Tíminn - 26.09.1982, Qupperneq 30

Tíminn - 26.09.1982, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 ■ Greinin sem hér er birt er þýdd lauslega úr þýska vikuritinu „Spiegel.“ Þótt í henni megi fínna merki um gamalgróna meinfýsi Þjóðverja í garð Frakka og mismunandi viðhorf í lífsháttum, kemur hér fram dálítið spaugileg mynd af Frakklandi Mitterands og hver segir að sannleikskorn fljóti ekki með, - inn á milli? Loksins virtust allir Frakkar á sama máli. Þeir hrósuðu sigri vegna ættjarðar sinnar. „Frönsku hermennirnir koma til Beirút í kvöld,“ var uppslátturinn hjá vinstra blaðinu „Matin de Paris“ og sömuleiðis hjá „Figaro." „Ég vona að sveitir vorar verði fyrstar á vettvang í Beirút," sagði varnarmála- ráðherra sósíalista, Charles Hernu. Já, og aldrei fór það svo að hinir 350 fallhlífaliðar úr Útlendingaherdeildinni yrðu ekki fyrstir á vettvang af hinum fjölþjóðlegu friðargæslusveitum, sem sáu um brottflutning PLO skæruliða frá Beirút. Þeir urðu á undan Bandaríkja- mönnum og ítölum. Það má tíðindum sæta að ekki einu sinni blað kommúnista, „l’Humanite" sá ástæðu til þess að gagnrýna það einu orði að einmitt liðsmenn Útlendingaher- sveitarinnar skyldu verða fulltrúar Frakka við þetta tækifæri, en vinstri menn í Frakklandi hafa jafnan haft mjög horn í síðu þessara sveita. Áður en fallhlífarliðamir flugu frá Korsíku kann- aði varnarmálaráðherrann liðið í fylgd yfirhershöfðingjans. Charles Hernu segir: „Frakkland er reiðubúið til að tefla á tvær hættur og ganga fram fyrir skjöldu í nafni friðarins.“ Vopnahléið Frökkum að þakka? í augum Francois Mitterand er þetta allt saman sjálfsagt og gott. Nýlega fór hann í sjónvarpinu lofsorðum um „hina söguríku og miklu sögu Frakklands" sem að sjálfsögðu legði þjóðinni sérstak- ar skyldur á herðar. Ekki minntist hann aukateknu orði á þátt Philips Habib, sendimanns Bandaríkjanna, til lausnar deilunni, þótt það væri honum að þakka að Frakkar gátu nú sett lið á land í þessari gömlu nýlendu sinni. „Þegar við hlýddum á forsætisráðherr- ann,“ sagði hægra blaðið „Express" hefði mátt halda að franskri pólitík og Frökkum yfirleitt væri það að þakka að vopnahlé hefur komist á í Líbanon og að tilkoma fallhlífaliðanna hefði valdið straumhvörfum í deilunni." En ekki nóg með þetta. Mitterand sýnist trúa því statt og stöðugt að hermdarverkin í Frakklandi að undan- förnu, scm kostað hafa nokkra tugi manna lífið, hafi ef til vill verið framin í þeim tilgangi að grafa undan pólitísku lífi í Frakklandi og hindra að Frakkar nái að gegna því stórbrotna hlutverki sem þeim ber á alþjóðlegum vettvangi. Það er ekki Mitterand einn sem hefur þessa bjargföstu trú á mikilvægi Frakk- lands í alþjóðastjórnmálum, heldur eru landsmenn hans sömu skoðunar. Er sama hvort um er að ræða hægri menn eða vinstri menn, allir sýnast Frakkar vilja vera pólitískt stórveldi og er þá ekki alltaf glöggt skynið að greina á milli draumsýnar og veruleika. Þetta mikla sjálfsálit er líklega skýringin á því að á dögum efnahags- kreppu efna Mitterand og samverka- mcnn hans úr hópi kommúnista til tilkomumikilla skrautsýninga sem gætu komið mönnum til þess að halda að eindregin hægri öfl sætu við völd. Dæmi um þetta er það að þann 14. júlí sl. sem er þjóðhátíðardagur Frakka var haldin stórbrotin flotasýning, þar sem æðstu menn þjóðarinnar voru viðstaddir. Byljandi fallbyssuskot kváðu við í flotahöfninni í Toulon og áhafnir 36 skipa hrópuðu sjö sinnum „Lifi lýðveldið“, þegar tundurspillirinn „Ge- orgesLe.ygues“ sigldi fram hjá með Mitterand innanborðs. Það var eins og konungur væri á ferð. Meira ð segja de Gaulle gekk aldrei svona langt. Ekki hafði minningardagurinn um áhlaupið á Bastilluna verið hátíðlegur haldinn með þessu móti áður. Höfuðborgin fékk líka sinn skammt af dýrðinni. Að kvöldi þjóðhátíðardagsins gekk herlið samstiga yfir Champs- Elysées í birtu fljóðljósa og á Marsvellinum á milli herskólans og Effelturnsins sýndi varnarmálaráðherr-. ann skriðdreka og fallbyssur, svo almenningur mætti komast í nánd við þessi áhöld. Hín miklu þjóðhátíðarhöld Blað kommúnistaflokksins „l’Human- ité“ fór lofsamlegum orðum um „hin miklu þjóðlegu hátíðarhöld” og vinstrablaðið „Libération" gerði góðlát- legt grín að þessu „partíi í hollywoods- tíl.“ 200 þúsund manns söfnuðust saman á Champs-Elyssées og um 44 prósent franskra sjónvarpsáhorfcnda munu hafa fylgst með þessu „þjóðlega" tilstandi á skjánum. Á sjónvarpsrásinni „Antenne 2“ var á sama tíma sýnd heimildamynd um byltingarforingjana Danton og Robespierre. Á enn einni sjónvarpsrás var margsinnis höfð yfir sagan um það Cheysson utanrikisraðherra með Yassir Arafat. 11 berjast synir bvltingarinnar J 9 A • •« ••• • » tvrir mikilleik Frakklands” Franskir vinstri menn eru fullir tálsýna um franskt heimsveldi er þjóðsöngurinn „La Marseillaise" varð til. Marseillasinn var látinn glymja í sífellu og skriðdrekabeltin skröltu yfir strætin sem sönnun þess að alls lags pomp og prakt er síður en svo úr sögunni undir stjórn sósíalista og að franskir vinstri menn hafa þjóðlegt erfðagóss þessarar tegundar mjög í heiðri. Ekki er þó hægt að líta á hrifningu franskra vinstri manna á allri hernes- kjunni sem sjálfsagt mál. Fyrir fáeinum árum kröfðust sósíalistar og kommúnist- ar þess að heraflinn væri minnkaður, vopnaútflutningur minnkaður og her- skyldan stytt. Kommúnistaflokkurinn greip hvert tækifæri sem bauðst til þess að hamra á mótmælum gegn nevtrónus- prengjunni bandarísku. En nú er svo að sjá sem söðlað hafi verið um þegar þessir menn eru sjálfir sestir að völdum. Augljóslega hefur Mitterand tekið nokkrum breytingum við skrifborð Lúðvíks XV í Elysée höll, þar sem de Gaulle sat áður og braut heilann um dýrð Frakklands. Tilburðir hans og ræðumáti við opinber tækifæri gerast æ tilþrifameiri og stórfenglegri, - minnir satt að segja æ meir á de Gaulle. Enginn gerir athugasemdir við það. Stórblaðið „Le Monde“ hefur bent á að nú sé svo að sjá sem allir séu orðnir að Gaullistum og það af besta tagi. Giscard d’Estaing hafði látið strika 8. maí, dag uppgjafar Þjóðverja 1945, út af skrá um hátíðisdaga, en Mitterand hefur gert hann að hátíðisdegi aftur. Hér er þó allt lagt upp úr tyllidögum sem slá á strengi þjóðemistilfinningar- innar. Vinstri stjórnin kýs enn fremur að láta verkin tala skýru máli og sýna þannig fram á að hún stendur fyrirrenn- urunum ekki að baki, þegar að hermálunum kemur. Við franska her- gagnaiðnaðinn starfa nú ekki færri en Atvinnuleysingjar í Paris. ■ Kjamorkukafbáturinn „l’lnflexible." Mitterand fór mörgum orðum um foman mikilleik Frakklands við sjósetningu hans. 326 þúsund manns. Það er 8.7 prósent meiri fjöldi en á síðasta ríkisstjómarári íhaldsmanna. Er nú talið áreiðanlegt að franski herinn muni fá nevtrónuvopn í hendur innan tíðar og minnst fjórar kjamasprengjur hafa verið sprengdar í tilraunaskyni á Kyrrahafi í júlí sl. Engin mótmæli komu fram frá vinstri mönnum af því tilefni. Yarðveisla friðarins Pierre Mauroy forsætisráðherra hvatti forráðamenn frönsku þjóðarinnar til þess að láta ekki deigan síga á hemaðarsviðinu, þegar atóm-kafbátn- um „L’Inflexible" var hleypt af stokkun- um fyrir nokkra: „Við verðum látlaust að minna þjóðir Evrópu á það að varðveisla friðarins fæst ekki með því að glata styrkleikanum," sagði hann. Sífellt skírskotar lið Mitterands til annarra þjóða af ýmsum ástæðum, en lætur það þó jafnan fylgja með að ekki skuli þær reyna að mæla sig við Frakka, því Frakkar séu ekki „hver sem er“ á svipi heimsmálanna. Menningarmála- ráðherrann Jack Lang segir að líta beri á þjóð sína sem brú á milli norðurs og suðurs og sem valkost á móti stórveldun- um. „Allt frá því er Frakkland kom til sem ríki hefur þjóðin átt á að skipa framsæknustu einstaklingum heimsins," segir iðnaðar og vísindaráðherrann, Jean Pierre Chevénement, sem var ákaflega vinstrisinnaður þegar hann var í stjómarandstöðu: Vitnum aftur í menningarmálaráðherrann: „Frakkland Mitterands er mesta lýðræðisríki vorra daga í heimi.“ Mitterand sagði þegar fyrir kosninga- baráttu sína að hann mundi skelfa gömlu stórveldin með því að bjóða heiminum nýjan valkost,- millistig á milli kapítal- isma og kommúnisma, sem sameinaði það skársta frá báðum. Frönsku sósíalistamir geta líka leitt fram góðan talsmann sem ber vitni hinu sérstaka hlutverki sem Frökkum er ætlað að leika. Sá er Fidel Castro. Trúnaðarmaður Mitterands, Claude Estier segir Castro hafa sagt við sig að hann gæti ekki annað en viðurkennt hið mikla gildi sem Freakkland og Mitter- and persónulega hefði fyrir heim nútímans. Þrámar þróast og blómgast Forsætisráðherrann hefur orðað þetta svo að það sé Frakklandi ætlað að leyfa djúptækustu þrám mannsandans að þróast og blómgast." Fram til þess er hann varð forseti þótti honum samt að rödd Frakklands næði ekki að hljóma af nægum þrótti og fengi ekki að heyrast um heim allan, eins og henni bæri. Ætla mætti að nú verði hér breyting á. Einhverjum kann að virðast þetta hljóma sem gáfnamannahroki, - en mörgum Frakkanum er þetta heilög sannindi. Að skoðun margra Frakka eru það vorkunnverðir skrælingjar, sem ekki hafa orðið þeirrar náðar aðnjótandi að læra frönsku. Hver sá útlendingur er líka litinn vorkunnaraugum sem ekki hefur hæfileika til að njóta þeirrar skemmtun- ar sem nám í málfræði franskrar tungu er. Mörgum Frakkanum finnst ekki vert að eyða orðum að því sem gerist í menningarlífi í Bandaríkjunum. Því /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.