Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 rabbínar. Vandinn er að nær þriðjungur franskra gyðinga kemur aldrei inní þessi hús, og hinir varla nema á helstu hátíðum; innan við helmingur borðar „cacher" eftir Torah - Lögmálinu, og rúmur þriðjungur heldur hvíldardaginn heilagan. Vel rúmur helmingur þó fastar á „Yom Kippour“ sem er tíundi dagur nýs árs (nú síðast 27. september) og tilefni iðrunar, játninga og heitstreng- inga. Annað og kannski verra er að ekki nema 15% barna og unglinga stunda eitthvert nám í sérstökum skólum gyðinga sem eru í tengslum við sýnagógumar, hin ganga einvörðungu í franska skóla hvortheldur er á vegum ríkisins eða einkaaðila - og það eru einusinni börnin sem eiga að taka við. A móti kemur að samtök og hreyfingar eru mikið með námsskeið og tíma í ýmsu sem lýtur að gyðingdómi, bæði fyrir börn og fullorðna, og sem eru vel sótt; í hebresku gamalli og nýrri, í yiddish sem er tunga ashkenazim og júdeó-arabísku sem er tunga sephara- dim, í trúfræðum og helgisiðum, alfarið hafna því að vera gyðingar eða álíta það ekki hafa neina þýðingu fyrir sig í sínu lífi. Gyðingahatur Gyðingahatur er landlægt í Frakk- landi og stendur djúpt á föstum fótum. í tíu ár hefur það verið bannað með lögum líkt og annað kynþáttahatur og lagðar við refsingar. Slík löggjöf stoðar þó lítt: gyðingahatrið er þarna einhvers- staðar og birtist í orðum og athöfnum þegar við þykir eiga. Þar sem nú er Frakkland hafa gyðingar búið allt frá lokum 2. aldar eftir Krist og þá þegar amaðist veikburða en vaxandi kristin kirkja við þeim, og hélt því fram eftir því sem henni óx fiskur um hrygg: gyðingar tóku Krist Jesúm landa sinn af lífi sem er trauðla hægt að fyrirgefa, þeir vildu ekki viðurkenna að hann væri Messías spámannanna eða sonur Guðs og héldu áfram að bíða, né heldur fengust þeir til að fallast á Drottins- valdið þríeitt; þeirra Guð var eftir sem áður einn og eitt. Jafnvel var á þessum ■ Sýnagógan í Rue Copemic í 16. hverfi í París. allt til að halda gyðingum í burtu frá kristnu fólki, víða var þeim meinuð búseta, annarstaðar var þeim skipað í afmörkuð hverfi - svonefnd ghetto myndast frá og með 15.-16. öld, nokkuð sem útaf fyrir sig var ágætt, því ekki voru gyðingar gefnir fyrir það blandast öðrum og héldu helst hópinn. Lakar hefur þeim þótt um að þurfa að merkja föt sín áberandi svo þeir þekktust og að lúta allskonar boðum og bönnum og sköttum sem þröngvað var yfir þá fyrir -að vera til. Uppúr þessu öllu saman var farið að veitast að þeim við minnsta tækifæri, flest sem miður fór var þeim að kenna; annaðhvort var að þeir tækju kristni í eitt skipti fyrir öll eða þeir skyldu brenndir, myrtir og pyndaðir, rændir og ruplaðir. Arið 1394 voru gyðingar endanlega gerðir útlægir úr ríki frakka- konungs og eignir þeirra teknar upp. Samskonar gerðist og í ríkjum fleiri vestrænna fursta og konunga, en annarstaðar var þeim hæli víst: Gyðinga er ógnarflókin saga og hlutskiptið slæmt; reiði og vanlíðan almúgans bitna á þeim, útlendingum, sem gerði ekkert annað en að fjölga við flóttafólk frá Spáni og Þýskalandi. Ekki síst urðu gyðingar fyrir barðinu á þessu, einkum eftir valdatöku Hitlers að blöð og tímarit hófu göngu sína sem skrifuðu um fátt annáð en gyðinga og illmennsku þeirra, alheims- samsæri og spillingu. Mörg þeirra voru víðlesin og áttu góðan hljómgrunn meðal frakka. Vitaskuld svöruðu gyð- ingar og aðrir þessu, fundir og göngur voru haldin á báða bóga og stofnuðu samtök með og gegn gyðingum, hlynnt og andsnúin gyðingahatri. Ekki batnaði andrúmsloftið við að forsætisráðherra sósíalista 1936-37 var gyðingur. Allt breyttist þetta snarlega með stríðinu: Frakkar og bretar sögðu þjóðverjum stríð á hendur 3. september 1939, 14. júní 1940 hertóku þjóðverjar París og átta dögum síðar sömdu þeir og franska stjórnin um vopnahlé. Stjórnin hélt eftir suðurhluta landsins og starfaði þar í fullu samráði við þjóðverja sem tóku norðurhluta landsins og Atlantshafsströndina alla. Fljótlega var ■ Minnismerki um óþekkta gyðinginn í París. endalaust. Og h'klega skiptir það mestu máli á þessum tímum trúleysis og guðsafneitunar að félagslífið blómstrar, að reynt sé að velta fortíðinni áfram til nýrra kynslóða - sem jú eru alfranskar - í daglegu lífi og til samræmis við almenna þjóðfélagsþróun og heimsins, en ekki einstrengingslega við þröngsýn- ar og smásmugular aðgerðir: til eru veitingastaðir reknir af gyðingum víða að og gamlar konur kenna þeim yngri matargerð, það eru bakarí með gyðinga- bakkelsi - sem sumt er firnagott - og gyðinglegir skyndibitastaðir, það eru dansleikir og bamaskemmtanir, klúbbar og félagsheimili, leshringir og kórar, hjónabandsmiðlanir, hljómsveitir, töfra- menn og eftirhermur. Sjálfsumleiki gyðingsins þarf ekki endilega að vera bundinn trúnni, hann getur vel verið - líkt og flestir gyðingar núorðið segja af sjálfum sér - tengsl við samfélag gyðinga, fortíð þess og fjöl- skyldunnar, og einfaldlega gyðinglegan raunveruleik. Franskir gyðingar hafa og með sér ótal samtök að mestu óháð trúarbrögðunum; samtök sem snerta þá alla svo sem „le Consistorie israélite" sem er í lögfestum tengslum við ríkið, stjórnmálasamtök af öllum stærðum, litum og gerðum, menningarsamtök og allskyns félagshreyfingar, hjálpar- og góðgerðasamtök, og svo framvegis. Slík samtök eru svimandi mörg og starfa stíft, þau greinir á um hluti og takast á, hagsmunir eru margvíslegir og skoðanir skiptar; þetta er enganveginn einhlítur hópur. Víst er þó að fáir eru þeir sem öldum fyrsta árþúsunds, en einnig síðar, talað um gyðinga sem samstarfsmenn Kölska við hans afskipti af heiminum, næði hann þar yfirráðum þótti víst að lýðurinn yrði settur til gyðingdóms. Og þá þegar hófst upp sá afdrifaríki ósiður að vilja kristna gyðinga, sjálfviljuga eða mótfallna; þeir skírðust en létu sjaldnast allshendis af fyrri siðum og umsnerust gjama aftur. Fyrir vikið urðu kristnir tortryggnir og það myndaðist millihópurinn kristnir gyðingar - nefndir á Spáni á 14. og 15. öld og eftirleiðis „marranos" - sem ekki fóm varhluta nema síður væri af ofsóknum sem núverandi trúbræður beindu gegn þeim fyrri. Af alvöru hófust ofsóknir gegn gyðingum þó ekki fyrr en undir krossferðir, sú fyrsta var farin árið 1096 eftir að gröf Krists í Jerúsalem var brotin og skemmd, og páfi sagði gyðinga hafa átt hlut að máli. Um sama leyti leit dagsins Ijós sú lífsseiga hugmynd um samsæri gyðinga að koma öllu góðu fólki fyrir kattamef; þeir eitmðu bmnna og drápu kýr, þeir myrtu börn og jafnvel fullorðna til að drekka úr þeim blóðið á hátíðum, þeir hrintu af stað sjúkdómum og pestarfaröldmm. Ekki síst var svo það að þeir okruðu, lánuðu peninga gegn ofurvöxtum og mergsugu þannig heiðvirða borgara. Þetta er á 12.-15. öld, og á ekkert sérstaklega við Frakkland, Evrópa öll var undirlögð, allstaðar þar sem bjuggu gyðingar áttu slíkir órar ítök og greiðan veg, jafnvel eins þar sem gyðingar höfðu aldrei komið eða sést. Veraldlegir valdhafar og kirkjan gerðu valdafíkn og fjárgræðgi yfirvalda kúga þá. Rofar til - en sækir brátt í sama farið Á 18. öldinni rofar til. í september 1791 samþykkti franska þjóðþingið að gyðingar ættu að njóta sömu réttinda og skyldna og aðrir íbúar landsins. Þetta var nýmæli í Evrópu, en ekki er þarmeð sagt að allt félli í ljúfa löð. Að vísu linnti ofsóknum til muna og ríkið ónáðaði gyðinga ekki meira en aðra, en næstu áratugi gekk ósjaldan á með ásökunum í þeirra garð um hitt og þetta, gyðingar voru hæddir og skammaðir, misvirtir og rægðir á ýmsan hátt; oft af höndum og munni kaþólsku kirkjunnar, einnig í blöðum og af stjómmálamönnum, loks í daglegu lífi af alþýðu manna. Tvo síðustu áratugi 19. aldar blossaði upp andúð á gyðingum, er þúsundir þeirra komu til Frakklands á flótta undan ofsóknum í Rússlandi og Póllandi, og vegna Dreyfusmálsins 1894-98 að hátt- settur hermaður - gyðingur - var saklaus dæmdur fyrir landráð og fangelsaður í fleiri ár áður en málið var tekið upp að nýju og hann sýknaður. Þjóðin klofnaði og blöð fylltust mörg af óhróðri um gyðinga; það var í þágu Dreyfusar sem rithöfundurinn Zola skrifaði fræga grein sína „Ég ásaka“. Storminn lægði, en aftur rauk upp á fjórða áratug þessarar aldar. Kreppan og stjómmálahneyksli ollu óánægju sem að hiuta til braust út í óbeit á farið að gera ráðstafanir með gyðinga í samræmi við stefnu þýska ríkisins og þeir settir undir sérstakar reglur: erlendir gyðingar vom kyrrsettir og þeir sem voru franskir að þjóðerni voru ekki lengur frakkar: smám saman voru þeir útilokaðir frá vinnu og máttu hvorki vinna hjá ríkinu né vera í störfum sem fólu í sér samskipti við almenning líkt og afgreiðslu- og sölustörf. Enn voru tökin hert og gyðingum gert að láta skrá sig og teknar af þeim fasteignir og fyrirtæki sem síðan voru seld „aríum“ fyrir lítið. Óskaplegur áróður var hafður uppi í fjölmiðlum gegn þeim án þess að þeir fengju vömum við komið. Þetta á ekki síður við um franska svæðið en það hernumda. Vorið 1942 var það gula stjarnan og þá um sumarið hófust brottflutningarnir - „la déportation". Opnaðar vom stórar fangabúðir rétt utan við París, í Drancy, þangað vom gyðingar fluttir úr öðmm minni víða um landið, þaðan vom þeir sendir með lestum til austurs: fyrst útlendingar, síðan frakkar eftir því hve lengi ættir þeirra höfðu búið í landinu. Handtökur urðu tíðari og tíðari, fleiri og fleiri, enginn átti að sleppa. Margir gyðingar komust þó í felur og tóku þátt í andspyrnuhreyfingunni sem jók stöðugt umsvif sín eftir því sem leið á stríðið. Nokkrir fengu að fara úr landi, til Bandaríkjanna, helst börn, sem annars vom ekki undanþegin neinum reglum. í júní 1944 gengu Bandamenn á land í Normandie og á Miðjarðarhafsströnd- inni í ágúst. Frakkland allt var frjálst í febrúar 1945. Gyðingar að styrjöld lokinni Eftir þau voðaverk sem framin voru á gyðingum í Evrópu á ámm seinni heimsstyrjaldarinnar hefur gyðinga- hatur átt erfitt uppdráttar, án þess þó að gyðingar séu að neinu leyti lausir við sérstöðu sína í húgarheimi Evrópubúa, ef eitthvað er þá jókst hún eftir útrýmingarnar: gyðingar eru enn meira öðmvísi en áður; ofan á ailt hitt eru þeir orðnir fórnarlömb ódæðisverka, og fórnarlömb em alltaf óhugguleg. Og því fer fjarri að gyðingar hafi fengið að vera í friði í Frakklandi þessa áratugi: Árin 1953-56 var breiðri stjómmálahreyfingu smákaupmanna og iðnaðarmanna og öðrum öfgaflokkum til hægri mjög uppsigað við þá. Einnig kommúnista- flokknum allt til 1970 eftir að valdhafar í Sovétríkjunum hófu fljótlega eftir stríð að handtaka og hreinsa út gyðinga. í stúdentaóeirðunum 1968 vom hrópuð andgyðingleg slagorð, og árið á eftir gekk orðrómur um fleiri minni borgir landsins um að konur hefðu horfið í mátunarklefum búða sem eigendur að vom gyðingar. Verra er með hreyfingu sem á sér fulltrúa í stjórnmálum og meðal fræðimanna og hafnar því að gasklefar hafi nokkru sinni verið til eða notaðir. Fyrir þessu em færð mikil rök og margir eru þeir sem hlusta og vilja trúa, þó svo andsvör á blöðum og bókum sýni Ijóst framá rangfærslur og Iygar: það voru gasklefar, það voru útrýming- ar. Verst er sú viðkvæma staða sem sprottin er af tilvist Ísraelsríkis, baráttu þess og hernaði; margt gyðingahatrið þykist saklaust undir yfirskyni and- síonisma. Stutt er þar á milli; gyðingar eru settir undir sama hatt og ísrael haft þar líka, geri ísrael eitthvað af sér eiga gyðingar allir sök og eru skyldaðir að svara fyrir sig og sína. Að sama skapi er auðvelt að svara með ásökunum um gyðingahatur þegar andmælt er stefnu Israelsstjórnar, og á þetta spilar hún. Eftir þriggja mánaða árásir ísraels- ríkis í Líbanon með hámarki í fjölda- morðunum í Beirút sem ísraelsher vissi af og stöðvaði ekki, má ætla að mörgum þyki fórnarlömbin hafa skipt um ham: gyðingar gerast böðlar og sömu orð eru notuð um þá og hafa verið notuð um verknaði þriðja ríkisins. Sektarkcnnd Evrópubúa hverfur, hendurnar þvegn- ar, gyðingahatur er aftur í lagi og getur brugðið á leik. Að ísraelsstjórn skipi rannsóknarnefnd og mörgþúsund íbúar landsins jafnt sem fjöldinn allur af gyðingum díaspórunnar mótmæli skiptir víst litlu máli. Eins er með tilræðin í París undanfarin ár: vekja þau samúð með gyðingum eða valda þau óbeit á þessu fólki sem allstaðar er til vand- ræða? Sprengja í háskólamötuneyti gyðinga 27. mars 1979; sprengja við sýna gógu í Rue Copemic 3. október 1980 og skothríð á aðra sýnagógu, minnismerki, skóla og barnaheimili nokkrum dögum áður, eftir margskonar aðgerðir gegn gyðingum ailt sumarið, auk skotárásar á ferðaskrifstofu mánuði síðar; hand- sprengjur og hríðskotabyssur gegn veitingastað í Rue des Rosiers í „gyðingahverfinu" 9. ágúst í sumar, ásamt með ótal sprengjum og skotárás- um frá því snemma um vorið til septemberloka; fyrir utan nú tilræðið við sýnagóguna í Róm 9. október, auk annarra slíkra í Vínarborg 29. ágúst í fyrra og í Antwerpen 20. október sama ár; Hávær mótmæli alira stjórnmála- flokka landsins, verkalýðsfélaga, fjöl- miðla, kirkjunnar og óteljandi samtaka og nafngetinna einstaklinga eru góðs viti, en ekki lýsingar og greinar í blöðum sem benda til þess að frakkar vilji margir komast hjá því að skipta við gyðinga, tilaðmynda veita þeim vinnu og leigja þeim hús. Málið er örðugt viðfangs og það er aldrei að vita hvað tíminn leiðir í ljós. Þar getur brugðið til beggja vona, en við skulum óska okkur þess að gömul kona í Strasbourg sem mælti eftirfarandi orð á yiddish tveim dögum eftir tilræðið í Rue des Rosiers þurfi ekki að óttast: „hvað gerist með okkur núna, við sem höfum nú þegar og lengi kostað svo miklu til?“ MJ (Heimildir: Béatríce Philippe: Étre juif dans la société francaise, Paris 1979; Isidore Epstein: Judaism, Pelican, 1959; tímarítið Historie nr. 3 1979: Les juifs en France; kannanir á samfélagi gyðinga 1974-78; blöð og tímarit sem gyðingar gefa út: L’Arche, L’information juive, Tribune juive; dagblaðið Le Monde ágúst-október; önnur dagblöð og vikublöð undanfarið).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.