Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 20

Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 20
20 14. desember 2008 SUNNUDAGUR Bless, bless, bruðl! Tvennt var í stöðunni þegar undirrituð sá verð rjúka upp í matvörubúðum. 1. Tilkynna fjölskyldunni að það yrði ekkert í matinn fyrr en 2011. 2. Læra að spara. Í fæðingarorlofi má gera ýmislegt meðfram því að sinna barninu. Júlía Margrét Alexandersdóttir ákvað að nota tímann í að sanka að sér dýrmætum sparnaðarráðum og koma þeim í verk. 1. Takmarkið eins og hægt er kaup á fersku grænmeti. Leyfið ykkur þó að kaupa lauk og hvítlauk, þar sem það er ódýrt og gerir oft kraftaverk fyrir matreiðsluna. Að vísu skal kaupa það ávexti og grænmeti sem þarf handa börn- um (gulrætur, epli og appelsínur). 3. Ekki kaupa tilbúið brauð eða tilbúnar kökur. Reynið að hafa allt heimabakað. Notist við einfaldar uppskriftir svo ekki þurfi of marg- ar tegundir af hráefni. 2. Lesið ALLTAF hvert kílóverð er og berið saman. Pakkningar merktar “tilboð” og “ódýrt”geta blekkt. 4. Minnkið sykur í öllum uppskrift- um, þannig má spara, auk þess sem það er hollara. 5. Ef að til er osts-afgangur (sem búið er að skera það langt niður að það er óþægilegt að sneiða niður á brauð) skal osturinn alltaf nýttur í að baka pizzu og hún höfð í kvöldmatinn eða sett í frystinn. 7. Þegar talað er um “alla afganga” á það líka við um beinin. Kjúklingabeinagrein má sjóða og gera góðan súpugrunn úr. 9. Egg skal nota í bakstur en síður steikja eða sjóða. 11. Nota skal einfalda skúffuköku- uppskrift sem ekki þarf að nota mjólk í – kakan dugar lengi og svo má frysta afgang. 6. ALLA afganga skal nýta. Ef ekki daginn eftir, þá í einhver rétt sem má frysta. 8. Ef ætlunin er að leyfa sér þann munað að kaupa salat er til dæmis hægt að kaupa smáparta af iceberg í Melabúðinni á góðu verði– hæfilegt magn í stað stærð- ar búnts sem fer oft til spillis. 10. Annan hvern dag er gott að miða við að hafa kjöt eða fisk. Hina dag- ana er hrísgrjónagrautur, súpur, pasta, pítsa og annað sem gert er úr hveiti/hrísgrjónum/pasta. 12. Gerbrauð er gott að baka þegar ekki eru til egg. Matur Útlit og hreinlætisvörur 13. Gott er að gera skál með lummu- uppskrift að morgni og nota í nesti/hádegismat/kaffi – dugar vel og lengi (3 bollar hveiti, 3 bollar mjólk, 3 tsk lyftiduft og tvö egg). 14. Spara ostinn og nota hann síður sem skraut ofan á pastarétti eða í slíkt bruðl. Frekar skal hann sem áleggg á brauð, á pítsur og lasagne. 15. Kjötálegg (hangikjöt, skinka, spægipysla og slíkt) er spariálegg enda kílóverð á því það sama og á nautakjöti (eða hærra). 16. Mikilvægt er að eiga alltaf lýsi þar sem vítamínin í því eru á við fiskmáltíð. Taka skeið á hverjum morgni – allir. 17. Líka að taka þau vítamín sem til eru. Hver á ekki ókláraðan lager frá heilsukikkinu í fyrra? 19. Það krydd sem húsmóðirin hefur komist að því að að hún kemst ekki af án er: Salt, pipar, karrý, og oregano. Lesið kílóverð á krydd- dollunum, því það getur munað miklu! Fersk krydd eru óþarfi. 18. Eiga alltaf nóg af smjörlíki. Aldrei kaupa alvöru smjör. Þó má kaupa þá munaðarvöru sem ólifuolía er en nota hana BARA í þá rétti sem þarf sérstaklega að nota hana í og einnig má gefa smábörnunum smá ólífuolíu í grautinn sinn. 21. Það er betra að eiga stóra flösku af sterku áfengi, gini, vodka og slíku og eiga þá lengi, og blanda dauft í staðinn fyrir að eiga léttvín. Nú og þeir segja að landi í tónik sé að koma sterkt inn... 20. Allar sultur eru af hinu góða þar sem hægt er að nota þær út á graut, með kjöti, út á brauð og með kökum. Því er gott að eiga á lager rifsberjahlaup og rabbabara- sultu. Dós af bresku Marmite er þarfaþing en Appelsínumarmelaði er hinsvegar óþarfa dekur. 23. Á lager er líka gott að eiga: Pasta, hrísgrjón, tómatpaste, niðursoðna ávexti svo sem ananas, niðursoð- ið grænmeti og aðrar niðursuðu- vörur sem heimilisfólki líkar. Munum að BERA SAMAN VERÐ! 22. Nokkra hluti er gott að eiga í búri (sem má útbúa einhvers staðar í íbúðinni ef það er ekki til nú þegar) að eiga fyrir bakstur og slíkt: Sykur (mundu, sykur er eilífur og dugar því sem gjaldmið- ill, aldrei vont að eiga of mikið af honum), hveiti, lyftiduft, ger, matarsóda, kakó, síróp, salt, egg, mjólk, flórsykur, suðursúkkulaði og haframjöl. Þeir sem hugsa um hollustuna geta splæst í hunang. 1. Venja hárið af því að þurfa að nota hárnæringu – það er hægt. 3. Fækkið hárþvottum. Það fer betur með hárið og sparar sjampóið. 2. Ekki nota nein andlitskrem nema gamla góða Nivea í bláu dollunni (það er líka svo feitt að maður er silkimjúkur og ver mann í kuldan- um. Rannsóknir hafa einnig sýnt gæði kremsins.) 4. Bara ódýrt kreppusjampó. Wella er þar ókei til dæmis. 5. EKKI kaupa endilega ódýrustu hreinlætisvörurnar! Undirrituð hefur rekið sig á að það er enginn sparnaður að kaupa blásýru. Betra að kaupa dýrari hreinlætis- vörur, maður sparar ekki með því að nota eitur! 7. Vax er sparnaður til langs tíma litið. Konur eiga ekki að hætta að fara í vax og stelast til að raka sig. Ef maður fer reglulega í vax hætta hárin hvort sem er að koma. 6. Kaupa ódýrasta ódýrasta klósett- pappírinn – þessu er hvort sem er sturtað strax niður! 8. Þrífa vel í kringum sig – hreint heimili lætur getur komið í staðinn fyrir nýjan lampa eða mottu úr IKEA. 9. Straujið fötin – gömlu fötin þín, vel um hirrt, geta komið í stað nýrra. Gangið vel um þau, hengið þau upp, stoppið í og bætið. Eigið á lager tvinna, nálar og bætur. 10. Á daginn er ekkert að því að nota euroshopper-bleyjur en pampers- bleyjurnar skulu notaðar fyrir langa daglúra og næturnar. 11. Lærðu að klippa á internetinu. Klipptu heimilismeðlimi sjálf/ur. Frúin lætur þó börnin eða mann- inn ekki klippa sig nema hún vilji þurfa að ganga með hauspoka í nokkrar vikur. En góðar vinkonur ættu að duga í það. 25. Öll megatilboð skulu hömstruð (og eldað og fryst ef með þarf). Þannig er hægt að gera góð magn- innkaup á fersku kjötmeti sem er á næstsíðasta söludegi, elda kjötið allt í einum rykk og frysta. Þá geymist það jafnvel í þrjá mánuði. Munið að merkja allt sem fer inn í frystinn með dagsetningu. 24. Ekki skal kaupa gos nema það sé á MJÖG góðu tilboði. Þá má hamstra það en nota spart. 27. Eiguð alltaf ísmola í frysti. Það gerir vatnið girnilegra sem og alla drykki. Sneið af sítrónu eða lime gerir líka kraftaverk ef gesti ber að garði. 26. Annað sem gott er að eiga á lager: Ódýrt kex sem endist vel, Sviss Miss, morgunkorn, Nesquick fyrir börnin, safa. Ekki má gleyma því að frystur safi í þartilgerðum ílátum með pinnum er vinsæll og hollur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.