Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarma&ur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Si&umúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Nýtum þann afla sem á land berst ■ Oft heyrast raddir um að við ættum að fullvinna fiskinn hér heima áður en hann er seldur til útlanda, til að skapa atvinnu innanlands og selja hana á hærra verði í útlöndum. Ekki er vel ljóst í hverju þessi „fullvinnsla“ felst, en helst er að skilja að íslendingar eigi að fara að matreiða fiskinn ofan í erlenda kaupendur. Gallinn er aðeins sá, að sundurleitur hópur kaupenda í mörgum löndum vill sjálfur fá að ráða matseðli sínum og matreiða sinn fisk eftir eigin höfði. Færibandamatreiðsla er á undanhaldi í flestum bestu viðskiptalanda okkar. Það sem verður að kappkosta er að bjóða upp á gott hráefni á pönnuna eða í pottinn. Það eru ömurlegar fréttir sem berast frá Portúgal um að með stuttu millibili eru sendir þangað saltfiskfarmar, sem hvergi nærri standast þær gæðakröfur sem fylgibréf sendinganna hljóða upp á. Þetta er handvömm sem aldrei má eiga sér stað. Á sama tíma og þorskaflinn minnkar um fjórðung höfum við engin efni á því að lækka verðið verulega á því sem þó aflast með óvönduðum vinnubrögðum. Auk fjárhagstjónsins hefnir það sín á markaðnum þegar til lengri tíma er litið. Hver farmur sem seldur er úr landi á að vera gæðastimpill fyrir íslenska framleiðslu og greiða fyrir sölu og hagkvæmum samningum fyrir næsta farm. Þótt þorskafli hafi minnkað í ár, sem raun ber vitni, tókst að setja íslandsmet í skreiðarframleiðslu. Það hefur aldrei verið hengt eins mikið upp af þorski og í ár. Birgðirnar eru óseldar. Markaðurinn í Nígeríu er hruninn vegna efnahagserfiðleika þar í landi. Þarna átti að taka skjótfenginn gróða. Þótt oft hafi gengið brösulega að koma skreiðinni í verð, brá svo við í fyrra að eftirspurn var mikil og verðið gott.Þorskurinn var hengdur upp af kappi en lítilli forsjá. Á sama tíma og olíuverð fór hríðlækkandi og fréttir bárust um sölutregðu í Nígeríu gerðu menn út á olíugróðann þar hér uppi á íslandi. Sendinefndir koma með þær fréttir frá Afríku, að eitthvað verði menn að éta þar og þeir hljóti að kaupa skreiðina okkar rétt eins og í fyrra. Þar við situr. Þeir sem selja fisk á Bandaríkjamarkað, sem er okkar besti og hagkvæmasti markaður, vara við því, að hætta sé á að keppinautar okkar komist inn á þann markað ef við ekki getum útvegað nægilegt hráefni. Erfiðleikar útgerðar og fiskvinnslu eru miklir. Aukinn tilkostnaður og minnkandi afli eru höfuðor- sakirnar. Því mun meiri ástæða er til að koma þeim fiski sem á land berst í gott verð. Það er til lítils að halda úti dýrum skipum með ærnum tilkostnaði ef ekki tekst að koma aflanum óspilltum í hendur kaupenda og fá sæmilegt verð fyrir hann. Fiskveiðar eru og verða okkar stóriðja og fullvinnslan er og verður að koma afurðunum óskemmdum og í 1. flokks ástandi í hendur kaupendanna. OÓ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982. skuggsjá Sveiflur í sænskum bókmenntum: SkáMdapnriim aftnr mikilvægari en boð- skapurinn I Svíþjóð Jr JÓÐFÉLAGSLEG GAGNRÝNI OG SIÐDFERÐI- LEG OG PÓLITÍSK PREDIKUN ER EKKI LENGUR HELSTA VIÐFANGSEFNI SÆNSKRA RITHÖFUNÐA. Á síðustu árum hefur aftur orðið sveifla í bókmenntastefnu, eða bókmenntatísku, í Sviþjóð. { stað þess að grafa sig ofan f þjóðfélagsvandamál samtimans eru rithöfundar farnir að skrifa skáldsögur, þar sem skáldskapurinn skiptir meira máli en boðskapurinn. Sænskur rithöfundur og blaðamaður við Dagens Nyheter í Stokkhólmi Lars Olof Franzen, heldur þessu a.m.k. fram i grein, sem hann ritaði nýlega i danska blaðið Politiken undir fyrírsögninni „Atter orden i svensk litteratur“. Þar minnir hann á þá nýju strauma, sem gerðu vart við sig í sænskum bókmenntum, eins og reyndar bókmenntum fleiri þjóða, á sjöunda áratugnum og náðu að setja mjög svip sinn á sænskt bókmenntalff allt fram undir þann áratug, sem nú er tiltölulega nýhafinn. Hér var m.a. um að ræða nýraunsæis- stefnu, kvennabókmenntir af ýmsu tagi og svo heimildarskáld- sögur. Áhersla hafi verið lögð á virka þátttöku i þjóðfélagsumræðu samtímans, og listrænt og fagurfræðilegt gildismat orðið að víkja fyrir boðskapnum, málstaðnum. Franzen segir, að á sjöunda áratugnum hafi bókmenntunum verið skikkað þjóðfélagslegt hlutverk, sem þær hafi ekki haft næstu áratugina þar á undan. Rithöfundarnir hafi tekið til meðferðar málefni dagsins jafnt i Sviþjóð sem á alþjóðavettvangi. Sem dæmi nefnir hann sögur Per Olof Sundmans um ákvarðanatekt í sveitastjórnum, Afrikufrásagn- ir Per Wástberg og Söru Lidman, verk Görn Palm um siðferðilegs tengst hinna ríku Svía við þriðja heiminn, frásagnir Sven Lindquist og Jan Myrdal af Indlandi og Kínverska alþýðulýðveldinu og fleira, jafnframt skýrir hann frá því, hvernig rithöfundar hafi mátt sæta hugmyndafræði- legri gagnrýni fyrir verk sín. „Skáldskapur varð siðferðilega vafasamur. Meðvitaður tilgangur ríthöfundaríns var dreginn í efa. Rithöfundurinn var dreginn til ábyrgðar fyrir að bókmenntirnar og sögupersónur hans sjálfs, væru þátttakend- ur í stéttabaráttunni," segir Franzen. Afleiðing þessarar stefnu var m.a., að hin fagurfræðiiega hlið listarinnar var aðeins talin eins konar skraut, og i versta falli til þess notuð að fela innihaldsleysi verkanna. Um miðjan áttunda áratuginn hófst breytingin að sögn Franzens, sveiflan til baka. Fleiri og fleiri rithöfundar leituðu til fortiðarinnar um efnivið. Sagnfræðilegar eða sögulegar skáldsögur urðu aftur viðurkenndar, m.a. meðal höfunda, sem áður fjölluðu öðru fremur um samtímann, svo sem Lars Andelius, Hans Granlid, Sven Delblanc, sem fékk einmitt bókmenntaverðlaun Norðurlanda nú síðast, Inger Alfven og Sara Lidman, en hún var ein þeirra höfunda, sem á sjöunda áratugnum hvarf frá hreinræktuðum skáldskap til gerðar heimildarsagna og stjómmálastarfs. Nú hefur hún snúið aftur til þess norðurlenska umhverfis, sem skóp henni efnivið i fyrstu skáldsögur hennar á sjötta áratugnum. í „Din tjánere Hör“ (1977), „Vredens bam“ (1979) og „Nabots sten“ (1981) vefur hún ævintýramynd um baráttu íbúa smábæjar fyrir framtið sinni. Hún skrifar aftur á mállýsku, sem gefur texta hennar sérstæðan, ljóðrænan skýrleika, að sögn Franzens. Per Olov Engquist hefur í bók sinni „Musikanternes uttág“ (1978) horfið aftur til liðins tima i Vasterbotten. Skáldsagnaröð Lars Ardeliusar - „Och kungen ár kung“ (1976), „Tid och Otid“ (1978) og „Provryttare“ (1981), er eins konar króníka, sem lýsir þróun sænsks þjóðfélags frá því fyrir aldamótin síðustu og fram til síðari heimsstyrjaldarinnar. Þessir höfundar eiga það sameiginlegt að hafa hafið sögulegar skáldsögur til vegs og virðingar á nýjan leik í Svíþjóð. Og á meðan þessi breyting hefur orðið í skáldsagna gerð hefur ekki ósvipuð sveifla átt sér stað á sviði ljóðagerðar, þar sem straumar módemisma og táknmáls hafa mtt sér til rúms. Fram kemur í áðurnefndri grein, að ein af ástæðum þessarar sveiflu hafi verið óánægja margra rithöfunda með þá bókmenntastefnu, „sem leit á ímyndunarafl sem afturhalds- samt stórveldi". Þeim viðhorfum hefur því einfaldlega verið ýtt til hliðar. UvAÐA ÞJÓÐ HEIMS ER GREINDUST? Spurningin virðist ef til vill fáránleg, en sprenglærðir vísindamenn, sem mæla alla skapaða hluti, hafa sem kunnugt er einnig fundið aðferð til að mæla greind fólks. Og nú hafa þeir sér- staklega valið úrtak sem á að sýna meðaltal tiltekinna þjóða, og látið þá, sem í úrtakinu lentu, gangast undir greindarpróf. Og þannig telja þeir sig geta sagt til um hvaða þjóð sé greindust. Og hverjir skyldu nú hafa „unnið“, ef svo má að orði komast? Jú, ef marka má þessar athuganir, þá eru Japanir greindastir allra þjóða. Könnun þessi sýndi m.a., að greindarvísitala þeirra Jaþana á aldrinum 13-36 ára, sem í úrtakinu lentu, var að meðaltali 111 stig. Meðaltalið á Vesturlöndum, svo sem í Bandarikjun- um, Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Danmörku, er um 100 stig. Könnun þessi mun vera byggð á þeim formúlum, sem venjulega eru notaðar við greindarmælingar, og niðurstöðurn- ar voru birtar í breska timaritinu Nature. Breskur sálfræðingur, Richard Lynn, gerði þar grein fyrir þessum niðurstöðum i Japan og bar þær saman við hliðstæðar kannanir í Bandaríkjunum og víðar. Könnunin i Japan sýndi, að Japanir, sem fæðst hafa á timabilinu frá 1910 til 1945, hafa meðal greindarvísitölu á bilinu frá 102 til 105 sem er mjög svipað og á Vesturlöndum. En Japanir, sem fæddir eru á árunum 1946 til 1969, hafa hærri greindarvisitölu, eða frá 108 til 115 að meðaltali. Það þýðir, að þrir af hverjum fjórum Japönum á þessum aldri eru greindari en meðalkaninn eða meðalevrópubúinn. Þessi niðurstaða þýðir einnig, að sögn þeirra sem vitneskju þykjast hafa á þessum málum, að tiundi hver Japani á þessum unga aldri hafi greindarvísitölu sem sé 130 stig eða hærri, en það munu vera fimmfalt fleiri en á Vesturlöndum. Það þarf kannski engan að undra framsókn Japana á fjölmörgum sviðum tækni og visinda þegar niðurstöður þessarar könnunar eru hafðar i huga. En svo geta menn auðvitað velt því fyrir sér, hvort Japanir séu raunverulega greindari en aðrar þjóðir, eða hvort þeir séu bara klárari að gangast undir greindarpróf. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.