Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 18
18__________________ heimsmeistarar í skák SPASSKfj — Mistækur V ..wriiaii.*-« JSht. t sóknarsnillingur 11 Fyrri hluti 0 0 c ■ Boris Spasskíj hefur átt undarlega 'ójafnan feril. Hann var talinn undrabarn á táningsaldri, varð heimsmeistari ung- linga, stórmeistari og vann sér þátttöku- rétt á millisvæðamót er hann var 18 ára, og var lalinn viss um að hljóta heimsmeistararitilinn áður en langt um liði. En þá kom langt og erfitt timabil, Spasskij átti í deilum við skákyfirvöld og þjálfara sina og skildi við fyrstu konu sína, við skákborðið gekk hvorki né rak. Loks tók hann sig á og með snilldartafl- mennsku komst hann á toppinn 1969 en stóð sig aðeins miðlungi vel sem heimsmeistari og tapað illa fyrir Fischer hér í Reykjavik. Eftir það lenti hann i ónáð sovéskra skákyfirvalda, var bann- að að tefla um langt skeið en fékk loks að fara úr landi. Siðan hefur árangur hans verið misjafn, en yfirleitt heldur góður. t>að er sjálfur persónuleiki Spasskíjs sem hér hefur valdið mestu um. Þó hann virðist sjálfstraustið uppmálað og sé viðurkenndur snillingur þegar honum tekst best upp þá er hann einnig þjakaður af öryggisleysi og efahyggju og á auk þess í höggi við hræðilegan óvin skákmeistara: leti. Hann hefur sjálfur sagt að honum svipi til rússneska bjarnarins, latur og hægur og hneigður til þunglyndis en kröftugur þegar hann fer af stað. Hann fæddist í Leningrad 30. janúar 1937 - annar afi hans var prestur rétttrúnaðarkirkjunnar, en í hina ættina stóðu Gyðingar að honum, eins og svo mörgum öðrum skákmeisturum. Spass- kij hefur sjálfur sagt, lakónískur að vanda: „Foreldrar minir hittust, giftust og ákváðu að eignast börn.“ Hann var aðeins fjögurra ára er Þjóðverjar réðust á Sovétrikin en Spasskíj var sendur til Leníngrad áður en innrásarherirnir -settust um borgina og þurfti því ekki að upplifa hörmungar umsátursins, eins og t.a.m. Korchnoi. Meðan á stríðinu stóð slitnaði upp úr hjónabandi foreldra hans og eftir það bjó hann hjá móður sinni. Hún var einföld kona og hjartahrein, sterk og trúhneigð, þrjósk. „Þrjóska er aðaleinkenni mitt sem skákmanns,“ scgir Spasskíj. Spasskij lærði að tefla er hann var fimm ára. Meðan á útlegðinni frá Leníngrad stóð tefldi stráksi allmikið - „uppáhaldsmaðurinn minn var hrókur- inn; ég kunni afar vel við það hvernig hann gekk eftir beinum línum“ - en er fjölskyldan settist aftur að í borginni eftir strið leið oft langt á milli þess að hann tefldi. En það var eitthvað sem heillaði hann og brátt hafði hann gengið til liðs við skákklúbb ungliðahreyfingar kommúnistaflokksins. Þar hitti hann fyrsta þjálfara sinn, Vladimír Zak (sem einnig vann með Korchnoi), og undir hans stjórn fór Spasskij að sýna miklar framfarir. „En ég tefldi eins og öldungur, ég var mjög traustur stöðubar- áttuskákmaður þegar ég var niu ára!” Upp úr 1950 fór fimm stunda dagleg yfirlega hans yfir skákborðinu að skila árangri. Bótvinnik tók eftir honum og hældi honum á hvert reipi, 1953 var hann valinn til að taka þátt i sterku alþjóðlegu móti i Búkarest. Hann var aðeins 16 ára en athygli heimsins á honum var vakin þegar hann malaði sjálfan Smyslov i fyrstu umferð. Á endanum varð hann i 4.-6. sæti, innan um mjög sterka skákmeistara. Ári síðar varð hann i 3.-6. sæti á skákþingi Sovétríkjanna (jafn Bótvinnik, Petrósjan og Ilvitskij, en aðeins hálfum vinningi á eftir Géller og Smyslov), og varð með þeim hætti yngsti skákmaður heims sem áunnið hafði sér þátttökurétt á millisvæðamót. Nokkru áður en hann héit á millisvæða- mótið i Gautaborg vann hann heims- meistaramót unglinga næsta léttilega. Bronstein sigraði með yfirburðum á þessu móti, en Spasskij lenti í 7.-9. sæti (ásamt Filip og Pilnik) sem nægði honum til að komast í áskorendakeppn- ina í Amsterdam ári siðar. Þessi árangur leiddi einnig til þess að hann var útnefndur alþjóðlegur stórmeistari og var hann þá yngsti maðurinn sem þann titil hafði hlotið, þótt Fischer og Kasparov hafi siðan hlotið titilinn enn yngri (Fischer 15 ára, Kasparov 17). Árangur Spasskíjs á áskorendamótinu fór einnig fram úr öllum vonum: Smyslov sigraði, Kérés varð i öðru sæti (eins og venjulega!), en siðan kom Spasskij i 3.-7. sæti ásamt Bronstein, Géller, Petrósjan og Szabó. Það virtist aðeins tímaspursmál hvenær þessi ungi krónprins nældi sér i heimsmeistaratitil- inn. Ekki minnstan þátt í árangri Spasskijs hafði AlexanderTólúsj, þjálf- ari hans frá 1952 átt, en það var Tólúsj sem ýtti undir sóknartaflmennsku Spasskijs og taktík hans. En nú kom babb i bátinn. Næstu árin náði Spasskij ekki alveg jafn góðum árangri og nú var farið að búast við af honum og 1958 varð hann fyrir gífurlegu áfalli. Skákþing Sovétrikjanna var það ár haldið i Riga og auk meistaratitils Sovétríkjanna var barist um sæti á næsta millisvæðamóti. Eftir erfiða baráttu virtust allar líkur á að hann næði a.m.k. síðara markinu. í síðustu umferðinni tefldi hann við Tal og var svo fyrir þeim komið að sá er ynni myndi sigra á mótinu, en sá er tapaði ekki komast á millisvæðamót. Spasskij hafnaði jafn- tefli sem Tal bauð fljótlega og eftir hörku viðureign hafði hann tryggt sér nær unna stöðu í biðskákinni. Hann vakti alla nóttina yfir biðstöðunni, tókst ekki að finna rakta vinningsleið og var þreyttur og illa fyrir kallaður þegar tekið var til við skákina daginn eftir. Spasskij tefldi eins og í leiðslu, lagði of mikið á stöðu sina og tókst að glutra niður yfirburðum sínunt, tókst að lyktum að tapa skákinni. Þetta voru ógurleg vonbrigði og Spasskij var lengi að ná sér. En um sama leyti þroskaðist tafl- mennska Spasskíjs og hann náði oft frábærum árangri á alþjóðlegum mót- um. Snemma árs 1960 tók hann t.d. þátt i býsna sterku skákmóti i Mar del Plata í Argentinu, en þar mætti hann i fyrsta sinn unga bandaríska snillingnum Bobby Fischer. Þarna mættust tveir yngstu stórmeistarar heims og keppni þeirra var geysihörð, þeir höfðu algera yfirburði á mótinu og deildu að lokum með sér sigrinum: fengu hvorki meira né minna en 13.5. vinning af 15 mögulegum, en Spasskíj sigraði Fischer í innbyrðis skák þeirra. Árið 1961 voru haldin tvö skákþing Sovétrikjanna, hið 28. og hið 29., og var fyrra mótið jafnframt svæðamót fyrir komandi millisvæðamót. Nú var Spasskíj ákveðinn í að gera betur en 1958 en ótrúlegt nokk fór á nákvæmlega sömu lund. Hann mætti Stein i siðustu umferð og varð að vinna til að komast á millisvæðamót. Spasskij teygði sig of langt i vinningstilraunum, fékk verri stöðu i biðskákinni og þrátt fyrir næturlangar rannsóknir fann hann enga leið til að bjarga skákinni. Um morguninn fór hann því til Steins og gaf skákina án frekari taflmennsku. Stein rak í rogastans, hann hafði alls ekki fundið vinningsleiðina og bjóst við harðri baráttu enn um sinn. „Þetta kenndi mér,“ sagði Spasskíj, „að það er nauðsynlegt að berjast til siðasta blóðdropa." En sú lexía kom of seint, hann varð enn að biða þrjú ár eftir möguleika til að komast áfram í heimsmeistarakeppninni. Þetta var mikið bömmerár fyrir Spasskíj. Hann skildi við fyrstu konu sina - „við vorum orðin eins og mislitir biskupar" - og rak einnig þjálfara sinn, Tólúsj, með hcldur leiðinlegum hætti, en fékk Bondarévskíj i staðinn. Hann var slæmur á taugum, komst i ónáð yfirvalda og virtist um tíma brunninn út. En þá reif hann sig upp og sigraði næsta örugglega á 29. skákþinginu seint á árinu 1961 og eftir það lá leiðin hægt og sígandi upp á við á ný. En áður en lengra er haldið skulum við lita á eina skák Spasskíjs frá Mar del Plata 1960. Hann hefur hvitt gegn Alberto Foguelman frá Argentinu, reyndum skákmeistara. 1. e4 - c6 (Karó-kann. En ef svartur var að vonast eftir rólegri skák sá hann fljótt að svo yrði ekki!) 2. d4 - d5 3. Rc3 - dxe4 4. Rxe4 - Bf5 5. Rg3 - Bg6 6. h4 - h6 7. Rle2 - Rf6 8. Rf4 - Bh7 9. Bc4 - e510. De2! (Þessi leikur er dæmigerður fyrir Spasskíj. Hann verður á undan i uppbyggingu og hirðir þá ekki um eitt peð.) 10. - Dxd4 11. 0-0 - b5 (Hm. Eðlilegt framhald uppbyggingar, t.d. 11. - Rbd7!, hefði verið mun betra.) 12. Bb3 - Bc5 (Til að koma í veg fyrir 13. Hdl.) 13. Be3 - Dd6 14. Hfdl - De7 15. Bxc5 - Dxc5 16. Rfh5! - Rxh5 17. Rxh5 - 0-0 18. Dg4 • g6 19. Hd3 - a5 20 Hadl! (Síðasti leikur hvíts var lífshættuleg gildra. Ef svartur leikur nú 20. - a4 sem virðist vera eðlilegasti leikurinn þá hristir Spasskij eftirfarandi fléttu fram úrerminni: 21. Bxf7+! -Kxf722. Hd7+! - Rxd7 23. Hxd7+ - Kg8 24. Hg7+ - Kh8 25. Hxh7+ og svo framvegis.) 20. - Ha7 21. Hd6! (Hyggur á 22. Hxg6+!) 21. - Kh8 22. Rf6 - a4 23. Rxh7! - axb3 (Eða 23. - Kxh7 24. Bxf7) 24. Rxf8 - bxc2 25. Rxg6+! - fxg6 26. Hd8+ - Kg7 (Hér átti svartur mun skárri leik, 26. - Kh7!, en hvítur hefur auðvitaðgjörunn- ið tafl samt.) 27. Hg6+ (Ein fórnin enn!) 27. - Kxg8 28. Dxg6+ - Hg7 29. Hd8+ - Df8 30. Hxf8+ - Kxf8 31. Dxc2 - Kg8 32. Dc5 og svartur sá að þetta þýddi ekki lengur og gafst þvi upp. Árið 1962 var Spasskij í fyrsta sinn valinn fulltrúi lands sins á ólympíuskák- móti, hann tefldi á þriðja borði í Varna og náði bestum árangri þriðja borðs manna. íslendingar muna væntanlega helst eftir þessu móti sökum þess að Friðrik Ólafsson varð hæstur þeirra sem tefldu á fyrsta borði. 1963 varð hann jafn öðrum í fyrsta sæti á meistaramóti Sovétríkjanna en gekk ekki sem skyldi í aukakeppninni um titilinn þar sem Stein vann sigur. Á hinn bóginn dugði frammistaða Spasskíjs til að tryggja honum þátttöku á svæðamóti Sovétrikj- anna sem haldið var ari siðar. Þar vann Spasskíj sigur eftir erfitt mót og tók því þátt i millisvæðamótinu i Amsterdam 1964. Hann byrjaði illa en herti sig er á leið og lokaumferðirnar voru æsispenn- andi. Fimm sovéskir stórmeistarar tóku þátt i mótinu og voru allir i hópi efstu manna en vegna reglna sem þá voru i gildi myndu aðeins þrir þeirra komast áfram, þvi engin þjóð mátti eiga fleiri en þrjá fulltrúa í úrslitakeppninni. Voru þetta viðbrögð við áskorendamótinu i Curacao 1962 þegar fimm Sovétmenn áttu alls kostar við þrjá „útlendinga". Að lokum urðu fjórir keppendur efstir og jafnir: Spasskij, Smyslov, Tal og Larsen með 17 vinninga hver, siðan kom Stein með 16.5, Bronstein með 16, Ivkov með 15 og svo Portisch og Reshevsky með 14.5. Stein og Bronstein duttu báðir út, en i stað þeirra komu Ivkov og Portisch, sem vann Reshevsky. Stein féll tvivegis úr leik i heimsmeist- arakeppninni áður en þær voru afnumd- ar. Nú var í fyrsta skipti keppt með nýju fyrirkomulagi: einvígi í stað áskorenda- móts. Spasskíj hafði aldrei teflt einvígi áður en hann settist niður i 8-manna einvigjunum til að tefla við Paul Kéres, snillinginn frá Eistlandi, en honum tókst að vinna eftir erfiða raun. f 4-manna úrslitunum sigraði hann svo Géller (sem hafði unnið Smyslov) næsta léttilega. í úrslitunum um áskorendaréttinn mætti Spasskíj síðan Mikhaíl Tal sem nú var aftur á framabraut eftir erfið ár. í fyrsta sinn beitti Spasskíj fyrir sig sálfræðilegri taktík; tefldi langar og erfiðar skákir til að þreyta andstæðinginn. Eftir átta skákir hafði hvor um sig unnið eina skák, en hinar endað með jafntefli, þá fór Spasskíj á skrið og vann þrjár skákir i röð og þar með einvígið. Taflmennska Spasskíjs undanfarið þótti afar sannfærandi og þvi spáðu flestir því að hann myndi sigra Tígran Petrósjan, heimsmeistara i einvígi þeirra árið 1966. Það fór á aðra lund. Spasskij tókst ekki að finna verulega veika hlið á hinum kæna Armenínumanni og leyfði Petrósjan auk þess að ráða ferðinni að mestu leyti hvað varðar byrjanir og taflmáta. Fimm fyrstu skákirnar enduðu með jafntefli en í þeirri sjöttu fékk Spasskíj yfirburðastöðu. Honum tókst ekki að nýta sér hana til vinnings og glataði þannig töluverðu sjálfstrausti, og tapaði sjöundu skákinni og brátt hafði Petrósjan tekið tveggja vinninga for- ystu. Spasskij barðist af hörku það sem eftir var og tókst að minnka muninn niður í einn vinning, en betur gerði hann heldur ekki og einvígið endaði 12.5-11.5 fyrir Petrósjan. Nú bjuggust margir við að Spasskij myndi fara út af sporinu eftir ósigurinn, líkt og hafði svo oft hent hann áður. En svo fór ekki. Spasskíj hafði tekist að þroska sjálfan sig og var nú allur annar og öruggari maður en fyrrum, eins og hann sýndi skömmu eftir heimseistara- einvigið þegar hann tefldi á geysisterku skákmóti i Santa Monica. Meðal keppenda voru bæði Petrósjan og Fischer en Spasskij sló þeim báðum við, en naumlega þó eftir gífurlegan enda- sprett Fischers i siðari hluta mótsins. Snemma árs 1967 vann hann góðan sigur á sterku móti i HoIIandi, en síðan einbeitti hann sér að undirbúningi næsta hrings heimsmeistarakeppninnar. 1968 hófust hin erfiðu einvigi á nýjan leik, nú með þátttöku Spasskijs, Tals Géllers, Larsen, Kotchnoi, Portisch, Reshevsky og Gligoric. Spasskíj keppti í 8-manna úrslitunum við Géller og vann hann létt, síðan kom röðin að Larsen og aftur vann Spasskij sigur án teljandi erfiðleika og i úrslitunum mætti Spasskíj Viktor Korchnoi. Hann mátti sin heldur ekki mikils gegn vel undirbúnum og sigurþyrstum Bóris og þvi stóð nú fyrir dyrum annað heimsmeistaraeinvígi við Petrósjan. Og nú ætlaði Spasskíj að sigra. Um þetta leyti var farið að tala um hversu skákstill Spasskijs væri viðtækur. Hann átti sér sína ofjarla i byrjunarfræð- um, einnig i fléttum miðtaflsins en enginn sameinaði þessa þætti jafn vel og Spasskij. Raunar var varla snöggan blett a honum að finna. Umfram allt var Spasskíj þó sóknarmaður, og þess má geta að Korchnoi sagði um hann (áður en vinslit urðu með þeim 1979) að hann væri ásamt Alekhine og Kéres, snjallasti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.