Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982. ■ Við kunningi minn ætluðum að láta gamlan draum rætast, flytja til Banda- ríkjanna og opna þar bakarí. „Einars & Aggies bakery“. Við fórum í rannsókn- artúr vestur til að kynna okkur aðstæður. Við flugum með Finnair - breiðþotu og á leiðinni var boðið uppá bíósýningu. Myndin sem sýnd var hét „Deep Throat“ og var með einhverri Lovlace ef ég man rétt. Sumum þótti myndin ósmekkleg en ástæðan fyrir vali hennar mun hafa verið sú að útfrá múnderingu leikenda stóðu forráðamen flugfélagsins i þeirri meiningu að hún ætti öll að gerast í finnsku gufubaði. Við hröktumst hálfringlaðir eftir flugið inní járnbrautarvagn sem æddi strax af stað beint oní jörðina. í vagninum birtist maður klæddur ein- kennisbúningi og með sjálfvirkan Karl- Gústaf riffil, þegar augun vöndust flöktandi Ijósunum gat ég lesið á skiltið fyrir aftan hann: Smoking Littering Spitting Radio Playing. járnarusli í kjallaranum og skarst á fæti. Ég kveikti á Zippokveikjaranum og studdi félagann haltrandi og blóðugan af stað. Eftir gráum gangi. Einhversstaðar draup vatn. í fjarska. Það bergmálaði. Nú var portið handan dyranna orðið fullt af sirenuvæli og eins gott að koma sér burt. En hvert? Ég elti litinn krókódil sem svamlaði eftir drullunni á ganginum. Kannski var hann að flýja undan okkur. Þetta voru ranghalar, hurðarlaust helvíti. Loksins fundust dyr sem virtust liggja út, þær voru læstar en með þvi að kasta okkur á hurðina tókst að opna. Við komum út í lokaða hliðargötu. Hún var full af svertingjum i úfnum ham. Minnstakosti 50. Éinn með svarta leðurhanska stóð uppá bilhræi og hélt ræðu. Um misréttið í þessu landi. Us color’ people doin’ all the worst jobs never gettin’ paid nothin’ but always gettin blamed! Hann fipaðist náttúrlega þegar hurð molaðist við hlið hans og við tveir ultum út, allt steinþagnaði. Svo veifaði foringinn hendi og tveir þungaviktarblámenn læstu okkur fasta. -Some white mothers, boss, what shall we put up with ’em? Við vorum óvopnaðir, annar slasaður, greinilega á flótta undan sömu skíthælunum og ofsóttu þá sjálfa. Við fengum séns. Klapp á bakið. Ræðu- maðurinn hélt áfram. Benti á húsin í kring. Hérna er okkur boðið uppá að búa. Ég var búinn að bursta af mér mesta rykið og leit i kringum mig. Allt var niðurnítt, hálfhrunið eða brunnið. á áttræðisaldri. Það gat vel passað. Og einmitt líklegt að þau væru búin að skifta um nafn, jájájá. Hún lýsti þeim nánar og ég gladdist við, þetta var greinilega rétta fólkið. Ignatius reyndar orðinn þvengmjór, en annað eins hefur nú skeð. Hún gaf mér upp heimilisfangið og sagðist þurfa að halda áfram að tæma vindlastubba úr öskubökkum. Ég kvaddi hana himinlifandi. Ég sagði Agga fréttirnar þar sem hann lá i sófa og horfði á myndina „Along came Jones“ í sjónvarpinu. Hann ætlaði ekki að trúa sinum eigin eyrum. Kannski þyrfti hann að fá sér ný. Við vöktum alla nóttina yfir sjónvarpinu og um morgun- inn lögðum við af stað með gulum leigubíl útí Queens. Þar var beyglaður skrjóður fullur af ryki og búið að skera í sætin. Það hvarflaði að mér að þetta væri annar af bilunum sem við sáum lenda i árekstri kvöldið áður, en það gat ekki verið þvi bílstjórinn i þessum leit út alveg eins og Robert deNiro. Þegar við komum að húsinu var lögreglan búin að umkringja það. Gömul kona sem var mjó einsog tannstöngull æddi æpandi um svæðið. Innanúr húsinu bárust öskur og útá tröppumar var leiddur sonur hennar i spennitreyju. -This isn’t Russia! öskraði hann og ranghvolfdi augunum. -Mrs Reilly! ávarpaði ég gömlu konuna, hún leit á mig með skelfingarsvip og flúði æpandi inní einn lögreglubílinn. Við fengum nægar upplýsingar hjá nágrönn- unum sem vildu segja okkur allt af þvi HUMAN FUCK - UPS Undirritunin var ógreinileg, en ég var svo ruglaður að ég héit hana vera, með venlig hilsen, Brésneff. Ég bar þetta undir Agga en hann spurði hvort ég væri orðinn brjálaður, hérna gæfi Brésneff engar fyrirskipanir, allra síst á dönsku. Ég hefði getað sagt mér þetta sjálfur. Strax og hægðist um fór ég að djöflast i simanum á hótelherberginu til að reyna að hafa uppá náunga sem við þurftum að tala við og átti að búa hérna í Ameriku einhversstaðar, yes, thank you operator, can you tell me if there is a fellow named I.J. Reilly registered somewhere in your... What... I? eh,yes, that is for Ignatius...-Nú? Ekkert númer fékk ég og engin miðstöð gat hjálpað mér, það var kannski ekki von því það eina sem ég vissi var að maðurinn bjó einhversstaðar i þessu landi, sem reyndar er heil heimsálfa. Reilly hafði verið pulsusali í New Orleans en orðið að hrekjast þaðan vegna pólitiskra ofsókna (seint verður Asgeir Hannes svældur út fyrir Gullbringu & Kjós). Svo ég gafst upp á símanum og við hlupum út í skýjakljúfanóttina til að elta allt sírenuvæl sem við heyrðumenþað þýddi ekki neitt, einn löggubíll æddi i þessa átt, brunó kom beint á móti og þegar við ætluðum að fylgja sjúkrabíl í fullum skrúða eftir þriðju götunni heyrðum við skothljóð innan úr skuggasundi á vinstri hönd. Þar var hálfkulnað bál, bílhræ, allt i drasli og brotnum rúðum. Eitthvað hreyfðist. Allir flúðu og þegar liðsstyrkur löggæslunnar nálgaðist vorum við einir í portinu fyrir utan þá skotnu. Eins gott að pilla sér. Niður tröppur innst í portinu. Aggi flæktist i Pappi i gluggakörmum. Eða ekkert. Snúrur útum allt. Sorpi eytt á bálköstum útá miðri götu. Fólk að slást. Grátur. Talandi höfuð / hlægjandi höfuð / Aaaaaa... Við þökkuðum fyrir vinsam- legheitin og héldum af stað. Okkur langaði heldur ekki i svona sigarettu sem leit út einsog lítill lúður. Við keyptum sex bjórdósir, sixpakk, í sjoppu og leituðum að stað til að anda rólegar. Sáum á næsta horni upplýst súlnahús sem gæti hafa verið Parþenon- hofið á Akrópólís ef það hefði verið gisnara og ekki stæði U.S. Mail á gaflinum. Það lágu marmaratröppur uppað musterinu og við settumst á þær miðjar. Ennþá voru svertingjarnir að funda útá horni og herópin sem þaðan heyrðust urðu æ hryssingslegri. f nokkrum fjarska var þyrping svartra ibúðarblokka og þaðan bárust með stuttu millibili drunur og eldglæringar. Svo varð harður árekstur tveggja gulra leigubíla á götunni fyrir neðan okkur og mannfjölda dreif að utanúr myrkrinu til að fylgjast með djöfulgangi bilstjóranna sem hótuðu að skjóta hvor annan. Ég var dálitið spældur yfir að hvorugur þeirra skyldi líta út eins og Robert deNiro. Áhorfendur voru sviknir um skotbardagann því þeir bara slitu sundur beygluð og skæld bilhræin og óku af stað. Annar þeirra komst ekki lengra en útað næsta horni, þar veifaði honum gamall maður á Tarzan sundskýlu og sveiflaði sér í aftursætið með siguröskri. Dr. Weissmiiller I presume. Uppúr þessum þönkum vorum við vaktir með kylfuenda sem potað var i axlirnar. Þungvopnaðir lögreglumenn skipuðu okkur ergilega að fara niðraf tröppunum. Annar svartur en hinn hvítur. Bannað að sitja hérna! Er þetta Svíþjóð? spurðum við, allt bannað! -Ég bara vinn hérna, sagði sá hvíti. En við fengum heiðursfylgd þeirra niðrá götu. Þangað voru mættir nokkrir af útifundinum frá þvi áðan. Einn þeirra spurði hvort við hefðum verið reknir niður. Við héldum það nú. Gæinn var ennþá í úfnum ham eftir fundinn og bölsótaðist útaf óréttlætinu, við venju- legt fólk mættum ekki einu sinni sitja á þessum tröppum þeirra. Aggi sagði að svona væru nú mannréttindin í dag. -Its no human rights man, sagði sá blakki, its human fuck-ups! Ég gaf honum einn bjór og við kvöddumst. Hann sagði okkur að skilnaði og var þá orðinn laumulegur að hann gæti útvegað allt sem okkur vantaði. Við þökkuðum kærlega fyrir það, Aggi sagði að sig vantaði sérbökuð vinarbrauð og sínalco, en mig vantaði Playboy og rakspíra. Hann fór með okkur i búð sem var opin allan sólarhringinn og þegar við kvöddumst aftur var hann á svipinn eins og hann hefði ekki meint nákvæmlega þetta. Uppá hótelherbergi fór ég aftur að reyna að hafa uppá Mr. Reilly. Kom allsstaðar að tómum kofunum. Nema þegar ég af hálfgerðri rælni hringdi í höfuðstöðvar Bell-símafyrirtækisins og bar upp erindi mitt. Þar lenti ég á rámri konu sem hafði greinilega mjög gaman af því að tala, hún yfirheyrði mig um allt sem Ignatiusi þessum viðkom, loksins varð mér á að spyrja hver hún væri. Hún kvaðst sitja i forstjórastóli fyrirtækisins, hún skúraði þar á hverri nóttu. Og hún sagðist geta hjálpað mér. Hún byggi nefnilega útí Queens, og i sömu götu og hún væru til húsa mæðgin sem gætu vel verið þetta Reilly fólk sem ég væri að tala um. Hann væri um fertugt og hún Aggi var með myndavél og þeir héldu að þeir yrðu kannski ríkir og frægir einsog Kennedybræðurnir ef þeir kæm- ust í blöðin. Jafnvel skotnir. Þeir kváðu þennan hræðilega son hafa lokað mömmu sina inni í fimmtán ár og svelt hana megnið af tímanum, en hann væri bókaortnur og séní og sprengjusérfræð- ingur sem héldi alla tossa heimsins hafa gert bandalag gegn sér. Hann færi aldrei út fyrir hússins dyr sjálfur nema á nóttunni, þá eigraði hann um, einmana einsog heimskautarefur, klæddur stíg- vélum og regnfrakka einum fata og gramsaði i öskutunnum nágrannanna, aumingja gamla konan hafi ekki séð sólina eða dagsbirtuna árum saman og svona menn ætti bara að loka inná hæli. Svo ruddi lögreglan svæðið og hermenn voru sendir inni húsið til að gera þar heilan sprengjulager dvirkan, við vorum komnir með höfuðverk af svefnleysi og iátum og fórum. Þegar við lásum í blöðunum daginn eftir að þessi sprengjudella hefði bara verið klár uppspuni sannfærðumst við um að ef þetta væru Reilly mæðginin frá New Orleans, þá væri ekki orð að marka kellinguna, hún væri bara orðin svona mjó og rugluð af þvi að drekka ofnbakað rúsínuvín. Sárir og þreyttir útaf endalokunum tókum við Greyhound til Memphis, eitthvað átóritet i bakarísmálum hafði frætt okkur á því að þar væru einungis starfrækt þrjú bakari i bænum, og litið fleiri i öllu Tennesseefylki. Stundum er spilað með mann einsog hina vitleysing- ana. Gæfulegri var dellan sem beið okkar þar. Einar Kárason, rithöfundur, skrifar frá Kaupmannahöfn um Bandaríkjaför

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.