rekir út náttúruna
aftur með sinn kemur hún kraft og kann ei burtu una
Um frelsið og fleira
öldum saman hafa kynlif og galdur (að ekki sé
talað um kynferðislegan galdur) veitt hrjáðum
mannverum huggun og blessun, lausn frá myglu,
heimsku, tæringu og traðki mannlífsins. Enda er það
svo, að í flestum skyni bornum samfélögum, þar sem
haldist hefur órökstudd taug milli mannsins og
upprunans hafa kynlif og galdur löngum skipað
öndvegi með guðunum, eða réttara sagt notið
virðingar og fordómalausrar ástundunar sem sam-
bandsgjafar við hið háa, guðlega. Svonefndar
náttúruþjóðir hafa yfirleitt ræktað sinn óbælda
kynjagarð og leyft kynblómum, töfrajurtum og öðru
undri að springa út án þess að skammast sin. Vilja
sumir meina að m.a. þess vegna hafi líf þessa fólks
dýpra og upprunalegra inntak en ónáttúruþjóðir
Vesturlanda geti áttað sig á. Lífseig hefð ónáttúru-
þjóðanna hefur Imugust á þvi sem hún kaltar kuki
en er þó (sagði mér þulur) viðleitni til að ná valdi á
hinni firnadjúpu kjarnorku sálarinnar. Skv. sömu
hefð er kynlif ill nauðsyn sem aðeins á að gangast
undir gegn afarkostum: með einni manneskju allt líf-
ið. Þessi haftastefna hefur jafnan verið kennd við
kristna trú þó ekki séu allir á einu máli um uppruna
hennar. Álita sumir að hún sé fremur ættuð frá ófull-
komnum mönnum en guði. Um það má rífast lengi,
en allir munu vera sammála um að oft hefur mikill ó-
fögnuður fylgt fagnaðarerindinu, ekki síst þegar mis-
vandaðir spekingar hafa sullað saman við það allskyns
einkahagsmunum forréttindastétta og mannlegum
hégóma og vilj að siðan troða sínum drykk oni aðra.
í timans rás hefur Kristur fengið mörg andlit og
misfögur. Þessar myndbreytingar hafa að jafnaði
staðið í beinu sambandi við þjóðfélagslegar hræringar
þegar nýjar stéttir hafa vaxið upp sem kúgunarafl og
þurft nýjar útleggingar á trúarbrögðunum hag sinum,
einkum efnahag, til framdráttar. Eitthvert alræmd-
asta dæmið um slíkan Frankenstein-Krist er að finna
í hinum lútherska rétttrúnaði sem lumbraði svo
óþyrmilega á forfeðrum okkar og formæðrum, og
sagt verður nánar frá á eftir.
Öll þessi afbökun og úrættun kristindómsins hefur
haft afdrifarikar afleiðingar. Ýmsir sjúkdómar okkar
ófullnægðu og innilokuðu siðmenningar bera þess
merki að steypt hefur verið fyrir marga uppsprettuna,
- telja sumir að eyðimörkin fari sífellt stækkandi. Að
visu hefur slaknað allmjög á beinum höftum á síðari
timum, a.m.k. hér í hinum „frjálsa" heimi, en
kúgunin er orðin óbeinni, lúmskari. Eins og flestir
nútímamenn vita eru flestir nútímamenn sljóir og
framandi sjálfum sér og skolast gegnum lifið með
skyn- og kynfærin dauf, van- og misnotuð. Þeir
afbrigðilegu furðufuglar sem vilja nota öll sín færi til
fullnustu, sprengja af sér hömlur dofinnar vanhugsun-
ar og vanhegðunar, eru umsvifalaust stimplaðir sem
óæskilegir þegnar hins prúða þjóðfélags. Þrátt fyrir
allt er Stóridómur ekki enn með öllu aflagður.
En fjöldahyggjan er ekki aðeins álög á nútimanum
sem einhverjir mannhundar bak við ál- og stáltjöldin
hafa fundið upp. Á 17. öld var ekki siður lagt kapp
á að skafa sérhvert karaktereinkenni burt af
andlitunum, innan úr sálum og þrýsta öllum inn i
sama staðlaða formið. Þá náðu hámarki hinar
grimmúðugu ofsóknir heilagrar kristni á hendur
mannfólkinu og þörfum þess. Þeir einstaklingar sem
voguðu sér út fyrir hinar valdboðnu brautir voru án
miskunnar tuktaðir til, auðmýktir og pyntaðir á alla
lund. Það er á þessum tímum sem meintir
samsærismenn andskotans fuðra upp á ofsalegum
bálum sem kviknuðu af kærleiksljósi umhyggjusamra
krossmanna. Þó voru þessar galdrabrennur hér á
íslandi vart nema hjóm eitt í samanburði við
krossferðirnar á hendur hinni margbölvuðu kynhvöt
múgsins og kenndar eru við Stóradóm.
Um ófrelsið og fleira
Meginorsök þessa ástand í mannfélaginu var hinn
lútherski rétttrúnaður. Sú makalausa guðfræði varð
til þegar lútherskan var ung og ekki enn búin að skjóta
rótum i hugum fólks. Eftirsiðaskiptin rikti allnokkur
ringulreið í trúar- og siðferðislegum efnum. Eimdi
mjög eftir af kaþólskri hugsun þvi menn áttuðu sig
ekki alltaf á þeim hugmyndaheimi sem hinn þýski
uppreisnarmaður hafði ætlað þeim að hrærast í. Telja
sumir að kynprýði hafi hrakað samfara hinu almenna
losi á trúar- og tilvistarhugmyndum og yfirvöldum
staðið ógn af taumlausum samskiptum lýðsins. Einnig
mun sýfilis hafa blossað með geigvænlegum hraða í
nautnagarði hinna ósiðlegu þjóða. Hvarvetna blasti
við upplausn og óvissa. Sáu menn að eitthvað varð
að gera guðskristni til bjargar og komu þá til skj alanna
hinir skeleggu kenningasmiðir réttrúnaðarins. Þeir
negldu saman lokað og læst kenningakerfi í likingu
fangelsis utan um sálirnar og var enga smugu að finna
(nema fé kæmi til). Þetta var ströng bókstafstrú, þar
sem merking svo að segja hvers einasta orðs
Bibliunnar og Lúthers var skilgreind í eitt skipti fyrir
öll og sérhver vottur efasemdar harðbannaður með
hnefum og hnúum. Grimmilega húmorslaus alvara
og strangleiki skyldu nú leggja sína þrúgandi blessun
yfir rammvillta sauðina og kæfa siðustu glæðurnar
sem enn lýstu af hinum lífsglaða húmanisma, þeirri
léttúðarpest sem Jón Arason og svoleiðis dónar höfðu
smitað út frá sér. Maðurinn skyldi beygja sig í duftið,
kveljast fyrir sakir síns bersynduga eðlis og fagna
svipuhöggum hins heilaga réttlætis í anda þeirrar
speki sem hin jarðnesku máttarvöld endurtóku í
sibylju: „Guð agar þann sem hann elskar."
Að baki þessu kenningafári má sjá nýja stétt vera
að hefjast til aukinna valda, stétt borgara sem
skelfdist upplausnina og krafðist raðar og reglu
atvinnuvegum sínum til bjargar. Hagspeki þessarar
stéttar, merkantilisminn, var i burðarliðunum með
sitt evangelíum: að mergsjúga lýðinn og safna gulli.
Framámenn Evrópurikja kepptust við að njörva
framleiðslu og verslun i sem arðbærastar skorður og
var einn liður í því að leggja verslunareinokun á
nýlendur svo sem auðveldlegast mætti sjúga úr þeim
safann. Borgararnir þyrftu á að halda öflugri
miðstýringu konungsvaldsins til að tryggja festuna og
í samræmi við það var nauðsynlegt að innprenta
lýðnum nógu rækilega undirgefni við hið metafýsíska
miðstjórnarvald sköpunarverksins: guðalmáttugan,
sem tróndi líkt og einvaldskonungur yfir táradalnum,
refsiglaður og duttlungafullur. Allt miðaðist við að
halda múgnum föstum undir okinu, gera hvern og
einn að óttaslegnum þræl rétrúnaðar og hagskipulags
merkantílismans.
Viðbrögð islenskra valdsmanna
og kynsjúkdómar
Ekki leið á löngu uns hið nýja fagnaðarerindi barst
til íslands þar sem menn áttu lika i erfiðleikum með
að fóta sig i umróti timanna. Hreinlíf göfugmenni og
eldhugar sem fundu sig kallaða til að vaka yfir lýðnum
tóku fljótt við sér. Fremstur i flokki var hinn
konungsholli hirðstjóri Páll Stigsson, en meðal fyrstu
framfaraspora hans var að fá Stóradóm settan á
Alþingi 1564. Konungur staðfesti svo ári siðar.
Rétt er að hafa í huga að með lögfestingu
Stóradóms voru slegnar margar flugur í einu höggi.
Miðstýring kynlifsins var þar með leidd í lög með
ákaflega hertum viðurlögum gegn öllum nánum
snertingum sem áttu sér stað utan hinna hjónsku
vébanda. Dauðarefsing var tekin upp við grófustu
brotum. Og hér var ekki aðeins um að ræða
siðferðislega sorpeyðingarherferð. Eins og oft bæði
fyrr og siðar var hinn efnahagslegi faktor þungur á
metunum, þvi Stóradómi var ekki síst beint gegn
hinni skuggalegu ómagafjölgun sem hlaust af þeim
losaraskap fólks að elskast utan hjónabands. Þá var
setning hans einnig liður í þeirri markvissu viðleitni
til að kveða niður sjálfstæði og vald kirkjunnar sem
fyrrum hafði staðið hvað fastast gegn ásælni
konungsvaldsins. Hér með var dómsvald hennar i
siðferðismálum úr sögunni og ein ekki léttvæg
auðsuppspretta; sektir þær sem siðbrotamenn
greiddu runnu nú til konungs (nema 1/3 sem
sýslumenn skyldu fá i sinn hlut). Þar að auki er líklegt
að þessi kynlifslöggjöf hafi átt að vera e.k. sóttvörn
gegn sýfilis þó erfitt sé að fullyrða nokkuð þar um
því ekki er víst að menn hafi gert sér grein fyrir eðli
sjúkdómsins eða smitunarleið. Oft var sama orðið
þ.e. „sárasótt" notað bæði yfir sýfilis og holdsveiki,
enda geta einkenni þessara tveggja sjúkdóma verið
keimlik.
Illræmdustu sýfiliseinkennin stafa frá sýfilisæxlunum, þau
geta afskræmt líkamann herftlega. Ef t.d. kemur Ummeimun
i beinin, þá bæði aflagast þau svo, að mikil lýti eru að, ekki
sizt i andliti (það kcmur fyrir að ncfbeinin eyðast að mestu)
og svo geta limir styzt, brotnað, eða bognað þannig að þeir
verði ekki til hálfra nota.
Reyndar væri það verðugt verkefni fyrir áhugasam-
an sagnfræðinema að grafast fyrir um hversu stóran
þátt sýfilis átti í að móta aldarfarið. Sé það rétt að
þessi hryllilega sýki hafi lagst á fólk i hrönnum hlýtur
það að hafa haft mikil áhrif á allt hátterni og hugsun
aldarinnar. Fyrir utan líkamleg óþægindi og píslir má
reikna með að á Iágu stigi sjúkdómsins hrjái
vanmetakennd og komplexar ýmisskonar hinn sjúka
og það má t.d. hugsa sér (án þess að fullyrða neitt)
að kynhatur vandlætarans hafi stundum stafað af
öfundsýki yfir því að vera kynsveltur sökum sára.
Og á háu stigi framkallar sárasóttin geðtruflanir og
hugarkvalir í ýmsum tilbrigðum. Þetta er e.t.v. að
einhverju leyti skýring á hinni ofboðslegu hugarangist
sem gýs upp i Evrópu ekki löngu eftir að
margrómaðir frumherjar i landaleit bera smitið yfir
úthafið. Auðvitað er þunn sagnfræði að skella allri
skuldinni á einn sjúkdóm, en ekki síður fávíslegt að
loka augunum fyrir honum sem áhrifavaldi, svo
voðalegur sem hann er, en þó sérstaklega var áður
en læknavisindunum tókst að finna aðferðir til að
kveða hann niður. Og aukareitis má spyrja: Hversu
má rekja hið kristna „siðgæði“ til smithættu á
kynsjúkdómum almennt?
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982.
Einarðir hugsjónarmenn færa sig
upp á skaftið
Stóridómur var sumsé samþykktur á Alþingi árið
1564, en eitthvað mun þó dómskerfið hafa verið
svifaseint, þvi fyrstu áratugina var Stóradómi lítið
beitt. Ein ástæða þess var sennilega sú að hér var
rótgróin hefð fyrir fjöllífi, og ekki minnst rneðal
presta sem kynbættu sveitirnar eins og kellfngin
sagði. Rétt er að athuga að Stóridómur, sem og sá
hugmyndaheimur er hann spratt af (rétttrúnaðurinn),
var innflutt pródúksjón, orðin til í Þýskalandi þar
sem aðstæður voru aðrar en hér og því ekki að undra
þó nokkur vötn þyrftu að renna til sjávar áður en
þessi nýja réttarvitund greri saman við sálarlif
íslenskra refsimanna. Þó kom þar að heiðarlegir
menn undu linkunni ekki lengur og hvöttu til átaks.
Einna skeleggastur mun hafa verið Guðbrandur
biskup sem reyndar átti sjálfur barn í frillulifi en þó
ekki tvö eins og Oddur biskup. Þessi áróður hafði
smátt og smátt þau áhrif að þegar kom fram á 17.
öldina var Stóridómur orðinn hatað kúgunartæki sem
olli aragrúa fólks óhamingju og niðurlægingu.
Stjórnsamir sýslumenn sem fengu þriðjung sektar-
upphæðar i sinn hlut fóru um sveitir landsins og
ofsóttu ólöglega elskendur. Ef glæpamennirnir áttu
ekki fé að fita pyngju yfirvaldsins dundi á þeim hrís
fyrir augum manna og skepna. Þeir sem voru
óforskammaðastir misstu lifið. Með bitlausum öxum
var höfuðið krassað af karlmönnum (svo notað sé
orðalag Seiluannáls), en konum var drekkt, flestum
i djúpum hyl i elskuðu sameiningartákni þjóðarinnar
Öxará.
Frelsi, jafnrétti, bræðralag
Gap milli stétta var álíka djúpt og Drekkingarhyl-
ur. Yfirstéttin fór oftast sinu fram án þess að láta lög
eða trúarsetningar valda sér umtalsverðum óþægind-
um. Hún samanstóð að mestu af nokkrum ættum sem
lágu á þjóðarlíkama og sál í krafti auðs, embætta,
konungshollustu og frekju. Eitt af heilögum
prinsippum þessa fólks var að blanda ekki blóði við
hinn lágkynja múg. Af þeim sökum varð skyldleiki
svo mikill innan þessarar fámennu stéttar að það gat
verið ærið puð fyrir ungu mennina að finna nógu
ættstórt kvonfang i sinum fjórðungi sem ekki var of
náskyld frænka og munu þess ófá dæmi að þeir hafi
mátt flengjast óravegu i sinni prinsessuleit. Þetta
vandamál fékk þó nokkra lausn þegar tókst árið 1655
að knýja fram leyfi til hjónabanda í 2. og 3. lið gegn
gjaldi. Það gjald var vitaskuld svo hátt að
einvörðungu yfirstéttin gat innt það af hendi. Hinn
sauðsvarti almúgi mátti eftir sem áður þola refsingar
og auðmýkingar ef honum hugnaðist skyldmenni úr
hófi fram. Þó voru það auðvitað hinir snauðu sem
síst áttu heimangengt úr héraði. Og rétt er að hafa i
huga að hinn helgi dómur leit ekki aðeins á samræði
ættingja sem blóðskömm. Sonarkona, bróðurkona,
móðir eiginkonu, systir eiginkonu, kona móðurbróð-
ur og föðurbróður, bróðurdóttir eiginkonu og
systurdóttir eiginkonu voru allt forboðnir ávextir
karlmanni og gilti að sjálfsögðu sama regla öfugt um
kvenfólk.
Ekki voru nein ákvæði í Stóradómi þess efnis að
mektarfólk sem félli i kvnsynd skyldi fá aðra
meðhöndlun en plebbamir. I sjálfu sér er það ranglátt
því sektarupphæð sem hrifsaði brauðið frá þeim
soltnu var eins og dropi úr hafi rikismannsins.
Ennfremur hækkuðu sektir við endurtekin brot og
kom það vitanlega verst niður á þeim sem ekkert áttu
gullið. Húðstrýkingar tiðkaði yfirvaldið af miklura
móð ef sakamaðurinn var of snauður til að geta leyst
sig undan syndinni með fé. Til að kóróna réttlætið
tókst þeim stórættuðu oftast að smokra sér undan
dauðarefsingu ef þvi var að skipta. Það gerði t.d. Jón
Magnússon bróðir Árna handritakalls, en hann var
sekur um 3 hórdómsbrot. Auk þess var altitt að
auðmenn keyptu öreiga lúsablesa til að gangast við
ólöglega getnum afkvæmum.
Til að gefa dæmi um réttarstöðu allsleysingja (sem
er kona i þokkabót) gagnvart dönskum bola með
svipu og titil má athuga mál sem kom fyrir Alþingi
árið 1640.
Þórunn Jónsdóttir hét vinnukona á Bessastöðum.
Hún eignaðist barn i frillulifi og lýsti Hans nokkum
Pétursson föður að þvi. En lét það ekki nægja heldur
bar upp á sjálfan fógetann yfir íslandi, Jens
Söffrensson, að hann hefði „tiu eður tólf vikum siðar
en hún hafði barngetnað fengið holdlegt verk með
sér framið.“ Áburður af þessu tagi hefur náttúrulega
verið á við guðlast. Enda má sjá af alþingisskrifum
að hún hefur verið látin taka orð sin aftur hið
snarasta. Prestur er látinn veita henni aflausn gegn
því að hún viðurkenni að hafa logið og hún er dæmd
í 4 marka sekt fyrir fjölmælgi. En Jens sver af sér öll
mök við helga bók.
Nú er það auðvitað engan veginn víst að þetta
holdlega verk hafi verið framið i raun og veru. Vera
má að Þórunni hafi af einhverjum ástæðum verið illa
við Jens og viljað klekkja á honum. En það þarf ekki
mikið imyndunarafl til að sjá fyrir sér aðsópsmikinn
valdsmann sem tælir eða kúgar umkomulaust
vinnukonuræsknið undir sig og hótar að aflokinni
losun öllu illu kjafti hún frá.
Hvort sem svo hefur verið, eða að Þórunn hafi
logið þessu, þá er augljóst að hún hefur verið dæmd
Inntak Stóradóms i stuttu máli:
„Slóridómur (Langidómur), löggjöf samþykkt á Alþingi 30.6. 1564.... var í gildi lítt breyttur fram á 18.
öld, en ekki afnuminn að fullu fyrr en 1838.“')
Brot gegn Stóradómi kölluðust:
Frillulífi: kallað iausaleikur nú á dögum, þ.e. samfarir ógiftra. Skv. Stóradómi var þetta athæfi saknæmt
og andsnúið vilja guðs, en svo hafði ekki verið skv. kristnirétti.
Hórdómur: kallað framhjáhald nú á dögum. Dauðarefsing og aleigumissir lágu við 3. hórdómsbroti. 1614
var gerð samþykkt á Alþingi þar sem dauðarefsing var aflögð við þriðja einfalda hórdómsbroti en útlegð
af landi skyldi koma í staðinn.). Einfalt var hórdómsbrot kallað ef aðeins annar aðilinn var kvæntur, en
tvöfalt ef bæði voru.
Sifiaspell: samfarir ættingja eða tengdra. Alvarlegust brot af því tagi þýddu dauðarefsingu og eigumissi.
Vægust slík brot voru legorð í 3. og 4. lið. Jakob Benediktsson segir sektarákvæði gegn því hafa verið fellt
burt fljótlega,) en ekki er að sjá í sakfallsreikningum að sú niðurfelling hafi verið látin gilda, a.m.k. um
miðja 17. öldina.
Með Stóradómi var lögfest sú arðbæra nýjung að sektir skyldu fara stighækkandi við endurtekin brot.
Þeir sem ekki gátu goldið sekt voru húðstrýktir. Útlegð úr fjórðungi, jafnvel af landi á náð konungs, var
og gjarnan beitt gegn þeim sem erfitt var að tjónka við. Allt lausafé þeirra sem voru liflátnir rann í hirslur
konungs, en fasteignir til erfmgja.
TBvHunin
1. E.L. bls. 166.
2. Sbr. Alþb. IV. bls. 227.
3. J.B. bls. XXXVII.
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982.
15
ómerkur lygari án nokkurrar rannsóknar. Jens er
erligur og velaktigur og það fær vesæl vinnukona ekki
af honum skafið, jafnvel þó hún beri upp á hann synd
syndanna.
Hversu tókst heilaþvotturinn?
Sumir sem um þessa tima hafa fjallað gera ráð fyrir
að viðhorf rétttrúnaðar og jafnvel Stóradóms hafi
með tímanum gróið saman við þjóðarsálina. Sú
heiftarlega siðavendni og guðsótti eða guðsskelfing
sem rekin voru með röftum ofan í fólk hafi smám
saman runnið saman við blóðið og orðið almennt
viðtekin „hugmyndafræði". Talað er jafnvel um
tiðaranda. Margt bendir reyndar til hins gagnstæða;
að frumhvatirnar hafi átt örðugt með að finna sig á
hinum beinu og hálu brautum í völundarhúsi
rétttrúnaðarins. T.d. bera þykkir bunkar af
sakafallsreikningum á þjóðskjalasafni ekki þess vitni
að náttúran hafi látið sér segjast. Mörg rök hniga að
þvi að varnarlaus alþýðan hafi umfram allt óttast
kúgunarvaldið i mannheimi en sá ótti kannski að
einhverju leyti færst yfir á þann guð er kúgararnir
beittu sem svipu. Öruggt má telja að innst i
hugskotum hafi bærst aðrar kenndir til hins guðlega
og hins djöfullega en tilskipanir yfirvaldsins gerðu
kröfu til. Alténd er ljóst að rétttrúnaðinum var
nauðgað inn i sálir lágstéttanna og ekki víst að hann
hafi frjóvgað þar jafn mörg egg og til stóð.
Til að komast á snoðir um hina raunverulegu
afstöðu fjöldans sem ekki er léð rúm á opinberum
plöggum er vænlegt að athuga þær hreytur sem
varðveist hafa af þjóðsögum svonefndum, hinum
munnlegu hitapokum sem gengu manna á milli i
frosthörkum margra alda skammdegis. Til að mynda
má þar finna merki þess að hinni lúthersku útgáfu af
djöflinum hafi seinlega gengið að troða sér inn I
hugmyndaheiminn. Þar var fyrir seinheppið og
aldagamalt islenskt fyrirbrigði sem nefndist Kölski
og við ófarir hans skemmti þjóðin sér dátt í myrkri
og kulda. Þar fyrir utan er grúi þjóðsagna sem dásama
útilegumenn sem flúið hafa réttvisi hins stóra dóms
og lifa við flot og hamingju í óbyggðum.
Tíðarandinn verður sumsé ekki allur lesinn út úr
réttarskjölum og opinberum tilskipunum. Sú stað-
reynd að Stóridómur stóð óhaggaður í meir en tvær
aldir segir ekkert um réttar- og siðgæðishorf
almennings eins og jafnvel hefur verið haldið fram,
heldur ber hún einungis vitni um þá kynferðislegu
kúgun sem viðgekkst á þessum tima. Tunga fólksins
var heft af valdinu og því eru heimildir harla
fáskrúðugar um það sem hún vildi sagt hafa. Þó hefur
varðveist auk munnmælanna býsna merkilegt rit,
Deilurit Guðmundar Andréssonar, sem án efa
speglar betur en flest annað þau almennu viðhorf sem
undir svipunum kraumuðu.
Alþýðumaður rífur kjaft
Guðmundur Andrésson var seinheppinn og
ættsmár fátæklingur, en skapmikill orðhákur sem
undi illa ranglæti timanna, enda varð hann oftar en
einu sinni fyrir barðinu á því. Hann hafði komist til
mennta, en sökum hortugheita farið i taugamar á
alvarlega þenkjandi yfirboðurum, einkum taugar
Þorláks biskups og mun það hafa valdið honum
erfiðleikum í atvinnuleit, en prestur vildi hann verða.
Hann hafði líka hug á að sigla utan til framhaldsnáms
en féleysi og heilsubrestur komu i veg fyrir það.
Árið 1645 var hann staðinn að barneign í frillulífi
og sámaði honum eflaust sú smán að vera þar með
kallaður glæpamaður og mega borga sekt fyrir
ódæðið. Auk þess voru þar með vonir hans um að fá
prestsembætti að engu orðnar. Skrifaði hann þá sitt
fræga Deilurit sem minnstu munaði að kostaði hann
lifið. En fyrir náð var hann sendur til Kaupmanna-
hafnar og stungið þar i illræmt svarthol er nefndist
Bláturn. Trúlegast hefði hann rotnað þar til dauðs ef
íslandsvinurinn og fræðimaðurinn Óli Worm hefði
ekki komið til hjálpar. Var þá málið tekið fyrir að
nýju og Guðmundur dæmdur til að afneita öllu því
sem í Deiluriti hans stóð og bannað að stíga fæti á
ísland framar. Vann hann síðan við fræðistörf i
Kaupmannahöfn til dauðadags.
Deiluritið, Discursus oppositivus, er samið i þeim
þrætubókarstíl sem tíðkaðist meðal lærðra manna. Á
rökslunginn hátt og stundum með hártogunum skv.
þeirrar tiðar forskrift sýnir hann með tilvitnunum í
Bibliuna og fleiri rit fram á fáránleik þeirra siðaboða
sem liggja að baki Stóradóms. Hann gagnrýnir
harkalega þá spilltu valdsmenn sem leika sér að
sektarfénu „...til að drekka, drakta, hleypa af
fordilldar fallstykkjum í sjóinn...“
Rit þetta er æpandi heimild um harðýðgi og
mannhatur yfirvaldanna og lýsir nöturlega aumu
hlutskipti þeirra fátæklinga sem ómennsk valdboð
Stóradóms bitna vitanlega mest á með þeim
afleiðingum að þeir leiðast jafnvel í örvilnan út i að
myrða afkvæmi sin. Deiluritið er í fáum orðum
heiftarleg þjóðfélagsádeila sem ræðst á helgustu tabú
rikisvaldsins og flettir óþyrmilega ofan af þeim
kaunum sem ógnarstjórn gráðugra kaupmanna og
rétttrúaðra vandlætara leiðir af sér. Þetta er eina
meiriháttar andófið sem vitað er um að hafi átt sér
stað gegn Stóradómi. Segir það nokkuð um þann
grimmilega járnaga sem fólk var heft i. Sú bræði sem
Guðmundur Andrésson veitti þarna útrás hefur án
minnsta efa lengi kraumað undir yfirborðinu viða i
þjóðfélaginu enda náði ritið mikilli útbreiðslu eins og
fjöldi uppskrifta sannar.
Sakafallsreikningar
— tölfræði ástalífsbrotanna
Áður en niðurstöður úr rannsóknum á sakafalls-
reikningunum eru athugaðar vil ég slá nokkra
visindalega varnagla. Sakafallsreikningarnir eru
aðeins skrár yfir þá sem sýslumennirnir komu
höndum yfir. Það er þvi mjög hæpið að ætla þeim að
endurspegla hið raunverulega ástand I siðferðismál-
um. Af ýmsum ástæðum vantar marga á þessa
pappíra sem brotlegir gerðust við Stóradóm.
Sýslumenn voru eflaust misduglegir í að þefa uppi
kynbrotamenn, sumir sjálfsagt latir, aðrir umburðar-
lyndir og breyskir sjálfir eins og t.d. Bjarni Pétursson
i Dalasýslu, sumir fégráðugir og ofstækisfullir s.s.
Eggert Björnsson i Barðastrandarsýslu o.s.frv.
Einnig má vera að sumir sýslumenn hafi fremur kosið
að stinga á sig sektum þegar færi gafst í stað þess að
gefa þær upp og afhenda þar með 2/3. Prestar kunna
að hafa haft áhrif á hversu mörg brot voru upplýst.
Klerkar með viðsýni Guðmundar Andréssonar hafa
eflaust reynt að hylma yfir hliðarspor sóknarbarna
sinna, en harðlinumenn i stéttinni voru réttvísinni
áreiðanlega haukar i horni. Vist er og að þeir sem
meira máttu sin lentu ekki alltaf á sakaskrá þp
saurlífir væru. Ennfremur eru likur á að komist hafi
upp um færri brot í byggðarlögum þarsem samgöngur
voru slæmar en þar sem auðveld yfirferð gerði
eftirlitið virkara. Búast má við að í samlyndum
héruðum hafi færri verið gripnir en þar sem illindi og
rigur spilltu samskiptum. Auk þess hefur einn
kjaftaskur i sveit getað eyðilagt fyrir mörgum. Þá
mun það oft hafa skeð að karlar og/eða konur
gengjust við börnum annarra til að forða þeim frá
sleggju dómsins. - Sjálfsagt geta glúrnir fagrýnendur
fundið fleiri meinbugi á sakafallsreikningunum sem
respresentatívum heimildum um siðferðisástand
þjóðarinnar. En ég læt þetta nægja í bili. Loks er rétt
að taka fram að þessir reikningar eru ekki alveg
tæmandi því sum árin eru ekki allar sýslur með. En
sú vöntum er ekki svo mikil að hún breyti
meginlinunum og e.t.v. stafar hún blátt áfram af þvi
að engir voru gómaðir þessi ár.
Ég er búinn að fara tvær yfirferðir yfir reikningana
og mörgum sinnum yfir sumt, og get því lofað að
tölumar eru a.m.k. nærri því að vera réttar.
Tölurnar í töflunum vísa til fjölda einstaklinga, en
ekki afbrota. Alltaf hefur tvo þurft til að fremja eitt
afbrot, enda eru oftast skráð pör, en samt er ekki
óalgengt að einstaklingur sé sektaður eða hýddur
fyrir siðferðisbrot með N.N. eða ótilgreindum.
Áfbrotin eru á að giska 60-70% af fjölda einstaklinga.
Helstu ályktanir
Ef marka má þessar afbrotaskrár (sem hlýtur að
vera hægt í stórum dráttum) hafa islendingar hvorki
verið tiltakanlega þjófóttir né hneigðir til ofbeldis
(þ.e. ólöglegs ofbeldis) á 17. öld. í langflestum
tilvikum hefur afbrotahneigð þeirra birst á sviði
kynlífs. Hvorki meira né minna en 92,5% af öllum
skráðum afbrotamönnum í sakafallsreikningunum er
teknir fyrir ólöglegt kynlíf. Á 9 árum er 1777
íslendingum hegnt fyrir kynferðisafbrot sem er ekki
svo litið þegar þess er gætt að þjóðin hefur vart verið
fjölmennari en 50 þúsund (og hve margir af þeim á
kynlifsaldri?) Kynferðisfikn alþýðunnar hefur því
bersýnilega verið það Hallærisplan sem heitast brann
á ábyrgum og þungbrýndum bjargvættum þjóðarinn-
ar á þessum tíma.
Þá er einnig auðsætt að mesta lauslífið hefur verið
á þeim stöðum við sjávarsíðuna þar sem fólk kom
saman úr ýmsum áttum til að stunda útveginn, sbr.
orðtakið: allir eru ógiftir i verinu. 1 rótleysi
verstöðvanna hefur losnað um arfhelg samskiptaform
hinna grónu landbúnaðarhéraða, auk þess sem
sjávarvolk og púl við kaldan og blautan fisk hefur
aukið þörfina fyrir ástúð og innileik. í 10 efstu
Tafla 3
Karlar Konur Alls
Húðstrýkt vegna 13 58 71
fátæktar.
Tafla 4.
Auk þess úr Alþingisbókum
og annálum:
Liflát fyrir sifjaspell: 8
Liflát fyrir hórdómsbrot: 1.
Þar af 5 líflátnir á Alþingi,
en hinir í héraði.
Á Alþingi.
vægari dómar fyrir fr: 1
vægari dómar fyrir hrd: 1
vægari dómar fyrir sp: 1
Rangárvallasýsla ...........
Árnessýsla .................
Barðastrandasýsla...........
Gullbringusýsla.............
Snæfcllssýsla ..............
Siðusýsla ..................
fsafjarðarsýsla.............
Húnavatnssýsla..............
Eyjafjarðarsýsla............
Norðursýsla.................
Skagafjarðarsýsla...........
Borgarfjörður sunnan Hvitár
Borgarfjörður veslan Hvitár
Strandasýsla................
Austfjarðasýsla.............
Kjósarsýsla.................
Dalasýsla . . . .........
Alls....................
Fjöldiafbrolaalls: 1909.
TdJlti 1 . 1641 - 16.50.
fr 167 hrd '/» nsk ,///, nninii) .SkVringar:
10 12 2 200 20 Ir: Irillulilshroi
I4W 31 16 2 ION 16 lirtl: hnrdnmshrot
123 130 27 X 16 t 0 1 166 141 37 10 sp: siljaspcll nsk: nskilur. lillclli.
I2N 10 O 0 I3.x 10 |>;ir scm ckki cr tckiA
114 4 16 (1 134 0 Iram hvcrs c«3lis si«3|,-
% 10 0 0 124 1 l'i«»ti«3 cr. c«3a
103 14 4 1 123 11 skilst ckki.
XX 10 6 0 113 3 ;mmi«3. aljicngust cru
XO 0 10 IOI 1
44 10 5 0 6.X 1
46 11 6 0 63 7
41 6 7 0 54 s
27 16 0 45 0
31 10 0 1 42 0
24 3 2 0 20
20 6 0 0 26 1
411 231 II 13 10 1765 144
■ Siðferðisbrot eru 92,5% af öllum afbrotum. KrilliibTisbrol eru 79,9% af öllum siðferðisafbrotum.
Hórdómsbrot eru 13,1% af öllum siðferðisbrotum. Sifjaspell cru 6,4% af iillum siðferðisbrotum. Óskilgrcind
eru 0,6% af öllum siðferðisbrotum.
1765 (+ 12, sjá töflu 4). íslendingar sekir um siðferðisbrot á 9 árum. Þetta táknar að meira en annan hvern
dag hafi einn Islendingur verið tekinn fyrir ólöglegt kynlif. Þetta gefur kannski ekki alveg rétta mynd,
þvi oftast voru teknir tveir i einu, en þá má segja að 3. og4. hvern dag hafi par lent i höndum réttvisinnar.
sýslunum í töflu 1 áttu sér stað 81,5% allra
siðferðisbrota og einmitt i flestum þessara sýsla voru
helstu verstöðvar landsins.
Af einstökum tegundum brota voru fyrstu
frillulifsbrot langalgengust og sennilega hefur oft
verið um að ræða ungt fólk sem hugði á hjúskap en
gat ekki stillt sig um að vera gott hvort við annað
áður en gengið var frá hnútum bandsins hjónska.
Þegar þess er gætt að kynhvötin er sivirk og lætur
ekki sefast við eina útrás vekur það nokkra furðu að
ekki nema 14,4% siðbrotamanna eru gripnir fyrir
endurtekin brot. Svo virðist að sumir þeir sem einu
sinni lentu i klóm Stóradóms hafi látið sér það að
kenningu verða og fælst frá ólöglegu kynlifi.
Sérstaklega á þetta við um konur og má líka ætla að
fordómar í garð þeirra kvenna sem sóttu í svonalagað
hafi verið meiri en í garð eins innstilltra karla, alveg
eins og á okkar dögum. Aðra visbendingu um
undirokun kvenna má finna i töflu 3. Á þessum 9
árum missa 58 konur húðina vegna þess að þær geta
ekki greitt sekt, en aðeins 13 karlar. Segir þetta meir
en mörg örð um örbirgð og umkomuleysi þessa
réttlausa þjóðfélagshóps.
Lengi mætti halda áfram að draga ályktanir af
ofangreindum töflum en hér nem ég staðar og læt
lesanda eftir að túlka þær fyrir sjálfan sig ef hann
hefur áhuga.
Tafla 2.
Karlar Konur Alls
2. frillul. brot 103 85 188
3. frillul. brot 23 11 34
4. frillul. brot 10 2 12
Alls 136 98 234
(16,6% aföllumfrillul.brotum).
2. hórdómsbrot 6 3 9
2. sifjaspell 5 2 7
2. óskilgreint 4 1 5
Alls 151 104 255
(14,4% af öllum siðferðis
brotum).
Heimildir:
Alþingisbœkur Islands IV. og VI. (1933-1940).
Annálar 1400-1800. 1-IV. (1940-1948). Athuguð voru árin
1641-50.
Bogi Benediktsson: Sýslumannaœvir IV. (1909-1915).
Einar Laxness: íslandssaga L-Ö (1977).
Eirikur Þorláksson: „Stóridómur“ Mimir 24 (1976)
Glósur úr tsl,- og Norðurl. sögu 2. vorönn 1981.
Halldór Laxness: „Inngángur að Passiusálmum", Veilvang-
ur dagsins (1962).
Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin (1981).
Jakob Benediktsson (útg.): Guðmundur Andrésson:
Deilurit. Islensk rit siðari alda 2. (1948). Inngangur og
Discvrsvs oppositivus.
Lovsamling I (1853).
Sakafallsreikningar á Þjóðskjalasafni fyrir árin 1641-50.
Páll Sigurðsson: Ilrot úr réttarsögu (1971).
Steingrimur Matthiasson: Freyjukettirog Freyjufár (1918).