Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 26
26
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982.
. : -/ ■■iJÍ
. v'-'
.Vv'íiíj
Að því er guðsmaðurinn segir var
McElroy ábyrgur fyrir þessum símtölum
og ástæðuna segir hann vera þá að hann
fór að heimsækja Bowenkamp á
sjúkrahúsið eftir að hann var skotinn.
„McElroy hlýtur að hafa fylgst með
sjúkrahúsinu," segir Warren, „vegna
þess að i hvert sinn sem ég kom heim af
spítalanum byrjaði siminn að hringja.
„Vertu ekki að skipta þér af þvi sem þér
kemur ekki við. Annars...“ var sagt i
fyrsta sinn. Þegar ég hætti ekki
heimsóknum á sjúkrahúsið fóru
hótanirnar upp úr öllu valdi.“
Tveir kostir blöstu við Warren en
hann valdi þann þriðja. f stað þess að
hætta heimsóknum eða hafa samband
við lögregluna hlóð hann byssur sinar og
tók þær með sér hvert sem hann fór.
Vopnabúr prests var álitlegt: 22ja
kalibera riffill, 12 skota haglabyssa og
kröftug skammhleypa sem hann bar
jafnan á sér. Hótanirnar jukust sifellt:
maðurinn í simanum hótaði að gelda
Warren, nauðga og misþyrma konu hans
og senda honum brjóst hennar i umslagi.
Tvisvar segir Warren að þeir McElroy
hafi mæst vopnaðir en McElroy látið
undan síga i bæði skiptin. Og þó
símhringingarnar hafi hætt snögglega
sex mánuðum áður en McElroy var
myrtur segir Warren að honum hafi
iangt í frá þótt hann óhlultur.
Vinur McEIroys
vildi taka í gikkinn
„Þú trúir'. því ekki,“ segir hann við
mig, „hvernig lífið var hérna. Ég fæ ekki
betur séð en McElroy hafi fengið
nákvæmlega það sem hann átti skilið.“
Eins og Warren er David Dunbar, 25
ára, fremur nýkominn til þorpsins og
hann kveðst einnig ánægður með að
McElroy hafi verið drepinn. Svo
furðulegt sem það er þá segir
Dunbar-sem var um fimm mánaða skeið
lögreglustjóri Skidmore en það hefur
aldrei verið áhrifamikið embætti - að
þeir Mc Elroy hafi verið vinir, þangað
til að McElroy hafi skyndilega og að
ástæðulausu hótað að drepa hann.
Þetta var á D&G veitingahúsinu,“
segir Dunbar. „Það var hringt í mig og
mér var sagt að það væru slagsmál á
barnum svo ég flýtti mér þangað. Nú,
það voru engin slagsmál en McElroy var
þarna svo ég drakk með honum nokkra
bjóra. Þegar ég fór hallaði hann sér upp
að bilnum sínum fyrir utan. Ég gekk til
hans en þá teygði hann sig inn i trukkinn
og dró fram riffil. Ég greip i hlaupið áður
en hann gat beint því að mér og hélt
dauðahaldi. Svona stóðum við góða
stund en þá losaði hann takið. Eftirþetta
reyndi ég að halda mér i hæfilegri
fjarlægð frá honum en þóttist viss um að
það væri bara timaspursmál hvenær
hann réðist á mig. Ég ákvað að ef hann
færi að ofsækja mig eins og hann ofsótti
Bownkamp-hjónin, þá myndi ég drepa
hann. Þannig leið flestum. Ef ég á að
vera hreinskilinn við þig, þá sé ég bara
eftir þvi að hafa ekki tekið i gikkinn
sjálfur þegar hann var drepinn."
„Hissa á að enginn
skyldi fara og
hengia hann“
Svo erpað Romaine Henry, bóndinn
sem sakaði McElroy um að hafa skotið
á sig árið 1976. Henry á 1000 ekra býli
sem aðeins er i milu fjarlægð frá heimili
McElroys, og hann segir að eftir að hann
varð fyrir skotárásinni hafi McElroy
byrjað að ofsækja sig. Hann hafi ekið
upp að húsi hans að næturlagi og lýst
gluggana upp með ljóskösturum og einu
sinni hafi hann skotið að Henry með
riffli er bóndinn var úti á akri að plægja.
„Ég hef ekki hugmynd um hvers
vegna hann var á eftir mér,“ segir
Henry, sérlega kurteis og lágróma 47 ára
gamall maður. „Ég hafði aldrei neitt af
honum að segja og hann hafði enga
ástæðu til að vera uppsigað við mig. Én
hann ofsótti mig og þú verður bara að
trúa þvi, hvað sem kviðdómurinn sagði.“
Þó Henry, Dunbar, Warren og
Bowenkamp-hjónin séu einu ibúar
Skidmore sem segjast hafa orðið fyrir
hótunum af hálfu McElroys þá virtust
flestir þorpsbúar kunna a.m.k. eina
hryllingssögu af honum. Á Inez Boyer
kaffihúsinu þar sem bændurnir hittast á
hverjum morgni og spjalla um heima og
geima hitti ég mann sem sagði mér að
McElroy hefði fengist við ikveikjur fyrir
Mafíuna og að hann hafi fengið 10
þúsund dollara fyrir hverja byggingu
sem hann brenndi. Annar bóndi sagði
mér að McElroy hefði verið mesti þjófur
héraðsins. „McElroy stal öllu sem ekki
var naglfast,“ segir hann. „Á siðasta ári
var sex sinnum fleiri svínum og
nautgripum stolið í sýslunni heldur en í
nokkurri annarri sýslu í Missouri. Allir
vissu að það var McElroy sem stóð fyrir
þessu en þessi yfirvöld sem við höfum,
þau hánkuðu hann aldrei. í fyrravetur
var svo miklu stolið af búfénaði að ég er
hissa á að enginn skyldi fara að honum
og hengja hann.“
„Það vita nú allir að
hann drap aðra fyrri
konu sína“
í veitingahúsinu við aðalgötuna frétti
ég að McElroy hefði haft 40 þúsund
dollara i reiðufé á sér þegar hann var
drepinn, að hann hefði verið með stóran
poka fullan af eiturlyfjum í bílnum, að
náinn ættingi hans væri kynvillingur sem
léki í klámmyndum i St.Joe og að annar
ættingi hefði hellt bensini niður um
kokið á fyrri eiginmanni konu sinnar og
siðan borið eld að. Furðulegt háttemi
McElroys - einkum skotárásir hans á
Henry og Bowenkamp - var alltaf skýrt
með þvi að hann hefði orðið fyrir
dráttarvél er hann var strákur og þá hafi
stálplötu verið komið fyrir i höfði hans.
Siðan það gerðist, var mér sagt, hafði
hann verið eins og Dr.Jekyll og
Mr.Hyde: ekkert nema ljúfmennskan
einn daginn en bandóður morðingi þann
næsta.
Fyrir utan bankann í Skidmore rakst
ég á konu nokkra sem sagði mér að
McElroy hefði skorið annað brjóstið af
Trenu konu sinni með beittum hnif, en
þá sögu átti ég eftir að heyra mjög oft.
„Dr. Humphrey frá Mound City sagði
að þetta hefði verið það ljótasta sem
hann hefði séð,“ sagði konan, og bætti
við: „Þú veist auðvitað að áður en þau
giftust var McElroy handtekinn fyrir að
nauðga Trenu og svo fyrir að kveikja í
húsi foreldra hennar, þegar hún reyndi
að sleppa burt frá honum. Hann kom
Bara labbandi með bensindúnk og
kveikti i húsinu þó öll fjölskyldan væri
að horfa á. Hann hefði farið i fangelsi
fyrir það en þá giftist hann Trenu til að
hún gæti ekki borið vitni á móti honum.
Hvað gat hún annað gert? Hann hefði
drepið hana ef hún hefði ekki gifst
honum. Það vita nú allir að hann drap
aðra fyrri konu sina, Sharon Mae, þegar
hún vildi ekki skilja við hann. Hann
drekkti henni, þeir fundu hana í ánni
rétt hjá St. Joe en hann var aldrei kærður
fyrir þetta. Ég get sagt þér það að fjöldi
fólks hér um slóðir þóttist vita að Trena
yrði hæstánægð ef hann yrði drepinn.
Þegar hann væri dauður, þá væri hún
laus við hann, en það vildi hún allan
timann."
Eða hvað?
Saga eiginkonunnar
Rödd hennar skelfur og hún hikar oft
i miðjum setningum. Trena McElroy
gripur andann stöðugt á lofti og berst
harðri baráttu við að hafa stjórn á sér.
Augu hennar eru blóðhlaupin og
vatnskennd.
„Þegar ég vissi hvað hafði gerst þá
opnaði ég dymar min megin á bilnum.
Þeir voru enn að skjóta og ég grátbað
þá að hætta. Ég reyndi að komast út en
einn gæinn sagði mér að vera þar sem
ég var. Hann sagði að þeir ætluðu að
skjóta mig lika. Svo kom Jack Clement
(faðir Dels) og kippti mér út úr bilnum
og henti mér inn i bankann þar sem allar
konurnar voru. Allir karlmennirnir sem
höfðu verið úti á götunni komu og kiktu
á gluggana. Ég hélt ég væri komin i
gildru. Ég ætlaði að komast út en þeir
vildu ekki hleypa mér burt og ég fór til
kvennanna sem voru hinum megin í
bankanum. „Þið þurftuð ekki að gera
honum þetta,“ sagði ég. Þá sagði ein
konan: „Elsku besta, við höfðum ekki
um neitt að velja,“ og svo...“
Rödd hennar brestur og hún snýtir sér
hátt og lengi, áður en hún getur haldið
áfram. „Og svo settist ég niður og ég
hélt ennþá að þeir ætluðu að drepa mig
en þá komu Del og Royce Clement inn í
bankann. Þeir sögðu ekki orð við mig
en fóru og töluðu við bankastjórann inni
á skrifstofunni hans. Svo, eftir smátima,
kom Timmy, bróðir Kens Rex, og sótti
mig. Hann ætlaði að lita á Ken en ég
sagði honum að það þýddi ekkert, að
Ken væri...“
Röddin hverfur á nýjan leik og nú
líður góð stund áður en hún nær valdi á
sér aftur. „Ég var ennþá svo hrædd um
hvað þeir ætluðu að gera við mig. Svo
ég sagði Timmy að keyra burt. Við
stoppuðum ekki einu sinni. Þegar við
vorum komin heim hafði ég samband við
Gene, lögfræðing Kens, og hann reyndi
að ná i einhvem til að kalla á lögregluna.
Þegar hann náði loksins i einhvern vissi
löggan ekki neitt af því enginn hafði haft
fyrir þvi að láta hana vita...“
Nú getur hún ekki stillt sig lengur,
tárin streyma niður vangana. Nú byrja
ég að skilja að það er maðkur i mysunni,
að saga þorpsbúa um hefnd og réttlæti
er ekki öll þar sem hún er séð. Og ég
verð að horfast i augu við það að
maðurinn sem var myrtur i Skidmore
þann 10. júlí á síðasta ári var maður sem
átti konu og börn sem elskuðu hann -
ekki aðeins geðsjúkur ruddi, eins og
æsiblöðin og þorpsbúar hafa gert úr
honum.
Blaðamanninum
hótað
Hér lýkur fyrri hlutar frásagnar
blaðamannsins Carl Navarre. í seinni
hlutanum sem birtur verður eftir viku
kemur ýmislegt undarlegt og óvænt í
ljós. Það virðist nefnilega sem Ken Rex
McElroy hafi alls ekki verið sá
harðsvíraði glæpamaður sem þorpsbúar
halda fram. Margir þeir sem Navarre
ræddi við voru þeirrar skoðunar að hann
hefði verið myrtur vegna öfundar
bæjarbúa fremur en ótta, vegna þess að
hann var öðruvísi og þurfti minna fyrir
lífinu að hafa. Og það verður sannað,
svo varla verður um villst, að flestar ef
ekki allar hryllingssögurnar um grimmd
McElroys og mannvonsku eru hrein og
bein lýgi. Rakinn verður æviferill
McElroys, talað við vini hans sem segja
að lögreglan og borgarar Skidmore hafi
sifellt verið að reyna að klína
einhverjum ódæðisverkum á hann
saklausan og sagt verður frá örlögum
ýmissa smáglæpamanna sem ibúar þessa
héraðs ógnuðu eða tóku af lífi án þess
að mál þeirra væri nokkru sinni
rannsakað. Og sagt verður frá
dulbúnum hótunum sem blaðamaðurinn
fékk að heyra frá þorpsbúum...
—ij sneri.