Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 20
20____ erlend SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 Borgarstjori Parísar gegn Frakklandsforseta Átök í Frakklandi: ■ Frá Frakklandi berast þær fregnir að mikil átök séu í gangi milli ríkisstjórnar Mitterands og borgarstjórnar Parísar undir forystu Jacques Chiracs, sem jafnframt er leiðtogi stjórnarandstöðuflokks Gaullista. Ágreiningurinn snýst um umfangsmikla breytingu sem Mitterand vill koma á varðandi stjórnun Parísar. Breytingin felst í því að í stað eins aðalborgarstjóra verði kosnir 20 borgarstjórar sem skipti með sér yfirráðum í borgarhverfum Parísar. Pessi breyting er liður í stefnu franskra sósíalista að draga úr miðstýringu í landinu, og slíkur háttur á borgarstjórn er hafður í London og Tokyó. Ríkisstjórn Mitterands hefur sakað Chirac um að misnota aðstöðu sína sem borgarstjóri Parísar. Hann hygli m.a. pólitískum samherjum sínum og hafi sctt eitt hundrað ráðgjafa sína á launaskrá borgarinnar. Chirac og samherjar hans telja breytingarnar hins vegar vera pólitískar ofsóknir og bcnda á að reynt sé að skerða völd borgarstjóra Parísar en sama eigi ekki að ganga yfir aðrar stórborgir, Frakklands, s.s. Lyon og Marseille. ■ Chirac borgarstjóri Parísar. ■ Mitterrand Frakklandsforseti. Lýðræðisstjórn tekin við í Bólivíu en: Gestapóforinginn Altmann gengur laus í La Paz ■ Hópur hægri smnaðra útlaga, of- beldismanna og kókaínsmyglara hrað- aði för sinni inn í frumskóga Bólivíu í síðustu viku þegar spurðist út að ítalskur fasisti, Pierluigi Pagliai sem talinn er einn þeirra er stóð að hryðjuverkunum á járnbrautarstöðinni í Bologna á Ítalíu á sínum tíma, hefði verið handtekinn og framseldur til heimalands síns. Nasistaforinginn Klaus Barbie, öðru nafni Klaus Altmann, sem sekur var fundinn um stríðsglæpi í lok síðari heimsstyrjaldar fyrir óhæfuverk í borg- inni Lyon f Frakklandi þar sem hann stjómaði Gestaposveitum, virðist á hinn bóginn ekki ýkja áhyggjufullur yfir fréttunum af framsali Pagliai sem hin nýja lýðræðisstjórn Bólivíu stendur að. Að vísu hermdu óstaðfestar fréttir í vikunni að Altmann hefði flúið til Brasilíu, en að sögn Jan Rocha fréttaritara The Observer í La Paz er líklegt að hann sé enn í höfuðborg Bólivíu. Rocha hitti að máli mann sem kvaðst vera einkaritari Altmanns og sagði sá að yfirmaður sinn hefði ekkert að óttast og því skyldi hann þá leggja á flótta. „Altmann hefur verið bólivískur ríkisborgari í meir en aldarfjórðung, og engir samningar gilda um framsal manna milli Bólivíu og Frakklands eða Vestur- Pýskalands. Og þótt slíkir samningar væru til brcytti það cngu því glæpir fyrnast á tíu árum í Bólivíu" sagði þessi einkaritari Altmanns. Altmann hefur notið verndar herfor- ingjastjórna í Bólivíu um árabil, og að launum hefur hann aðstoðað við að skipuleggja dauðasveitir hersins, og annast vopnakaup. Altmann hefur bólivískt ríkisfang og vegabréf, og notaði það til að ferðast undir hinu nýja nafni sínu til Frakklands fyrir nokkrum árum. Hann heimsótti m.a. Lyon og kom að leiði andspyrnu- foringjans Jean Moulin, sem hann er sakaður um að hafa pyntað og myrt. Borin voru kennsl á Altmann árið 1972 og var þar að verki Beate Klarsfeld sem leitað hefur uppi nasistaforingja um langt skeið. Tilraunir til að fá hann framseldan hafa hins vegár ekki borið árangur, og lengst af naut Altmann verndar Hugo Banzers fyrrum forseta Bólivíu. Ef það reynist rétt að Altmann telji sig enn geta um fjálst höfuð strokið í Bólivíu þegar þar er komin til valda lýðræðisleg stjórn er það örugg vísbend- ing um að hann á enn vini í háum embættum. ■ Gestapóforinginn og stríðsglæpamaðurinn Klaus Altmann ■ Gonzalez sósíalistaforíngi á fjöldafundinum í Oviedo. Fólkið fagnaði honum eins og rokkstjömu. Þingkosningar á Spáni í miðri vikunni: SIGUR SOSIAL- ISTA í AUGSÝN Stefna ekki að víðtækum þjóðfélagsbreytingum ■ Tugir þúsunda sósíalista troðfylltu áhorfendastæði á knattspyrnuvellinum í Oviedoborg í Asturiashéraði á Norður- Spáni fyrir skömmu og fögnuðu þar for- ingja sínum Felipe Gonzalez sem mætt- ur var á kosningafund. Asturiashérað er mikið námasvæði og á borða sem strengdur var á vellinum var letrað „Námuverkamenn fagna forsætisráð- herra alþýðunnar.“ Þegar hinn granni, strákslegi og frjáls- lega klæddi sósíalistaforingi birtist í ræðustólnum var honum fagnað með gífurlegu lófataki og minntu viðtök- umar frekur á rokkstjömu en verðandi forsætisráðherra. „Felipe, Felipe;“ hrópaði mannfjöldinn. Og þegar hann yfirgaf svæðið þustu konur á öllum aldri að honum til að líta hann augum og snerta. Það eru aðeins þrír dagar til kosninga á Spáni, þeirra mikilvægustu síðan 1977, og Gonzalez líkist hlaupara á fullum spretti sem þegar hefur borðann í augsýn. Skoðanakannanir benda til þess að hann verði næsti forsætisráðherra Spánar og sá fyrsti úr röðum sósíalista frá því lýðveldi leið undir lok á fjórða áratugnum. Eini Þrándur í Götu Gonzalezar er herinn. Vamarmálaráðherra núverandi stjórnar skýrði spánska þinginu frá því fyrir skömmu að verið væri að kanna tilraun nokkurra foringja í hemum til að hrifsa til sín völdin daginn fyrir kosning- amar. Að sumum hefur læðst efi um heilindi stjórnarinnar þegar tekið er tillit til þess að aðeins þrír undirforingjar hafa enn verið handteknir, enda þótt stjómin viðurkenni að um mjög alvar- legt samsæri hafi verið að ræða. Og hve alvarlegt sem það í rauninni var er það vísbending um afl sem framtíðarstjóm sósíalista á Spáni þarf að glíma við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.