Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.12.2008, Qupperneq 4
4 14. desember 2008 SUNNUDAGUR Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld LÖGREGLUMÁL Einn maður fékk skurð á höfuð eftir slagsmál við tvo aðra menn í fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn um hálfníu leytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunn- ar á Selfossi litu meiðsli manns- ins alvarlega út í fyrstu en þau reyndust vera minni þegar upp var staðið. Mennirnir tveir sem slógust við hann voru báðir látnir dúsa í fangageymslum lögreglunnar í gær og átti að yfirheyra þá síðar um kvöldið eftir að áfengisvíman rynni af þeim. Mennirnir, sem eru Íslendingar, eru allir nálægt fer- tugu. - fb Átök í Þorlákshöfn: Þrír slógust í fjölbýlishúsi STJÓRNMÁL Gunnar Bragi Sveins- son, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsókn- arflokksins á næsta ári. Í samtali við héraðsfréttablað- ið Feykir.is segir hann að einnig komi til greina framboð í einhver af æðri embætt- um flokksins. „Ég útiloka ekki neitt en á síður von á því að fara í formanninn og þá af efnahagslegum ástæðum. Það er dýrt að taka þann slag og ekki síður gegna þeirri stöðu þar sem hún kallar á ferðalög vítt og breitt um landið og þá algjörlega á kostnað þess sem í embættinu er,“ segir Gunnar Bragi. Þrír hafa þegar tilkynnt um framboð sitt, þeir Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður, Páll Magnússon bæjarritari í Kópa- vogi og Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður á Akureyri. - fb Gunnar Bragi Sveinsson: Útilokar ekki framboð GUNNAR BRAGI SVEINSSON VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 15° 6° 5° 4° 4° 6° 4° 4° 3° 5° 20° 6° 7° 23° 0° 4° 12° 3° -3 -5 -4 -3 -3 1 2 -3 -3 -12 -5 5 4 3 4 2 4 3 8 5 8 5 1 Á MORGUN 8-13 m/s með ströndum, annars 5-10. ÞRIÐJUDAGUR 13-20 m/s víðast hvar. -3 1 23 -1 SKAMMVINN HLÝINDI Enda þótt heldur mildara loft sæki að sunnan- og vestanverðu land- inu síðdegis verður almennt nokkuð frost á landinu. Á morgun má búast við skamm- vinnum og veikburða hlýindum einkum með ströndum. Þessu lofti fylgir úrkoma víða um land, yfi rleitt slydda eða rigning sunnan til, annars él. -3 -4 10 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Röng mynd birtist með frétt um Lýsingu sem birtist í blaðinu í gær. Birt var mynd af Halldóri Jörgenssyni, fram- kvæmdastjóra Microsoft Íslandi, en með fréttinni átti að vera mynd af nafna hans, Halldóri Jörgens- syni, forstjóra Lýsingar. Forstjóri Microsoft er beðinn velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING HALLDÓR JÖRGENSSON For- stjóri Lýsingar. HEILBRIGÐISMÁL „Ég get ekki lofað því á þessum tímapunkti að allir haldi vinnunni. Mitt markmið hins vegar er að það komi ekki til upp- sagna,“ segir Hulda Gunnlaugs- dóttir, forstjóri Landspítalans. Mannekla er ekki lengur vandamál á Landspítalanum. Fagfélög starfs- manna hafa efast um að mögulegt sé að ná niður verulegum niður- skurði án uppsagna og skertrar þjónustu. Hagræðing innan Landspítalans stendur sem hæst enda eru fjár- framlög skorin niður um tæplega tvo milljarða í breytingartillögum við frjárlagafrumvarp næsta árs. Mikil áhersla er lögð á tilfærslu legudeildarþjónustu til göngu- og dagdeilda, en þannig er hægt að fækka starfsfólki á kvöld- og næturvöktum og minnka yfirvinnu. Rekstur á endurhæfingar- og öldr- unardeildum er til skoðunar. Bráða- móttaka Landspítalans á Hring- braut verður færð niður í Fossvog. Þá er verið að skoða innkaup stofn- unarinnar í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. „Við erum svo ekki síst að skoða hvað aðrir geta gert jafn vel eða betur en við,“ segir Hulda. „Kjarna- starfsemi sjúkrahússins er með- höndlun sjúklinga. Við skoðum því allar hugmyndir um rekstrarsparn- að út frá okkar sérþekkingu. Hag- ræðing þýðir að starfsfólki verður boðin vinna á öðrum stað innan sjúkrahússins en það starfar núna.“ Hulda segir að útboð verkefna, sem lúta ekki að kjarnastarfsemi sjúkrahússins, sé til skoðunar. „Þegar við tölum um hugsanleg útboð verkefna, svo ég sé alveg hreinskilin, þá getur það þýtt atvinnumissi þeirra sem starfa á okkar vegum að viðkomandi verk- efnum. Í útboði væri hins vegar mögulegt að taka tillit til okkar starfsfólks.“ Mannekla hefur verið viðvarandi vandamál á heilbrigðisstofnunum um alllangt skeið en Hulda segir að svo sé ekki lengur. „Menntað starfs- fólk flykkist að spítalanum sem auðveldar okkur mat á því hvaða verkefni eiga að vera í forgangi og hvað er hentugur starfsmanna- fjöldi. Þetta var ekki hægt áður.“ Fagfélög lækna, hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða hafa lýst yfir efasemdum um að hægt sé að kom- ast hjá uppsögnum ef framlög til heilbrigðismála verða skorin veru- lega niður. Nú er fyrirséð að niður- skurðurinn verður um sjö milljarð- ar ef breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið verða sam- þykktar. Læknafélag Íslands hefur fullyrt að kreppan kalli á aukin framlög til heilbrigðismála. svavar@frettabladid.is Leitar allra leiða til að forðast uppsagnir Markmið forstjóra Landspítalans er að forðast uppsagnir starfsfólks þrátt fyrir kröfu um mikinn niðurskurð. Kjarnastarfsemi spítalans verður ekki skert við niðurskurð. Verkefni sem falla utan hennar gætu verið boðin út á næstunni. FRÁ BRÁÐAMÓTTÖKU Bráðadeildir LSH á Hringbraut og í Fossvogi verða sameinaðar. Við það munu sparast rúmlega 100 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR MÓTMÆLI Um eitt þúsund manns söfnuðust saman á Austurvelli í gær þar sem ríkisstjórn landsins og efnahagsástandinu var mótmælt. Í þetta sinn sýndi fólk samstöðu sína með sautján mínútna þögn í stað þess að hlusta á ræður. Á Akureyri gengu um 150 manns frá Samkomuhúsinu og niður á Ráðhústorg í vikulegu mótmælunum þar í bæ sem bera yfirskriftina Virkjum lýðræðið. Lögreglan á Akureyri lét ekki sitt eftir liggja og gaf almenningi kakóbolla í kuldanum á Ráðhús- torginu. Guðmundur Ármann listamálari, Þorsteinn Pétursson lögreglumaður og Guðrún Þórs myndlistarnemi tóku til máls á fundinum. Framhald verður á mótmælum næstu laugardaga. - fb Fjöldi fólks mótmælti í gær: Lögreglan gaf fólki kakóbolla MÓTMÆLI Á AKUREYRI Hópur fólks gekk frá Samkomuhúsinu niður á Ráðshús- torg í mótmælunum á Akureyri í gær. MENNTUN Tuttugu kínverskir námsmenn við Beijing Foreign Studies University (BFSU) komu háskólarekt- or, Kristínu Ingólfsdóttur, og fylgdarliði í opna skjöldu í Peking á dögunum með því að syngja fyrir þau jólalög á íslensku. BFSU hóf í haust að kenna fjögurra ára íslensku- nám og eru sextán nemendur skráðir í námið. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, heimsóttu skólann fyrir helgi, ásamt föruneyti sínu. Þau hittu nemendur, kennara og stjórnendur skólans. Nemendur létu sig ekki muna um að kynna sig og heilsa á íslensku. Í heimsókninni skrifuðu Kristín og Peng Long, rektor BFSU, undir samstarfssamning sem gefur frekari tækifæri til stúdentaskipta og rannsóknarsam- starfs milli háskólanna. Í tilkynningu frá HÍ segir að háskólinn hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að efla samstarf við virta kínverska háskóla. Kennarar við HÍ hafi farið og kennt við kínverska háskóla, auk þess sem nemendur frá HÍ bæði sótt námskeið og dvalið um lengri tíma við kínversku háskólana. - hhs Rektor Háskóla Íslands undirritaði samning við Bejing Foreign Studies University: Kínverjar læra íslensku í Peking KÍNVERSKIR ÍSLENSKUNEMAR Kínversku nemarnir með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra Íslands í Kína, og fræðimönnum við báða háskóla. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sævari Sævarssyni, til fimmtudagsins 26. mars. Sævar var nýlega dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á mann á Hverfisgötu og stakk hann með hnífi í bak og vinstri framhand- legg. Fórnarlambið hlaut stungu- sár í brjóstholi og lunga, með loftbrjósti og blæðingu í brjóst- holi, auk fleiri áverka. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar og situr maðurinn í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur þar. - jss Héraðsdómur staðfestur: Hnífamaður áfram inni GENGIÐ 12.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,102 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,72 117,28 174,22 175,06 155,33 156,19 20,847 20,969 16,889 16,989 14,608 14,694 1,2934 1,3010 176,91 177,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.