Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 56
32 14. desember 2008 SUNNUDAGUR Mikilvægt skref í átt að þínum frama Marketing Management Möguleg störf: Markaðsstjórnun, auglýsingaráðgjöf, viðskipta- stjórnun, innkaupastjórnun og m. Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska eða danska. Computer Science Möguleg störf: Kershönnun, forritun, hugbúnaðarráðgjöf, verkefnastjórnun, kersstjórnun Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska Multimedia Design & Communication Möguleg störf: Vefsíðuhönnun, vefþróun, margmiðlunarráðgjöf, skipulagning auglýsingamála, ráðstefnustjórnun Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Enska. Fashion Design Möguleg störf: Skipulagning og eftirfylgni verkferla og verkefna í fata og tauefnaiðnaði, með hönnun, framleiðslu og kaup & sölu. Námsstaður: Sønderborg – Tungumál: Enska. Technical Manager Offshore Vertu með til að byggja upp íslenskan olíuiðnað. 3ja ára bachelornám sem gerir þig hæfan til að vinna með Stjórnun og hönnun, ásamt daglegri starfsemi og viðhaldi tækni og tækjamála. Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Danska STUDY IN DENMARK ESBJERG SØNDERBORG ESBJERG Sp. Kirkevej 103 DK-6700 Esbjerg Tel + 45 7613 3200 SØNDERBORG Grundtvigs Alle 88 DK-6400 Sønderborg Tel + 45 7412 4141 NYTT! Esbjerg og Sønderborg hafa sameinast, fleiri möguleikar, nýtt logo og netfang - www.easv.dk Nánari uppl. www.easv.dk BUSINESS ACADEMY SOUTHWEST AP Degree & Bachelor Programme - we offer you the following programmes: challenge & innovation Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn er okkar samstarfsaðili á Íslandi. Sjá nánar á www.ntv.is: International education Enska úrvalsdeildin: ASTON VILLA - BOLTON WANDERERS 4-2 0-1 Johan Elmander (16.), 1-1 Gabriel Agbonlahor (24.), 2-1 Martin Laursen (39.), 3-1 Gabriel Agbonlahor (67.), 4-1 Ashley Young (77.), 4-2 Kevin Davies (85.). LIVERPOOL - HULL CITY 2-2 0-1 Paul McShane (11.), 0-2 Jamie Carragher sjálfsm. (22.), 1-2 Steven Gerrard (23.), 2-2 Steven Gerrard (31.). MIDDLESBROUGH - ARSENAL 1-1 0-1 Emmanuel Adebayor (16.), 1-1 Jeremie Aliadiere (28.). SUNDERLAND - WBA 4-0 1-0 Kenwyne Jones (22.), 2-0 Kenwyne Jones (22.), 3-0 Andy Reid (38.), 4-0 Djibril Cisse (47.). WIGAN ATHLETIC - BLACKBURN ROVERS 3-0 1-0 Emile Heskey (9.), 2-0 Antonio Valencia (11.), 3-0 Lee Cattermole (76.) STOKE - FULHAM 0-0 ASTON VILLA - BOLTON 4-2 0-1 Johan Elmander (17.), 1-1 Gabriel Agbonlahor (25.), 2-1 Kevin Davies, sjm (40.), 3-1 Gabriel Agbonlahor (67.), 4-1 Ashley Young (78.), 4-2 Kevin Davies (86.). TOTTENHAM - MAN. UTD 0-0 STAÐAN: Liverpool 17 11 5 1 26-11 38 Chelsea 16 11 3 2 35-6 36 Man. United 16 9 5 2 27-10 32 Aston Villa 17 9 4 4 29-20 31 Arsenal 17 9 3 5 29-20 30 Hull City 17 7 6 4 26-27 27 Everton 17 7 4 6 23-25 25 Portsmouth 16 6 5 5 19-23 23 Wigan Athletic 17 6 4 7 21-20 22 Fulham 16 5 6 5 13-12 21 Bolton 17 6 2 9 20-23 20 Middlesbrough 17 5 5 7 17-24 20 Stoke City 17 5 5 7 17-27 20 Tottenham 17 5 4 8 19-21 19 Manchester City 17 5 3 9 30-25 18 West Ham 16 5 3 8 17-24 18 Sunderland 17 5 3 9 17-25 18 Newcastle 16 3 7 6 19-24 16 Blackburn 17 3 4 10 17-34 13 WBA 17 3 3 11 12-32 12 ÚRSLIT FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son skoraði tvö mörk fyrir Burnley sem vann Southampton, 3-2, í ensku 1. deildinni. Mikilvæg mörk fyrir Jóhannes sem hefur þurft að verma bekkinn nokkuð í síðustu leikjum. Heiðar Helguson var fljótur að opna markareikning sinn fyrir QPR og skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Plymouth. - hbg Enska 1. deildin: Jóhannes og Heiðar skoruðu FÓTBOLTI Didier Drogba segist ekki vera á förum frá Chelsea í janúar þó svo hann segist ætla að setjast niður með forráðamönn- um Chelsea næsta sumar til þess að ræða framhaldið. „Ég er búinn að tala við Scolari og hann veit að ég vil spila. Annars er ég bara að hugsa um Chelsea í augnablikinu en í lok tímabils mun ég ræða framtíðina. Ég hef aldrei íhugað að yfirgefa félagið í janúar. Minn draumur er að vinna og berjast um titla með Chelsea í vetur,“ sagði Drogba en fjölmörg blöð hafa sagt hann vera á förum í janúar en því hefur Chelsea þráfaldlega neitað. Nú hefur Drogba gert slíkt hið sama og því má búast við að sögusögnunum fækki á komandi vikum. - hbg Didier Drogba: Ekki á förum í janúar DIDIDER DROGBA Klárar tímabilið með Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Liverpool, Man. Utd og Arsenal lentu öll í vandræðum í gær og urðu að lokum öll að sætta sig við aðeins eitt stig. Chelsea getur þar með skotist á toppinn á nýjan leik í dag er liðið tekur á móti gömlu Chelsea-goðsögninni Gianfranco Zola og lærisveinum hans í West Ham. Liverpool gengur ekki vel á heimavelli sínum Anfield þessa dagana en liðið gerði þriðja jafn- teflið í röð þar í gær gegn Hull City. Liverpool byrjaði leikinn skelfilega og fékk tvö mörk á sig snemma. Seinna markið var ævin- týralegt sjálfsmark hjá Jamie Carragher. Þá tók Steven nokkur Gerrard til sinna ráða, skoraði tví- vegis og sá til þess að Liverpool fékk þó stig úr leiknum. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, játaði að það væri sárt að sjá á eftir öllum þessum stigum á heimavelli. „Við byrjuðum vel en síðan fórum við að gera of mörg mistök. Eftir seinna markið voru allir orðnir frekar stressaðir. Steven Gerrard er afar ógnandi í þessu hlutverki fyrir aftan fram- herjann og við verðum að þakka honum fyrir þennan leik. Ég verð samt að segja að ég er mjög ánægður með hvernig leikmenn- irnir brugðust við erfiðri stöðu. Strákarnir sýndu mikinn karakter. Við verðum samt að vinna þessa leiki. Við vitum það og ég er mjög vonsvikinn rétt eins og leikmenn- irnir. Heimaleikirnir eru að verða erfiðir þar sem við höfum ekki eins mikið pláss til þess að spila þar sem andstæðingarnir verjast djúpt á eigin vallarhelmingi,“ sagði Benítez hundsvekktur. Phil Brown, stjóri Hull, sagði að bæði mörk Liverpool hefðu aldrei átt að fá að standa. „Það fellur ekk- ert með manni fyrir framan Kop- stúkuna. Það var samt klárlega brotið á Michael Turner í báðum mörkunum. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu stigi og það er súrt að fá á sig tvö mörk með þess- um hætti. Annars fengum við stig á velli þar sem enginn átti von á að við næðum í stig,“ sagði Brown. Endurkoma Dimitars Berbatov á White Hart Lane var engin frægðarför. Áhorfendur bauluðu á hann, sjálfur gat hann ekki neitt og United tókst þess utan ekki að skora og fór því heim með aðeins eitt stig. United var talsvert sterk- ari aðilinn í leiknum en Heurelho Gomes, markvörður Tottenham, var í fantaformi og bjargaði á köfl- um glæsilega. Hann hefur átt erf- iða tíma í markinu og fagnaði því leiknum. „Strákarnir hafa verið duglegir að hjálpa mér og styðja mig og það hefur verið nauðsynlegt. Þetta var erfiður leikur fyrir mig en mér sýnist ég vera kominn í frábært form,“ sagði Gomes. Sir Alex Fergu- son, stjóri Man.Utd, var pirraður að hafa ekki klárað dæmið. „Þetta er mjög pirrandi. Mér fannst við eiga þenn- an leik en vantaði smá heppni,“ sagði Ferguson og hrós- aði svo Gomes. Fyrsti leikur dagsins var viðureign Midd- lesbrough og Arsenal þar sem Boro nældi í sætt jafntefli með marki frá Jeremie Aliadiere, fyrr- um leikmanni Arsenal. Honum þótti augljóslega ekkert mjög leið- inlegt að skora gegn sínu gamla liði og fagnaði markinu innilega. Þó svo að staða Arsenal hafi veikst talsvert við jafnteflið neit- ar knattspyrnustjóri félagsins, Arsene Wenger, að gefast upp. „Við trúum því að meistarar séu þeir sem halda áfram á meðan aðrir stoppa. Þannig getum við sýnt fram á hvað við getum. Það trúir enginn á okkur lengur en við getum sýnt fólki að við erum ekki hættir að trúa með því að halda ótrauðir áfram,“ sagði Wenger en Arsenal fékk vissulega færi til þess að klára leikinn en nýtti þau ekki. Paul Ince segist ekki ætla að hætta sem stjóri Blackburn eftir háðulegt tap gegn Wigan í gær. „Ég mun berjast áfram sem og leikmennirnir sem verða að fá trúna á nýjan leik,“ sagði Ince en Blackburn hefur ekki unnið í síð- ustu sex leikjum og situr í næst- neðsta sætinu. henry@frettabladid.is Heimavallarvandræði á Liverpool Liverpool varð að sjá á bak mikilvægum stigum á heimavelli þriðja leikinn í röð þegar Hull City kom í heimsókn á Anfield. Arsenal tapaði einnig mikilvægum stigum og sjóðheitt er undir Paul Ince eftir enn eitt tapið hjá Blackburn. Man. Utd endaði síðan jafnteflisdag toppliðanna í markalausum leik gegn Spurs. BJARGVÆTTURINN Steven Gerrard kom Liverpool enn og aftur til bjargar í gær með tveim mörkum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES SVEKKTUR Dimitar Berbatov náði sér ekki á strik á sínum gamla heimavelli þar sem hann fékk óblíðar móttökur frá áhorfendum. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.