Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 2
2 14. desember 2008 SUNNUDAGUR Æskuævintýri Jack Sparrow Nýtt ævintýri BRETLAND, AP Breskur kviðdómur komst á föstudag að þeirri niðurstöðu að breska lögreglan hefði gerst brotleg við lög þegar hún skaut ungan Brasilíumann á lestarstöð í London sumarið 2005. Breska lögreglan taldi að Jean Charles de Menezes, 27 ára gamall rafvirki, væri hryðjuverkamaður og elti hann frá heimili hans niður í neðanjarðarlest, þar sem lögregluþjónar urðu honum að bana. Kviðdómurinn tók ekki undir málflutning lögreglunnar við réttarhöldin, heldur taldi henni hafa orðið á alvarleg mistök. - gb Brasilíumaðurinn Menezes: Breska lögregl- an gerði mistök LÖGREGLUMÁL Átján ára piltur var stunginn með hnífi í brjóstholið fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu í Reykjavík snemma í gærmorgun. Árásarmaðurinn, piltur á svipuðum aldri, fór af vettvangi en var handtekinn nokkru síðar. Hinn særði var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og síðan á Landspítalann við Hringbraut til frekari rannsókna. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Reykjavík kemur fram að áverkar hans séu alvarlegir og hefur verið lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfir árásarmanninum. - fb Alvarleg líkamsárás í gær: Piltur stunginn með hnífi Ekið á hreindýr Fólksbíl var ekið á hreindýr í gær- morgun á hringveginum á Möðru- dalsöræfum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum skemmdist bíllinn lítilsháttar og aflífa þurfti hreindýrið. LÖGREGLUFRÉTTIR Í fangelsi eftir búðahnupl Maður sem stal varningi fyrir rúmlega tólf þúsund krónur úr Nóatúni hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir þjófnaði og rauf nú skilorð. DÓMSTÓLAR EFNAHAGSÁSTAND Mörg hús standa auð á áhrifasvæði framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun, Fljóts- dalshéraði og Fjarðabyggð. Mikil uppbygging var á svæðinu en að framkvæmdum loknum standa húsin auð. Á Fljótsdalshéraði standa á bil- inu 30 til 50 íbúðir auðar. Um 10 lóðum hefur verið skilað inn að undanförnu og nemur kostnaður við endurgreiðslu gatnagerðar- gjalda 12 til 13 milljónum. Þá voru innkallaðar 5 lóðir sem lóða- eða gatnagerðargjöld voru ekki greidd af á réttum tíma. Einhverj- um lóðanna hefur verið úthlutað aftur. Að auki eru á milli 40 og 50 íbúðir og einbýlishús í smíðum á ýmsum byggingarstigum í sveitar- félaginu. Íbúar sveitarfélagsins voru 1. desember í fyrra 4.073 og standi 50 íbúðir auðar þýðir það að 81,46 íbúar eru á hverja auða íbúð. Sé þeim 50 sem eru í byggingu bætt við eru 40,75 íbúar á hverja auða íbúð eða í byggingu. Séu þessar tölur heimfærðar á höfuðborgar- svæðið, hvar bjuggu 195.972 á sama tíma, þýðir þetta að 2.406 íbúðir ættu að standa þar auðar og 4.809 auðar og í byggingu. Á Reyðarfirði var einnig reistur fjöldi húsa vegna Kárahnjúka- virkjunar og stór hluti þeirra stendur auður. Samkvæmt upplýs- ingum frá Helgu Jónsdóttur, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, er mestur hluti þess húsnæðis þó í leigu. Tólf lóðum hefur verið skil- að til sveitarfélagsins á árinu og nema gatnagerðargjöld af þeim nálægt 9 milljónum króna. Helga segir fjárhag sveitarfé- lagsins þó alltraustan. Tekjur hafi vaxið að undanförnu, ekki síst vegna Alcoa Fjarðaráls, og öfl- ugra sjávarútvegsfyrirtækja. Greiðslubyrði lána sveitarfélags- ins sé hins vegar erfið á næsta ári, enda hafi verið mikil uppbygging undanfarið. „Veruleg lán voru tekin til að standa undir þessum fjárfestingum og greiðslubyrði þeirra á næsta ári verður umtals- vert umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum.“ Reiknað er með að taka áætlunina fyrir 18. desember. Stefán Snædal Bragason, skrif- stofustjóri Fljótsdalshéraðs, segir að fjárhagsáætlun sveitarfélags- ins verði afgreidd með nokkrum halla. Það skýrist af ört minnkandi útsvarstekjum vegna virkjana- framkvæmda, samdráttar hjá verktakafyrirtækjum og aukins atvinnuleysis í kjölfar gjaldþrota og uppsagna. Ekki verði hægt að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir jól. kolbeinn@frettabladid.is Fjöldi húsa stendur auður á Austurlandi Mörg hús standa auð á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þar var fjöldi húsa byggður vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Samdráttur hefur áhrif á fjárhags- áætlanir sveitarfélaganna og erfiðlega gengur að ljúka þeim. HELGA JÓNSDÓTTIR HÚSIN STANDA AUÐ Á milli 30 og 50 hús standa auð á Fljótsdals- héraði og annar eins fjöldi er í byggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/KOX NOREGUR, AP Sex manns fórust og tólf slösuðust í miklum eldsvoða sem varð í fimm hæða fjölbýlishúsi við Urtegata í Ósló snemma í gær. Að sögn lögreglunnar í Ósló fékk ein manneskja alvarlega reykeitrun og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi í gær. 33 manneskjur voru fluttar á brott úr byggingunni og tók það slökkviliðið tvær klukku- stundir að ráða niðurlögum eldsins. Einhverju fólki var bjargað með stigum eftir að það hafði klifrað upp á þak hússins. Einnig sátu sumir í gluggunum. Ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum og hefur lögreglan ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Húsið var byggt árið 1902 og samkvæmt íbúum byggingarinnar var aðeins einn inngangur opinn í byggingunni. Þar kom eldurinn upp og voru íbúarnir því bjargarlausir þar sem aðrir neyðarútgangar voru læstir, að þeirra sögn. Einnig kvörtuðu íbúarnir yfir því að hafa aldrei heyrt brunavarnarkerfið fara í gang. Olav Thon Gruppen, eigandi byggingarinnar, sagði í samtali við heimasíðu Aftenposten, að brunavarnir hafi verið nýjar í húsinu og brunaeftirlitið hafi ekkert fundið athugavert við þær við hefðbundna skoðun á síðasta ári. 72 manneskjur hafa látist í eldsvoðum í Noregi á þessu ári. Sjö þeirra fórust í bruna í Drammen í síðasta mánuði. Í fyrra létust 74 í eldsvoðum í landinu, sem er hæsta tala látinna til þessa í landinu. -fb Íbúar kvörtuðu yfir brunavörnum eftir mannskæðan eldsvoða í Ósló: Sex fórust og tólf slösuðust NIÐUR ÚR STIGA Þessi maður dreif sig niður stiga slökkviliðsins á nærbuxunum einum saman í brunanum í Osló. NORDICPHOTOS/AFP Björg, á þetta lag nokkuð við um framsóknarmenn? „Jú, jú og alveg sér í lagi ef þeir kjósa Höskuld bróður minn sem formann, þá munu þeir aldrei vera einir á ferð.“ Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona mun syngja einkennissöng Liverpool „You´ll Never Walk Alone“ á leikvanginum Anfield Road á næsta ári. Bróðir hennar Höskuldur, sem býður sig fram sem formaður Framsóknarflokksins, ætlar þá að fara á völlinn. SUÐUR-AFRÍKA, AP Kseniya Sukhinova frá Rússlandi var krýnd Ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í Jóhannesar- borg í gær. Hin ljóshærða Sukhinova, sem stundar verk- fræðinám, geislaði af kynþokka þegar hún tók við kórónunni. Hún var einnig kjörin besta fyrirsæt- an auk þess sem hún varð þriðja í sundfatakeppninni. Ungfrú Ísland, hin nítján ára Alexandra Helga Ívarsdóttir, komst ekki í hóp þeirra fimm efstu. Í öðru sæti í keppninni varð Ungfrú Indland og í því þriðja varð Ungfrú Trínidad og Tóbagó. 109 keppendur tóku þátt í keppninni sem var sú 58. frá upphafi. - fb Ungfrú heimur kjörin í gær: Rússnesk dís sigurvegari UNGFRÚ HEIMUR Kseniya Sukhinova frá Rússlandi var kjörin Ungfrú heimur í Jóhannesarborg í gær. NORDICPHOTOS/AFP FISKELDI Greinst hefur lyfjaþolin laxalús á fjórum laxeldisstöðvum í Noregi. Hagsmunasamtök vara við því að um mjög alvarlegt vandamál geti verið að ræða og skora á norska sjávarútvegsráð- herrann að grípa til aðgerða. Telja þau að faraldur geti brotist út en sérfræðingur í fisksjúkdómafræð- um telur að það sé ólíklegt. Samtök laxáreigenda og samtök stanga- og skotveiðifélaga í Nor- egi hafa sent Helgu Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, erindi þar sem athygli hennar er vakin á því að lyfjaþolin laxalús hafi greinst á fjórum laxeldis- stöðvum við strendur Noregs. Farið er fram á að ekki verði gefin út ný leyfi til laxeldis og umhverfis- löggjöfin verði hert. Vilja samtök- in meina að faraldur geti brotist út sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir villta laxastofna jafnt sem laxeldisiðnaðinn. Kjell Maroni, vísindaráðgjafi hjá Samtökum fiskeldis í Noregi, segir að baráttan gegn laxalús sé langtíma verkefni og verði háð á mörgum vígstöðvum þar sem kyn- bætur, bólusetning og lyfjameð- höndlun verða lykilþættirnir. Vidar Ulriksen, ráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytis- ins, sagði í opnunarræðu fiskeldis- ráðstefnu á miðvikudag að stjórn- völd munu nota öll tiltæk ráð til að mæta áskoruninni. „Þar má nefna nýjar reglugerðir og fjárveitingar til rannsókna innan fjárlaga fyrir árið 2009.“ - shá Lyfjaþolin laxalús hefur greinst á fjórum laxeldisstöðvum í Noregi: Óttast að faraldur brjótist út SÁR EFTIR LÚS Lúsin er skaðlaus í villtu umhverfi en annað á við í eldi. MYND/ALV ARNE LYSE STJÓRNMÁL Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í gær að framkvæmdastjóri samtakanna hefði forystu um að kanna hagsmuni sveitarfélaga af inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið og þátttöku í Evrópusam- vinnu á vettvangi þess. Tillagan, sem borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson lagði fram, var samþykkt einróma en í stjórn Sambandsins eiga sæti fulltrúar úr öllum flokkum og öllum landshlutum. Formaður stjórnar er Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins á Ísafirði, og varafor- maður er Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna. - ovd Hagsmunir sveitarfélaganna: Sveitarfélögin skoða ESB-aðild SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.