Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982.
S'A'i'ÍÍÍÍ!
Ortölvupopp
Umsjón: Friðrik Indriðason
Bílafirmað-Sölumiðstöð bifreiða
er tíl sölu fyrir hliðstæöan rekstur.
Lykill að bílaviðskiptum.
Uppl. í síma 85315.
Ibúð óskast
2ja-3ja herbergja íbúð óskast á leigu í
Kópavogi eða Reykjavík sem fyrst.
Upplýsingar í síma 45000 hjá Prentsmiðjunni
Eddu.
Lausar stöður
Heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
heilsugæsluhjúkrunarfræðinga:
1. Dalvík H2, staða hjúkrunarforstjóra, laus nú
þegar.
2. Keflavík H2, staða hjúkrunarfræðings, laus
nú þegar.
3. Ólafsvík H2, staða hjúkrunarfræðings, frá og
með 15. ágúst 1982.
4. Vík í Mýrdal H1, staða hjúkrunarfræðings,
frá og með 15. ágúst 1982.
5. Þingeyri H, staða hjúkrunarfræðings, frá og
með 1. september 1982.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám í
hjúkrunarfræði og fyrri störf við hjúkrun sendist
ráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
25. júní 1982
SIGLUFJÖRÐUR
Forstöðukona barnaheimilis
Starf forstöðukonu barnaheimilis Siglufjarðar er
laust til umsóknar. Fóstrumenntun er áskilin.
Umsóknarfrestur er til 9. júlí n.k. Upplýsingar um
starfið veitir forstöðukona í síma 96-71359.
Umsóknir skulu sendar undirrituðum.
Bæjarstjórinn.
Land-Rover eigendur
Nýkomið á mjög hagstæðu verði:
Öxlar íraman og aftan
Öxulflansar
Hjöruliðskrossar
Girkassaöxlar
Girkassahjól
Fjaðrafóðringar
Hraðamælisbarkar
Hurðarskrár
stýrisendar
Póstsendum.
Bílhlutir h/f
Suðurlandsbraut 24 — Revkiavík
S. 38365.
spindlasett
kúplingspressur
kúplingsdiskar
og margt fleira
einhverjar séu nefndar og með nýju
tískunni „BIitz“ sem var andsvar við
punktiskunni. Það er eins með þessa
tónlistarstefnu, sem fljótlega var rang-
nefnd „nýrómantík“, að hún byggir á
mjög mismunandi grunni - disco, skalla-
poppi, rokki. Eins er um þær þrjár
plötur sem hér eru kynntar.
Duran Duran :Rio
E.M.I./Fálkinn
Hljómsveitin Duran Duran var stofn-
uð vorið 1978 í Birmingham af Nick
Rhodes (hljómborð) og John Taylor
(bassi). Trommuleikari hljómsveitarinn-
ar Roger Taylor kom úr punkhljómsveit-
inni The Sex Organs. Andy Taylor
gítarleikari úr Geordie og Simon Le
Bron söngvari komst i hljómsveitina á
meðmælum frá barstúlku. Allt fram til
1980 æfðu þeir af kappi en þá fóru þeir
á hljómleikaferð sem upphitunarhljóm-
sveit fyrir Hazel O’Connor. Þeir vöktu
athygli og gerðu samning við EMI. í
febrúar 1981 kom siðan fyrsta smáskifa
þeirra Planet Earth út. Hún náði strax
miklum vinsældum og í apríl fylgdi
smáskífan Careless Memories þeim
eftir. f byrjun júni 1981 Ieit siðan
dagsins ljós fyrsta breiðskífa þeirra.
Hún hét einfaldlega Duran Duran. Hún
náði miklum vinsældum í Englandi
komst i annað sæti vinsældalistans og var
á honum samfellt i 16 vikur. Á eftir
fylgdu smáskífurnar Girls on film og
síðasta haust My Own Way., Nú í vor
kom síðan platan RIO út. Henni svipar
mjög til fyrri plötu þeirra full af léttum
danslögum sem nær öll gætu náð miklum
vinsældum. Tónlist Duran Duran er eins
og fyrr segir „nýrómantísk“ byggir
mikið á notkun hljóðgervla og grunnur-
inn er diskóið. Að minu áliti eru Duran
Duran ásamt Ultravox og Depeche
Mode fremstir á þessari tónlistarstefnu.
Bestu lög: Öll en sérstaklega New
Religion, Save A Prayer og Hungry Like
The Wolf.
Classicx Noúveaiix:
La Verité.
Liberty/Fálkinn
Hljómsveitin Classicx Noúveaiix var
stofnuð seinni hluta ársins 1979 af hinum
sköllótta og svartklædda söngvara Sal
Solo, trommuleikaranum B.P. Hurding,
bassaleikaranum Mik Sweeney og gítar-
leikaranum Gary Steadman.
Fyrsta smáskífa þeirra The Robots
Dance kom út hjá litlu útgáfufyrirtæki
* Fresh Rec. í ágúst 1980. f október sama
ár gerðu þeir samning við Liberty og
fyrsta smáskífa þeirra á því merki Nasty
Little Green Men kom út mánuði síðar.
Pað var þó ekki fyrr en með smáskífunni
Guilty sem út kom i febrúar 1981 að þeir
náðu almennum vinsældum. Á eftir
fylgdi smáskífan Tokyo og síðan i apríl
kom fyrsta breiðskífa þeirra Night
People út. Hún náði miklum vinsældum
mjög víða og var gefin út i 27 löndum
þar á meðal Indlandi, Filipseyjum og
Bólivíu. Nýlega kom út önnur breið-
skifa þeirra La Verité. Hún er ólik fyrri
plötunni léttari og „melódiskari". Eftir
upptöku La Verité hætti gítarleikarinn
Gary Steadman en í hans stað kom Jimi
Sumén. Hann fæddist árið 1958 í
■ Það er eins með tónlist og annað í
þessum heimi að hún lýtur þróun
tækninnar. Pað kom því ekki á óvart að
hin aukna tölvutækni hin síðari ár hefði
áhrif á tónlistina. Ef ætti að nefna
einhverja upphafsmenn þessarar tónlist-
arstefnu þá mætti t.d. nefna þá Ralf
Hutter og Florian Schneider úr þýsku
hljómsveitinni Kraftverk en allt eins
væri hægt að nefna þýska tónskáldið
Karlheinz Stockhausen (Mantra) sem
var byrjaður að leika sér að „electronic“
fyrir 1960. Upphafið var a.m.k. i
tækniþjóðfélagi Vestur-Þýskalands. En
þessir þýsku frumkvöðlar voru þó eins
og steinaldarmenn miðað við það sem
síðar kom. í lok siðasta áratugar tók
þessi tónlistarstefna að skjóta rótum í
Englandi og Bandaríkjunum með
hljómsveitum eins og Ultravox, Span-
dau Ballet og Duran Duran svo
■ Duran Duran
Jyváskylá í Finnlandi og hefur gefið út
þrjár plötur í Skandinavíu. Key West,
Screenplay og Between Orient and
Accidents.
Tónlist Classicx Noúveaúx er ólík
tónlist Duran Duran því hún byggir á
öðrum grunni. Hér er það popprokkið
sem hefur yfirhöndina en á stöku stað
hefur diskóið haft mikil áhrif t.d. í
lögunum Never Again og Because
you’re Young. Fyrri plata hljómsveitar-
innar gerði mig ekki að aðdáanda og
þessi nær því ekki heidur. Mörg lög á
plötunni eru mjög góð en það er nokkuð
um daufa kafla sem gera plötuna
þreytandi til lengdar.
Bestu lög: Never Again, Because
you’re Young og Is it a Dream.
Thomas Dolby:
The Golden Age of Wireless.
Yenice In Peril Records/Fálk-
inn,
Af þessum þremur plötum held ég að
Thomas Dolby gangi lengst I notkun
tölva og hljóðgervla. Ef ætti að nefna
einhvern grunn sem hann virðist byggja
á þá segði ég „skallapopp" og á þá við
það sem á sínum tíma var kallað
„nýklassik" þ.e. hljómsveitir eins og
Yes, Genesis, Renaissence o.fl. Einseru
Bowie áhrif áberandi t.d. i laginu
Weightless. Thomas notar mikið „klass-
íska frasa" (og jafnvel jazz). Textar hans
eru hins vegar flestir algjörlega i anda
nýrómantikurinnar t.d. Airwaves og
Europa And The Pirate Twins
Thomas þessi heitir fullu nafni
Thomas Morgan Dolby Robertson þó ég
eigi von á því að Dolby nafnið hafi hann
tekið upp eftir skírn. Hann fæddist árið
1958 í Cairó i Egyptalandi. Faðir hans
er breskur fornleifafræðingur. Fram til
1973 ferðaðist Thomas um Evrópu með
föður sínum. Hann fékk mikinn áhuga
á „electronic" og sjálfmenntaði sig i
pianóleik. Hann fékk einnig mikinn
áhuga á veðurfræði og kvikmyndagerð.
Frá 1974 til 1977 lék hann á píanó á
ýmsum veitingahúsum bæði i París og
London. Frá 1977 til 1979 ferðaðist hann
um Evrópu með hljómsveitunum Mem-
bers, The Fall og UK Subs og sá um
hljóð fyrir þær á tónleikum. 1979 varð
hann meðlimur í hljómsveit Bruce
Wolley’s The Camera Club og lék með
þeim inn á plötuna English Gardens.
Eftir það varð hann meðlimur i
■ Classix Nouveaux
■ Thomas Dolby
hljómsveit Lene Lovich og samdi t.d.
lagið New Toy sem var á síðustu
smáskifu Lene. Aðrir sem hann hefur
unnið með eru t.d. Foreigner og Joan
Armatrading. Vorið 1981 kom fyrsta
smáskifa hans Urges/Leipzig út hjá
Armageddon útgáfunni en síðasta sum-
ar stofnaði hann eigin útgáfufyrirtæki
Venice In Peril Records. (V.I.P:
Feneyjar í hættu ísl.) Ástæðan fyrir
nafninu er sú að hann er mikill
áhugamaður um verndun Feneyja og
gefur allan ágóða af öllum smáskífum
sem V.I.P. Rec. gefur út i sérstakan
sjóð til verndunar Feneyja. Það er hins
vegar óhjákvæmilegt að Feneyjar sökkvi
í sæ í framtíðinni því árnar sem renna
út á Pósléttuna bera með sér mjög
mikinn framburð ofan úr Alpafjöllum.
Þar sem jarðskorpan er i þyngdarjafn-
vægi sekkur landið sem svarar þyngd
framburðarins. Þá gengur sjór á land og
því sökkva Feneyjar smátt og smátt í sæ.
En þetta tekur margar aldir og á meðan
eru listaverk Feneyja að eyðast vegna
mengunar andrúmsloftsins. Þessu vill
Dolby breyta og er framtak hans til
fyrirmyndar. En áfram með smjérið.
Síðasta haust kom út önnur smáskifa
Dolby’s Europa And The Pirate Twins
sem náði þó nokkrum vinsældum. Eftir
fylgdu smáskífurnar Airwaves og Radio
Silance. í mai síðastliðnum leit síðan
breiðskífan The Golden Age Of Wire-
less dagsins ljós. Þar nýtur hann
aðstoðar t.d. Lene Lovich og Les
Chappell, Bruce Woolley og Andy
Partridge úr XTC.
Bestu lög: Europa And The Pirate
Twins, Radio Silance og The Wreck Of
The Fairchild.
vika