Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 41

Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 41
13 MENNING AMÆRI Saaby Christiansen, höfundur Hálfbróðursins. sem hlaut á sínum tíma bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Tvær myndir eru í und- irbúningi sem byggja á vinsælli norskri bókaröð sem kunn er hér á landi, Litli bróðir og stúfur eftir Ann Cath Vestly. Um tíu myndir framleiddar í Noregi eru á verk- efnaskrá Scanbox um þessar mundir. Dönsk framleiðsla á vegum fyrirtækisins telur nú sex titla. Far til fire og Blaa mænd eru nú þegar komnar í sýningu. Þá eru tvær myndir með sænskum kröftum í vinnslu. Sigurjón segir að norræni mark- aðurinn sé erfiður, danskar mynd- ir ná ekki fótfestu í Noregi og norskar ekki í Danmörku, jafnvel þótt þar komi fram þekktir leikar- ar frá báðum löndum. Öll áhersla er nú á myndir sem eru lágar í framleiðslukostnaði og sækja fyrst og fremst á heimamarkaði. Stærri verkefni sem verða að byggja á alþjóðlegri sölu verða færri og færri. Þessa gætir á öllum Norður- löndunum. Hann segir að Scanbox fylgist vel með hvað er að gerast í íslenskri framleiðslu og muni sækjast eftir því að dreifa íslensk- um myndum sem eiga erindi inn á markaði Skandinavíu. Torvelt er að ná saman fjármagni víðar að en frá innlendum aðilum í þessum löndum, jafnvel til framleiðslu á kvikmyndum með stórum alþjóð- legum nöfnum fyrir bandaríska markaðinn. Þann geira þekkir Sig- urjón vel, á að baki tugi alþjóð- legra kvikmynda og er enn að: Nú er verið að leggja síðustu hönd á bandaríska gerð eftir hinni kunnu dönsku mynd Susönnu Bier, Brödrene, en þar fara með stærstu hlutverk Toby McGuire, Jake Gyl- lenhal og Natalie Portman, en leik- stjóri er hinn þekkti Jim Sheridan. Og undirbúningur er hafinn á spennumyndinni Feathermen þar sem hinn vinsæli Jason Staham fer með aðalhlutverkið. En Sigurjón segir nú að í fyrsta sinn í langan tíma síðan á tíma þöglu myndanna eigi norrænar myndir fyrir alþjóð- legan markað möguleika á alheims- dreifingu. Því valdi alheimsvæð- ing markaðskerfis kvikmynda og ný tökutækni: „Þetta eru því spenn- andi tímar í mínu fagi – beggja vegna Atlantshafsins.“ Valhalla rising. Tungu- skorinn vígamaður leitar hefnda. Kemur ný og blóðug mynd Nikulásar Vinding Revn, sem þekktastur er fyrir Pusher-þríleikinn, til með að opna norðranum nýjan feril? M Y N D S C A N B O X /Z IK Z A K ÍSLENSK ÞJÓÐFRÆÐI Forneskja, fornt handverk, huldufólk, heyannir og ættarfylgjur eru aðeins nokkrir þeirra þátta sem fjallað er um í þessari glæsilegu bók Þórðar Tómassonar. Ennfremur er hér fjallað um fornleifauppgröftinn á Stóru-Borg, kveðskap og margt fleira. Enn eitt eljuverk hins aldna fræðaþular í Skógum. Svaðilfarir íslenskra jeppamanna um hálendi landsins. Spennandi frásagnir af ævintýralegum ferðum upp á jökla um hávetur og skoplegar sögur af samskiptum jeppamanna. Lýsingar á leiðum og landslagi gera bókina stórfróðlega fyrir þá sem vilja kynnast hálendinu. Bókin er ríkulega myndskreytt og skipt upp í 35 stutta og aðgengilega kafla. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is HÁLENDIÐ HEILLAR NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.