Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 2
z__________ fólk flistum SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 Gabriel Garcia Marquez hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1982: „ER VEL AÐ VERB- LAUNUNUM KOMINN” segir Guðbergur Bergsson sem þýtt hefur þrjár bækur Marquez á íslensku ■ „Það gleður mig sannarlega að heyra þessar fréttir. Hann á verðlaunin vissulega skilin" sagði Guðbergur Bergs- son í samtali við Helgar-Tímann þegár hann var spurður álits á þeirri ákvörðun sænsku akademíunnar að veita Gabriel Garcia Marquez Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1982. Guðbergur hefur sem kunnugt er þýtt tvær bækur Marquez á íslensku Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf, og nú er þriðja þýðingin að koma út á forlagi Iðunnar en það er Frásögn um margboðað morð sem er nýjasta verk Marquez. Kafli úr þeirri bók er birtur annars staðar hér í blaðinu. „Akademían hefur valið mjög góðan rithöfund að þessu sinni“ sagði Guðberg- ur, „ekki útkjálkarithöfund eins og undanfarin ár.“ Guðbergur kvaðst hafa hitt Marquez sem snöggvast á Barcelona á Spáni árið 1967. „Hann var þá gjörsamlega óþekktur maður, og kom heim til vinar míns sem er útgefandi ásamt þeirri konu sem gerðist umboðsmaður hans, Carm- en Balcells. Þau ræddu hvað unnt væri að gera fyrir Marquez því bók hans sem komið hafði út nokkru áður, Hundrað ára einsemd, væri mjög góð en hefði ekki vakið neina athygli. Þá um kvöldið var ákveðið að hefja herferð fyrir verkum hans og koma honum á framfæri. Frægð hans og frami síðar er mest að þakka þessari konu Carmen Balcells sem einnig hefur komið fjölda annarra rithöfunda frá Suður-Ameríku á framfæri við heiminn. Ég þekki hana sjálfur frá háskólaárum mínum í Bárcelona, en þá var hún ekki neitt tcngd bókaútgáfu eða bókmenntum, en fór svo að sinna þeim hlutum og hefur orðið vel ágengt. Hún tók höfunda að sér og skapaði þeim möguleika til að lifa mannsæmandi lífi. Hún þrengdi þannig að útgefendum að þeir neyddust til að greiða höfundum fyrir verk þeirra, sem þeir höfðu vanrækt áður.“ Guðbergur kvað Gabriel Garcia Marquez hafa farið að vekja alþjóðlega athygli upp úr 1968 og þá var farið að þýða verk hans á fjölda tungumála. „Hann bjó á Spáni í fjöldamörg ár en lenti þar í afskaplega miklum erfiðleik- um með skriftir af því að hann var orðinn svo þekktur, að kaus að taka fullan þátt í frægðinni og spilltist afar mikið við það. Hann var ekki lengur þessi óbrotni bóndasonur sem hann ■ Guðbergur Bergsson hefur þýtt þrjár bækur Marquez á íslensku. ■ Gabriel Garcia Marquez. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. M ■ Unnið að uppsetningu sýningarinnar í anddyri Listasafns íslands. Yfirlitssýning á verkum Jóns Þorleifssonar í Listasafni Islands ■ Yfirlitssýning á verkum Jóns Þor- leifssonar listmálara, sem lést árið 1961, verður opnuð í Listasafni íslands klukkan 15 á sunnudag. Sýningin stendur til 21. nóvember næst komandi. Fyrstu fjórtán dagana verður hún opin daglega frá klukkan 13.30 til 22.00 en síðan frá klukkan 13.30 til 16.00. Jón Þorleifsson fæddist á Hólum í Hornafirði 26. desember 1891. Hann hóf myndlistarnám 1918 við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og var þar í þrjú ár. 1921 þreytti Jón inntöku próf í Det Kgl. Akademi for de Skönne Kunster og fékk þar inngöngu. Vegna deilna um Akademíið og kennsluna þar hætti hann námi. Hélt til Parísar og nam við Académie de la Croqis veturinn 1921-22. Að námi loknu var Jón búsettur í Kaupmannahöfn til 1929 að frátalinni Parísardvöl 1927. Eftir það bjó Jón í Reykjavík, þar sem hann reisti sér vinnustofuna Blátún 1931. Meðan hann bjó erlendis var hann oft á íslandi að sumrinu og málaði. Jón varð listgagnrýnandi Morgu blaðsins 1931 og skrifaði þar undi nafninu Orri. Hann var einn stofnendum Bandalags íslenskra list manna og Félags íslenskra myndlista manna. Jón var aðalhvatamaður a byggingu Lisamannaskálans og forstjó hans um árabil. Einnig átti hann þátt stofnun Nýja myndlistarfélagsins. Árið 1938 var Jóni falið að anna uppsetningu íslensku deildarinnar heimssýningunni í New York 1939 Gerði hann m.a. geysistóra myn< framan við svalir sýningarskálans, sen sýndi íslenskt landslag og fiskveiðar. „En með þjóðinni og í listasögu okka mun Jón fyrst og fremst lifa í málverkur sínum, „segir Selma Jónsdóttir, foi stöðumaður Listasafns Islands, í sýn ingarskrá. Á sýningunni í Listasafni íslands er 107 myndir eftir Jón, 91 olíumálverk, steinprentmyndir og 16 vatnslitamyndir -Sj YFIR HUNDRAÐ VERK TIL SÝNIS „Við ernm strengja- brúður nmhverfísins” — Rætl við Jón ðttar Ragnarsson sem er að senda frá sér fyrstu skáldsögn sína Tímamynd Ella. ■ „Ég er alinn upp innan um skáld og listamenn og undir niðri held ég að ég hafi alltaf ætlað mér að skrifa" sagði Jón Óttar Ragnarsson í samtali við Helgar- Tímann, en fyrsta skáldsaga hans Strengjabrúöur kemur út á forlagi Helgafells nú um mánaðarmótin. Jón Óttar er þjóðkunnur fyrir störf sín á sviði næringarfræði og sem frumkvöðull samtakanna Lff og land. Við vildum vita hvers vegna vísindamaður gerðist skáld- sagnahöfundur og hvaða hugmyndir Jón Óttar hefur að leiðarljósi í skrifum sínum. „Þegar ég var á MIT-háskólanum kynntist ég mörgum vísindamönnum og fékk áhuga á því að skrifa um líf þeirra og viðburði þar“ segir hann „Svo var það 1980 þegar ég var staddur í París að ég las blaðagrein um bandarískan vísinda- mann sem talaði mjög illa um fyrrver- andi konu sína að hugmyndin að þessari skáldsögu minni kviknaði. Ég fór að skrifa og smám saman tóku sögupersón- urnar af mér völdin." Um hvað fjallar bókin þín? „Þetta er saga um fjóra mánuði í lífi óperusöngkonu nokkurar og fjallar um það hvernig hún gerir upp við líf sitt. Hún er búin að átta sig á þeirri staðreyndi að hjónaband hennar og vísindamannsins sem hún er gift er ómögulegt. Auk þess hefur hún ekki enn náð þeirri frægð sem hún þráir heitt. Sagan gerist á því augnabliki í lífi hennar þegar hún loks ákveður að taka af skarið. Við spyrjum Jón Óttar hvaða hug- myndir það eru sem eru að baki frásagnarefninu í Strengjabrúðum. Og það kemur á daginn að sjónarmið sem ■ Jón Ottar Ragnarsson. hafa mótast í vísindastarfi hans einkenna boðskap bókarinnar. „Ég trúi því“ segir Jón Óttar, „að það sé umhverfið sem hafi yfirgnæfandi áhrif á mótun mannfólksins, ekki erfðirnar. Erfðir eru auðvitað mikilvægar en á þátt þeirra hefur verið lögð alltof mikil áhersla á undanförnum árum. Ég er alltaf að sannfærast meir og meir um þetta atriði. Þótt breytileikinn í erfðun- um sé mikill þá er breytileikinn í umhverfinu óendanlegur, og þegar „fengið“ af umhverfinu fer yfir ákveðið stig hætta mismundandi erfðir að segja til sín.“ Og umhverfisáhrifin eru Jóni Óttari mikið hugðarefni. Nafnið á bókinni vísar beinlínis til þessara sjónarmiða. Við erum strengjabrúður umhverfisins án þess að við vitum af því, og einungis meðvitundin um það gerir okkur kleift að gera uppreisn og brjótast úr viðjum vana og uppeldis. „Annars er sú fílósófía sem ég hef í sambandi við skáldsagnagerð að bók verður að vera spennandi, hafa ein- hverja sögu að geyma, einhverja frásögn" segir Jón Óttar. „Mér finnst sjálfum svo margt áhugavert í kringum mig og spennandi að skrifa sögur um það sem fyrir augum ber. Minn uppáhalds- höfundur er Dostojevski, svo náttúr- lega Kiljan þótt þeir séu mjög ólíkir. Austur-evrópsk menning hefur alltaf höfðað til mín og ég finn í verkum þaðan einhverja blöndu af trega og gáska sem heillar mig. í sögum Dostojevskis er hið óvænta alltaf á næsta leiti. Þig grunar aldrei þegar þú hefur lesið einn kafla hvað gerist í þeim næsta. Það er þessi spenna sem er svo mikilvæg í skáldsög- um. En auðvitað verður skáldsaga að vera annað og meira en söguþráður. Hún verður að flytja einhvern algildan boðskap." Jón Óttar hefur ekki sagt skilið við vísindastörf þótt hann sitji við skáldsagn- argerð. Hann sinnir háskólakennslu og rannsóknum, og er að vinna að nýrri bók um næringarfræði sem fjallar um vinnslu matvæla, einkum í verksmiðjum en einnig í heimahúsum. -GM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.