Fréttablaðið - 21.12.2008, Side 28

Fréttablaðið - 21.12.2008, Side 28
Lostæti TVÆR EFTIRRÉTTAKÖKUR Ég geri ráð fyrir þessari köku þegar ég tek rifsberin inn á haustin,“ segir Svandís Kristi- ansen, húsfreyja og hárgreiðslu- kona, um rjómaosthring með rifs- berjum sem hún kveðst gjarnan eiga í frysti og bera á borð þegar til- efni gefist, ekki síst í aðdraganda jóla. Hún segir berjauppskeruna í haust hafa verið slíka að annað eins hafi ekki sést. „Sú var tíð að ég setti álpappír yfir greinarnar til að fugl- arnir færu ekki í berin en nú var ekki þörf á því. Þeir fengu að borða nægju sína.“ Spurð um uppruna ostahringsins svarar hún: „Ég stunda leikfimi í Hreyfingu með ágætum hópi kvenna og þar er regla að mæta með köku eða eitthvað annað gott reglulega. Þessa smakkaði ég í einni slíkri veislu fyrir svona þremur árum og fékk uppskriftina.“ - gun Góður hringur þegar tilefni gefst Rjómaostakaka Svandísar Kristiansen, húsfreyju og hárgreiðslukonu, hentar á jóla- borð vegna bragðgæða og fegurðar. Rifsber úr garðinum gegna lykilhlutverki. Ég bý þessa ostaköku til í Tupperware ísformi og byrja á að strá frosnum berjum í botninn. Síðan kemur ostakremið. Læt það aðeins stífna og set síðan kexblönduna ofan á. Þetta er fryst og tekið út tveimur til þremur klukkustund- um fyrir notkun en kökunni er hvolft frosinni á disk. RJÓMAOSTAKREM 200 g rjómaostur 1 stk. sítróna (safi+börkur) 125 g sykur 3 blöð matarlím 2 dl rjómi 1 tsk. vanilludropar rifsber til skrauts Þeytið rjómaost og sykur saman ásamt rifnum sítrónuberkin- um. Leysið matarlím upp í volgum sítrónu- safa og blandið varlega út í ostahræru. Blandið þeyttum rjóma loks varlega saman við ásamt vanilludrop- um. BOTN 200 g hafrakex mulið 125 g brætt smjör ½ dl púrtvín eða sherrý (má vera meira) Blandið öllu saman. FROSIN OSTAKAKA MEÐ RIFSBERJUM Svandís kveðst gjarnan eiga svona rjómaosthring í frysti til að kippa með í boð eða á kökuhlaðborð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Svandís fékk uppskrift að kökunni fyrir þremur árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Peugeot framleiddi sína fyrstu piparkvörn 1840. Verkið í kvörnunum er ennþá það áreiðanlegasta á markaðinum og ástæðan fyrir því að Peugeot býður 30 ára ábyrgð. Peugeot kvarnir fást hjá: Kokku á Laugavegi 47, Duka Kringlunni, Tekk Company Bæjarlind 14-16 í Kópavogi, Pottum og Prikum á Strandgötu 25 á Akureyri og Cabo við Hafnargötu 23 í Keflavík. Svo er auðvitað hægt að kaupa þær á kokka.is Peugeot, skoðaður til 2038

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.