Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 27. JUNI 1982. menn og málefni Barátta Geirsarmsins g^n Gunnari Hioroddsen Krafa Geirs Það er ótvírætt, að sigur Sjálfstæðis- flokksins í sveitar- og bæjarstjórnar- kosningunum byggðist að verulegu leyti á því, að miklu frekar var litið á hann sem bandalag en flokk. Hann var hvorki stjómarflokkur eða stjórnar- andstöðuflokkur, heldur hvort tveggja. Því má að réttu lagi segja, að hann hafi verið bandalag stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga. Sú spuming brennur nú að sjálf- sögðu á margra vörom, hvort þetta bandalag muni haldast eða hvort sami klofningur og var fyrir kosningar hefjist á ný. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrimsson, hefur svarað þessari spumingu fyrir sitt leyti. Fyrsta verk hans eftir að kosningaúrslitin voru kunn, var að bera fram kröfu um, að efnt yrði tafarlaust til nýrra þingkosn- inga, þvi að kosningaúrslitin sýndu að stjóm Gunnars Thoroddsen nyti ekki trausts og henni bæri þvi að afsala sér umboði sinu. Þungar ásakanir Árásum Geirsblaðanna, Morgun- blaðsins og Dagblaðsins & Visis, á Gunnar Thoroddsen hefur ekki linnt síðan Geir Hallgrimsson setti fram kröfu sína um tafarlausar þingkosning- ar. Sama gildir um ýmsar stofnanir og samtök Sjálfstæðisflokksins, þar sem Geirsmenn ráða. Glöggt dæmi um þetta er ályktun stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, sem birt var i Morgunblaðinu á þjóðhátiðardaginn. í ályktun þessari segir m.a.: „Enda þótt hluti efnahagsholskeflu, sem yfirvofandi er, sé til kominn vegna ytri áfalla, er ekki siður um að kenna fyrirhyggjuleysi núverandi ríkisstjórn- ar, þar sem afturhaldsöflin í Alþýðu- bandalaginu ráða ferðinni og hafa tafið eðlilega atvinnuuppbyggingu með þeim afleiðingum að stöðnun blasir við.“ ísiand eignaðist líka annað heims- met á þessum árom. Það var heimsmet i atvinnuleysi, þegar miðað er við tapaða vinnudaga af öðrom ástæðum en verkföllum. Atvinnuleysi var þá almennt lítið í heiminum. ísland var þvi undantekn- ing öfugt við það sem nú er, þegar ísland er eitt fárra landa, þar sem ekki er atvinnuleysi. Á árunum 1968 og 1969 varð stórfelld kjararýrnun hjá láglauna- fólki. Verðbólga var þrisvar til fjórom sinnum meiri en í nágrannalöndunum. Efnahagsstefna viðreisnarstjórnar- innar verður að vera núverandi rikisstjórn víti til varnaðar, þegar hún fjallar um nauðsynlegar ráðstafanir vegna svipaðs vanda og fengizt var við, þegar síldveiðin brást á áðumefndum tíma. Rikisstjórnin verður að miða að- gerðir sinar við að ekki skapist urinn getur hins vegar fengið þessa upphæð margfalda. Vísitölukerfið, eins og því er framfylgt nú, hefur fleiri ókosti í för með sér en að það sé ranglátt. Það gerir menn óábyrga. Alltof margir standa i þeirri trú, að það skipti þá litlu eða engu, þótt verðbólgan aukist. Þeir fái það bætt með vísitölubótum. Vegna oftrúarinnar á vísitölukerfið hefur ekki tekizt að vekja nægan ■ „Árásum Geirsblaðanna, Morgunblaðsins og Dagblaðsins og Vísis, á Gunnar Thorodd- sen hefur ekki linnt síðan Geir Hailgrimsson setti fram kröfu sína um tafarlausar þingkosn- ingar. Sama gildir um ýmsar stofnanir og samtök Sjálfstæðisflokksins, þar sem Geirs- menn ráða.“ koma henni niður á svipaðan grond- völl og er í viðskiptalöndum okkar. Það sjónarmið, sem nú þarf að rikja, er öðrom fremur það, að reynt sé að tryggja kaupmáttinn, án þess að verðbólgan aukist. Það yrði nú langbezta kjarabótin. Nýja stéttabaráttan Hatrammasta stéttabaráttan stend- ur ekki lengur milli launþega og Sennilega er erfitt að hugsa sér öllu minni drengskap. Fyrir kosningar er það auglýst kröftug- lega í málgögnum Sjálfstæðisflokks- ins, Morgunblaðinu og Dagblaðinu & Vísi, að Gunnar Thoroddsen styðji frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eindregið og hvetji kjósendur til að fylkja sér um þá. Jafnframt er sá áróður kappkostaður, að enginn á- greiningur sé lengur til í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta var fyrir kosningamar. Eftir kosningar er komið annað hljóð í strokkinn. Svar Gunnars Eftir kosningar er Gunnari Thor- oddsen siður en svo þakkað það, að liðveizla hans hefur átt verolegan þátt i sigri flokksins. Það er ekki minnzt einu orði á þennan þátt i sigri flokksins. Látum það vera. Hitt er verra og raunar hreinn ódrengskapur að byggja þá kröfu á kosningaúrslitun- um, að Gunnar fari frá og efni til þingkosninga. Gunnar Thoroddsen hefur eðlilega svarað þessu á þann veg að hafna þessari kröfu. Hann hefur sýnt fram á, að stjómarsinnar í Sjálfstæðisflokkn- um eigi ekki minni þátt i sigrinum en stjómarandstæðingar. Þess vegna geti úrslitin ekki haft nein áhrif á það hvort rikisstjórnin situr lengur eða skemur. Jafnframt hefur Gunnar Thoroddsen lýst yfir því sem stefnu sinni, að rikisstjómin sitji út allt kjörtímabilið. Hér ero Gunnari Thoroddsen ekki vandaðar kveðjumar, þótt undir rós sé. Ef um fyrirhyggjuleysi er að ræða hjá ríkisstjórninni ber hann aðalá- byrgðina, þar sem hann er höfuð stjómarinnar. Á sama hátt lendir ábyrgðin mest á honum, ef rétt væri, að ríkisstjórnin hafi látið undan afturhaldsöflum Alþýðubandalagsins. Fleira af þessu tagi er að finna í umræddri ályktun, þótt meira verði ekki tíundað hér. Þetta nægir til að sýna, hvemig Geirsarmur Sjálfstæðis- flokksins og Geirsblöðin beina nú spjótum sinum gegn Gunnari Thor- oddsen og þeim Sjálfstæðisflokks- mönnum, sem fylgja honum, eins og Friðjóni Þórðarsyni, Pálma Jónssyni, Albert Guðmundssyni og Eggert Haukdal. Víti til varnaðar Áföll þau, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir að undanfömu, minna að ýmsu leyti á það ástand, sem skapaðist á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórn- arinnar, eða eftir að sildveiðamar brugðust. Hron síldveiðanna leiddi til þess, að óhjákvæmilegt var að grípa til allróttækra efnahagsráðstafana. Þvi miður reyndust þessar ráðstafan- ir misheppnaðar. Þær leiddu til stórfelldari verkfalla á áronum 1968 og 1969 en hér hafa orðið fyrr eða siðar. Samkvæmt alþjóðlegum skýrslum settu íslendingar heimsmet i verkföll- um á þessum árom, þegar miðað er við íbúafjölda og tapaða vinnudaga vegna verkfalla. atvinnuleysi eins og á áronum 1968 og 1969. Hún verður að leitast við að draga úr kjaraskerðingu hjá láglauna- fólki og falla þar ekki í sömu gröf og viðreisnarstjómin. Innan þessa ramma verður að gera margháttaðar samræmdar ráðstafanir, sem hljóta að hafa ýmis óþægindi i för með sér. Það er óhjákvæmilegt. Ranglátt og skaðlegt Það er staðreynaj sem forostumenn launþegasamtakanna hafa ekki fengizt til að viðurkenna, að visitölukerfið, sem búið hefur verið við áratugum saman, er andstætt hagsmunum lág- launafólks, en bætir hag hálauna- manna. Þótt þetta megi vera öllum deginum ljósara hafa forostumennim- ir haldið i þetta kerfi dauðahaldi. Það er ákaflega augljóst, hvernig þessu er varið. Segjum að kostnaður visitölufjölskyldunnar hækki um 1000 krónur. Vísitölubætur álaun láglauna- mannsins nægja ekki til að bæta nema hluta af þessari upphæð. Hálaunamað- skiining og koma á nógu viðtækri samstöðu gegn verðbólgunni. Það er vissulega kominn timi til, að menn fari að átta sig á því, og þó einkum fólk með lág laun eða meðallaun, að hér þarf að gerast róttæk breyting. Það verður að hverfa að öðro kerfi, sem stefnir að því hvoro tveggja í senn að hamla gegn verðbólgunni og tryggja kaupmáttinn. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni samtaka launafólks og atvinnurek- enda að vinna að breytingum í þessa átt. Bezta kjarabótin Ef menn íhuga kjaramálin til hlitar, hljóta þeir að komast að þeirri niðurstöðu, að ekkert er fólki með lágar tekjur og meðaltekjur meiri kjarabót en hjöðnun verðbólgunnar. Láglaunafólk og meðaltekjufólk tapar á verðbólgunni. Það sýnir reynslan ótvírætt bæði hér og annars staðar. Þess vegna er það mesta hagsmunamál þess, að reynt sé að halda henni sem mest i skefjum og atvinnurekenda. Hatramasta stétta- baráttan nú er háð innan samtaka launþega milli hinna ýmsu stéttahópa, sem telja sig eiga þar samstöðu, en gera það ekki i reynd. Hver hópurinn reynir að ota fram sinum tota eftir bestu getu og komast upp fýrir aðra í launastiganum. Takist einum hópnum að brjótast þannig áfram með verkföll- um eða uppsögnum, reyna svo allir hinir að fylgja á eftir. Þannig fer af stað almenn launahækkunarskriða, sem er jafnt óbærileg atvinnuvegunum og rikinu. Ef svo heldur áfram í þessum efnum, eins og nú horfir, er ekki annað sjáanlegt en að þessi nýja stéttabarátta eigi ekki aðeins eftir að valda fullum glundroða og öngþveiti í efnahagslif- inu, heldur muni hún valda stórfelldri kjaraskerðingu, sem óneitanlega kem- ur til sögu, ef atvinnuvegimir stöðvast meira og minna vegna þess, að þeir ero ekki lengur samkeppnishæfir við erlenda keppinauta. En þetta verður ekki eina afleiðing þessarar nýju stéttabaráttu, ef hún nær að þróast. Hún mun valda hreinni upplausn í launþegasamtökunum. Eft- ir stutta stund munu Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna rikis og bæja ekki verða nema nafnið eitt. Það getur verið hægara sagt en gert að finna ráð við þessari nýju stéttabar- áttu. Framar öðro ættu forostumenn launþegasamtakanna að leita slikra ráða. Samtök þeirra eiga mest í húfi. Að öðrum kosti getur þetta skapað öngþveiti með óæskilegustu afleið- ingum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.