Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 14.12.2008, Qupperneq 58
34 14. desember 2008 SUNNUDAGUR 3 0 6 3 _ T A K T IK / 1 2 .1 2 .0 8 KÖRFUBOLTI Körfuknattleikshreyf- ingin blés til mikillar gleði á Áavöllum í gær er stjörnuleikirnir fóru fram. Dagurinn byrjaði á stjörnuleik kvenna sem úrvalslið Iceland Express vann gegn landsliðinu, 103-94. LaKiste Barkus frá Hamri var valinn maður leiksins en hún fór á kostum í leiknum, skoraði 32 stig og tók 5 fráköst. Í leikhléinu fór fram þriggja stiga keppnin hjá konunum. Var það hörð keppni sem Pálína Gunn- laugsdóttir vann eftir bráðabana gegn Efemíu Sigurbjörnsdóttur. Aðeins þrír tóku þátt í troðslu- keppninni – Jason Dourisseau frá KR, Jerry Cheves frá Hetti og svo Sveinn Davíðsson frá Skallagrími. Dourisseau vann keppnina með troðslu sem gaf 13 stig en Cheves fékk 12 stig. Margir biðu spenntir eftir þriggja stiga keppninni hjá körl- unum þar sem sannkallaðar körfu- boltagoðsagnir voru mættar til leiks gegn bestu þriggja stiga skyttum deildarinnar í dag. Magn- ús Þór Gunnarsson vann forkeppn- ina með 14 stigum og Guðjón Skúlason kom næstur með 12 stig Í úrslitunum fór Guðjón ham- förum og nældi sér í 15 stig. Magn- ús fékk aðeins 10 stig. Guðjón er því þriggja stiga kóngurinn með yfirburðum og hefur litlu gleymt. Úrvalsliðið í Iceland Express- deild karla vann einnig sigur á landsliðinu, 113-111. Jason Dour- isseau mætti heitur til leiksins eftir troðslukeppnina skoraði 36 stig, tók 10 fráköst, gaf 4 stoðsend- ingar og stal tveimur boltum. Hann var því valinn maður leiks- ins og hélt kátur heim á leið, hlað- inn verðlaunum. henry@frettabladid.is Guðjón hefur engu gleymt Gamla brýnið Guðjón Skúlason gerði sér lítið fyrir og vann þriggja stiga keppn- ina þegar Stjörnuleikir KKÍ fóru fram að Ásvöllum. Pálína Gunnlaugsdóttir vann hjá konunum. Jason Dourisseau úr KR vann troðslukeppnina. LÍF OG FJÖR LaKiste Barkus fór á kostum í Stjörnuleik kvenna og var valinn best. Pálina Gunnlaugsdóttir vann hins vegar þriggja stiga keppnina. Jón Arnór Stefánsson var nálægt því að komast í úrslit í þriggja stiga keppninni og skoraði svo 21 stig í Stjörnuleiknum. Hann var stigahæstur í landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TILÞRIF Jason Dourisseau vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum og var síðan valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TOLLERAÐUR Það var mikil stemning á Ásvöllum í gær og gömlu kempurnar tolleruðu stórskyttuna Guðjón Skúlason þegar hann hafði unnið þriggja stiga keppnina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.