Tíminn - 26.09.1982, Side 25
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982
■ Dr. Ingi Signrðsson sagnfiræðingur
erhöfnnduraðritinu Upplýsingogsaga.
■ Jón Sigurðsson sendir frá sér
íslandsráðherrann í tugthúsið.
■ NýljóðabókkemurfráJóniÓskarí.
■ Dr. Vilhjálmur Skúlason er höfund-
nr nýs alfræðirits nm lyfjafræði.
■ önólfkr Thorladns rektor hefur
samið alfræðirít um dýrafræði.
Fjölbreytt bókaútgáfa Menningarsjóðs:
Alfræðibækur um dýrafrædi
og lyfjafræði væntanlegar
■ Enn höldum við áfram að segja frá
bókum sem eru að koma út þessa
dagana. Að þessu sinni slógum við á
þráðinn til Hrólfs Halldórssonar hjá
Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Að venju eru væntanleg ársritin
Almanak fýrir ísland 1983, reiknað
hefur og búið til prentunar dr. Þorsteinn
Sæmundsson stjömufræðingur;
Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags,
ritsjóri dr. Finnbogi Guðmundsson
landsbókavörður, og fylgir því Arbók
fyrir ísland 1981, sem Heimir Þorleifs-
son menntaskólakennari hefur tekið
saman. Þá er Andvari, tímarit Hins
íslenskaþjóðvinafélags.að koma út. Að
venju er aðalgreinin æviminning einstak-
lings, að þessu sinni Ásmundar Guð-
mundssonar biskups. Hana hefur ritað
séra Gunnar Ámason í Kópavogi.
Merkasta bókin er vafalaust annað
bindi íslenskra sjávarhátta hið mikla
sagnfræðirit Lúðvíks Kristjánssonar.
Það er um 500 bls. að lengd í stóm broti
prýtt fjölda litmynda og teikninga,
einkum af bátum og frá verstövum.
Tvö ný bindi koma út í ritröðinni
Alfræði Menningarsjóðs: Dýrafræði
eftir Ömólf Thorlacius rektor og
Lyfjafræði eftir dr. Vilhjálm Skúlason.
Eins og kunnugt er hafa áður komið út
í þessari röð bækur um íslandssögu,
tónlist, stjörnufræði, læknisfræði, íþrótt-
ir o.fl.
Ný ljóðabók Jóns Óskars kemur út.
Heitir hún Næturferð og geymir um það
bil 50 ljóð. Er engum blöðum um það
að fletta að eftir þessari bók bíða
íslenskir Ijóðaunnendur spenntir.
f ritröðinni íslensk rit, sem gefin er út
í samvinnu við Rannsóknarstofnun í
bókmenntafræði við háskólann, kemur
nú út bókin Upplýsing og saga. Þar er
um að ræða safn islenskra annála á 17.
og 18. öld í samantekt dr. Inga
Sigurðssonar sagnfræðings, sem jafn-
framt ritar ýtarlegar og vandaðar
skýringar. f sömu ritröð hafa áður
komið út bækur um ljóðskáldin Davíð
Stefánsson, Jón frá Bægisá, Matthías
Jochumsson o.fl.
Að líkindum mun bók Jóns Sigurðs-
sonar skólastjóra á Bifröst, og fyrmm
ritsjóra Tímans, vekja mikla athygli.
Hún heitir íslandsráðherrann í tugthúsið
og fjallar um umfangsmikið fjárglæfra -
og hneykslismál Albertis, sem um hríð
var dómsmálaráðherra Dana, og þá um
leið ráðherra íslandsmála. Þetta mál
skók á sínum tíma danskt þjóðltf og
hafði úrslitaáhrif í kosningum hér á landi
1908.
Þess má geta að meðan Alberti var
dómsmálaráðherra Dana fékk hann því
framgengt að þeir fangar sem þess
óskuðu sérstaklega skyldu þéraðir af
fangavörðum sínum. Kannski hann hafi
rennt í grun hver örlög biðu hans.
Síðast en ekki síst er að geta nýs heftis
af Studia Islandica. Að þessu sinni er
fjallað um lestrarvenjur íslendinga og
ber bókin, sem samin er af Ólafi
Jónssyni bókmenntafræðingi og gagn-
rýnanda, titilinn Bækur og lesendur.
Þess má að lokum geta að um árabil
hefur verið unnið að endurútgáfu
Orðabókar Menningarsjóðs, og er þess
nú að vænta að þetta mikla ritverk komi
út fyrri hluta næsta árs.
GM
Tímarit Máls
og menningar
komið út:
Agreiningur
ritstefnu
tímaritsins
■ Ádrepur í nýjasta hefti Tímarits
Máls og menningar geyma að þessu sinni
vísi að deilu um ritstefnu tímaritsins. Þar
kveður Ástráður Eysteinsson bók-
menntafræðingur sér hljóðs og lýsir
andstöðu við sjónarmið sem dr. Svanur
Kristjánsson háskólakennari hafði áður
lýst á sama vettvangi.
Svanur kvartaði yfir því að efni ritsins
væri heldur einhæft og um of bundið við
bókmenntir og bókmenntafræði. Hann
hvatti til þess að ritið tæki í auknum mæli
upp stjómmálaumræðu íslenskra sósíal-
ista, þ.e. umfjöllun og skoðanaskipti um
innanlandspólitík og vinstri stefnu.
Ástráður bendir á hinn bóginn á að
TMM sé tímarit bókaforlags og afar
skiljanlegt að helsta viðfangsefni þess
séu bókmenntir og umfjöllun þeirra.
„Enn þyngra á metunum", skrifar hann,
„vegur þó líklega sú staðreynd að auk
rita sem aðeins koma einu sinni á ári er
TMM eina íslenska tímaritið sem sinnir
reglubundinni, alvarlegri bókmennta-
umræðu. TMM hefur í þessu tilliti
lykilhlutverki að gegna og kemur til
móts við brýna þörf fyrir slíka umræðu
í okkar þjóðfélagi. Þar er í mörg horn
að líta; koma á framfæri frumsömdum
og þýddum skáldskap, ljóðum og
sögum, birta bókmenntaritgerðir,
greinar og ritdóma, fjalla um erlendar
bókmenntir."
Ástráður spyr síðan Svan hvort
umræða sú sem hann er að hvetja til eigi
ekki frekar heima í Þjóðviljanum og
tímaritinu Rétti.
Kannski Svanur Kristjánsson láti frá
sér heyra í næsta hefti?
Þess má annars geta að 4. hefti TMM
er að nokkrum hluta helgað leiklistar-
málum. Peter Brook á þar grein sem
nefnist „Dauða leikhúsið". Thomas
Ahrens á grein sem nefnist „Pilturinn
sem fór útí heim til að læra að hræðast“
og Ástráður Eysteinsson á viðamikla
grein um íslenska dagblaðagagnrýni.
í næsta hefti TMM munu væntanlega
verða birt erindi þau um gagnrýni f
fjölmiðlum sem flutt voru á málþingi
gagnrýnenda og listamanna í Árnagarði
á dögunum.
- GM
Þrjár nýjar bæk-
ur frá Sögufélagi
■ Nýtt rit frá hendi séra Gunnars
Benediktssonar er meðal væntanlegra
útgáfubóka frá Sögufélaginu. Nefnist
það Oddur frá Rósuhúsi og er þar sagt
frá viðburðaríku og ævintýralegu lífi
séra Odds Gíslasonar.
Þá hefur Gísli Ágúst Gunnlaugsson
sagnfræðingur samið bók sem nefnist
Ómagar og utangarðsfólk. Fjallað er um
félagsleg vandamál í Reykjavík, málefni
hinna fátæku á 19. öld. Þar fléttast inn
vaxtarsaga Reykjavíkur, saga atvinnu-
vega, félagslegra breytinga og lífskjara
bæjarbúa. Ritið verður fimmta bindið í
Safni til sögu Reykjavíkur sem Sögu-
félag gefur út í samvinnu við Reykja-
víkurborg.
Loks sendir Sögufélag frá sér 15. bindi
Alþingisbóka íslands sem nær yfir
tímabilið 1766-1780. Alþingisbækumar
em gerðabækur hins forna Alþingis við
Öxará 1570-1800 og em stórmerkar
heimildir um löggjöf, dómsmál og
stjórnmálaviðburði hér á landi.
Sögufélag gefur einnig út tímaritið
Sögu og í 20. bindi sem er að koma út
verður m.a. birt flokkuð efnisskrá eldri
árganga.
Þess má geta að Sögufélag hefur
einnig á prjónunum að gefa íslenska
þýðingu á ferðalýsingu eftir tékkann
Streyc sem hingað kom í upphafi 17.
aldar. Helena Kadeckova mun rita
ýtarlegan inngang að því verki.
GM
■ Ný bók eftir síra Gunnar Benedikts-
son er vœntanleg.